Morgunblaðið - 12.09.2006, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
S
amráðshópur sem
menntamálaráðuneytið
skipaði og skilaði
skýrslu árið 2004 lagði
til að stefnt yrði að
stofnun þekkingarmiðstöðvar sem
samhæfði þjónustu við blinda og
sjónskerta nemendur. Í skýrslunni
er lagt til að mennta-, félags- og
heilbrigðismálaráðuneytið vinni
saman að nánari útfærslu á fyrir-
komulagi slíkrar þekkingarmið-
stöðvar, en henni hefur enn ekki
verið komið á fót. Aðstandendur
blindra nemenda hafa lýst mikilli
óánægju með stöðu mála og segja
að nánast engin þjónusta sé við
blind börn á Íslandi, en árið 2004
var blindradeild Álftamýrarskóla
lögð niður. Í samtali við Morgun-
blaðið um helgina sagði móðir
tveggja daufblindra stúlkna að í
málefnum blindra barna væri brýn-
ast að koma á fót þekkingarmið-
stöð. Málaflokkurinn hafi hins veg-
ar lent í gryfju á milli ráðuneytanna
þriggja sem honum tengjast.
Áhyggjur Sjónstöðvar
Fjögur ár eru liðin frá því
Blindrafélagið sendi erindi til
menntamálaráðuneytisins þar sem
lögð var áhersla á nauðsyn þess að
til væri þekkingarmiðstöð vegna
blindra barna sem hafi bæði ráð-
gjafar- og kennsluhlutverk, en fé-
lagið óskaði jafnframt eftir því að
starfshópur yrði skipaður til þess
að fjalla um bætt aðgengi blindra
og sjónskertra að menntakerfinu.
Sjónstöð Íslands, sem heyrir undir
heilbrigðisráðuneyti, sendi einnig
ráðuneytinu erindi þar sem lýst var
þungum áhyggjum vegna málefna
blindra og sjónskertra grunnskóla-
nemenda.
Menntamálaráðuneytið skipaði í
maí 2003 samráðshóp vegna þess-
ara mála, en í hópnum sátu fulltrú-
ar ráðuneytisins, auk fulltrúa úr fé-
lagsmála- og heilbrigðismála-
ráðuneyti. Þá átti fulltrúi
Sambands íslenskra sveitarfélaga
þar sæti. Hópurinn gerði grein fyr-
ir skipan mála en setti jafnframt
fram tillögur um ýmsar æskilegar
umbætur í þjónustu menntakerfis-
ins við blind og sjónskert börn.
4–5 stöðugildi við
þekkingarmiðstöðina
Lagði hópurinn fram níu megin-
tillögur. Í fyrsta lagi að stofnuð yrði
þekkingarmiðstöð sem samhæfði
þjónustu við blinda og sjónskerta
nemendur, en slíkar þekkingarmið-
stöðvar eru reknar á öllum hinum
Norðurlöndunum. Meginmarkmið
hennar yrði að veita blindum og
sjónskertum ungmennum þjónustu
og ráðgjöf, stuðla að rannsóknum á
högum blindra og sjónskertra og
hafa frumkvæði að nýjungum sem
mættu nýtast þeim í námi og starfi.
Blind börn sæktu heimaskóla í
auknum mæli og því þyrfti starfið í
miðstöðinni að fara fram á öðrum
tímum en almenn kennsla og ráðn-
ingar þyrftu því að vera með öðrum
hætti en hjá kennurum. Þeirri hug-
mynd var varpað fram að á bilinu
4–5 stöðugildi yrðu við þekkingar-
miðstöðina.
Samráðshópurinn lagði til að
menntamála-, félagsmála- og heil-
brigðisráðuneytið ynnu saman að
nánari útfærslu á fyrirkomulagi
þekkingarmiðstöðvar að höfðu
samráði við Samband íslenskra
sveitarfélaga. Í skýrslu hópsins
segir að ýmsar leiðir séu færar.
