Morgunblaðið - 21.09.2006, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2006 41
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
SÓLRÚN ÞORBJÖRNSDÓTTIR,
Sóltúni 2,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Garðakirkju föstudaginn
22. september kl. 15.00.
Gísli Ferdinandsson,
Guðríður Valva Gísladóttir,
Kolbeinn Gíslason,
Ólafur Haukur Gíslason,
Magnea Auður Gísladóttir,
Þorbjörn Reynir Gíslason,
Gísli Gíslason,
Matthías Rúnar Gíslason,
tengdabörn og barnabörn.
Systir okkar og mágkona,
KARLA KRISTINSDÓTTIR,
Sigurhæð 12,
Garðabæ,
andaðist á Landspítalanum í Fossvogi miðviku-
daginn 13. september.
Jarðsungið verður frá Kópavogskirkju í dag,
fimmtudaginn 21. september, kl. 13.00.
Sigríður Erna Jóhannesdóttir,
Egill Örn Jóhannesson, Steinunn Hallgrímsdóttir,
Kristinn Ágúst Jóhannesson, Katrín Kjartansdóttir,
Sæmundur Karl Jóhannesson, Ester Guðlaugsdóttir.
Minningarathöfn um bróður okkar og frænda,
ÞORSTEIN SKÚLASON
frá Hólsgerði,
Fellsmúla 16,
Reykjavík,
verður í Þorgeirskirkju laugardaginn 23. septem-
ber kl. 14.00.
Duftker hans verður jarðsett í Þóroddsstaðakirkju-
garði að athöfn lokinni.
Skúli Skúlason,
Kristveig Skúladóttir,
Þorkell Skúlason
og systkinabörn hins látna.
ÁSLAUG ODDSDÓTTIR,
Álfhólsvegi 12,
Kópavogi,
lést á Borgarspítalanum aðfaranótt þriðjudagsins
19. september.
Útför auglýst síðar.
Aðstandendur.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
GUNNAR PARMESSON,
Dalbraut 14,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn
22. september kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en
þeim sem vilja minnast hins látna er bent á líknarfélög.
Þorbjörg Jónsdóttir,
Margrét Jenný Gunnarsdóttir, Hörður Ingimarsson,
afabörn og langafabörn.
Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku-
legs eiginmanns, föður og afa,
JÓNS KARLS ÓLAFSSONAR,
Háteigsvegi 26,
Reykjavík.
Hanna Bachmann,
Halla og Inga Jónsdætur
og fjölskyldur.
Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
GUÐRÚNAR LAXDAL,
verður gerð frá Dómkirkjunni þriðjudaginn
26. september nk. og hefst kl. 15.00.
Elín Laxdal,
Jón Laxdal Arnalds, Ellen Júlíusdóttir,
Ragnar Arnalds, Hallveig Thorlacius,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar og afi,
PÉTUR ÞÓRÐARSON,
Þórsmörk 2,
Selfossi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands mánudaginn
11. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Alda Andrésdóttir,
Ingvar Pétursson,
Hanna María Pétursdóttir,
Magnús Pétursson,
Óskar Þór Pétursson
og barnabörn.
Ástkær mágkona og föðursystir,
KRISTÍN BJARNADÓTTIR,
Meiri-Tungu I,
verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju í Holtum laug-
ardaginn 23. september kl. 14.00.
Sigríður Jóhannsdóttir,
Bjarni Valtýsson, Dóra Gerður Stefánsdóttir,
Jóhann Valtýsson, Camilla Fröjd,
Valtýr Valtýsson, Sigrún B. Benediktsdóttir,
Sigríður Þórdís Valtýsdóttir, Gunnar Mýrdal
og börn.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er
ekki unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi. Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu ekki
lengri en 3.000 slög (stafir með bil-
um - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virðingu
sína án þess að það sé gert með
langri grein.
Minningargreinar
✝ Guðjón BjarniSveinsson
fæddist á Grund-
arlandi í Unadal í
Skagafirði 8. júlí
1926. Hann lést á
Sjúkrahúsi Skag-
firðinga á Sauð-
árkróki 2. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Guð-
laug Sigr. Bjarna-
dóttir húsmóðir frá
Lækjamóti í Svarf-
aðardal í Eyja-
fjarðarsýslu, f. 8. febrúar 1893,
d. 24. febrúar 1969, og Sveinn
Sigmundsson bóndi frá Grund-
arlandi í Unadal, f.
