Morgunblaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 20
Varsjá. AFP. | Samsteypustjórnin í Póllandi missti meirihluta sinn á þingi í fyrradag þegar Jaroslaw Kaczynski forsætisráðherra ákvað að reka aðstoðarforsætisráðherrann og leiðtoga Sjálfsvarnarflokksins. Kaczynski rak Andrzej Lepper, aðstoðarforsætis- og landbúnaðar- ráðherra, fyrir að neita að standa að fjárlögum stjórnarinnar og vegna andstöðu hans við að senda fleiri pólska hermenn til Afganistans. Sagði Kaczynski, að Lepper hefði tekið upp sína fyrri háttu en hann hefur oft verið sakaður um lýðskrum og þykir heldur óútreiknanlegur. Er hann fyrrverandi hnefaleikamaður og svínabóndi og kunnur fyrir að láta flest flakka. Var hann sektaður 2002 fyrir að kalla þáverandi forseta „lat- asta mann í Póllandi“ og hefur fengið tvo skilorðsbundna dóma fyrir óhróður og ólæti á almannafæri. Kaczynski sagði í gær, að hann hygðist reyna að mynda nýjan meirihluta á þingi með stuðningi nokk- urra manna úr flokki Leppers og Pólska bænda- flokksins. Tækist það ekki, yrði að boða til nýrra þingkosninga í nóv- ember næstkomandi. Fréttaskýrendur eru sammála um, að nýjar kosningar muni ekki leysa úr þeirri kreppu, sem einkenn- ir stjórnmálin í Póllandi. Skoðana- kannanir sýna, að enginn flokkur kemst nálægt því að fá meirihluta á þingi. Reynt að koma saman nýrri stjórn Hinn burtrekni Andrzej Lepper. 20 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Til bókaútgefenda: BÓKATÍÐINDI 2006 Skilafrestur vegna kynningar og auglýsinga í Bókatíðindum 2006 er til 12. október nk. Ritinu verður sem fyrr dreift á öll heimili á Íslandi Allar upplýsingar á skrifstofu Félags íslenskra bókaútgefenda, Barónsstíg 5, sími 511 8020. Netfang: baekur@simnet.is —————————————  ————————————— Frestur til að leggja fram bækur vegna Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2006 er til 13. október nk. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is BANDARÍSK stjórnvöld hafa náð samkomulagi um hryðjuverkalög- gjöf sína við áhrifamikla öldunga- deildarþingmenn úr röðum repúblik- ana sem í síðustu viku lýstu sig andsnúna efni hennar. Um er að ræða löggjöf sem fjallar um réttindi meintra hryðjuverkamanna sem handsamaðir hafa verið og nú eru vistaðir í Guantanamo á Kúbu. Repúblikanarnir John McCain, John Warner og Lindsey Graham höfðu samþykkt eigin útgáfu af frumvarpi um hryðjuverkalöggjöf úr hermálanefnd öldungadeildarinnar en þeir eru allir gamlir hermenn og töldu að löggjöf George W. Bush for- seta fæli í sér tilraun til að útvatna Genfar-sáttmálana; m.a. með laga- tæknilegum skilgreiningum á því hvað teldust pyntingar, en banda- ríska leyniþjónustan (CIA) er sögð hafa beitt ýmsum brögðum við yf- irheyrslur meintra hryðjuverka- manna sem jaðra við pyntingar. Sennilega greidd atkvæði um samkomulagið í næstu viku Samkomulagið sem náðist í fyrra- kvöld felur í sér eftirgjöf af hálfu stjórnvalda m.a. að því leytinu til að gerður verður listi yfir yfirheyrslu- aðferðir sem leyniþjónustumenn mega ekki beita, en geri þeir það gætu þeir átt yfir höfði sér málsókn. Þá samþykkti Hvíta húsið að fang- ar, sem fara fyrir dóm, fái að sjá sönnunargögn gegn þeim, jafnvel hluta þeirra gagna sem stjórnvöld áður sögðu að væru of viðkvæm til að hægt væri að hleypa meintum hryðjuverkamönnum í þau. Samkomulagið gerir Bush-stjórn- inni aftur á móti kleift að hefja aftur undirbúning að því, að réttað verði yfir föngum í Guantanamo fyrir sér- stökum herdómstól. Öldungadeildin þarf þó að leggja blessun sína yfir samkomulagið fyrst, en gert er ráð fyrir að at- kvæðagreiðsla fari fram eftir helgi. Fréttaskýrendur segja að repúbl- ikanar hafi lagt allt kapp á að leysa þennan klofning, sem kominn var upp í þeirra röðum, en þingkosning- ar fara fram í byrjun nóvember. Vilja þeir fyrir alla muni virðast samtaka, sá flokkanna sem hægt sé að treysta fyrir öryggi almennings í Bandaríkjunum á þessum viðsjár- verðu tímum. Mannréttindasamtök gáfu hins vegar lítið fyrir