Núverandi þjónusta sé veitt af
sveitarfélögum í samræmi við
grunnskólalög og heyri enn fremur
undir þrjú ráðuneyti. „Því er ekki
einfalt mál að finna viðunandi nið-
urstöðu hvað varðar rekstrar-
grundvöll og yfirstjórn þessa mála-
flokks,“ segir í skýrslunni. Þar
segir ennfremur að verði valin sú
leið að stofnun sem þegar er starf-
andi taki að sér hlutverk þekking-
armiðstöðvar komi tæplega önnur
stofnun en Sjónstöð Íslands til
greina, en hún hafi lýst sig reiðu-
búna til viðræðna um slíkt fyrir-
komulag. Þá þurfi líklega að b
lögum um Sjónstöðina.
Samráðshópurinn fékk þær
lýsingar frá Sjónstöð Ísland
hér fæddust 7–10 blind og
skert börn á ári, og þar af vær
alblind. Þar sem æ fleiri blin
sjónskert börn sæktu heima
hefði það haft í för með sér að
væri lítil þekking á blindraken
skólum. Fjölga þyrfti sérmenn
fólki á þessu sviði, bæta skipul
samhæfingu.
Fjallað um kennslu blindra
í grunnnámi kennara
Að auki lagði hópurinn fram
aðrar megintillögur. Var lagt
gerð yrði endurskoðun á úth
hjálpartækja til blindra og
skertra, aukið samstarf Bli
bókasafns og Námsgagnasto
Þekkingarmiðst
blindra sögð nau
Blindir nemendur Það er ekki einfalt að finna viðunandi niðurstö
Fréttaskýring |
Aðstandendur blindra
nemenda eru ósáttir við
hvernig yfirvöld standa
að þjónustu við þá. Hún
heyrir undir marga aðila,
þar á meðal sveitarfélög
og þrjú ráðuneyti.
GUÐMUNDUR Páll Jónsson, aðstoðarmaður
Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra, segir
að ráðuneytið hafi í hyggju að kanna hjá mennta-
málaráðuneytinu hvernig vinna við tillögurnar
sem samráðshópurinn setti fram árið 2004 gangi,
en fulltrúi úr ráðuneytinu átti sæti í nefndinni.
Guðmundur Páll segir að í lögum um málefni fatl-
aðra komi fram að þeir skuli eiga rétt á allri al-
mennri þjónustu ríkis og sveitarfélaga og þeir fái
þjónustu sem geri þeim kleift að lifa og starfa í
eðlilegu samfélagi við aðra. Í félagsmálaráðu-
neytinu sé lögð áhersla á að þau úrræði sem blind-
um bjóðist séu við hæfi.
Ekki náðist í heilbrigðisráðherra í gær vegna
vinnslu þessarar fréttaskýringar.
Félagsmálaráðuneyti
Kannað hvernig
vinna stendur
Menntamálaráðuneytið fer með yfirstjórn
skólamála. Á sviði leik- og grunnskóla er um
stefnumótunar- og eftirlitshlutverk að ræða en
framhaldsskóla- og háskólastigið heyra beint
undir ráðuneytið. Þá heyra Námsgagnastofn-
un og Blindrabókasafn Íslands undir mennta-
málaráðuneytið. Á grunnskólastigi sér Náms-
gagnastofnun um námsgagnagerð, en
stofnunin hefur samið við Blindrabókasafnið
um útgáfu á námsgögnum með blindraletri
fyrir grunnskóla
annast útgáfu á
sjónskerta á fra
orðna.
Félagsmálará
aðra almennt og
unarsjóði sveita
félög úthlutað
fatlaðra eftir ákv
fyrir blinda og sj
Á ábyrgð þriggja ráðun
KENNSLA SJÓNSKERTRA BARNA
Á Íslandi gilda lög um málefni fatl-aðra. Í þeim er kveðið á um að fatl-
aðir eigi rétt á allri almennri þjónustu
ríkis og sveitarfélaga. Þar segir að miða
skuli að því að gera þeim kleift að lifa og
starfa í eðlilegu samfélagi við aðra.
