Morgunblaðið - 23.09.2006, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 23.09.2006, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallarinnar lækkaði lítillega eða um 0,15% í 6.252 stig. Velta með hlutabréf nam 5,4 milljörðum, langmest með bréf Kaupþings og Landsbanka eða fyrir tæpa 1,2 milljarða hjá hvorum um sig. Bréf Actavis hækkuðu mest eða um 1,2% en bréf Mosaic Fashions lækkuðu um 1,1%. Krónan veiktist þriðja daginn í röð eða um 0,36%, evran kostar nú 90,4 krónur, dollari 70,65 og pund 134,25 krónur. Enn veikist krónan ● FORBES- viðskiptatímaritið hefur birt nýjan lista yfir ríkasta fólk Bandaríkj- anna. Þau tíma- mót urðu að allir þeir 400 sem komust á listann eiga eignir sem metnar eru á einn milljarð dala eða meira, jafnvirði nær 71 milljarðs króna. Eignir þeirra jukust um 10,6% milli ára í 1,25 billj- ónir dala. Að venju tróna Bill Gates, stofn- andi Microsoft, og kaupsýslumað- urinn Warren Buffett, stofnandi Berkshire Hathaway Inc., efst á list- anum. Forbes metur eignir Gates á 53 milljarða dala og eignir Buffetts á 46 milljarða dala. Gates hefur verið ríkasti maður Bandaríkjanna und- anfarin 13 ár og Buffett hefur verið í 2. sæti frá árinu 1994, að und- anskildu árinu 2000. Hinir ríku verða enn ríkari Bill Gates ● FRÁ OG með næstu mánaða- mótum munu Samskip taka við allri gámaflutningastarfsemi Odiel Bilbao SA á Spáni, en félagið hefur verið samstarfsaðili Geest North Sea Line sem Samskip keyptu á fyrri hluta síð- asta árs. Allt starfslið Odiel Bilbao SA mun starfa áfram hjá Samskipum í Bilbao. Gámasiglingar Geest og Odiel Bilbao SA hófust 2003 og tengja saman Bilbao á norðurströnd Spán- ar, Tilbury á Englandi og Rotterdam. Auk siglinga á þessari leið með sér- útbúnum skipum fyrir 45 feta gáma bjóða Samskip upp á gámaflutn- ingaþjónustu til og frá Spáni, bæði frystiflutninga og gámaflutninga. Samskip með aukin umsvif á Spáni ÁKÆRUNEFND samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppn- iseftirlitsins þess efnis að Skífunni (sem nú heitir Dagur Group) beri að greiða 65 milljónir króna í stjórn- valdssekt fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína og brotið þannig gegn bannákvæðum sam- keppnislaga. Þetta gerði Skífan með gerð ólögmætra samninga við Hag- kaup um sölu á hljómdiskum og tölvuleikjum á árunum 2003 og 2004 sem fólu í sér svokölluð einkakaup og samkeppnishamlandi afslátt. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá því í sumar kom fram að með samningunum voru keppinautar Skífunnar í heildsölu á hinum til- greindu vörum nánast útilokaðir frá viðskiptum við Hagkaup, sem er stór seljandi á m.a. hljómdiskum. Með þessum aðgerðum ítrekaði Skífan brot sitt á samkeppnislögum sem fjallað var um í ákvörðun samkeppn- isráðs frá árinu 2001 og hæstarétt- ardómi frá árinu 2004. Var þetta nýja brot Skífunnar umfangsmeira en eldra brot fyrirtækisins og telur nefndin að brot Skífunnar hafi verið bæði augljós og alvarleg og að fyr- irsvarsmönnum fyrirtækisins hafi mátt vera ljóst að umræddir samn- ingar færu í bága við samkeppnislög. Skífunni