samkomulagið, sem Bush-stjórnin hefur nú gert við McCain, Warner og Graham, sögðu það eftir sem áður útvötnun á 3. grein Genfar-sáttmálanna. The Washington Post og New York Tim- es brugðust líka illa við samkomu- laginu, sögðu að það gerði Bush- stjórninni kleift að halda áfram að brjóta í bága við alþjóðlega samn- inga í mannréttindamálum, sem Bandaríkin væru aðilar að. Sátt um hryðjuverkalög Bush-stjórnin og áhrifamiklir repúblikanar leysa ágreining sinn varðandi Genfar-sáttmálana og réttindi fanga Morgunblaðið/Davíð Logi Hámarksöryggisfangelsi Líklega verða hættulegustu fangarnir geymdir í nýju fangelsi í Guantanamo, sem kostaði 2,1 milljarð ísl. kr. að byggja. ÞESSIR tveir drengir komu í gær fyrstir í mark í bufflakappreiðum við Preah Vihear Sour-pagóðuna í Kandal-héraði í Kambódíu, skammt norð- austur af höfuðborginni, Phnom Penh. Voru kappreiðarnar auglýstar sem „Formúla 1“ á bufflavísu en þær voru haldnar að viðstöddu miklu fjöl- menni undir lok hefðbundinnar hátíðar þar sem landsmenn minnast hinna dauðu, allra þeirra, sem á undan eru gengnir. Bufflaformúla AP SÆNSKA lögreglan hefur handtek- ið þrjá menn vegna tíðra bruna í leik- skólum í Skövde í Vestra-Gautlandi. Skýrði Thomas Fuxborg, talsmaður lögreglunnar, frá því á fimmtudags- kvöld. Fuxborg sagði, að hugsanlega yrðu fleiri handteknir vegna þessa máls en vildi að öðru leyti lítið um það segja á þessu stigi að því er fram kom í Dagens Nyheter. Frá 20. ágúst síðastliðnum hefur verið kveikt í fimm leikskólum í Skövde og er kostnaður sveitarfé- lagsins metinn á tæplega 500 millj. ísl. kr. Hefur lögreglan yfirheyrt mikinn fjölda manna og leiddu yfir- heyrslurnar og upplýsingar frá al- menningi til þess, að fyrsti maðurinn var handtekinn á miðvikudag. Yfirvöld létu hermenn gæta þeirra skóla, sem ekki hafði verið ráðist gegn, og hétu hverjum þeim, sem gæti komið upp um brennuvarginn eða brennuvargana, 100.000 sænsk- um krónum eða nærri milljón ísl. kr. Handtökur í Skövde Vilníus. AFP. | Almenningi í Litháen mun frá og með næstu viku gefast tækifæri til að hlýða á beina útsend- ingu af ríkisstjórnarfundum í farsím- unum sínum. Litháen mun vera fyrsta landið í Evrópusambandinu til að bjóða upp á þennan möguleika. Yfirmaður fjölmiðlamála, Laur- ynas Bucelis, sagði að Gediminas Kirkilas, sem tók við sem forsætis- ráðherra Litháens í júlí, hefði beitt sér fyrir þessari breytingu, en til- gangurinn er sá að gera störf stjórn- valda gagnsærri. „Við eigum ekki von á að þessar útsendingar verði mjög vinsælar en mestu máli skiptir að fólki gefst kostur á að fylgjast með ríkisstjórn- arfundum,“ sagði Bucelis. Fá ráðherra í farsímann ♦♦♦ BANDARÍKJASTJÓRN þurfti að tæma leynileg fangelsi sín í Evrópu og Mið-Asíu og flytja meinta hryðju- verkamenn í fangelsi bandaríska hersins í Guantanamo á Kúbu fyrr í mánuðinum vegna þess meðal ann- ars að útsendarar leyniþjónustunnar CIA höfðu neitað að halda áfram yf- irheyrslum og starfrækja leynilegu fangelsin, að sögn dagblaðsins The Financial Times á fimmtudag. George W. Bush Bandaríkjafor- seti tilkynnti í ræðu fyrr í mánuðin- um að leynilegu fangelsunum yrði lokað og talið var að ákvörðunin væri liður í því að styrkja stöðu repúblik- ana fyrir kosningarnar í Bandaríkj- unum í nóvember. Stjórnin kvaðst hafa lokað fangelsunum vegna laga- legrar óvissu um hvers konar yfir- heyrsluaðferðum leyniþjónustu- mennirnir gætu beitt. Óttuðust saksókn The Financial Times kvaðst hafa traustar heimildir fyrir því að CIA- mennirnir hefðu neitað að halda starfinu áfram í fangelsunum nema lagalegu óvissunni yrði eytt þar sem þeir óttuðust að þeir kynnu að verða sóttir til saka fyrir ólöglegar yfir- heyrsluaðferðir. Einn heimildar- mannanna sagði að CIA hefði neitað að starfrækja fangelsin áfram. Heimildarmennirnir sögðu þetta hafa orðið til þess að stjórn Bush hefði þurft að loka leynilegu fangels- unum fyrr en hún vildi. CIA-menn neituðu að starfrækja fangelsin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.