Morgunblaðið - 21.09.2006, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2006 31
FASTEIGNASALA
STÓRHÖFÐA 27
Sími 594 5000
Halla Unnur Helgadóttir
löggiltur fasteignasali.
SÓLEYJARIMI - 112 RVÍK
50 ÁRA OG ELDRI!
3ja herb. á 3. hæð með stórum suðursvölum. Fullbúin
án gólfefna í góðu lyftuhúsi, gott stæði í bílageymslu.
Mjög falleg íbúð með frábæru útsýni yfir höfuðborg-
ina. VERÐ 23,9 millj.
Pantaðu skoðun:
Ingvar Ragnarsson sölufulltrúi, 822 7300
LAUS VIÐ KAUPSAMNING – SÍÐASTA ÍBÚÐIN!
ÞÚ ÁTT STEFNUMÓT ...
AF UMMÆLUM
forstjóra Hitaveitu
Suðurnesja (HS)
Júlíusar Jónssonar í
fjölmiðlum fyrir
nokkru mátti skilja
að það gæti orðið
einhverjum ,,um-
hverfisvernd-
arsinnum“ (innan og
utan kerfis) að
kenna að ekki tæk-
ist að reisa álverk-
smiðju í Reykja-
nesbæ! Fleiri en
Júlíus hafa gripið til
þeirra ráða að ýta undir þá hug-
mynd að í landinu séu tveir and-
stæðir hópar, annars vegar virkj-
unarmenn en hins vegar
baráttuhreyfing fyrir ósnortinni
náttúru.
Fyrrverandi iðnaðarráðherra fór
ásamt fylgdarliði um Norðurland
og hélt fundi með heimamönnum á
völdum stöðum að því virtist í þeim
tilgangi að virkja öfundina, þetta
sterkasta afl í íslensku þjóðfélagi,
til að sannfæra fólk um
nauðsyn þess að álver
yrði reist norðanlands.
Pólitískt markmið með
fundunum virtist vera að
etja byggðum saman og
virðist hafa tekist: Sveit-
ir fóru að keppast sín á
milli um að „fá til sín ál-
ver“ og hreppapólitík
tók að snúast um að
vera með eða á móti ál-
veri; annars vegar fóru
framfarasinnaðir at-
hafnamenn en hins veg-
ar umhverfisvernd-
arsinnar („sandalafólk“ jafnvel
bendlað við kertaljós og fjallagrös).
Þannig verður pólitík auðvirðileg-
ust þegar hún snýst upp í sam-
keppni um heimsku.
Ástæða þessara skrifa er áform
um áframhaldandi tilraunaboranir
til að kanna fleiri jarðhitasvæði á
Reykjanesskaga. Nú vill HS fara
að bora í Brennisteinsfjöllum aust-
an Kleifarvatns. Tilraunaborun læt-
ur ekki mikið yfir sér á prenti –
sumum kann að finnast að þetta
snúist ekki um annað en sakleys-
islega holu í einhverju flagi. En
nauðsynlegum rannsóknum, með
nýtingarmöguleika að markmiði,
þ.e. djúpborunum, fylgir umtalsvert
jarðrask, t.d. vegalagning á
ósnortnu útivistarsvæði sem
Brennisteinsfjöllum.
Ég er áreiðanlega ekki einn um
þá skoðun að hægt sé og nauðsyn-
legt að ná almennri sátt um eðli-
lega nýtingu náttúruauðæfa, hvort
sem það er virkjun fallvatns, jarð-
varma eða ósnortinnar náttúru til
útivistar. Einhvers staðar verður
að draga mörkin. Ekki hvarflar að
forstjóra HS að fara fram á leyfi til
að bora tilraunaholu í Almannagjá
á Þingvöllum – hann kann áreið-
anlega að meta náttúruvætti og fal-
legt landslag ekkert síður en annað
fólk.
Það ætti að vera hlutverk og
frumkvæði stjórnmálamanna að
vinna að eins konar heild-
arskipulagi til langs tíma um nýt-
ingu annars vegar og friðun land-
gæða hins vegar – ekki til þess að
þröngva virkjunum upp á almenn-
ing með lýðræðislegri kúgun (51%
gegn 49%) heldur með það að
markmiði að ná sátt um málið. Sú
sátt gæti orðið til þess að farið
væri að vinna af krafti að því að
vernda óbyggð svæði sem nú blása
upp eða eru eyðilögð af ruddaskap
eða óaðgengileg stórum hluta þjóð-
arinnar (sem ræður ekki við langar
göngur). Vegir að rannsóknasvæð-
um gætu þá einnig nýst útivist-
arfólki.
Ég tel mig vera útivistarmann og
umhverfisverndarsinna, hef m.a.
gengið um alla helstu staði á
Reykjanesskaga. Ástæða er til að
hvetja útivistarfólk til að kynna sér
Brennisteinsfjöll, sem eru styttra
frá höfuðborgarsvæðinu en margur
ætlar. Þá hygg ég að fleiri skilji
nauðsyn þess að fara að nýting-
armálum með gætni og eðlilegri
sátt.
