Morgunblaðið - 21.09.2006, Qupperneq 28
28 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Eftir Gunnar Hrafn Jónsson
gunnarh@gmail.com
Á þriðjudag bárust þærfregnir frá Taílandi aðhersveitir hefðu tekið sérstöðu fyrir utan flestar
ríkisbyggingar í höfuðborginni,
Bangkok. Þar sem forsætisráðherra
landsins, Thaksin Shinawatra, var
staddur á árlegu allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna í New York
vöknuðu strax grunsemdir um að
valdarán væri að eiga sér stað.
Shinawatra lýsti yfir neyðarástandi
en lagði jafnframt áherslu á að hann
væri enn við völd. Ekki leið þó á
löngu þar til í ljós kom að ríkisstjórn
hans hafði verið steypt af stóli og
þegar þetta er skrifað er óvíst hvort
þessi umdeildi stjórnmálamaður á
afturkvæmt til heimalands síns í
bráð.
Stóra símamálið og meint
vanvirðing við konung
Stjórnarkreppa hefur staðið yfir í
Taílandi síðan í ársbyrjun en þá
komu fram ásakanir á hendur for-
sætisráðherranum um skattsvik og
vanvirðingu við konung landsins.
Samt kom valdaránið mörgum á
óvart, enda hefur Taíland hefur ver-
ið eitt stöðugasta lýðræðisríki Suð-
austur-Asíu síðastliðin fjórtán ár.
Vissulega hefur þó verið mikil ólga í
stjórnmálum landsins að undan-
förnu eftir misheppnaðar kosningar
í apríl síðastliðnum en þá sat stór
ar greinar um Shinawatra
einstaklinga í taílensku s
t.d. búddamunkinn Luang
Bua, en það er afar óhep
sæta pólitískum árásum f
um í Taílandi. Munkar eru
taldir hafðir yfir gagnrýn
ekki ráðlegt að svara fyrir
þeir eiga í hlut.
Konungur landsins er
skapi yfir alla gagnrýni h
hann er tákn þjóðarinnar
djúpa, trúarlega og þjóð
þýðingu fyrir flesta Taílen
nýverið fór Shinawatra
þeim ásökunum að hann he
stjórnarskrá landsins me
nýta sér völd sem aðeins
urinn má beita. Telja má
það umtal, sem fylgdi í
hafi endanlega orðið honu
og truflað þá lýðræðislegu
hluti kjósenda heima í mótmæla-
skyni við stjórnvöld. Samkvæmt
stjórnarskrá Taílands var ekki hægt
að skipa nýja ríkisstjórn sökum allt
of dræmrar kosningaþátttöku en,
eins og áður sagði, má að mörgu
leyti rekja óvinsældir ríkisstjórnar-
innar til ásakana á hendur forsætis-
ráðherra um skattsvik og vanvirð-
ingu við konungsfjölskylduna.
Forsaga skattsvikamálsins er sú
að milljarðamæringurinn Thaksin
Shinawatra, sem stofnaði sinn eigin
flokk og leiddi hann til glæsts sigurs
í þingkosningunum árið 2001, seldi í
byrjun árs gríðarstórt fjarskipta-
fyrirtæki til erlendra aðila, án þess
að borga söluskatt af þeim tæpu
tveimur milljörðum bandaríkjadoll-
ara sem fjölskylda hans fékk í sinn
hlut við söluna. Um það leyti sem
þetta mál kom upp birtust harðorð-
Milljarðamæringi st
Herinn í Taílandi tekur upp gamla siði og hrekur þjóð
Í HNOTSKURN
»Taíland er í SA-Asíar eru um 65 milljó
þar af 10 milljónir í Ban
»Tæp 5% þjóðarinnamúslímar og búa sy
landinu en hinir eru lan
flestir búddistar.
»Stjórn Thaksins hevarið miklu fé í opin
framkvæmdir úti á land
byggðinni en þar nýtur
mikils fylgis.
AP
Steypt Thaksin á leið frá Gat-
wick-flugvelli í Bretlandi í gær.
