Morgunblaðið - 12.09.2006, Qupperneq 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FLESTIR geta tekið undir að heils-
an er okkar dýrmætasta eign. Sem
betur fer getum við gert margt til að
vernda heilsu okkar og
minnka líkurnar á að fá
ákveðna sjúkdóma.
Reykingar eru einn af
þeim skaðvöldum sem
valda ómældu heilsu-
farslegu tjóni sér-
staklega hjá þeim ein-
staklingum sem reykja
og einnig hjá þeim sem
þurfa að vera návistum
við reykingafólk. Á und-
anförnum áratugum
hafa aldrei verið lagðar
fram jafnmargar traust-
ar rannsóknir sem
tengja einn orsakavald
jafnsterkum böndum við
jafnalvarlegar afleið-
ingar eins og tengsl
reykinga eru við ýmsa
sjúkdóma. Engin önnur
ein utanaðkomandi or-
sök ótímabærs dauða er
jafnharðvítug og tóbaks-
reykingar. Rannsóknir
frá Hjartavernd benda
til að um 350 ótímabær
dauðsföll verði hérlendis
á ári sem rekja má beint
og eingöngu til reykinga.
Það hlýtur því að vera skylda sam-
félagsins að beita öllum þeim tækjum
sem tiltæk eru til að draga úr þessu sé
horft til heilsufars þjóðarinnar. Fá
verkefni eru því jafnbrýn þegar litið er
til lýðheilsu landsmanna og reyndar
heimsins alls og að draga úr reyk-
ingum. Skýr skilaboð til samfélagsins
skipta þar miklu máli og þau skilaboð
þurfa m.a. að koma mjög ákveðið frá
fagfólki í heilbrigðisþjónustu. Þess
vegna skiptir ráðstefna á borð við
LOFT miklu máli.
Hún verður nú haldin í fjórða sinn í
Kirkjulundi í Reykjanesbæ dagana 14.
og 15. september en að undirbúningi
hefur staðið vaskur hópur starfs-
manna Heilbrigðisstofnunar Suð-
urnesja, Lýðheilsustöðvar, Landlækn-
isembættisins, Krabbameinsfélagsins
og Karolinska sjúkrahússins í Stokk-
hólmi. Á dagskrá eru
fjölbreytt erindi, flutt af
innlendu og erlendu fag-
fólki úr ýmsum áttum,
sem allt hefur mikla
reynslu og þekkingu á
því að takast á við mál
sem snúa beint og
óbeint að reykingum.
Litið er til reynslu stofn-
ana sem hafa boðið upp
á sérstaka þjónustu til
að auðvelda reyk-
ingafólki að hætta að
reykja. Horft verður á
áhrif reykinga á vinnu-
umhverfi og kynnt
verða heimspekileg
sjónarhorn. Rætt verð-
ur um reynslu ná-
grannaþjóðanna í bar-
áttunni við
tóbakspúkann. Einnig
er fjallað um tóbaks-
varnir frá sjónarhóli
ýmissa aðila sem standa
utan við heilbrigðisþjón-
ustuna en þurfa að tak-
ast á við óbeinar reyk-
ingar, sem dæmi má
nefna veitingamenn og
skemmtikrafta.
Reykingar snerta allt of marga enn í
dag. Ég vil hvetja alla sem eiga hags-
muna að gæta og alla sem hafa áhuga
á málefninu að mæta í Kirkjulund í
Reykjanesbæ á „LOFT 2006“. Þetta
er frábært tækifæri til að hitta
skemmtilegt fólk, hlusta á fróðleg og
fjölbreytt erindi í friðsælu og fallegu
umhverfi.
Reyklaust „Loft
2006“ í Reykjanesbæ
Sigríður Snæbjörnsdóttir
fjallar um heilbrigðismál og
ráðstefnuna „Loft 2006“ í
Reykjanesbæ
» Fá verkefnieru því jafn-
brýn þegar litið
er til lýðheilsu
landsmanna
og reyndar
heimsins alls
og að draga úr
reykingum.
Sigríður
Snæbjörnsdóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri
Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.
Á MYRKUM miðöldum misstu Ís-
lendingar 500 ár úr þróunarsögu vest-
rænnar tónlistar en eru að reyna að
vinna það upp á fáum ára-
tugum. Árangurinn er
ótrúlegur, sem marka má
af þeirri hrifningaröldu
sem gagntók áheyrendur
Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands á tónleikum síðast-
liðinn laugardag. Ástæða
er til að fagna og óska Sin-
fóníuhljómsveit Íslands
og stjórnandanum til
hamingju með glæsilegt
upphaf nýs starfsárs.
Á undanförnum áratug-
um hefur undirritaður átt
þess kost að heyra flestar
fremstu hljómsveitir
heimsins leika í frægum
hljómleikasölum undir
stjórn mikilla meistara.
