Morgunblaðið - 12.09.2006, Síða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
fólk
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
ÞETTA ER STELPAN SEM ÉG
BAUÐ Á LOKABALLIÐ
ÞEMA KVÖLDSINS VAR
„ÁST UNDIRDJÚPANNA“
ÞAÐ VAR BARA TILVILJUN
AÐ HÚN VAR MEÐ TÁLKN
MIKIÐ ER
HÚN FALLEGA
GRÆN
ÞÚ ERT
SVO
HEPPINN
KALLI
MIG HEFUR LANGAÐ Í
LITLA SYSTUR ALLA MÍNA
ÆVI EN ÞAÐ EINA SEM ÉG
FÉKK VAR ÞESSI SAUÐUR
HVAÐ ÁTTU VIÐ MEÐ
SAUÐUR?
ÉG
SKAL
SVARA!
DRAGÐU FYRIR
HOBBES OG HJÁLPAÐU
MÉR AÐ BYRGJA
DYRNAR
ÞETTA ER
RÓSA!
SVONA
NÚ
SNATI!
ÉG ER
AÐ KOMA!
EN SÁ VEIÐIHUNDUR
SVONA NÚ
GRÍMUR, FÆRÐU
ÞIG!
AF HVERJU
ÆTTI ÉG AÐ
FÆRA MIG.
ÞAÐ ER EKKI
EINS OG ÉG
LIGGI Í LETI
ALLAN DAGINN
ÉG ELTI
BÍLA, RÓTA Í
RUSLINU OG
GELTI Á
ÓKUNNUGA
ÉG VINN
Á VIÐ
ÞRJÚ DÝR!
JÁ,
ÞRJÚ
LETIDÝR
...OG NÚ ER KOMIÐ AÐ
ÞVÍ AÐ YNGSTI MEÐLIMUR
FJÖLSKYLDUNNAR SPYRJI
SPURNINGANNA FJÖGURRA
MÉR SKILST AÐ ÞÚ SÉRT
BÚIN AÐ UNDIRBÚA ÞIG VEL,
KATA MÍN
JÁ!
ÉG BÆTTI MEIRA AÐ
SEGJA VIÐ 15 SPURNINGUM
HJÁLPI MÉR
HAMINGJAN, VIÐ
FÁUM ALDREI AÐ
BORÐA
AF HVERJU VITLU AÐ FÓLK
HALDI AÐ ÞAÐ SÉ EITTHVAÐ Í
GANGI Á MILLI ÞÍN OG
KÓNGULÓARMANNSINS?
SMILEY SAGÐI ÞAÐ
YRÐI GOTT FYRIR
MYNDINA
EN EF FJÖLMIÐLAR FARA AÐ
ELTA PETER ÚT UM ALLT...
...HVERNIG Á ÉG ÞÁ AÐ
SKIPTA YFIR Í BÚNINGINN?
ÉG HUGSAÐI
EKKI ÚT Í
ÞAÐ
Alþjóðleg ferðamarkaðsfræði
„Að geta sýnt fram á lokapróf í Alþjóðlegri ferða-
markaðsfræði frá jafn virtri stofnun sem IATA/UFTAA
er, hlýtur að teljast gulltrygging fyrir atvinnu innan
ferðaþjónustunnar hvar sem er í heiminum.“
Sigurlaug Valdís Jóhannsdóttir,
Allrahanda.
Námsefnið kemur frá IATA/UFTAA og tekin eru próf í mars nk. og
veitir því alþjóðlega viðurkenningu, en kennslan fer fram á íslensku.
Námið hentar öllum þeim, sem áhuga hafa
og vilja auka þekkingu sína á ferðaþjónustu.
www.menntun.is
Bíldshöfða 18 • Sími 567 1466 • Opið frá kl. 8—22
Vestnorræna ferða-kaupstefnan stendur núyfir í Laugardalshöll.Magnús Oddsson er ferða-
málastjóri og formaður Vestnorræna
ferðamálaráðsins sem býður til
kaupstefnunnar: „Kaupstefnan er
ætluð seljendum ferðaþjónustu á
vestnorrænu löndunum sem vilja
kynna þjónustu sína fyrir kaup-
endum ferðaþjónustu sem hingað er
boðið hvaðanæva úr heiminum,“ seg-
ir Magnús.
