Morgunblaðið - 23.09.2006, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 11
FRÉTTIR
NÝLIÐUN í barna- og unglinga-
geðlækningum er verulegt áhyggju-
efni. Núverandi stjórnunarfyrir-
komulag BUGL dregur úr skilvirkni
deildarinnar og möguleikum hennar
til að sinna lykilhlutverki sínu á sviði
þjónustu, kennslu og rannsókna.
Sveitarfélög og heilsugæslur hafa
ekki nógu marga fagmenn á sviði
geðheilbrigðismála sem veitt gætu
fjölskyldum veikra barna þann
stuðning sem nauðsynlegur er.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í greinargerð, um stefnumót-
un í málefnum barna og unglinga
með geðraskanir, sem unnin var af
tveimur sænskum sérfræðingum að
beiðni heilbrigðisráðherra.
Óttast atgervisflótta frá BUGL
Að mati þeirra barnageðlækna
sem blaðamaður náði tali af í gær
eru það mikil vonbrigði hversu lítið
nýkynntar hugmyndir heilbrigðis-
ráðherra, um úrbætur í geðheil-
brigðismálum barna og unglinga,
taka mið af tillögum Svíanna. Nefna
menn í því sambandi að gríðarleg
vonbrigði séu að ekki hafi verið hug-
að að því að koma upp prófessors-
stöðu í barna- og unglingageðlækn-
ingum við HÍ til að styrkja sér-
greinina.
„Eitt veigamesta atriði skýrsl-
unnar snýr að stjórnunarlegri að-
stöðu BUGL innan LSH, en það
yrði mesta framfaraskref í barna-
og unglingageðlækningum ef BUGL
yrði sjálfstæð rekstrareining sem
lyti alfarið stjórn yfirmanns deild-
arinnar, en ekki hinna ýmsu stjórn-
enda spítalans eins og staðan er í
dag.“ Þetta sagði einn stjórnarmað-
ur í Barnageðlæknafélagi Íslands í
samtali við blaðamann. Benti hann á
að vegna stöðu mála á BUGL hefði
fjöldi fagmanna með mikla og dýr-
mæta reynslu kosið að hverfa til
annarra starfa á sl. misserum.
„Jafnvel eru flestir sérfræðingar
deildarinnar farnir að líta til ann-
arra möguleika utan sjúkrahússins
verði engar stjórnunarlegar breyt-
ingar í bráð.“
Jákvætt að þjónustan færist
meira til heilsugæslunnar
Sagðist hann fagna tillögum sér-
fræðinganna þess efnis að aðkoma
heilsugæslunnar að geðheilbrigðis-
málum styrktist, enda ætti grunn-
þjónustan að vera þar og eðlilegt að
sinna vægari tilfellum í nærsam-
félagi barnanna. Gagnrýndi hann
harðlega þá áætlun ráðherra að
færa þjónustuna í stórum stíl frá
BUGL til Miðstöðvar heilsuverndar
barna (MHB) þar sem sérþekking í
faginu væri ekki fyrir hendi í dag og
sagði dapurlegt að ekki væri gert
ráð fyrir að vinnan innan MHB væri
unnin í samráði og samstarfi við
BUGL, þar sem sérþekkingin væri.
Viðmælendur blaðamanns höfðu
miklar efasemdir um þær yfirlýs-
ingar ráðherra að með flutningi
þjónustunnar til MHB væri hægt að
eyða biðlistum á næsta ári. Bentu
þeir á að eins og staðan væri í dag
hjá BUGL væri ekki hægt að vísa
einu einasta þeirra 120 barna sem
væru á biðlista yfir til MHB sökum
skorts á sérþekkingu þar.
Segja sorglega lítið mið tekið
af tillögum sérfræðinganna
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is Vonbrigði að BUGL skuli ekki öðlast
stjórnunarlegt sjálfstæði sem eining
„STJÓRN Barnageðlæknafélags Ís-
lands lýsir yfir ánægju með að op-
inber stefna í málefnum barna og
unglinga með geðraskanir hafi litið
dagsins ljós og aðgerðir í sjónmáli.