Þá ber oft við að áheyr-
endur tjái hrifningu sína
óspart með hyllingum,
klappi og bravóhrópum en
slíks minnist ég ekki á Ís-
landi fyrr, að gripið hafi
áheyrendur viðlíka fagn-
aðarlæti og stemning. Úr
hópi nærstaddra heyrði
ég raddir eins og „af
þessu hefði ég alls ekki
viljað missa hvað sem það
kostaði“ en aðgangseyri
var í hóf stillt á þessum kynningartón-
leikum.
Efnisskrá tónleikanna var vel sam-
sett og skemmtileg, eiginlega hreint
konfekt fyrir eyrun. Hér er ekki um
tilraun að ræða til að grípa fram fyrir
hendur og skoðanir gagnrýnenda en
fullyrt er að leikur hljómsveitarinnar
var á heimsmælikvarða einkum í síð-
asta verkinu, hljómsveitarsvítunni
Sheherazade eftir Rimskij Korsakov.
Þar fóru einleikarar úr öllum deild-
um hljómsveitarinnar á kostum og
sýndu hæfileika og
færni sem aðeins er á
valdi bestu hljómlist-
armanna.
Endurtekið inn-
gangsstef drottning-
arinnar Sheherezade
laðaði konsertmeist-
arinn Sigrún Eð-
valdsdóttir fram af
einstökum þokka og
næmi og tengdi
þannig saman
heillandi sögur þús-
und og einnar nætur.
Áhrifin létu ekki á
sér standa, áheyr-
endur voru sem
bergnumdir af
mætti tónlistarinnar
og hylltu flytjendur
og stjórnanda óspart
með uppistandi,
langvinnu lófaklappi
og fagnaðarhrópum
sem sjaldgæft er að
upplifa í íslenskum
tónlistarsal. Margir
ágætir stjórnendur
hafa lagt hug og
hönd að verki við
þjálfun Sinfón-
íuhljómsveitar Ís-
lands undanfarna áratugi. Hljóm-
sveitin er æ betur skipuð með hverju
árinu og vex ásmegin í hlutfalli við
það. Það vekur athygli hve hinn ungi
breski hljómsveitarstjóri Rumon
Gamba virðist hafa náð góðum tökum
á hljómsveitinni á tiltölulega stuttum
tíma. Frægt er hvernig Simon Rattle
byggði upp Sinfóníuhljómsveit
Birmingham en hann var eini fasta-
stjórnandi hennar í meira en tvo ára-
tugi og gerði hana að einni bestu sin-
fóníuhljómsveit heims, enda þóttu
vinnubrögð hans einkennast af full-
komnunaráráttu. Hann hafnaði öll-
um gylliboðum annarra hljómsveita
þar til hann tók við virtustu hljóm-
sveitarstjórastöðu heims sem að-
alstjórnandi Berliner Philharmonic
fyrir þremur árum. Þótt stjórn-
endastíll Rumons Gamba og Simons
Rattle séu um margt ólíkir eiga þeir
vafalaust margt sameiginlegt.
Aðeins eitt skyggði á árangur
stórgóðra tónleika síðastliðinn laug-
ardag – of fáir áheyrendur, einkum
af ungu kynslóðinni. Tími er til kom-
inn að hin unga menntaða íslenska
kynslóð geri sér grein fyrir að án lág-
marksþekkingar á tónlistar- og
menningararfi heimsins telst enginn
nema hálfmenntaður. Fram undan
eru stór tímamót í íslenskum menn-
ingarmálum þegar loks rís hér
hljómleikahöll sem virðingu tónlistar
og flytjenda hennar eru samboðin
með tvö- til þreföldu rými fyrir hlust-
endur. Ekki er nóg að vinna að bygg-
ingu tónlistarhallarinnar sem beðið
hefur verið í áratugi, heldur vinna að
alhliða eflingu tónlistarlífs með þjóð-
inni og nýtingu hennar til aukinnar
lífshamingju og bætts mannlífs.
Nýja tónlistar- og ráðstefnuhöllin
getur valdið straumhvörfum á ýms-
um sviðum alþjóðlegra samskipta á
heimsvísu og listflutningur þar orðið
einn af hátindum íslensks menning-
arlífs um ókomnar aldir.
Hrifningaralda í Háskólabíói
Ingólfur Guðbrandsson segir
frá tónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands sl. laugardag
»… fullyrt erað leikur
hljómsveit-
arinnar var á
heimsmæli-
kvarða, einkum í
síðasta verkinu,
hljómsveitarsvít-
unni Sheher-
azade eftir Rims-
kij Korsakov.
Ingólfur Guðbrandsson
Höfundur er ferðafrömuður
og tónlistarmaður.
