Morgunblaðið - 21.09.2006, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 21.09.2006, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Viltu gerast ferðaráðgjafi? Ferðamálaskóli Íslands er eini skólinn hér á landi sem býður upp á alþjóðlegt nám frá IATA/UFTAA, sem eru alþjóðleg samtök flugfélaga og ferðaskrifstofa, og útskrifar skólinn á hverju ári „ferðaráðgjafa“ til starfa hjá flugfélögum, ferðaskrifstofum og við aðra ferðaþjónustu. Með aukningu ferðamanna hefur þörfin eftir fólki með slíka menntun aldrei verið meiri. Flestir, sem útskrifuðust í vor, fengu starf innan ferðaþjónustunnar að loknu námi. www.menntun.is HÁLSLÓN, meginlón Kára- hnjúkavirkjunar, verður að flatarmáli 57 ferkílómetrar að stærð og 2.350 milljón rúmmetrar þegar það er fullt og mesta dýpi verður næst Kára- hnjúkastíflu. Af vatnsmagninu nýtast um 2.100 rúmmetrar til miðlunar og mesta vatnsdýpi næst stíflunni verð- ur um 180 metrar. Byrja á að safna vatni í lónið í næstu viku, þegar Landsvirkjun reiknar með að vatnsrennsli Jökulsár á Dal verði í lágmarki. Til stóð að hefja vatnssöfnun um sl. mánaðamót, en þar sem mikilvægt þykir að láta renna eins hægt og auðið er í lónið hafa menn hinkrað eftir því að dragi úr rennslishraða. Votviðri og hlýindi undanfarið hafa hægt á því umfram það sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Vatnssöfnun fyrst við stífluna „Til þess að byrja að safna vatni í lónið er loku í núverandi hjáveitu- göngum lokað og er henni rennt nið- ur í gegnum rennu, niður í göngin,“ segir Óli Grétar Blöndal Sveinsson, deildarstjóri rannsóknardeildar verk- fræði- og framkvæmdasviðs Lands- virkjunar. „Vatnið byrjar að safnast fyrir næst Kárahnjúkastíflu og hækkunarhraðinn verður mikill í fyrstu vegna þess hve lítið flatarmál vatnið þekur.“ Ekki er gert ráð fyrir að vatn sígi strax í sprungur og segir Óli Grétar jarðlög tiltölulega þétt, um mikið vatn sé að ræða sem fari í lónið og langan tíma taki fyrir vatn að síga inn í jarðlög. „Lónið fer strax að taka á sig mynd þegar lokað er og vatns- söfnun hefst strax.“ Gert er ráð fyrir á milli 40 og 75 sentimetra vatnsborðshækkun á dag á meðan á fyllingu stendur og næsta vor og sumar verður hægt handvirkt á innrennsli með því að nýta loka í botnrás til að stjórna lónfyllingunni. Reiknað er með að yfirborðshæð lónsins verði í 566 metrum yfir sjáv- armáli í desember nk. Miðlunarrými verður 2.100 gígalítrar og vatns- borðshæð þegar lón er fullt 625 m.y.s., en lágmarkshæð vatnsborðs við rekstur virkjunarinnar þarf að vera 575 m.y.s. Hálslón tekur vatn af vatnasviði sem spannar 1.806 ferkíló- metra og áætlað meðalrennsli í lónið nemur um 107 rúmmetrum á sek- úndu. „Þegar lónið fyllist fer vatnið á yf- irfall og það mun jafnan gerast síð- sumars og eitthvað fram á haustið. Þetta er eina jökulvatnið sem kemur í Jöklu framvegis, annars er eingöngu um bergvatn að ræða,“ segir Óli Grétar og bendir á að aðrennsl- isgöngin frá lóninu rúmi aðeins það vatnsmagn sem virkjunin geti tekið við, eða ríflega 100 m3/sek. Núver- andi aurburður