Fatlaðir eiga að sitja við sama borð og
aðrir í skólum. Þeir eiga að búa við sama
aðgengi og ófatlaðir að opinberum
stofnunum. Löggjöfin er til fyrirmynd-
ar.
Því miður er það hins vegar allt of oft
þannig að fatlaðir búa ekki við þær að-
stæður, sem kveðið er á um í lögunum.
Í Morgunblaðinu á sunnudag segir
Bryndís Snæbjörnsdóttir, móðir
tveggja daufblindra stúlkna á grunn-
skólaaldri, að þjónusta við blind og sjón-
skert börn hér á landi standi þjónustu á
öðrum Norðurlöndum langt að baki.
„Það er nánast engin þjónusta við blind
börn á Íslandi,“ segir Bryndís. „Það er
ekki lagt uppúr því að þau verði læs og
það er engin ráðgjafarþjónusta við
kennara úti í skólunum.“
Í Morgunblaðinu í gær segir Margrét
Sigurðardóttir, sem starfaði sem
blindrakennari í 35 ár og hefur nýlátið
af störfum, að þjónustan sé engin og
ekki sé hægt að benda óöruggum for-
eldrum á nein úrræði.
Halldór Sævar Guðbergsson, formað-
ur Blindrafélagsins, segir fullljóst að
sjónskert börn sitji ekki við sama borð
og önnur börn á Íslandi og kveðst vita
dæmi þess að foreldrar hafi flutt af landi
brott til að börnin fengju betri menntun.
„Ríkinu er skylt að bjóða þessum
börnum upp á kennslu að því marki sem
mögulegt er og getur ekki borið kostnað
fyrir sig,“ segir Ragnar Aðalsteinsson
hæstaréttarlögmaður.
Þetta ástand er hneyksli. Það er ekki
hægt að bjóða upp á það í þessu auðuga
landi að fjölskyldur hrekist úr landi
vegna þess að fötluð börn þeirra fá ekki
lögboðna þjónustu. Það er ekki hægt að
líða það að möguleikar fatlaðra barna til
að fá sem mest út úr lífinu séu eyðilagð-
ir.
Mál blindu barnanna er ekki eins-
dæmi. Stutt er síðan sagt var frá því í
Morgunblaðinu að fötluð börn kæmust
ekki í skólasund í nýuppgerðri sundlaug
Seltjarnarness vegna þess að rétta að-
stöðu fyrir þau vantaði. Nú hefur sem
betur fer verið brugðist við þeim vanda,
en í umfjöllun um málið kom fram að það
væri allt of algengt að aðstaða fyrir fatl-
aða sæti á hakanum þegar byggt væri.
Fyrr á þessu ári var fjallað rækilega í
Morgunblaðinu um þau vandamál, sem
hafa komið upp í skólakerfinu og leitt
hafa til þess að börn með sérþarfir hafa
ekki fengið lögbundna kennslu og þjón-
ustu.
Lögin hafa verið sett. Á pappírnum er
Ísland til fyrirmyndar í málefnum fatl-
aðra. Það er hins vegar eins og orðið
hafi til gap á milli setningar laga og
framkvæmdar þeirra í þessu landi. Því
þarf að breyta.
STEIN
skýrt a
hendi s
sérfræ
um að
Aðsp
rekstri
Hann
ustan v
fólk m
til að v
in, yrð
Jöfnun
fyrst e
boða.“
Aðst
Sve
rek
HVALVEIÐAR?
Svo virðist sem Hvalur hf. hyggi áhvalveiðar á ný, ef marka má um-mæli Kristjáns Loftssonar, for-
stjóra fyrirtækisins, í samtali við Morg-
unblaðið sl. sunnudag, jafnvel í lok þessa
mánaðar en alla vega næsta vor.
Að vísu segir Einar K. Guðfinnsson
sjávarútvegsráðherra að ekki hafi verið
tekin pólitísk ákvörðun um að hefja hval-
veiðar. Þau ummæli benda til að Hvalur
hf. geti ekki farið sínu fram án samþykkis
stjórnvalda.