ÁSTÆÐA þess að Ekron, starfs-
þjálfun er sett á laggirnar er skortur
á starfsþjálfun og endurhæfingu fyrir
þá sem farið hafa í áfengis/vímuefna-
meðferð og/eða hafa glímt við ein-
hvers konar fíkn og eiga ekki greiðan
aðgang út á hinn al-
menna vinnumarkað.
Hjalti Kjartansson
mótaði hugmyndafræði
Ekron eftir að hann fór
í meðferð árið 2003. Í
meðferðinni sá hann að
þörfin fyrir slíkt úrræði
var mjög brýn. Hófst
hann strax handa við
að koma hugsjóninni í
verk og í október 2005
festi hann kaup á hús-
næðinu sem Ekron er
nú í. Ekron er einka-
framtak, byggt á gras-
rótarhreyfingu sem
hefur séð hina gíf-
urlegu þörf fyrir úr-
ræði sem þetta. Hug-
myndafræðin byggir á
12 reynslusporum AA-
samtakanna, og starfs-
þjálfunin verður ein-
staklingsmiðuð.
Mikið hefur verið
rætt í fjölmiðlum und-
anfarið um neyslu eit-
urlyfja, afleiðingar
þeirra, úrræði og úr-
ræðaleysi. Þar á meðal hafa ráða-
menn þjóðarinnar tjáð sig í fjöl-
miðlum.
Núverandi félagsmálaráðherra,
Magnús Stefánsson, lét þau orð falla
að vímuefnaneysla væri mesta vanda-
mál íslensku þjóðarinnar í dag.
Dómsmálaráðherra nefndi í einni
ræðu sinni á þessu ári mikilvægi ein-
staklingsbundinnar áætlunar um
framvindu afplánunarferils sérhvers
fanga í upphafi refsivistar. Einnig
kom fram í ræðu hans að þegar að
lokum afplánunar komi skuli stuðlað
að því, í samvinnu við fangann, að
hann eigi fastan samastað, hafi góð
tengsl við fjölskyldu og vini, kunni að
leita sér aðstoðar og nái að fóta sig í
samfélaginu.
Úrræði og hugmyndafræði Ekron
er sniðin að þeirri þörf sem umræðan
hefur snúist um. Jafn-
framt á þetta við um alla
þá sem endurtekið fara
inn og út úr fangelsum,
áfengis- og vímuefna-
meðferðum og langtíma-
atvinnulausum. Við vit-
um hvað það getur verið
erfitt að hefja störf eftir
sumarfrí, hvað þá að
hefja störf eftir langan
tíma í fangavist eða sí-
endurtekna dvöl á með-
ferðarstofnunum.
Hjá Ekron, starfs-
þjálfun verður boðið upp
á úrræði sem fagaðilar
sem starfa innan þessa
sviðs, s.s. félagsráð-
gjafar, áfengis- og vímu-
efnaráðgjafar, læknar,
starfsmenn meðferð-
arstofnana, starfsmenn
lífeyrissjóða, starfsmenn
Fangelsismálastofn-
unar, eru sammála um
að skorti. Úrræði sem
Ekron, starfsþjálfun
mun bjóða upp á hefur
ekki verið og er ekki til á
Íslandi í dag. Rannsóknir og skýrslur
sem heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytið og félagsmálaráðu-
neytið hafa látið gera benda til þess
að þetta sé það úrræði sem þurfi í
framhaldi af áfengis- og vímuefna-
meðferð og geti einnig verið mik-
ilvægt úrræði í fangelsismálum.
Starfsemi Ekron mun miða að því að
stemma stigu við síendurtekinni
komu á meðferðarstofnanir og í fang-
elsi og stuðla að stöðugri virkni ein-
staklinga í samfélaginu.
Áherslan verður lögð á að ein-
staklingurinn sæki vinnu á almenn-
um vinnumarkaði undir eftirliti og
handleiðslu hópstjóra. Í upphafi er
gert ráð fyrir u.þ.b. tveim klukku-
stundum á dag og verður aukið í sam-
ræmi við getu og markmið hvers og
eins, þar til viðkomandi einstaklingur
verður fær um að vinna fullan vinnu-
dag. Hugmyndafræðin gengur út á
að virkja mannauð hvers og eins er
áhersla lögð á gagnvirka aðlögun ein-
staklinganna við sitt félagslega um-
hverfi sem er forsenda þess að menn
nái að þróa raunhæfa sjálfsmynd og
sjálfsábyrgð, finna út hæfni sína og
þróa tengsl við aðra og nýta sam-
félagslegar bjargir. Öll kennsla, fyr-
irlestrar, ráðgjöf, samverustund og
meðferð fer fram á sama stað, þ.e. í
húsnæði Ekron á Smiðjuvegi 4b í
Kópavogi.
