Morgunblaðið - 12.09.2006, Side 31

Morgunblaðið - 12.09.2006, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006 31 ÞAÐ VAR mikið gæfuspor þegar verkalýðsfélög og atvinnurekendur sömdu í kjarasamningum árið 1969 um stofnun lífeyrissjóða fyrir alla landsmenn á vinnumarkaði. Fram að þeim tíma voru fáir lífeyrissjóðir starfandi, nær eingöngu sjóðir opinberra starfsmanna og bankamanna. Ég kýs því að tala um líf- eyrissjóðina eftir 1969, hverjir eiga þá og þá miklu sjóðasöfnun, sem þeir hafa staðið fyrir, eigendum sjóð- anna til hagsbóta í ell- inni eða í áföllum þeg- ar tekjur minnka vegna skertrar starfs- orku. Eign hvers og eins Í dag eru eignir íslensku lífeyr- isjóðanna metnar á um 1200 millj- arða króna. Sjóðfélagar með rétt- indi í sjóðunum eru rúmlega 200 þúsund þannig að meðaleign hvers og eins er um 6 milljónir króna, sem varla telst há upphæð. Allir sjóðfélagar almennu lífeyrissjóð- anna hafa frá árinu 1970 lagt 10% af laununum sínum til að tryggja sér og sínum betri hag á seinni hluta ævinnar. Sjóðirnir eru alfarið byggðir upp með þessum iðgjöldum og því eiga engir aðrir en þeir sem greitt hafa 10% iðgjöldin tilkall til eigna lífeyrissjóðanna. Með aðild að sjóðunum tryggja sjóðfélagar ekki eingöngu eftirlaun sín þegar þeir hætta á vinnumarkaði, heldur einn- ig bætur vegna hugsanlegrar skerð- ingar á starfsorku, makalífeyri fyrir eftirlifandi maka og barnalífeyri fyrir börnin. Hækkun skatta? Lífeyrissjóðirnir hafa því marg- þættu hlutverki að gegna og ljóst að stofnun þeirra og sjóðasöfnun hefur gert okkur kleift að lækka tekju- skatta, þar sem lífeyrissjóðirnir eru að taka yfir hlutverk Trygg- ingastofnunar við greiðslu eft- irlauna. Flestar þjóðir í Evrópu og reyndar einnig Ameríku og Asíu standa hins vegar frammi fyrir því vandamáli að sífellt færri starfandi á vinnumarkaði verða að bera uppi tekjutryggingu eldri borgara. Ráð þeirra er að hækka skatta eða lækka lífeyri. Ávöxtun sjóðanna Á árunum 1970 til 1980 brunnu eignir líf- eyrissjóðanna á verð- bólgubálinu, rétt eins og aðrar eignir lands- manna hjá innláns- stofnunum. Þannig var og er verðtryggingin, sem Óli Jó hannaði á eldhúsborðinu, ein að- alástæða þess að lífeyrissjóðirnir standa jafnsterkir í dag og raun ber vitni. Í seinni tíð hafa stjórnir sjóð- anna og starfsmenn þeirra unnið hörðum höndum og af mikilli fag- mennsku, að því að tryggja sjóð- unum góða, en umfram allt örugga ávöxtun. Eignasafn sjóðanna sam- anstendur af verðtryggðum eignum með ríkisábyrgð, öruggum skulda- bréfum útgefnum af sveitarfélögum og stórfyrirtækjum, sjóðfélagalán- um með tryggingu í íbúðarhúsnæði og um 20% í hlutabréfum inn- lendum og erlendum. Þessi sam- setning hefur gefið eigendum sjóð- anna góða ávöxtun, sem í mörgum tilfellum hefur leitt til enn betri réttinda. Margir vilja eiga sjóðina Ég ítreka hér að einungis þeir sem hafa greitt a.m.k. 10% af laun- um sínum í lífeyrissjóð undanfarin ár eiga þessa 1200 milljarða, engir aðrir. Þess vegna er nauðsynlegt að stöðva þá umræðu að lífeyrissjóðir skuldi samfélaginu eitthvað, t.d. hjúkrunarheimili, elliheimili eða það annað sem ríkinu ber að leggja okk- ur til, fyrir skattgreiðslur okkar til samfélagsins. Að sjálfsögðu eru líf- eyrissjóðirnir