Morgunblaðið - 12.09.2006, Page 38

Morgunblaðið - 12.09.2006, Page 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuauglýsingar Harðfiskverkandi óskast Er með verkefni fyrir vanan harðfiskverkanda. Vinnuaðstaða getur fylgt. Áhugasamir sendi upplýsingar á auglýsingad. Mbl. eða á box@mbl.is merktar: „H — 19015“ fyrir 20. september. Stuðningsfulltrúi í Borgarholtsskóla Borgarholtsskóli auglýsir eftir stuðningsfulltrúa í u.þ.b. hálft starf. Starfið felst í aðstoð við fatlaða nemendur í kennslustundum og utan þeirra. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjár- málaráðherra og SFR. Umsóknarfrestur er til 20. september og skal í umsókn greina frá menntun og fyrri störfum. Umsóknir berist Ólafi Sigurðssyni skólameist- ara Borgarholtsskóla við Mosaveg, 112 Reykja- vík og gefur hann eða aðstoðarskólameistari upplýsingar um starfið í síma 535 1700. Öllum umsóknum verður svarað. Raðauglýsingar 569 1100 Nauðungarsala Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Bjarnarbraut 2, Borgarnesi, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Dynhvammur 1, Skorradal, fnr. 196-380, þingl. eig. J.Ó. Verktakar ehf., gerðarbeiðandi Tollstjórinn í Reykjavík, fimmtudaginn 14. sept- ember 2006 kl. 10:00. Hvammsskógur 40, fnr. 228-1893, þingl. eig. Toppurinn, innflutning- ur ehf., gerðarbeiðandi Sjóvá- Almennar hf., fimmtudaginn 14. sept- ember 2006 kl. 10:00. Lóðarréttindi á Brekkuvegi 11, landi Galtarholts í Borgarbyggð, þingl. eig. Inga Jóna Heimisdóttir, gerðarbeiðandi Stekkjarás, landeigenda- félag, fimmtudaginn 14. september 2006 kl. 10:00. Sýslumaðurinn í Borgarnesi, 11. september 2006. Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður. Tilkynningar Styrkir úr Húsafriðunarsjóði Húsafriðunarnefnd ríkisins auglýsir eftir um- sóknum til Húsafriðunarsjóðs fyrir árið 2007, vegna endurbóta á friðuðum eða varðveislu- verðum húsum. Veittir eru styrkir til að greiða hluta kostnaðar vegna: 1. Undirbúnings framkvæmda, áætlana- gerðar og tæknilegrar ráðgjafar. 2. Framkvæmda til viðhalds og endurbóta. Ennfremur eru veittir styrkir til húsakannanna, byggingarsögulegra rannsókna og útgáfu þeirra. Styrkveitingin er háð því að farið sé eftir þeim upplýsingum, áætlunum, hönnuðum og iðnmeisturum sem Húsafriðunarnefnd ríkisins samþykkir. Umsóknir skulu berast eigi síðar en 1. desem- ber 2006 til Húsafriðunarnefndar ríkisins, Suð- urgötu 39, 101 Reykjavík, á rafrænum umsókn- areyðublöðum sem nálgast má á heimasíðu Húsafriðunarnefndar: www.husafridun.is. Frekari upplýsingar: símar 570 1300 / 570 1303 og á netfanginu husafridun@husafridun.is. Húsafriðunarnefnd ríkisins, 5. september 2006. Efnistaka við Eyvindará, Fljótsdalshéraði Mat á umhverfisáhrifum - Álit Skipulagsstofnunar Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/ 2000 m.s.b. Það er niðurstaða Skipulagsstofn- unar að fyrirhuguð efnistaka við Eyvindará, Fljótsdalshéraði, allt að 410.000 m³ af um 260.000 m² svæði á 30 árum, eins og hún er kynnt í matsskýrslu sé ásættanleg og muni ekki valda verulega neikvæðum og óafturkræfum sjónrænum áhrifum og áhrifum á laus jarðlög, gróður, fugla, neysluvatn, útivist og ferðaþjón- ustu að uppfylltum tveimur skilyrðum. Álitið í heild liggur frammi hjá Skipulagsstofn- un, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Álit Skipu- lagsstofnunar og matsskýrsla Fljótsdalshéraðs er einnig að finna á heimasíðu stofnunarinnar: www.skipulag.is. Skipulagsstofnun. FRÉTTIR Í TILEFNI 10 ára afmælis Borg- arholtsskóla