Ég hef ekkert á móti álverum,
sem slíkum; starfaði hjá Ísal við
byggingu álversins í Straumsvík á
sínum tíma og geri mér grein fyrir
þeirri miklu tækniþekkingu sem
streymdi út frá þeirri framkvæmd
inn í atvinnulífið og jók framleiðni
á nánast öllum sviðum.
Margir Reykvíkingar á mínum
aldri muna eftir að hafa farið sem
börn með í sunnudagsbíltúr fjöl-
skyldunnar til Krísuvíkur. Aðdrátt-
araflið var borholan sem þar blés
og hverirnir umhverfis. Þannig
kynntist maður Kleifarvatni og um-
hverfi þess. Nú fara margir í Bláa
lónið sér til ánægju en gleyma því
ef til vill að sú bað- og heilsu-
miðstöð varð til sem afleiðing af
jarðvarmavirkjun HS í Svartsengi!
Nauðsynleg sátt um nýtingu
landsins gæða
Leó M. Jónsson fjallar um
áform um umhverfismál og til-
raunaboranir til að kanna fleiri
jarðhitasvæði á Reykjanes-
skaga.
» Það ætti að verahlutverk og frum-
kvæði stjórnmálamanna
að vinna að eins konar
heildarskipulagi til
langs tíma um nýtingu
annars vegar og friðun
landgæða hins vegar.
Leó M. Jónsson
Höfundur er iðnaðar- og vélatækni-
fræðingur í Reykjanesbæ.
Í GREIN í Morgunblaðinu
hinn 19. september sl. benti ég á,
að Björn Bjarnason, dóms- og
kirkjumálaráðherra, færi með
rangt mál þegar hann fullyrti á
heimasíðu sinni, að Dagsbrún
skuldaði 73 milljarða króna „eða
meira en íslenska ríkið“. Benti ég
á, að samkvæmt mánaðarskýrslu
Lánasýslu ríkisins nú í september
árið 2006 væru innlendar skuldir
ríkisins tæplega 122 milljarðar
króna og erlendar skuldir tæp-
lega 84 milljarðar króna. Samtals
eru þetta u.þ.b. 206 milljarðar
króna. Þá er eftir að meta
ábyrgðir ríkisins, t.d. vegna eft-
irlaunaskuldbindinga.
Í svargrein Björns í Morg-
unblaðinu 20. september sl. vogar
hann sér að halda allt öðru fram,
þ.e.a.s. að hann hafi verið að vísa
í „60 milljarða hreina skuldastöðu
ríkisins“. Á heimasíðunni er enga
slíka skilgreiningu að finna. Þar
stendur: „Dagsbrún skuldar um
73 milljarða króna eða meira en
íslenska ríkið.“ Nú þykist Björn
synlegra upplýsinga að kenna fyr-
irtæki við höfuðeiganda sinn“.
Undir lok greinar sinnar segir
Björn: „Persónuleg ónot stjórn-
arformanns Baugs í minn garð
eða Davíðs Oddssonar dæma sig
sjálf. Við verðum ekki ósann-
indamenn sama hve margar
greinar hann skrifar til að reyna
að koma því orði á okkur.“ Hetj-
an Björn reynir enn að skýla sér
á bak við Davíð, en það var Björn
sem fór með ósannindi í minn
garð um að ég hefði „viðrað
ákveðna hugmynd“ við Davíð
Oddsson. Þegar ég leyfi mér að
bera af mér sakir í því efni þá er
ég að reyna að gera Björn að
ósannindamanni! Heyr á endemi!
Að vísu er rétt hjá Birni Bjarna-
syni, að greinar mínar gera hann
ekki að ósannindamanni heldur
hans eigin greinar, orð og athafn-
ir.
hafa sagt 73 milljarða króna
skuld Dagsbrúnar „hærri en 60
milljarða hreina skuldastöðu rík-
isins“. Ef þetta er það sem Björn
vildi sagt hafa, þá hefði hann til
samanburðar átt að draga veltu-
fjármuni frá heildarskuldum
Dagsbrúnar. Þá kemur út mun
lægri fjárhæð en 73 milljarðar
króna eða u.þ.b. 54 milljarðar
króna. Í grein minni dró ég enga
dul á, að þetta væru miklar
skuldir hjá Dagsbrún og að
skuldastaða ríkissjóðs væri góð,
en það réttlætir samt ekki þenn-
an ranga samanburð. Tilgang-
urinn virðist sá einn, að sverta
Dagsbrún.
Björn svarar í engu þeirri
ábendingu minni, að hann hafi
ekki upplýst um eignarhald ann-
arra fjölmiðla en Dagsbrúnar.
Hvað um Morgunblaðið og Blað-
ið? Hvers vegna kennir Björn þá
miðla ekki við eigendur sína með
sama hætti og t.d. Fréttablaðið?
Segir hann þó á heimasíðu sinni
4. júlí sl., að það teljist til „nauð-
Hreinn Loftsson
Staðlausir stafir Björns
Höfundur er hæstaréttarlögmaður
og stjórnarformaður Baugs Group
hf.
Fréttir á SMS