Morgunblaðið - 21.09.2006, Qupperneq 24
neytendur
24 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Bónus
Gildir 21. sept.–24. sept. verð nú verð áður mælie. verð
Ferskar kjúklingabringur ....................... 2052 1539 1539 kr. kg
Fersk lambalæri af nýslátruðu ............... 1299 975 975 kr. kg
Indverskar kryddsósur, 475 gr ............... 199 159 335 kr. kg
Djöflaterta, 784 gr ............................... 599 499 636 kr. kg
Myllu samlokubrauð, fín 770 gr............. 179 98 128 kr. kg
KF saltaðar lambahálssneiðar ............... 499 359 359 kr. kg
KF úrbeinað saltað hrossakjöt ............... 611 409 409 kr. kg
Rúsínur, 250 gr ................................... 59 48 192 kr. kg
Kjarnasulta, blönduð, 400 gr ................ 199 129 322 kr. kg
Euroshopper þorskur/ ufsi, 400 gr ........ 199 98 245 kr. kg
Fjarðarkaup
Gildir 21. sept.–23. sept. verð nú verð áður mælie. verð
Lambalæri af nýslátruðu ....................... 898 1198 898 kr. kg
Lambahryggur af nýslátruðu.................. 1098 1398 1098 kr. kg
Lambasúpukjöt af nýslátruðu ................ 498 698 498 kr. kg
Lambalifur af nýslátruðu ....................... 198 298 198 kr. kg
Lambahjörtu af nýslátruðu .................... 248 368 248 kr. kg
Lambanýru af nýslátruðu ...................... 98 238 98 kr. kg
Rauðar kartöflur 2 kg poki .................... 99 298 44 kr. kg
Íslenskar gulrófur ................................. 159 198 159 kr. kg
Íslenskar gulrætur ................................ 269 375 269 kr. kg
Íslenskt hvítkál .................................... 129 169 129 kr. kg
Hagkaup
Gildir 21. sept.–24. sept. verð nú verð áður mælie. verð
Kentucky bitar, hjúpaðir bitar, eldaðir..... 787 1050 787 kr. kg
BBQ ferskur bitakjúklingur, heill............. 557 795 557 kr. kg
Kalkúnn heill, frosinn ........................... 669 929 669 kr. kg
Hamborgarar, 175 gr ........................... 199 245 199 kr. stk.
Nautalundir úr kjötborði........................ 2998 3998 2998 kr. kg
Amerísk sandkaka m/ súkkulaði ........... 699 0 699 kr. stk.
Ben & Jerrys ís, 7 teg. .......................... 419 699 419 kr. stk.
Kaskó
Gildir 21. sept.–24. sept. verð nú verð áður mælie. verð
Gourmet lambahryggur af nýslátruðu. .... 1376 1834 1834 kr. kg
Gourmet lambalæri af nýslátruðu. ......... 1270 1693 1693 kr. kg
Lambafille m/fitu af nýslátruðu. ............ 2443 3490 3490 kr. kg
Saltkjöt, blandað ................................. 494 866 866 kr. kg
Saltkjöt, ódýrt...................................... 179 358 358 kr. kg
Fersk lambahjörtu................................ 195 389 389 kr. kg
Fersk lambalifur................................... 165 329 329 kr. kg
Hótel lifrakæfa..................................... 115 229 229 kr. pk.
SS Ítölsk ofnsteik................................. 1231 1759 1759 kr. kg
Goða pylsur, 10. stk............................. 230 460 460 kr. pk.
Krónan
Gildir 21. sept.–24. sept. verð nú verð áður mælie. verð
Gourmet ofnsteik m/dönskum blæ........ 1139 1648 1139 kr. kg
Móa kjúklingur ferskur, heill .................. 449 749 449 kr. kg
Goða saltkjöt....................................... 339 424 339 kr. kg
Goða malakoff..................................... 570 1139 570 kr. kg
Goða skinka, 216 gr ............................ 249 359 1153 kr. kg
Goða kindabjúgu ................................. 347 693 347 kr. kg
Goða nauta- og lambahakk .................. 789 1059 789 kr. kg
Myllu fjölkornabrauð, 770 gr................. 169 228 219 kr. kg
Ferskjur, 1 kg í öskju ............................ 199 298 199 kr. kg
T2 peru / sítrónu 0,5 ltr ........................ 79 99 158 kr. ltr
Nettó
Gildir 21. sept.–24. sept. verð nú verð áður mælie. verð
Mexíkó tortillakökur, 25 cm ................... 98 179 98 kr. pk.
Mexíkó taco skeljar, 173 gr ................... 119 199 119 kr. pk.
Hakkaðir tómatar m/hvítl. 400 gr .......... 39 79 79 kr. pk.