Húsnæði Ekron, allar innréttingar
og tæki, hugmyndafræði, dagskrá og
starfsfólk er tilbúið að hefja starf-
semina um leið og til þess fæst
rekstrarfé.
Samkvæmt fjölmörgum rann-
sóknum er ljóst að beinn fjárhags-
legur ávinningur af starfsendurhæf-
ingu Ekrons, starfsþjálfunar fyrstu
tvö árin, yrðu tugir ef ekki hundruð
milljóna króna.
Með þessu úrræði er verið að bjóða
yfirvöldum tilbúið módel að þjónustu
fyrir þá einstaklinga sem hafa mis-
stigið sig í lífinu. Að öllu jöfnu þyrftu
yfirvöld að eyða margra ára und-
irbúningsvinnu í að koma á fót slíku
úrræði með tilheyrandi kostnaði.
Ekki má gleyma því að markhópur
Ekron er einstaklingar sem kosta
þjóðfélagið mikla fjármuni í gegnum
örorkubætur, endurhæfingarlífeyri,
fjárhagsaðstoð sveitarfélaga eða at-
vinnuleysisbætur og svo mætti lengi
telja, að ógleymdri vanlíðan í heilu
fjölskyldunum sem er ómetanlegt til
fjár og ónýttur mannauður þessa ein-
staklinga.
Nú er málið í höndum ráðamanna
þjóðarinnar, vilja þeir nýta sér þetta
úrræði sem mjög margir eru sam-
mála um að íslenskt samfélag þurfi á
að halda í dag, eða ekki?
Brýnt úrræði
Herdís Hjörleifsdóttir skrifar í
tilefni af vígsluhátíð og kynn-
ingu á Ekron, starfsþjálfun
Herdís Hjörleifsdóttir
»Með þessuúrræði er
verið að bjóða
yfirvöldum tilbú-
ið módel af þjón-
ustu fyrir þá ein-
staklinga sem
hafa misstigið
sig í lífinu.
Höfundur er félagsráðgjafi og situr í
stjórn Ekron, starfsþjálfunar.
Sagt var: Síðustu nótt var bifreið stolið.
Á íslensku er fremur sagt: Í nótt var bifreið stolið.
Eða: Í nótt sem leið.
Gætum tungunnar
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
Í UMRÆÐU sem hefur skapast um
námskeiðahald mitt og fyrirlestra
undanfarið, þar sem ég leitast við að
hjálpa fólki að öðlast meiri stjórn á
eigin hugsunum, hafa komið upp
nokkrar áhugaverðar spurningar
sem er vert að svara. Menn hafa
spurt eitthvað á
þessa leið:
Hvernig getur þú
hjálpað sölu-
mönnum að verða
betri í sínu fagi ef
þú hefur lítið
unnið við sölu
sjálfur? Hvernig
getur þú hjálpað
íþróttamönnum
að ná betri ár-
angri ef þú stundar ekki íþróttina?
Svona mætti áfram telja. Til að
svara þessu gæti ég vitnað í ótal að-
ila, gamla heimspeki, nútímasál-
fræði, andlega meistara og svo fram-
vegis. Mig langar hins vegar að vitna
í golfsnillinginn Ben Hogan. Hann
sagði: „Golf er 20% tækni, 80% hug-
arfar.“ Hugurinn ber mann sem sagt
miklu meira en hálfa leið, þó að aug-
lýsingar Icelandair vilji meina ann-
að. Hvers konar tækniþjálfun, hvort
sem er í sölu, íþróttum, tölvuvinnslu,
ritstörfum eða iðnaði, verður að fara
fram, en þegar ákveðinni hæfni er
náð liggur munurinn á þeim sem eru
góðir í sínu fagi og þeim sem eru
bestir, í hugarfarinu. Góðu frétt-
irnar eru þær að hugarfarsþjálfun
fer yfirleitt fram á svipaðan máta.
Fólk getur notað sömu aðferðir til að
efla jákvætt hugarfar, beina athygl-
inni að möguleikum og hugsa um
markmið sín og drauma, óháð því
hvaða iðju það stundar. Sömu að-
ferðir má nota til að takast á við
streitu, hvort sem er í körfubolta eða
endurskoðun. Sömu aðferðir er
hægt að nota til að byggja upp
sjálfstraust, hvort sem er í sölu-
mennsku eða iðnaði. Earl Nig-
htingale sagði að hugurinn væri líkt
og frjór jarðvegur. Hann tekur við
því sem plantað er, hver og einn
uppsker eins og hann sáir stendur í
Biblíunni. Hugsunin er til alls fyrst
og allir geta lært að ná betra valdi á
eigin hugsunum ef þeir kunna réttu
aðferðirnar.
GUÐJÓN BERGMANN,
rithöfundur, jógakennari
og fyrirlesari.
Hugsunin
er til alls fyrst
Frá Guðjóni Bergmann:
Guðjón Bergmann