26. desember 1882,
d. 18. september
1971. Guðjón var
næstyngstur sex
systkina, hin eru
Guðrún, f. 1913, d.
2006, Rósa Bjarn-
ey, f. 1916, d. 1994,
Anna Jóhanna, f.
1919, d. 1994, Jóna,
f. 1924, og Páll
Halldór, f. 1927.
Guðjón var
ókvæntur og barn-
laus.
Útför Guðjóns var gerð frá
Hofsósskirkju laugardaginn 16.
september.
Fjölskyldan á Melstað á margar
minningar um Guðjón Sveinsson.
Á Melstaðsheimilinu og í sveitinni
í kring gekk hann jafnan undir
nafninu Guddi. Hann var heim-
ilisvinur hér og þar í hlíðinni og
það var alltaf gaman að sjá hann
koma gangandi niður afleggjarann.
Stundum fékk hann fylgd krakk-
anna á bænum síðasta spölinn
heim að húsi.
Guddi var ávallt í góðu skapi og
ískraði í honum af kátínu þegar
menn grínuðust við hann. Hann
var talsverður brandarakall og
þegar ungviðið reyndi að espa
hann upp, sem ósjaldan gerðist,
stríddi hann grislingunum á móti
eða lét sem ekkert væri og sagði
þá iðulega, með róandi tónfalli:
Þetta er æskan.
Guddi var afar gjafmildur og
þegar líða tók að jólum greip hann
mikil spenna. Hann var afkasta-
mikill við að pakka inn gjöfum og
dreifa og bæði börn og fullorðnir
fengu frá honum böggul hver ein-
ustu jól. Eftir jól kom hann svo í
heimsókn og spurði jafnan: Hvað
fékkst þú marga böggla? Síðan út-
listaði hann alla þá böggla sem
hann hafði fengið.
Við kveðjum þennan mæta mann
og hvert og eitt okkar mun varð-
veita minninguna um hann þegar
við flöggum honum hinsta sinn.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem)
Sendum systkinum og öðrum að-
standendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Loftur, Dísa og börnin
frá Melstað.
Guðjón Bjarni
Sveinsson
Það er ávallt sorglegt er náinn ætt-
ingi fellur frá. Ekkert getur undirbú-
ið okkur fyrir það stóra tómarúm sem
myndast er það gerist.
Kiddi frændi er farinn og tilhugs-
unin er óbærileg, þessi yndislegi mað-
ur sem átti svo stóran sess í hjarta
okkar. Ég get ekki tárum varist er ég
hugsa til allra þeirra skemmtilegu
stunda sem hann og pabbi áttu sam-
an. Þeir bræðurnir voru mjög sam-
rýndir, þeir áttu sameiginleg áhuga-
mál og gátu dundað sér tímunum
saman við þau, hvort sem það var að
veiða eða gera upp bílaflotann sinn.
Vinátta þeirra bræðra var föður
mínum afar dýrmæt, sem og okkur
fjölskyldunni. Og tilhugsunin um að
við sjáum hann ekki aftur bugar okk-
ur. Þessi blíði og göfugi maður er far-
inn og líf okkar verður aldrei eins.
Tilvera hans gaf okkur svo mikið
og mun hann ávallt vera í huga okkar
og hjarta.
Elsku Stína, Andri og Brynjar,
megi guð styrkja ykkur og leiða í
þessum stóra missi. Við vottum ykkur
okkar dýpstu samúð á þessum erfiða
tíma, og megi bænir okkar og hugur
fylgja ykkur í þessari þrautagöngu.
Göfugur og góður maður er farinn
okkur frá, hinn mesti og besti vinur
sem nokkur getur átt. Hjarta hans
var einlægt og gat hvern mann seitt,
hann átti góða fjölskyldu sem unni
honum afar heitt. Nú kveðjum við
hann Kidda með miklum söknuði,
Guð gefðu okkur öllum styrk til að af-
bera þennan missi.
Guð vaki yfir ykkur.
Herdís, Lúðvík og börn.
✝ Kristján Örn Valdimarssonfæddist á Syðstu-Grund í
Skagafirði 22. apríl 1954. Hann
lést 28. ágúst síðastliðinn og var
jarðsunginn frá Háteigskirkju 8.
september.
Kristján
Örn
Valdi-
marsson