Við erum sammála um að styrkja
beri grunnþjónustuna í nærumhverfi
barna og unglinga.
Það vekur hins vegar undrun að í
framtíðaráætlunum heilbrigðisráð-
herra virðist ekki gert ráð fyrir sér-
fræðiþekkingu barna- og unglinga-
geðlækninga og að beina eigi
grunnþjónustunni til Miðstöðvar
heilsuverndar barna og heilsugæsl-
unnar þar sem slík sérfræðiþekking
er ekki fyrir hendi. Einnig er ekki í
framtíðaráætlunum heilbrigðisráð-
herra að styrkja stöðu göngudeildar
BUGL eða FSA á nokkurn hátt, ein-
ungis á að beina þjónustunni í annan
farveg en gæðin virðast aukaatriði.
Við virðum viðleitni ráðherra en ef-
umst um að aðgerðirnar muni hafa
áhrif í þá átt að biðlistar styttist.
Nýlega leit dagsins ljós skýrsla
tveggja sænskra sérfræðinga um
stefnumótun í málaflokknum, þar
sem fram koma alvarlegar athuga-
semdir um stöðu barna- og unglinga-
geðlækninga innan LSH og að nýlið-
un í sérfræðigreininni sé áhyggju-
efni. Að okkar mati var lítið litið til
tillagna þeirra um lausnir á þeim
vanda. Við hörmum að samráð við
barna- og unglingageðlækna skuli
hafa verið talið óþarft en vonumst til
að slíkt samráð verði viðhaft í fram-
tíðinni. Stjórn BGFÍ.“
Yfirlýsing
frá BGFÍ
Í SKÝRSLU sinni setja sænsku sér-
fræðingarnir fram tillögur að úr-
bótum í fjórtán liðum. Meðal þess
sem lagt er til er að yfirmanni
BUGL sé gert kleift að reka BUGL
sem sjálfstæða einingu. Að mati
sænsku sérfræðinganna er einnig
nauðsynlegt að koma upp háskóla-
kennarastöðu í barna- og unglinga-
geðlækningum í því skyni að efla
stöðu sérfræðigreinarinnar m.t.t.
til kennslu og rannsókna.
Lagt er til að kennurum og öðru
fagfólki sem vinnur með börn sé
veitt nægjanleg fræðsla svo þau séu
í stakk búin til að veita börnum með
geðraskanir þann stuðning og að-
stoð sem nauðsynleg er. Ekki á að
meina skólasálfræðingum að veita
börnum meðferð, líkt og gert í er í
dag, því að mati sænsku sérfræð-
inganna á meðferð með veik börn
beinlínis að vera eitt hlutverka
skólasálfræðinga.
Þá er lagt til að sjö til átta mið-
stöðvum verði komið upp víðs veg-
ar um land og hugsuð sem nærþjón-
usta þar sem hægt sé að greina og
meðhöndla vægari tilfelli geðrask-
ana.
Efla þarf fræðslu
BORIST hefur eftirfarandi athugasemd frá
Þjóðskjalasafni Íslands:
„Undanfarið hefur nokkuð verið fjallað um
aðgang að trúnaðarskjölum um símahleranir á
dögum kalda stríðsins sem varðveitt eru í Þjóð-
skjalasafni Íslands. Þjóðskjalasafn Íslands vill
koma á framfæri nokkrum athugasemdum
varðandi málið.
Um er að ræða skjöl er varða öryggi ríkisins
sem innihalda jafnframt upplýsingar um ein-
staklinga. Þau eru málsskjöl og dómsúrskurðir.
Um aðgengi að slíkum skjölum eru ekki til sér-
stök ákvæði í lögum eða reglugerðum.
Mál þetta er þríþætt. Í fyrsta lagi varðar það
takmarkaðan aðgang að skjölum þessum fyrir
fræðimann sem vinnur að rannsóknum á kalda
stríðinu og er rannsóknin hluti fjölþjóðlegs
verkefnis. Í öðru lagi varðar málið óskir um að
skjölin séu gerð öllum aðgengileg. Í þriðja lagi
er um að ræða umsókn um aðgang fræðimanns
að skjölunum sem jafnframt er málsaðili.