„Kaupstefnan er nú haldin í 21.
sinn en vestnorræna kaupstefnan er
haldin árlega, til skiptis í einhverju
vestnorrænu landanna. Fyrir þrem-
ur árum var Hjaltlandseyjum boðið í
kynningarsamstarfið með Íslandi,
Færeyjum og Grænlandi og er því
fjórða landið sem tekur þátt í kaup-
stefnunni, en á undanförnum tveim-
ur áratugum hefur kaupstefnan ver-
ið haldin á átta stöðum í fjórum
löndum.“
Magnús segir áhugavert að líta til
baka yfir þá þróun sem orðið hefur á
ferðaþjónustu vestnorrænu land-
anna frá því þau héldu fyrst sameig-
inlega kaupstefnu árið 1985: „Ferða-
mál hafa tekið gagngerum
breytingum á þessu svæði og sést
það vel á því sem er kynnt og sýnt á
kaupstefnunni. Fyrst voru einkum
flutningsaðilar og gistiþjónustuaðilar
áberandi. Seinna fór að bera í aukn-
um mæli á fyrirtækjum sem bjóða
upp á afþreyingu fyrir ferðamenn og
styrktist starf þeirra mjög síðasta
áratug. Loks hefur síðustu árin orðið
mjög áberandi menningar- og sögu-
tengd ferðaþjónusta og margir aðilar
á kaupstefnunni nú sem kynna sögu-
og menningarstaði sem búið er að
byggja upp og gera aðgengilega
ferðafólki, en mér þykir hafa verið
unnið mikið þrekvirki í þeim málum.“
Magnús segir ávinninginn af kaup-
stefnunni töluverðan, enda gefst þar
gott tækifæri til að færa saman selj-
endur og stærstu kaupendur ferða-
þjónustu á svæðinu: „Fyrir 21 ári
voru erlendir gestir á Norður-
Atlantshafssvæðinu um 100.000 ár-
lega. Á þessu ári er áætlaður gesta-
fjöldi um 500.000. Það hefur því orðið
fimmföldun á þessum tveimur ára-
tugum, og hlutfallslega meiri aukn-
ing ferðamanna en orðið hefur á öðr-
um stöðum í heiminum.“
Umfang vestnorrænu ferða-
kaupstefnunnar fer vaxandi ár frá
ári: „Við erum stöðugt að vinna að
því að ná til nýrra markaðssvæða og
söluaðila. Ráðstefnan var síðast hald-
in í Reykjavík fyrir tveimur árum og
heimsóttu hana þá 145 erlendir
kaupendur frá 20 löndum. Á kaup-
stefnunni eru 200 gestir frá 30 lönd-
um, m.a. frá Kína, Kóreu og Ind-
landi. Seljendur eru um 300 talsins
og má því ætla að alls sæki um 550
manns kaupstefnuna í ár,“ segir
Magnús.
Ferðamál | Laugardalshöll 11.–13. sept.
Vaxandi vestnor-
ræn ferðaþjónusta
Magnús Odds-
son fæddist á
Akranesi 1947.
Hann lauk stúd-
entsprófi frá MA
1967 og hlaut
kennsluréttindi
1977. Magnús
starfaði sem
kennari til ársins
1980. Hann hefur starfað við ferða-
þjónustumál frá árinu 1974. Hann
var settur ferðamálastjóri 1990 og
skipaður 1993. Magnús er formaður
ferðamálaráðs vestnorrænu land-
anna, hefur verið formaður ferða-
málaráðs Norðurlands og setið í
framkvæmdastjórn ferðamálaráðs
Evrópu. Magnús er kvæntur Ingi-
björgu Kristjánsdóttur lyfjatækni og
eiga þau einn son.
Meðvituðu rokk-ararnir í U2 eru
á leiðinni í hljóðver með
bandarísku rokksveit-
inni Green Day. Sú síð-
astnefnda gaf út einkar
pólitíska plötu í hitteð-
fyrra, American Idiot,
sem aflaði þeim meiri
frægðar en nokkru
sinni. Það er því ekki
skrýtið að Bono og félögum hugnist
sveitin nú. Tökulagið sem sveitirnar
hyggjast hljóðrita í sameiningu er
lagið „The Saints Are Coming“ með
The Skids, lag frá 1978. The Skids
varð aldrei nema meðalfræg á sínum
tíma en naut þónokkurrar hylli
gagnrýnenda. Hún er aðallega þekkt
fyrir það í dag að gítarleikari var
Stuart Adamson, síðar leiðtogi Big
Country.
Lagið verður gefið út
til styrktar góðgerð-
arfélagi í eigu The
Edge, gítarleikara U2,
sem miðar að því að
endurnýja hljóðfæri
sem týndust er fellibyl-
urinn Katrina reið yfir
tónlistarbæinn New
Orleans.
Stærri frétt hlýtur þó að teljast sú
að U2 eru komnir í hljóðver með
stjörnudoktornum Rick Rubin, sem
mun stýra upptökum á næstu plötu
sveitarinnar.
Fólk folk@mbl.is