gert að greiða 65 milljónir í sekt Ákærunefnd staðfestir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins misserum,“ segir í Morgunkorninu. „Vextir á nýjum íbúðalánum hafa hækkað og aðgangur fólks að fjár- magni hefur minnkað. Verðbólgu- skotið ógnar auk þess almennum kaupmætti og dregið hefur úr tiltrú neytenda. Þessir þættir stuðla að minnkandi eftirspurn á íbúðamarkaði miðað við núverandi verð. Framboð er á sama tíma vax- andi vegna fjölda nýbygginga og flest bendir því til þess að verð- lækkun muni þurfa til að færa sam- an framboð og eftirspurn.“ Í hálffimfréttum Kaupþings banka segir að miðað við langtíma- samband veltu á fasteignamarkaði og íbúðaverðs megi raunar búast við lítilsháttar lækkun á fjórðungn- um í heild. Í umhverfi hárra vaxta og verðbólgu virðist ólíklegt að íbúðaverðshækkun ágústmánaðar sé merki um að íbúðaverð taki nú að hækka á ný. Verð á íbúðarhús- næði hækkar á ný Þrýstingur til verðlækkunar segja Glitnir og Kaupþing                                                            ÍBÚÐAVERÐ á höfuðborgarsvæð- inu hækkaði um 2,4% á milli júlí og ágúst, sé tekið mið af hækkun á vísitölu íbúðaverðs, sem Fasteigna- mat ríkisins birti í gær. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki hækkað jafn mikið milli mánaða síðan í nóvember í fyrra. Þróunin á milli júlí og ágúst er með öðrum hætti en var á milli júní og júlí, en þá lækkaði vísitala íbúða- verðs um 1,7%. Síðastliðna þrjá mánuði hækkaði íbúðaverðið á höf- uðborgarsvæðinu um 1,3%, síðast- liðna sex mánuði um 4,0% og síð- astliðna tólf mánuði um 10,8%. Að raunvirði hefur íbúðaverð hækkað um 2,1% síðustu 12 mánuði en síð- astliðið hálft ár hefur það lækkað um 1,7% að raunvirði vegna hárrar verðbólgu. Spá lækkun Í Morgunkorni greiningar Glitn- is segir að mæling Fasteignamats- ins gefi til kynna að enn sé líf að finna á íbúðamarkaði og bið sé í verðlækkun en tekið er fram að misvísandi merki berist þó af íbúðamarkaðinum; hugsanlegt sé að ólík verðþróun eigi sér stað í mismunandi stærðarflokkum íbúða um þessar mundir. Rétt sé því að lesa ekki of mikið í verðbreytingar yfir einstaka mánuði. „Við teljum að þrýstingur verði til verðlækkunar íbúða á næstu FÉLAGIÐ Lag- erinn ehf., sem er í eigu Jákup Jacobsen í Rúm- fatalagernum, hefur fengið að- gang að bók- haldi og upplýs- ingum um starfsemi banda- ríska húsgagna- og búsáhaldafyrirtækisins Pier 1. Lagerinn á tæplega 10% hlut í Pier 1. Segir í frétt á fréttavef Yahoo Finance, að stjórn Pier 1 hafi greint frá því að hún hafi gert sam- komulag við Lagerinn um „hugs- anlegar samningaviðræður um við- skipti“. Fyrr á þessu ári greindi Jákup frá því í samtali við Morg- unblaðið að frekari kaup Lagersins í Pier 1 væru ekki útilokuð. Samkvæmt tilkynningu Pier 1 til Fjármálaeftirlits Bandaríkjanna verður Lagerinn að halda upplýs- ingunum sem félagið fær úr bók- haldi Pier 1 leyndum. Í mars keypti félagið Palli Ltd., sem er í eigu Lag- ersins, bresku húsgagnaversl- anakeðjuna The Pier af Pier 1 fyrir um 15 milljónir dollara. The Pier rekur 45 verslanir í Bretlandi og á Írlandi. Pier 1 rekur um 1.200 húsgagna- og búsáhalda- verslanir í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Lagerinn rekur húsgagna- og búsáhaldaverslanir á Norðurlönd- unum, í A-Evrópu, Bretlandi, á Ír- landi og í Kanada, og er einnig í fasteignaviðskiptum og fjárfest- ingastarfsemi. Lagerinn skoðar kaup í Pier 1 Jákup Jacobsen          !  "#$ % "#  ! & ' $& (" )"   !"     !"#$ %$&#$  ' !"#$  ( !"#$ )''* !"#$ +,-(#$ . !"#$ %(,('#$ /!"0(+,('#$ .(1,('2%(1#$ &%#$  # (#$ 34%(3& %&!5 !5!6)!7898$ ,('#$ :!#$ #  "$  ;<#$ %+ !"#$ =)(1#$ >&%(1 !"#$ ?#&9#$ @A++(+57*7(#$ B((%!*7(#$ %   & '( %8!$C%+ !7!%(1$ '  )* >D;E F7 7' &7              )&A(+$8 $A7' &7 6 6 6 6 6 6   6 6  6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 G HI GHI G6HI 6 G6HI GHI GHI G6 HI G6HI G6HI GHI G6HI G6 HI G6HI 6 G6HI 6 6 G6HI 6 6 6 6 G6HI =&%17'" 1+( @%, 7F% '1+J /!" %                                6 6   6 6 6 6                 6              6    6    B7'"F0- ' @= K#!+!(% 9*%1 7'"         6 6  6 6 6 6  1L M3       H H @ ; N       H H DD N  ''#     H H N/#*$( ''&      H H >D;N  O (&      H H NÝSKÖPUNARSJÓÐUR hefur ákveðið að fjárfesta í Marorku ehf. sem er hátæknifyrirtæki á sviði orkustjórnunar og orkusparnaðar í sjávarútvegi og flutningum. Hlutur sjóðsins verður um 20% en fjár- magnið verður nýtt til að efla frekari sókn á markaði og til áframhaldandi vöruþróunar. Gert er ráð fyrir að Nýsköpunar- sjóður verði virkur þátttakandi í að þróa Marorku næstu þrjú til fimm árin. Öflugt hátæknifyrirtæki Í fréttatilkynningu kemur fram að markmið hluthafa Marorku sé að byggja félagið upp sem öflugt ís- lenskt hátæknifyrirtæki, leiðandi á sínu sérsviði á alþjóðavísu. Stefnt er að því að fyrirtækið þroskist og vaxi hratt á næstu árum. Í tilkynningu Nýsköpunarsjóðs segir að hann telji að Marorka hafi á að skipa mjög öflugri liðsheild sem hafi alla burði til að byggja upp félag sem verði leiðandi í sölu á háþró- uðum búnaði til orkusparnaðar í heiminum. Marorka er orðið alþjóðlegt fyr- irtæki með starfsemi í fimm löndum en félagið hefur skilgreint Norður- Atlantshaf sem heimamarkað sinn en skipafloti á þessu svæði telur yfir fimm þúsund skip. Meðal viðskiptavina Marorku eru nú mörg fyrirtæki í skipaútgerð – bæði hér heima og erlendis. Nýsköpunarsjóður kaupir í Marorku MICHAEL E. Porter, forseti World Economic Forum, sem gefur út virt- ustu skýrslu heims um samkeppnis- hæfni þjóða, „Global Competitivness Report“, mun halda tvo fyrirlestra hér á landi 2. október næstkomandi. Kynnir niðurstöður Dr. Porter hefur undanfarið unnið að skýrslu um samkeppnishæfni Ís- lands og mun gera grein fyrir nið- urstöðum sínum auk þess sem hann mun halda fyrirlestur um stefnumót- un. Dr. Porter er talinn vera einn fremsti vísindamaðurinn í heiminum á sviði stjórnunar- og stefnumótun- arfræða og allar götur frá því að bók hans, Competitive Strategy, kom út árið 1980 hefur hann haft mjög mikil áhrif á stjórnun fyrirtækja og stofn- ana um allan heim. Porter til Íslands Michael E. Porter
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.