Eru einhver sérstök rök fyrir því að
hefja hvalveiðar á ný? Þau rök snúa ekki
að efnahagslegri afkomu íslenzku þjóð-
arinnar. Þjóðin þarf ekki á að halda þeim
tekjum, sem hvalveiðar mundu skila í
þjóðarbúið. Raunar er álitamál, hvort
hvalveiðar mundu skila einhverjum
tekjum. Það er erfitt að finna kaupendur
að hvalaafurðum.
Þau almennu rök, að óhætt sé að veiða
úr hvalastofnunum þegar hér er komið
sögu, hafa enga sérstaka þýðingu heldur,
þegar engin brýn þörf er á að drepa hval-
ina.
Hins vegar er hægt að færa fram sterk
rök gegn hvalveiðum. Alþjóðleg samtök
umhverfisverndarsinna hafa tekið hval-
ina upp á sína arma ef svo má að orði
komast. Þau hafa sýnt styrk sinn aftur og
aftur. Það er lítið vit í því fyrir okkur Ís-
lendinga að segja þessum alþjóðasam-
tökum stríð á hendur með því að hefja
hvalveiðar á ný. Það gæti komið til greina
ef þjóðin ætti afkomu sína undir hval-
veiðum. Svo er ekki. Ef alþjóðasamtök
umhverfisverndarsinna hæfu markvissa
baráttu gegn okkur er nokkuð ljóst, að
við mundum verða fyrir umtalsverðu
fjárhagslegu og siðferðilegu tjóni.
Þessi samtök mundu beita sér fyrir
því, að almenningur í öðrum löndum
hætti að kaupa fisk frá Íslandi. Þau
mundu líka beita sér fyrir því, að fólk
hætti að ferðast til Íslands.
Bæði í sjávarútvegi og í ferðaþjónustu
er mikill fjöldi lítilla og meðalstórra fyr-
irtækja, sem hafa ekki fjárhagslega
burði til þess að taka á sig áföll vegna
þess að eigendur Hvals hf. láta sér detta í
hug að hefja hvalveiðar á ný.
Hér heima fyrir eru skoðanir mjög
skiptar um hvalveiðar. Síðustu árin hafa
samtök umhverfisverndarsinna eflzt
mjög. Gera má ráð fyrir, að ef almennar
hvalveiðar hæfust á ný mundu þær veið-
ar mæta mikilli andstöðu umhverfis-
verndarsinna hér. Í ljósi þeirra miklu
átaka, sem nú standa yfir á milli nátt-
úruverndarsinna og virkjanasinna er
tæplega á þau átök bætandi með hval-
veiðum, sem skipta sáralitlu máli fyrir
efnahagslega afkomu þjóðarbúsins.
Á allmörgum undanförnum árum hef-
ur verið byggð upp töluverð atvinnugrein
í tengslum við ferðaþjónustuna, sem er
hvalaskoðun. Fólkið, sem kemur hingað
til Íslands til þess að skoða hvali, hefði
ekki áhuga á slíkum heimsóknum til þess
að fylgjast með hvaladrápi. Þótt Kristján
Loftsson telji, að hvalirnir bíði í ofvæni
eftir skutlunum, er ekki víst að aðrir séu
honum sammála um þá lýsingu á tilfinn-
ingalífi hvalanna.
Það er hægt að fjalla um hvalveiðar
með rökum eins og hér hefur verið gert
og öll röksemdafærsla leiðir til þeirrar
niðurstöðu, að það sé ekkert vit í því að
hefja hvalveiðar á ný. Við þurfum ekki á
þeim að halda.
En það er líka hægt að fjalla um hval-
veiðar út frá tilfinningum og meginþorri
þess gífurlega fjölda fólks um heim allan,
sem er algerlega á móti hvalveiðum
vegna þess, að þetta fólk upplifir hvali,
sem einhver stórkostlegustu dýr jarðar,
sem eigi að fá að vera í friði, lítur á hvala-
dráp sem villimennsku.
Það er afar óhyggilegt svo ekki sé
meira sagt að egna þennan mikla fjölda
fólks gegn þessari fámennu þjóð hér í
Norður-Atlantshafi.
Og til hvers?