gaf Ása Björk Gísla- dóttir, fyrrverandi nemandi sér- námsbrautar Borgarholtsskóla, 500.000 kr. til þess að stofna Menn- ingarsjóð sérnámsbrautar. Ástæða þess er að á síðasta ári var áhersla lögð á starfstengt nám og fékk Ása tækifæri til að fá at- vinnu með stuðningi og er Ása nú starfsmaður leikskóla. Markmið sjóðsins er að efla menningartengsl nemenda sérnámsbrautar. Styrkur Ása Björk Gísladóttir gaf 500.000 kr. til stofnunar Menning- arsjóðs sérnámsbrautar. Gaf 500 þúsund til sjóðstofnunar Rangt föðurnafn RANGT var farið með föðurnafn leikstjóra heimildarmyndarinnar um Jón Pál Sigmarsson, Þetta er ekkert mál, í pistli Flugunnar í Morg- unblaðinu 11. september. Rétt nafn leikstjórans er Steingrímur Þórð- arson. Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum. LEIÐRÉTT NÝLIÐAKYNNING verður haldin hjá Hjálparsveit skáta í Reykjavík í kvöld 12. september kl. 20, í hús- næði sveitarinnar á Malarhöfða 6. Kynningarfundurinn er fyrir þá sem hafa áhuga að starfa með hjálparsveitinni og verður starf- semi sveitarinnar kynnt í máli og myndum. Til að fá inngöngu í ný- liðahóp sveitarinnar þarf viðkom- andi að hafa náð 17 ára aldri. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu sveitarinnar, www.hssr.is. Nýliðakynning Hjálparsveitarinnar SÆNSKA uppfinningafélagið (SUF) er 120 ára á þessu ári. Af því tilefni ætlar félagið ásamt Alþjóðafélagi uppfinningamanna (IFIA), Sænsku einkaleyfastofunni (PRV), SEB (Stocholms Enskilda Bank) og fleiri aðilum að velja upp- finningamann Evrópu við hátíðlega athöfn 4. október nk. í Stokkhólmi og verður sænska konungsfjöl- skyldan viðstödd. Velja á uppfinn- ingamann frá Evrópu sem hefur komið fram með mikilvægar nýj- ungar á sviði umhverfis- og orku- mála. Tilnefningum eða umsóknum skal skila fyrir 15. september. Verðlaun- in eru 5000 evrur, stytta og við- urkenningarskjal. Nánari upplýs- ingar má fá á netfanginu elinoras@mail.com Uppfinn- ingamenn tilnefndir SAMEIGINLEGUR fundur for- svarsmanna afurðastöðva í land- búnaði með fulltrúum bænda, for- ystumönnum verkalýðsfélaga og forsvarsmönnum sveitarfélaga í Norðvestur- og Norðausturkjör- dæmum, sem haldinn var á Ak- ureyri 7. september sl., samþykkir eftirfarandi ályktun: „Góð sátt hefur lengi ríkt um ís- lenskan landbúnað, enda hefur átt sér stað jákvæð þróun til hagræð- ingar, vöruframboð hefur stórauk- ist og framleiðslugæðin eru óum- deilt í fremstu röð í alþjóðlegum samanburði. Hlutfall matvæla af útgjöldum vísitölufjölskyldunnar hefur snarminnkað á nokkrum árum og hlutfall innlendrar búvörufram- leiðslu af útgjöldunum nemur nú aðeins 5,6%. Á sama tíma hefur stuðningur ríkisins til landbúnað- arins minnkað mjög mikið að raun- gildi sem hlutfall af heildarútgjöld- um ríkisins. Landbúnaður og úrvinnslugrein- ar hans skipa stóran og mikilvæg- an sess í atvinnulífi Norðvestur- og Norðausturkjördæma. Fundurinn leggur áherslu á að ríkisstjórn og Alþingi standi áfram vörð um ís- lenskan landbúnað. Verði veruleg röskun í landbúnaði, t.d. með lækkun eða afnámi tollverndar eða með öðru sambærilegum aðgerð- um, er hætt við stórfelldri byggð- aröskun og í raun hruni byggðar á stórum landsvæðum. Lagt er til að fulltrúar afurða- stöðva og bænda vinni með stjórn- völdum að mörkun stefnu um enn aukna hagkvæmni og lækkun virð- isaukaskatts á matvæli til að ná fram frekari raunlækkun á mat- vælaverði til neytenda “ Vilja ná fram frekari lækkun á matvælaverði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.