Morgunblaðið - 12.09.2006, Side 25

Morgunblaðið - 12.09.2006, Side 25
tómstundir barna MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006 25 Sími: 591 3000 / www.atlantsskip.is Heimurinn er okkar pi pa r / S ÍA Við spilum oft á móti mjögsterkum liðum svo aðbaráttan getur veriðansi hörð á köflum,“ segir Inga Sif Sigfúsdóttir, sem æfir körfubolta með Haukum í Hafnarfirði fimm sinnum í viku. „Njarðvíkurstelpurnar eru mjög öflugar og líka Keflavík, Kormák- ur á Hvammstanga, Hrunamenn á Flúðum og Hamar í Hveragerði.“ Nærri sjö ár eru liðin síðan Inga Sif, sem er að verða 14 ára í desember, byrjaði að æfa körfu- bolta með Haukum sjö ára gömul og segist hvergi nærri hætt. „Það væri auðvitað gaman að komast í meistaraflokkinn einhvern tím- ann, en ég hef tvisvar sinnum orð- ið Íslandsmeistari með Haukum, fyrst með sjöunda flokki í hitti- fyrra og aftur með 8. flokki í fyrra. Þetta er mjög skemmtilegt sport. Vinkona mín togaði mig í þetta, sagði að það vantaði í liðið. Ég ákvað bara að prófa og sé ekki eftir því. Við boltastelpurnar er- um allar orðnar mjög góðar vin- konur, en við erum fimmtán að æfa,“ segir Inga Sif og bætir við að hún hafi ekki æft reglulega neina aðra íþrótt, en hafi stundað þverflautunám við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar undanfarin þrjú ár. „Við erum með mjög góðan þjálfara og förum oft í keppn- isferðir út á land. Í fyrsta skipti í sumar fórum við svo til útlanda á mót, sem var mjög skemmtilegt. Við flugum til Kaupmannahafnar 16. ágúst þar sem við stoppuðum í sólarhring og náðum að leika okkur í Tívolíinu. Flugum svo daginn eftir til Brussel í Belgíu og keyrðum í klukkutíma til Gent þar sem 84 stráka- og stelpulið alls staðar að komu saman til að keppa.“ Þegar Inga Sif er spurð hvað körfuboltastelpur þurfi helst að hafa til að bera svarar hún því til að áhuginn þurfi vitanlega að vera til staðar og svo saki ekki að vera svolítið hávaxin. Önnur áhugamál hennar snúast um að hoppa á trampólíni og gera eitthvað skemmtilegt með góðum vinkonum. Inga Sif er í 9. bekk Öldutúnsskóla og er mynd- menntin uppáhaldsfagið í skól- anum. „Mér finnst rosalega gam- an að teikna. Þegar ég verð full- orðin gæti ég hugsað mér annaðhvort að læra lögfræði eða fara út í listina.“ Baráttan er öflug í körfu- boltanum Á æfingu Það þarf svo að sjálfsögðu að teygja vel. Morgunblaðið/Ómar Boltaíþrótt Inga Sif Sigfúsdóttir byrjaði að æfa körfubolta með Haukum þegar hún var sjö ára gömul og æfir nú fimm sinnum í viku. Karfa Boltinn skal ofan í. Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.