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Yfirmaður taílenska hersins,Sonthi Boonyaratglinhershöfðingi, hét því í gærað efnt yrði til þingkosn-
inga í október á næsta ár. Konungur
landsins, Bhumibol Adulyadej, lagði
blessun sína yfir valdarán hersins á
þriðjudag með
því að skipa
Sonthi í embætti
„yfirmann Ráðs
stjórnarfars-
umbóta“ sem lík-
lega mun jafn-
gilda því að hann
verði forsætis-
ráðherra fyrstu
vikurnar.
Ekki er vitað
til þess að nokkur átök hafi orðið
vegna valdaránsins. Vitað er að á
tveim stöðum í höfuðborginni Bang-
kok laust saman andstæðingum og
stuðningsmönnum Thaksin Shina-
watra, hins afsetta forsætisráð-
herra, sem nú er í London, en her-
menn gengu á milli hópanna og tókst
naumlega að koma í veg fyrir slags-
mál.
„Allir eiga að vera rólegir og frið-
samir og starfsmenn í þjónustu rík-
isins eiga framvegis að hlýða skip-
unum Sonthi hershöfðingja,“ sagði í
í yfirlýsingu konungs. Ljóst er að
valdaránið var vel skipulagt, herlið
og skriðdrekar strax látin taka sér
stöðu við mikilvægustu staði og
tækifærið gripið þegar Thaksin var
staddur á allsherjarþingi Sameinuðu
þjóðanna í New York.
Sonthi, sem er 59 ára, sagði valda-
ránið hafa verið óhjákvæmilegt til að
koma í veg fyrir frekari klofning í
samfélaginu, spillingu stjórnvalda,
móðganir gagnvart Bhumibol kon-
ungi og það sem Sonthi kallaði til-
raunir Thaksins til að eyðileggja lýð-
ræðisstofnanir Taílands.
Hershöfðinginn er sagður mjög
náinn konungi. Langflestir Taílend-
ingar eru búddistar en Sonthi er
múslími. Syðst í landinu búa músl-
ímar sem kvarta undan því að þeir
séu beittir misrétti og hafa upp-
reisnarmenn úr röðum þeirra staðið
fyrir tilræðum síðustu árin. Um 1700
manns hafa fallið síðan 2004, Sonthi
hefur viljað fara samningaleiðina en
Thaksin beitt hörku til að berja nið-
ur uppreisnina.
Viktor Sveinsson hefur búið í Taí-
landi í tvö ár, þekkir vel til þar í landi
og bjargar sér vel á taílensku. „Þetta
er allt óskaplega friðsælt,“ sagði
Viktor í samtali við blaðið í gær.
„Það er ekki mikið um hermenn á
ferli, ég var á aðalgötum Bangkok
og ætli ég hafi ekki séð 12-14 her-
menn. En ég hef auðvitað séð mynd-
ir af skriðdrekum í sjónvarpinu.
Það var gefið frí í skólum og alls
staðar í dag og það er helst hægt að
segja að það sé svona karnival-
stemmning. Fólk hefur það bara
náðugt. Það er eins og verið sé að
Heita kosningum
Konungsdýrkun Kona með mynd af Bhumibol Adulyadej, konun
Vel vopnaðir Hermenn á v
helstu bækistöðvum ríkiss
Viktor Sveinsson
KERFISKERGJA OG
HAGSMUNIR BARNA
Barnahúsið, sem sett var á stofnárið 1998, hefur fyrir löngusannað ágæti sitt. Barnahúsið
tekur á móti börnum, sem grunur leikur
á að hafi orðið fyrir ofbeldi, kynferð-
islegu eða af öðru tagi. Þar er börnum
búið sérhannað umhverfi til þess að láta
þeim líða sem bezt, mannað vel mennt-
uðu og þrautþjálfuðu starfsfólki. Með
Barnahúsinu hefur tekizt að koma í veg
fyrir að börn, sem hafa verið beitt of-
beldi, þurfi að þvælast á milli stofnana
til að sæta rannsókn, yfirheyrslu og
læknisskoðun, oft hjá fólki sem hefur
takmarkaða reynslu og menntun í því
að fást við jafnofurviðkvæm mál og of-
beldismál gegn börnum eru yfirleitt. Í
Barnahúsinu er hægt að afgreiða allt
það opinbera ferli, sem barn þarf að
ganga í gegnum eftir að hafa verið beitt
ofbeldi, á einum stað og í öruggu og vin-
samlegu umhverfi.