í Jöklu mun að mestu leyti setjast til í lóninu og miðað við núverandi framburð mun lónið fyllast á um 400 árum. Skerðing á lónrýmd mun ekki hafa nein teljanleg áhrif á rekstur virkjunarinnar a.m.k. fyrstu 100 árin. Fornminjar undir vatn Í lónstæði Hálslóns, á Hálsi nánar tiltekið, eru rústir frá því um 950. Hafa fornleifafræðingar rannsakað þær og aldursgreining stutt þá til- gátu Páls Pálssonar frá Aðalbóli að um geti verið að ræða Reykjasel, sem getið er um í Hrafnkelssögu. Rúst- irnar eru í tæplega 600 m.y.s. og fannst í þeim nokkuð af kopar- og járnmunum, sem og perla. Burðar- og farsvæði hreindýra fer einnig að einhverju leyti í kaf. Af framkvæmdum í haust og vetur er það að segja að áætlað er að ljúka við steypu á vatnskápu Kára- hnjúkastíflu innan nokkurra vikna og í framhaldinu verður steyptur upp 4–5 metra hár varnarveggur og fyllt með jarðvegi þar aftan við og gerður vegur yfir. Unnið hefur verið að vega- gerð í Fremri Kárahnjúk að und- anförnu, byggja á brú yfir yfirfall lónsins og almennri umferð verður hleypt á stífluna næsta vor eða sum- ar. Brúin yfir Jöklu suðvestan Sand- fells sem mun mynda eyju í Hálslóni, verður um helgina fjarlægð og munu undirstöður hennar fara á kaf í lónið. Landsvirkjun hefur látið leggja hátt í 20 km langan veg inn með lónstæðinu að Sauðá, þaðan sem unnt er að skoða það og framvindu vatnsfyllingar. Desjarár- og Sauðárdalsstíflum er nær lokið og hefur Suðurverk annast þær framkvæmdir. Arnarfell vinnur að Jökulsárveitu, sem mun miðla vatni af svæðinu á milli Eyjabakka og Hrauna austan Snæfells. Impregilo vinnur auk frágangs við stífluna og yfirfallið að miklu leyti neðanjarðar í vetur, m.a. við áfram- haldandi borun aðrennslisganga. Þegar hækkar í lóninu verður lok- um skotið fyrir op aðrennslisgang- anna, sem liggja gegnum Fljótsdals- heiði að stöðvarhúsi virkjunarinnar í Fljótsdal og unnið að frágangsvinnu í göngunum. Á milli 1.500 og 1.600 manns starfa nú að virkjunarframkvæmdinni og er um fjórðungur þess mannafla ís- lenskur. Hefja á afhendingu raforku frá Kárahnjúkavirkjun næsta vor. Ljósmynd/Hreinn Magnússon & Landsvirkjun Víðáttumikið Horft yfir Fremri Kárahnjúk til suðurs eftir lónstæðinu í átt að Brúarjökli. Lónið hálffyllist í vetur. Hálslón mun hægt og sígandi fyllast af jökulvatni á einu ári Ljósmynd/Hreinn Magnússon & Landsvirkjun Ummyndun Landslagið á eftir að breytast mikið þegar safnast í lónið.                                   !   !   !                                      # $%&%     !"  #  "   ! # $%&%  ! # $%&% ! # $%&%  &#  &#  &#            Í HNOTSKURN »Byrjað verður að fyllaHálslón Kárahnjúkavirkj- unar í næstu viku. »Mesta dýpi lónsins verðurum 180 m við Kára- hnjúkastíflu. »Um eitt ár tekur að fyllalónið, sem verður í heild um 57 ferkílómetrar að stærð og tekur 2.350 rúmmetra vatns. »Landsvirkjun hefur lagtveg inn með lónstæðinu austan megin og má þaðan fylgjast með vatnssöfnuninni. Eftir Steinunni Ásmundsdóttir steinunn@mbl.is                         

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.