Málið ætti að vera fremur einfalt en svo er
ekki í reynd.
1. Þjóðskjalavörður heimilaði fræðimanni
takmarkaðan aðgang að málsskjölunum í sam-
ræmi við 1. mgr. 3. gr. laga um Þjóðskjalasafn
nr. 66/1985 og undirritaði fræðimaðurinn eiðstaf
þar sem tilgreindar eru skyldur fræðimannsins
um meðferð trúnaðarskjala. Eftir að hann
fjallaði um málið á opinberum vettvangi var það
rætt á Alþingi þar sem eftirfarandi þingsálykt-
unartillaga var samþykkt 3. júní s.l.:
,,Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að
skipa nefnd undir formennsku stjórnarfor-
manns Persónuverndar og með þátttöku þjóð-
skjalavarðar, forseta Sögufélags, skrifstofu-
stjóra Alþingis og formanns stjórnmála-
fræðiskorar félagsvísindadeildar Háskóla Ís-
lands til að annast skoðun gagna sem snerta
öryggismál Íslands, innra og ytra öryggi, á ár-
unum 1945–1991 í vörslu opinberra aðila og
ákveða frjálsan aðgang fræðimanna að þeim.“
Forsætisráðherra skipaði nefnd þá sem
þingsályktunartillagan víkur að og hefur hún
hafið störf og skal ljúka þeim í árslok. Meðan
óvissu hefur ekki verið eytt um aðgang að þess-
um skjölum telur Þjóðskjalasafn Íslands rétt og
skylt að bíða niðurstöðu ofangreindrar nefndar
og ákvörðunar Alþingis. Meðan sú staða er uppi
hefur safnið ákveðið að veita ekki aðgang að
þessum gögnum.
2. Óskir um að skjölin verði gerð almennt að-
gengileg bárust safninu og var ítarleg grein
gerð fyrir því í svörum safnsins að slíkt væri
ekki unnt. Vega þar þungt reglur um persónu-
vernd, þar sem ekki má greina frá upplýsingum
um málsaðila. Einn aðili kærði þessa málsmeð-
ferð Þjóðskjalasafns til Úrskurðarnefndar um
upplýsingamál og bíður safnið niðurstöðu henn-
ar. Bent skal á að Alþingi ályktaði einungis um
aðgang fræðimanna að opinberum trúnaðar-
gögnum en gerði ekki ráð fyrir almennum að-
gangi að skjölunum.
3. Ein ósk barst frá fræðimanni sem jafn-
framt er málsaðili. Var honum með tilvísun til
framangreindra raka hafnað aðgangi um stund-
arsakir. Fræðimaðurinn óskaði ekki sérstaklega
eftir að fá að sjá skjöl sem lúta eingöngu að hon-
um persónulega.
Ofangreindar röksemdir hafa komið fram í
svarbréfum til allra umsækjanda sem bíða að-
gangs. Á það skal bent sérstaklega að í öllum
tilvikum er um að ræða beiðni um aðgang sem
er hafnað eins og sakir standa. Endurskoðun
þeirrar afstöðu bíður þess að fjallað hafi verið
um málið á vegum nefndar þeirrar sem for-
sætisráðherra hefur skipað samkvæmt tillögu
Alþingis og niðurstöður Úrskurðarnefndar um
upplýsingamál liggja fyrir.
Jafnframt skal á það bent að í lögum um Þjóð-
skjalasafn Íslands eru ákvæði þess efnis í 9.
grein að menntamálaráðherra setji reglur um
aðgang að trúnaðarskjölum sem upplýsingalög
ná ekki til og eru þær reglur í vinnslu í ráðuneyt-
inu.