Barnahúsið hefur fengið fjölda við-
urkenninga fyrir starf sitt, bæði innan-
lands og erlendis. Nú er svo komið að
bæði Svíar og Norðmenn hyggjast setja
á fót barnahús að íslenzkri fyrirmynd.
Þetta segir einhverja sögu um það
hvernig til hefur tekizt.
Um sjö ára skeið hefur hins vegar
staðið nánast óskiljanleg deila á milli
forsvarsmanna Barnahússins og
stærsta héraðsdómstóls landsins, Hér-
aðsdóms Reykjavíkur, sem fær til með-
ferðar meirihluta allra mála, sem varða
kynferðisbrot gegn börnum. Aðrir hér-
aðsdómstólar notast í flestum tilfellum
við aðstöðuna í Barnahúsi og hið sér-
þjálfaða starfsfólk þar þegar þarf að
taka skýrslu af börnum fyrir dómi, ým-
ist með því að halda dómþing í húsinu
eða með aðstoð fjarfundabúnaðar, eins
og Héraðsdómur Reykjaness gerir.
Héraðsdómur Reykjavíkur kýs hins
vegar að nota aðstöðu, sem komið hefur
verið upp í húsnæði dómsins og snið-
ganga Barnahús.
Bragi Guðbrandsson, forstjóri
Barnaverndarstofu, vekur athygli á
þessari stöðu í grein hér í blaðinu í gær
og auglýsir eftir málefnalegum rökum
dómsins fyrir afstöðu sinni, sem taki
mið af þörfum og hagsmunum barna.
Bragi tilgreinir réttilega að Hæstirétt-
ur hafi úrskurðað að ekkert sé því til
fyrirstöðu að skýrslutaka af börnum
fari fram í Barnahúsi. Þá hafi dómstól-
aráð sett leiðbeinandi reglur um
skýrslutöku af börnum í kynferðis-
brotamálum, þar sem húsnæði Héraðs-
dóms Reykjavíkur og Barnahús sé lagt
að jöfnu við framkvæmd þessara mála.
Bragi bendir á að af hálfu Héraðs-
dóms Reykjavíkur hafi komið fram að
Barnahús geti ekki talizt „hlutlaus“
vettvangur í störfum dómstóls. Þá er
væntanlega átt við að hagsmunir hins
grunaða geti verið fyrir borð bornir
vegna þess að í húsinu fari fram „starf-
semi sem lýtur að velferð meints brota-
þola,“ eins og segir í greinargerð, sem
dómstólaráð sendi frá sér í upphafi
þessarar deilu árið 1999. Þessi röksemd
virðist ekki vega þungt, þegar haft er í
huga að kynferðisbrotamál eru opinber
mál, sem eru háð á milli sakbornings og
ákæruvaldsins. Hins vegar er mikil-
vægt að barninu, sem í hlut á, líði sem
bezt á meðan skýrslutaka fer fram, því
að þannig fást réttastar upplýsingar um
það hvað gerðist – og slíkt eru hags-
munir sakborninga, jafnt og ákæru-
valdsins og fórnarlambanna. Og eru
lögreglumenn og starfsmenn dómstóla
ekki skyldugir til þess, rétt eins og
starfsmenn Barnahúss, að vinna að vel-
ferð barnanna, sem í hlut eiga?