tilbúnir að lána fé til uppbyggingar hjúkrunar- og elli- heimila. Það hefur legið fyrir í mörg ár, m.a. með bréfi frá Landssam- tökum lífeyrissjóða til félagsmála- ráðherra 2002. Eina sem sjóðirnir verða að tryggja er að af slíku lánsfé séu greiddir sambærilegir vextir og sjóðirnir fá af öðrum rík- istryggðum bréfum, svo sem íbúða- bréfum Íbúðalánasjóðs. Tekjutengingar ellilífeyris TR og skerðingar Er það eðlilegt að Íslendingur sem hefur í 35 ár greitt 10% af launum sínum til lífeyrissjóðs skuli einungis fá grunnlífeyri (um 20 þús- und kr.) frá TR, en sá sem aldrei lagði inn í lífeyrissjóð fær tekju- tryggingu, tekjutryggingaauka o.s.frv. frá TR, sem gerir hann oft jafnstæðan þeim er lagði 10% af laununum inn til lífeyrissjóðsins? Er þetta hvetjandi eða letjandi? Reyndar er greiðsla í samtryggingu lífeyrissjóða lagabundin, en það tryggði ekki lífeyrisaðild allra landsmanna fyrr en með „Lögum um lífeyrissjóði“ árið 1997. Margir einyrkjar lögðu ekki inn í lífeyr- issjóð fyrr en 1997 og eiga því ekki eignir þar á við þá sem byrjuðu 1969. Einstaka menn eru alveg bit á því að eignir almennra sjóðfélaga í lífeyrissjóðum landsmanna skuli ekki notaðar til að bæta hag þeirra, sem lítið sem ekkert hafa lagt inn til sjóðanna. Ég læt lesendur um að finna nöfn þeirra sem mest gagn- rýna lífeyrissjóði landsmanna í þessa veru. Vissulega eru þessir einstaklingar áberandi og vinsælir í umræðunni, fjölmiðlar flagga oft þeirra málflutningi sem stað- reyndum, en því miður fara þessir aðilar oftar en ekki með rangt mál. Söfnun lífeyris Í dag leggja allir launamenn ið- gjöld til samtryggingarsjóða lífeyr- issjóðanna og einnig í séreign- arsjóði, sem eru lausir til úttektar við 60 ára aldurinn. Kerfið okkar er vel upp byggt og fyrirmynd fyrir aðrar þjóðir. Stöndum því vörð um íslenska lífeyrissjóði og leyfum ekki fáum einstaklingum að rífa niður mikilvægt hlutverk þeirra við að bæta kjör þjóðarinnar til framtíðar. Hver á lífeyrissjóðinn minn? Friðbert Traustasson skrifar um söfnun lífeyris og lífeyrisgreiðslur »… einungis þeir semhafa greitt a.m.k. 10% af launum sínum í lífeyrissjóð undanfarin ár eiga þessa 1.200 milljarða, engir aðrir. Friðbert Traustason Höfundur er hagfræðingur og formaður SÍB. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 12. september klukkan 17:00 í höfuðstöðvum Marel, Austurhrauni 9, Garðabæ. Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marel og Hörður Arnarson forstjóri Marel munu kynna félagið, stefnu þess og framtíðarsýn. Fulltrúi Landsbankans mun kynna hið fyrirhugaða hlutafjárútboð. Fundurinn er öllum opinn. Tekið er við skráningum á fundinn hjá Marel í síma: 563-8072 og í tölvupósti á: bergth@marel.is Stjórn Marel hf. Opinn kynningarfundur Marel hf. boðar til almenns kynningarfundar vegna fyrirhugaðs hlutafjárútboðs í félaginu. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Traustur kaupandi óskar eftir virðulegu einbýlishúsi í nágrenni mið- borgarinnar, t.d. í Þingholtunum. Rýming samkomulag. Staðgreiðsla í boði. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali. EINBÝLISHÚS Í NÁGRENNI MIÐBORGAR- INNAR ÓSKAST, T.D. Í ÞINGHOLTUNUM – STAÐGREIÐSLA –

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.