Þjóðskjalasafn Íslands hefur þeim skyldum
að gegna samkvæmt lögum um safnið nr. 66/
1985 að varðveita skjöl og önnur gögn sem safn-
inu er trúað fyrir með þeim hætti að opinberir
hagsmunir sem og hagsmunir einstaklinga sem
hlut eiga að máli séu eins vel tryggðir og frekast
er unnt. Það verður aðeins gert með því að setja
takmarkandi reglur um aðgang að skjölum og
öðrum gögnum í vörslum safnsins þar sem það á
við lögum samkvæmt. Slíkar reglur liggja fyrir
um stærstan hluta gagna í vörslum safnsins
önnur en þau gögn sem hér er fjallað um.
Hér má bæta við að í nefndaráliti allsherj-
arnefndar Alþingis um frumvarp það sem síðar
varð að upplýsingalögum kemur fram að talið
hefði verið eðlilegra að lög um meðferð opin-
berra mála hafi að geyma sérreglur í þessu sam-
bandi. Lagði nefndin áherslu á að þeirri endur-
skoðun, sem dóms- og kirkjumálaráðherra hefði
boðað á þeim lögum, bæri að hraða og við þá
endurskoðun yrði að huga sérstaklega að upp-
lýsingarétti á því sviði.
Þjóðskjalasafn Íslands telur að safnið geti
ekki gegnt hlutverki sínu og skyldum varðandi
margumrædd gögn, varðveislu þeirra og að-
gang að þeim fyrr en reglur hafa verið settar um
það efni að lögum.“
Athugasemd frá
Þjóðskjalasafni Íslands
FJÖLGREINDALEIKAR fóru fram í Sala-
skóla í Kópavogi í vikunni og er þetta fjórða
haustið sem leikarnir eru haldnir.
„Þetta er okkar árlega hausthátíð þar sem
nemendur og kennarar fá tækifæri til þess að
kynnast betur,“ segir Kristín Gunnarsdóttir
kennari.
Á fjölgreindaleikum er unnið eftir fjöl-
greindakenningu Howards Garners, þ.e. að
fólk er hæfileikaríkt á mismunandi sviðum.
Sumir eru góðir í málfari, aðrir í stærðfræði,
enn aðrir í fimleikum og svo framvegis. „Á
fjölgreindaleikunum fá allir krakkarnir að
njóta sín og fá tækifæri til að sýna sínar
sterku hliðar í hinum ýmsu viðfangsefnum,“
segir Kristín. Hún nefnir að leikarnir sam-
anstandi t.d. af því að púsla, sauma, sníða,
skrifa á tölvu og leika listir sínar á trampól-
íni.
Í Salaskóla eru 406 nemendur í 1.–10.
bekk. Fjölgreindaleikarnir standa yfir í tvo
daga og eru 40 stöðvar í skólanum og íþrótta-
húsinu. Einn kennari heldur utan um hverja
stöð og nemendum er skipt í 40 hópa. Reynt
er að hafa nemendur á öllum aldri í hverjum
hópi og er hver hópur 13 mínútur á hverri
stöð. Hóparnir vinna sér inn stig og eru þau
tekin saman í lokin. Elsti nemandi hvers hóps
er liðsstjóri og segir Kristín að framkvæmdin
hafi gengið mjög vel.
„Einstaklingarnir eru auðvitað misjafnlega
góðir í ýmsum verkefnum en hópurinn kem-
ur saman og sameinar krafta sína,“ segir
hún. „Sérstaklega góður andi ríkir á leik-
unum og gaman er að sjá krakkana vinna
svona saman. Eldri krakkarnir bera ákveðna
ábyrgð og sýna einstaklega skemmtilegar
hliðar á sér í því efni.“
Morgunblaðið/Eyþór
Samvinna Keppt er í hinum ýmsu viðfangsefnum á fjölgreindaleikum Salaskóla í Kópavogi.
Fjör á fjölgreindaleikum
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Morgunblaðið/Eyþór
Fjölgreindakenningin Allir krakkarnir fá að
njóta sín og tækifæri til að sýna sínar sterku
hliðar í hinum ýmsu viðfangsefnum.