Morgunblaðið - 12.09.2006, Qupperneq 12
BANDARÍSKA lyfjafyrirtækið
Barr Pharmaceuticals hefur hækkað
tilboð sitt í króatíska lyfjafyrirtækið
Pliva um rúm 10%, eða úr 743 kúnum
á hlut í 820 kúnur á hlut. Actavis
bauð í síðasta mánuði 795 kúnur á
hlut í Pliva. Tilboð Barr nú er því lið-
lega 3% hærra en tilboð Actavis og
jafngildir því að Barr myndi greiða
2,54 milljarða dala fyrir Pliva, jafn-
gildi nær 182 milljarða íslenskra
króna. Fjármálaeftirlit Króatíu hef-
ur nú fyrir sitt leyti samþykkt til-
boðið að því er fram kom í frétta-
tilkynningu frá Barr í gær.
Pliva hækkað mikið í verði
Actavis hefur nú frest fram til 11.
október til þess að leggja fram nýtt
og hærra tilboð í Pliva eða að draga
sig einfaldlega í hlé. Actavis á um
20,7% hlut í Pliva og fengi um 30,6
milljarða fyrir þann hlut ef gengið
yrði að tilboði Barr.
Liðlega hálft ár er liðið frá því að
Actavis lagði fyrst fram óformlegt
tilboð í Pliva og hefur verðið fyrir
Pliva farið stighækkandi síðan.
Þannig hefur Actavis þegar hækkað
tilboð sitt um 40% frá upphaflega til-
boðinu í mars.
Barr virðist mjög í mun að hreppa
Pliva en til samans myndu þau
vörumerki og aðalstöðvum sínum í
Evrópu og flytja hluta af lyfjafram-
leiðslu sinni þangað.
Í Vegvísi Landsbankans segir að
búast megi við útspili af hálfu Acta-
vis á næstu dögum en sérfræðingar
bankans telja það alls ekki gefið að
Actavis hækki tilboð sitt frekar.
Þeir benda jafnframt á að Actavis
fengi umtalsverðan söluhagnað af
eign sinni í Pliva ef gengið sé út frá
meðalkaupgengi í námunda við 760
kúnur á hlut. „Þá reiknast okkur til
að hlutur Actavis hækki um tæplega
3,0 ma.kr. miðað við það tilboð sem
Barr hefur sent frá sér,“ segir í Veg-
vísi Landsbankans.
Barr Pharmaceuti-
cals yfirbýður Actavis
Ögurstund Óvíst er hvort Actavis mun leggja fram hærra tilboð í Pliva.
Í HNOTSKURN
» Actavis á um 20,7% í Plivaog fengi um 37,6 milljarða
fyrir hlut sinn ef meirihluti
hluthafa Pliva gengur að til-
boði Barr.
» Actavis hefur frest fram til11. október til að koma
fram með nýtt tilboð í Pliva.
mynda þriðja stærsta samheitalyfja-
fyrirtæki heimsins með veltu upp á
a.m.k. um 165 milljarða króna á ári.
Barr stefnir að því að gera Pliva að
Eftir Arnór Gísla Ólafsson
arnorg@mbl.is
12 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
34
56 #$
#$
7
7
89
:;
%$
#$
7
7
<< =#;!'-"
%$
%$
7
7
=#;0-*(
3
%$
%$
7
7
><9; :'?@'
#$
$
7
7
MOSAIC Fashion, þar sem Baugur
Group er stærsti hluthafinn með nær
37% hlut, mun kaupa öll hlutabréf í
Rubicon Retail að fengnu samþykki
hluthafa Mosaic. Heildarvirði Rubi-
con samkvæmt samningnum er um
320 milljónir punda eða jafngildi hátt
í 43 milljarða íslenskra króna.
Mosaic Fashion hefur tilkynnt að
skrifað hafi verið undir bindandi sam-
komulag þessa efnis í kjölfar þess að
niðurstöður úr áreiðanleikakönnun á
Rubicon Retail lágu fyrir. Mosaic
Fashions greiðir tæpa 19 milljarða í
peningum og rúma sex milljarða með
skuldabréfum og kaupréttum til hlut-
hafa Rubicon sem nema um 10,7% af
heildarhlutafé í Mosaic Fashions.
Veltan 110 milljarðar
Rubicon Retail á tískuvörukeðjurnar
Warehouse og Principles auk skófyr-
irtækisins Shoe Studio og með sam-
einingunni verður til ein stærsta
kvenfatasmásölukeðja á Bretlandi.
Sameinað félag rekur um 1.700 versl-
anir í 27 löndum og velta þess verður
í kringum 110 milljarðar íslenskra
króna. Á meðal verslana þess eru
Warehouse, Principles, Oasis, Karen
Millen, Coast og Whistles.
Í Morgunkorni Glitnis kemur fram
að miðað við hagnað Rubicon fyrir
skatta og afskriftir (EBIDTA) á síð-
asta fjárhagsári verði kaupverðið að
teljast sanngjarnt svo fremi sem sam-
einingarkostnaður verði lágur. Við
sameininguna eigi félagið að njóta
aukinnar stærðarhagkvæmni til
lengri tíma þótt gera megi ráð fyrir
samþættingarkostnaði til skemmri
tíma.
Meirihluta hlutafjár Rubicon er í
höndum yfirstjórnenda, þ.á m. Do-
nald McCarthy, sem á tæplega 22%
hlut í Highland Acqusitions Limited,
sem hefur lagt fram yfirtökutilboð í
bresku verslanakeðjuna House of
Fraser en Baugur Group á 35% í fé-
laginu. McCarthy hefur verið nefndur
til sögunnar sem næsti stjórn-
arformaður House of Fraser ef yf-
irtakan verður að veruleika.
Mosaic yfirtekur
Rubicon Retail
Ein sú stærsta í Bretlandi Mosaic
Fashions mun eftir yfirtökuna á
Rubicon reka um 1.700 verslanir og
ársveltan verður um 110 milljarðar.