Bragi vísar ennfremur til ummæla,
sem höfð eru eftir þeim dómara Hér-
aðsdóms Reykjavíkur, sem ber ábyrgð
á flestum skýrslutökum af börnum í
kynferðisbrotamálum, í skýrslu norsku
nefndarinnar sem lagt hefur til að
barnahúsi verði komið á laggirnar í
Noregi. Eftir dómaranum er haft að
ástæðurnar fyrir að nota fremur að-
stöðuna í dómhúsinu, séu m.a. að það sé
tímafrekara og flóknara að framkvæma
skýrslutöku í Barnahúsi. Með hliðsjón
af vinnuálagi sé nauðsynlegt að taka til-
lit til þess. Þá sé fljótlegra fyrir dómara
að notast við aðstöðu og vinnubrögð
sem hún þekki og hún treysti rannsókn-
arlögreglumönnum, sem framkvæmi
skýrslutökuna í dómhúsinu, afar vel.
Ennfremur hafi dómarinn betri stjórn á
framkvæmd skýrslutökunnar í dómhús-
inu, en myndi ekki hafa sama vald í
Barnahúsi til þess t.d. að vísa foreldr-
um út úr viðtalsherberginu ef þeir
trufluðu skýrslutökuna.
Sömu sjónarmið koma fram í grein
sama dómara, Sigríðar Ingvarsdóttur,
sem birt er á heimasíðu dómstólaráðs.
Þar er enn vísað til þess að „fljótlegast“
sé að láta skýrslutöku fara fram í dóm-
húsinu. Þar segir jafnframt: „Hvert
lögregluumdæmi hefur á að skipa sín-
um eigin lögreglumönnum, en þeir búa
ekki endilega allir að jafn góðri sérhæf-
ingu og þjálfun og þrautþjálfaðir rann-
sóknarlögreglumenn lögreglunnar í
Reykjavík. Dómari tekur mið af hæfi-
leikum og þjálfun þeirra sérfræðinga
sem hann á kost á að kalla sér til að-
stoðar við skýrslutöku og velur þann
sérfræðing sem hann treystir best til að
taka skýrslu af barni á þann hátt að
skýrslutakan þjóni þeim tilgangi sem
henni er ætlað. Rannsóknarlögreglu-
menn sem eru sérfræðingar í rannsókn-
um sakamála og hafa þar að auki sér-
fræðiþjálfun í að taka skýrslur af
börnum eru mjög vel fallnir til þessa
verks.“
Þetta virðist ekki almenn skoðun inn-
an Héraðsdóms Reykjavíkur. Þannig
nefnir Bragi Guðbrandsson í grein sinni
tvo dóma, þar sem grunaðir kynferð-
isbrotamenn voru sýknaðir af tilteknum
brotum, meðal annars vegna mjög ófull-
nægjandi skýrslutöku. Við lestur þess-
ara dóma kemur í ljós að aðrir dómarar
við Héraðsdóm Reykjavíkur beinlínis
rakka niður vinnubrögð rannsóknarlög-
reglumanna við skýrslutöku af börnum.
Hvað varðar þær röksemdir, að það
sé „fljótlegast“ að taka skýrslu af börn-
um annars staðar en í Barnahúsi, er það
sjónarmið, sem hlýtur að verða að víkja
fyrir hagsmunum barnanna af því að fá
að tjá sig um málsatvik í eins vernduðu
umhverfi og hægt er. Ef vinnuálagið í
Héraðsdómi Reykjavíkur er of mikið,
þarf að laga það, í stað þess að stærsti
héraðsdómstóll landsins sniðgangi þá
starfsemi, sem er nú öðrum ríkjum fyr-
irmynd.
Og ef jafnræði sakbornings og fórn-
arlambs er dómurum við Héraðsdóm
Reykjavíkur ofarlega í huga, má
kannski líka spyrja hvort börn í um-
dæmi dómstólsins eigi ekki að njóta
þess jafnræðis við önnur börn í landinu,
að fá að gefa skýrslu sína í Barnahúsi
við aðstæður, sem eru sérstaklega
hannaðar með þarfir þeirra í huga.
Héraðsdómur Reykjavíkur verður að
gera hreint fyrir sínum dyrum í þessum
efnum. Það gengur ekki að láta ein-
hverja kerfiskergju koma niður á hags-
munum barna, sem grunur leikur á að
hafi orðið fyrir einhverjum andstyggi-
legasta glæp, sem hægt er að fremja.