Nýrnabaunir, 420 gr. í dós .................... 65 129 129 kr. pk.
Chilli baunir, 400 gr í dós ..................... 65 129 129 kr. pk.
Heilir tómatar, 400 gr í dós ................... 34 69 69 kr. pk.
Nóatún
Gildir 21. sept.–24. sept. verð nú verð áður mælie. verð
Lamba-súpukjöt, 1.fl............................ 398 599 398 kr. kg
Lambalæri af nýslátruðu ....................... 998 1598 998 kr. kg
Grísahnakki úrbeinaðar sneiðar............. 998 1598 998 kr. kg
Lambalæri, kryddað, lúxus.................... 1498 1798 1498 kr. kg
Lamba-sirloinsneiðar ........................... 998 1398 998 kr. kg
Karfasteik m/chili ................................ 898 1398 898 kr. kg
Eðalf. túnfisk/rækju salat, 200 gr.......... 159 269 795 kr. kg
Goða hangiálegg, bunkar...................... 1999 2988 1999 kr. kg
Goða pítupakki .................................... 759 949 759 kr. pk.
HM lífrænt hveiti org./bleikt, 907 gr ...... 299 369 330 kr. kg
Samkaup/Úrval
Gildir 21. sept.–24. sept verð nú verð áður mælie. verð
Goði grísabógur, ferskur, pakkaður ........ 444 634 444 kr. kg
KEA Londonlamb ................................. 1147 1639 1147 kr. kg
Borg. grísahakk, pre-pack..................... 553 790 553 kr. kg
Borgarnesbjúgu ................................... 397 584 397 kr. kg
Goði kindakæfa, 380 gr ....................... 198 298 198 kr. stk.
Borg. hangiálegg, 150 gr ...................... 399 519 2660 kr. kg
Lays snakk, 200 gr, 3 teg...................... 179 269 179 kr. stk.
Freschetta XXL pizzur, 2 teg................... 499 699 499 kr. stk.
Þín Verslun
Gildir 21. sept.–27. sept. verð nú verð áður mælie. verð
Heill ferskur kjúklingur .......................... 468 669 468 kr. kg
Úrb. bringur án skinns .......................... 1686 2409 1686 kr. kg
Kjúklingalæri/leggir, magnbakki............ 484 692 484 kr. kg
BK Un hamborgarar, 4 st með brauði ..... 459 576 115 kr. stk.
BK Londonlamb úr framparti ................. 1239 1551 1239 kr. kg
BK kindakæfa, 200 gr .......................... 225 282 1125 kr. kg
Gevalia rauður kaffipakki, 500 gr .......... 379 459 758 kr. kg
Capri sonne appels.drykkur, 10 stk ....... 319 437 32 kr. stk.
helgartilboðin
Lambakjöt og grænmeti í kjötsúpuna
Eftir Unni H. Jóhannsdóttur
uhj@mbl.is
Fyrr í vikunni vaknaði grun-ur um að örveruna E.coli0157 væri að finna í inn-fluttu lífrænt ræktuðu spí-
nati Earthbound Farms í Bandaríkj-
unum. Í kjölfarið var það innkallað
úr verslunum og neytendur, mötu-
neyti og veitingahús beðin um að
henda eða skila fersku spínati frá
Bandaríkjunum. Spurningar hafa
vaknað hjá mörgum um hvort meiri
hætta sé mengun og matarsýkingum
þar sem lífrænn áburður er notaður
en tilbúinn.
Ingólfur Gissurarson, fagstjóri á
matvælasviði Umhverfisstofnunar
segir að svo þurfi ekki að vera.
„Þessi gerð af veirunni er nefnd
ristilbólguvaldandi E.coli, þar sem
hún veldur bólgum og bjúg í ristli, er
þarmabaktería og greinist í saur líf-
vera með heitt blóð. Hún hefur eink-
um greinst í afurðum nautgripa eins
og nautakjöti og hamborgurum og
þá einnig í kúaskít, sem m.a. er not-
aður við lífræna ræktun. Notkun
slíks áburðar eykur vissulega líkur á
því að menn smitist af E.coli-
örverunni með þeim hætti. Hún get-
ur hins vegar líka borist í menn á
margvíslegan hátt annan og ekkert
síður í gegnum ræktun þar sem not-
aður er tilbúinn áburður.
Bakterían lifir í vatni en það eru
fáir í heiminum jafnlánsamir og við
hvað varðar aðgengi að hreinu vatni.
Á mjög mörgum svæðum í heiminum
eru vatnsból menguð, af ýmsum
ástæðum, bæði manna og náttúrunn-
ar, og því þarf að hreinsa vatnið eigi
að vera óhætt að neyta þess. Ef
mengandi vatni er veitt á akra sýkist
ræktunin, hvort sem hún er lífræn
eða hefðbundin. Hefðbundin ræktun
er því engin trygging hvað þetta
varðar,“ segir Ingólfur. Hann árétt-
ar að hér á landi hafi E.coli-örveran
nánast aldrei greinst í nautgripum.
