Morgunblaðið - 12.09.2006, Page 15

Morgunblaðið - 12.09.2006, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006 15 Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is EVRÓPURÁÐIÐ gagnrýndi í gær harðlega nýjar reglur kínverskra stjórnvalda um dreifingu erlendra frétta í landinu. Ritskoðun stjórn- valda á fréttatengdu efni er vel þekkt en nú virðist sem gengið hafi verið lengra en áður í þeim efnum. Gagnrýnin kemur þannig í kjölfar þess, að stjórnvöld í Peking hertu á sunnudag reglur um dreifingu og miðlun erlends fréttaefnis. Þýða reglurnar að hin ríkisrekna Xinhua- fréttastofa mun verða í lykilstöðu þegar kemur að miðlun erlendra frétta. Erlendar fréttastofur verða því að láta sér lynda að fréttir þeirra með erlendu ívafi séu ritskoðaðar, ásamt því sem þeim verður óheimilt að skipta beint við þarlenda fjölmiðla. Jafnframt útlista þær hvers konar fréttaefni megi ekki dreifa í Kína, þar með talið fréttaefni sem talið er grafa undan einingu þjóðarinnar og sjálfstæði ellegar ógna öryggi henn- ar, orðspori og hagsmunum. „Tilkynningin [...] um þessar að- gerðir er eitthvað sem Evrópuráðið ætti að hafa miklar áhyggjur af,“ sagði Johannes Laitenberger, tals- maður ráðsins. „Evrópuráðið, og að sjálfsögðu aðrar evrópskar stofnanir munu rannsaka aðgerðirnar vand- lega en ég get sagt hér og nú að við teljum þetta neikvæða þróun.“ Nýja reglugerðin gengur í gildi þegar í stað og nær til texta, mynd- efnis og fréttaefnis almennt. Kann að skaða viðskiptalífið Reglugerðin er nýjasta útspil kommúnista til að draga úr frelsi fjölmiðla en hún gengur í berhögg við yfirlýsingar um að heimila óhindraðan aðgang fjölmiðla að land- inu meðan á Ólympíuleikunum í Pek- ing stendur í ágústmánuði 2008. Í umfjöllun dagblaðsins New York Times í gær kemur ennfremur fram að mikil aukning í fjölda málsókna á hendur blaðamönnum hafi vakið upp efasemdir um hvort stjórnin muni standa við yfirlýsingar sínar. Hitt er ljóst að mörg fyrirtæki kunna að bíða fjárhagslegan skaða af ráðstöfuninni. Þannig segir í dag- blaðinu The Australian að reglu- gerðin kunni að vera alvarleg ógn við kínverskt viðskiptalíf og fréttastofur á borð við Reuters, Dow Jones og Bloomberg, jafnframt því sem hún gæti skert hagsmuni fjármálastofn- ana, með því að draga úr aðgengi að upplýsingum og gögnum. Ráðstöfunin gæti einnig komið Xinhua-fréttastofunni vel. Breska dagblaðið Times fjallar um þennan vinkil málsins á vefsíðu sinni, þar sem segir að ákvörðunin gæti reynst gullnáma fyrir Xinhua, sem kunni framvegis að geta gert kröfu um hlutdeild í veltu erlendra fréttastofa af dreifingu upplýsinga viðskipta- legs eðlis til hins ört vaxandi mark- aðar í Kína. Gagnrýna rit- skoðun í Kína Miðlun erlendra frétta takmörkuð verulega frá því sem verið hefur FLÓÐHESTAMÓÐIR fylgist grannt með nýfæddu afkvæmi sínu í Alipore- dýragarðinum í borginni Kalkútta í Indlandi í gær. Afkvæmið kom í heiminn 1. september sl. og segja talsmenn dýragarðsins að það sé það fyrsta í sögu garðsins. AP Í góðri gæslu móðurinnar Houston. AFP. | Geimfararnir sex í bandarísku Atlantis-geimferjunni, sem skotið var á loft frá Flórída á laugardag, tengdu í gær ferjuna við Alþjóðlegu geim- stöðina, ISS. Áhöfnin mun setja upp í stöðinni 16 tonna mannvirki sem á að verða burðargrind fyrir sólarrafhlöður og annan búnað. Mun viðbótin tvö- falda orkuvinnslu stöðvarinnar. Geimfararnir hófu í gær undirbúning að þrem geimgöng- um sem þeir verða að framkvæma. Ferðin á að taka 11 daga en sex manns eru um borð í ferjunni, í geim- stöðinni eru hins vegar þrír menn fyr- ir, Rússi, Bandaríkjamaður og Þjóð- verji. Markmiðið er að ljúka í ferð Atlantis samsetningu geimstöðvar- innar sem hefur verið á sporbraut umhverfis jörðu í átta ár. Segja sér- fræðingar bandarísku geimferða- stofnunarinnar, NASA, að um sé að ræða flóknasta verkefni geimferju til þessa. Talsmenn NASA voru himin- lifandi yfir því hve vel tengingin við geimstöðina gekk í gær og sögðu allt hafa gengið eins og í sögu. Skoðun á varmahlífum geimferj- unnar á sunnudag til að kanna hvort þær hefðu skemmst við flugtakið benti ekki til annars en að ferjan væri í ágætu lagi. Sem kunnugt er losnuðu slíkar hlífar af geimferjunni Columbia fyrir þremur árum og fórust allir um borð, sjö manns, þegar ferjan splundraðist skömmu fyrir lendingu. Er ferð Atlantis fyrsta geimferjuflug- ið eftir slysið. Atlantis tengd við geimstöðina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.