,,Það er samt mikilvægt að fólk skoli
grænmeti og ávexti vel fyrir neyslu
úr okkar góða íslenska vatni en það
ásamt hreinlæti við eldamennsku
dregur úr mengunarhættu margra
örvera.“
Uppfyllir öryggiskröfur
Gunnar Á. Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Vottunarstofunnar
Túns segir algengan misskilning að
lífræn ræktun auki hættu á örveru-
sýkingum á borð við E.coli. „Lífræn
framleiðsla þarf að uppfylla allar
gæða- og öryggiskröfur sem gerðar
eru til landbúnaðar og matvæla-
framleiðslu almennt. Lífræn matvæli
eru ræktuð með lífrænum aðferðum,
s.s. belgjurtum (smára) sem fram-
leiða köfnunarefni, jarðgerðum
(komposteruðum) og gerjuðum bú-
fjáráburði frá lífrænt fóðruðu búfé,
þangi og þara, fiskimjöli og síðast en
ekki síst safnhaugamold. Hefð-
bundin ræktun notar einkum tilbú-
inn áburð, sem að jafnaði dregur úr
frjósemi jarðvegs, auk búfjáráburð-
ar, en þar er einnig leyfð notkun
ómeðhöndlaðs búfjáráburðar frá
hefðbundinni búfjárrækt og verk-
smiðjubúskap. Staðlar um lífræna
ræktun gera mun strangari kröfur
um velferð búfjár, meðferð og dreif-
ingu búfjáráburðar, og frjósemi jarð-
vegs en hefðbundin.“ Rannsóknir
sýna og Matvæla- og landbúnaðar-
stofnun SÞ (FAO) segir á heimasíðu
sinni að þessar ráðstafanir séu allar
til þess fallnar að draga stórlega úr
E.coli og öðrum skaðlegum örverum.
Uppruninn óljós
Gunnar leggur áherslu á að er upp
koma tilvik sýkingar eða mengunar í
matvælum sé brýnt að komist sé fyr-
ir vandann með óháðum rannsókn-
um aðila sem hafa til þess tæknilega
burði. ,,Það er ekki unnt að segja fyr-
ir um uppruna og ástæður E.coli-
sýkingarinnar í Bandaríkjunum fyrr
en slíkar niðurstöður liggja fyrir.
Þótt grunur manna beinist að spínati
frá Kaliforníu er mikilvægt að enn [í
gær] hefur ekki verið skorið úr um
hvort svo sé. Orsakir E.coli-sýkingar
geta verið margar, smit getur líka
borist með starfsmönnum eða tækj-
um, notkun ómeðhöndlaðs búfjár-
áburðar auk þess sem skortur á
hreinlæti við vinnslu og pökkun get-
ur reynst afdrifaríkur.“
Reuters
Er E.coli algengari í lífrænni ræktun?
Morgunblaðið/ÞÖK
Neytendur Ekki er ástæða til að hafa miklar áhyggjur af E.coli sýkingu í íslenskri lífrænni ræktun.
E.COLI eða saurgerill eins og
hann hefur verið nefndur á ís-
lensku er örvera, örsmá lífvera
sem er ósýnileg berum augum.
Slíkar verur eru alls staðar í
umhverfi okkar, jafnt í jarð-
vegi, lofti, vatni sem og á og í
líkömum manna og dýra.
Örverum er jafnan skipt í tvo
flokka, rotnunarörverur og þær
sem eru sjúkdómsvaldandi en
þær eru oftar kallaðar sýklar.
Fjölmargir slíkir valda mat-
arsjúkdómum, bæði sýkingum
og eitrunum eins og saurgerlar
gera, geta valdið alvarlegum
veikindum og jafnvel varanlegu
heilsutjóni og dauða fólks.
Einkenni geta verið mismikil
og smitaður einstaklingur get-
ur verið einkennalaus. Helsta
einkennið er niðurgangur sem
mjög oft er blóðugur. Í sumum
tilfellum geta fylgt slæmir kvið-
verkir og/eða uppköst. Alvar-
legri birtingarmyndir geta ver-
ið nýrnabilun og fækkun á
blóðflögum sem getur leitt til
blæðinga.
Dæmigerðar ástæður fyrir
smitun saurgerla eru skortur á
hreinlæti og ófullnægjandi hit-
un en sýkillinn drepst við suðu
matvæla. Sýkillinn berst að-
allega til manna með meng-
uðum matvælum og vatni og
eru sýkingar oft tengdar afurð-
um nautgripa.
Saurgerill
er skæður
sýkill