Morgunblaðið - 23.09.2006, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 23.09.2006, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Í DAG verður opnuð sýning ís- lenskra listnema í Neuenkirchen í Þýskalandi. Sýningin er liður í al- þjóðlegu sýninga- og fyr- irlestraverkefni sem nefnist Cros- skick þar sem erlendum listnemum er gert kleift að sýna verk sín í Þýskalandi. Sjö nemendum Listaháskóla Íslands var boðið að sýna verk sín en það eru þau Árni Þór Árnason, Harpa Dögg Kjartansdóttir, Helga Björg Gylfadóttir, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, Sigurrós Svava Ólafsdóttir, Steinþóra Hildur Clausen og Þórdís Jóhann- esdóttir. Umsjón með verkefninu og sýningunni hefur Anna Guðjónsdóttir myndlistarmaður. Myndlistarsýning Íslenskir nemar í Þýskalandi FREGNIR bárust af því fyrr í vik- unni að lagið „Sweet Dreams“ í flutningi Nylon hafði náð 9. sæti breska danslistans. Nú er orðið ljóst að lagið vermir toppsæti um- rædds lista fyrir næstu viku, en list- inn er valinn af plötusnúðum margra af vinsælustu dansstöðum Bretlands. „Sweet Dreams“, sem var upp- haflega flutt af hljómsveitinni Eurythmics, verður að finna á næstu smáskífu Nylon, Closer, sem kemur út 23. október næstkomandi. Nylon er á leiðinni í enn eina tón- leikaferðina um Bretlandseyjar þar sem þær slást í för með bresku sveitinni McFly. Tónlist Nylon á toppi breska danslistans AFRÍSKIR minjagripir og pælingar þeim tengdar verða áberandi í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi á næstunni þar sem áformað er að opna sýningu á afrískum minja- gripum í einkaeigu undir yfirskriftinni Flóðhestar og framakonur. Hugmyndina átti Ólöf Gerður Sig- fúsdóttir, sem er sjálfstætt starfandi mannfræðingur með aðsetur í Reykja- víkurakademíunni, en hún er mikil áhugamanneskja um Afríku þar sem hún hefur verið búsett um hríð. Ólöf hefur sjálf safnað öllum gripunum saman í gegnum sitt tengslanet og á sýningunni teflir hún fram blöndu af gömlum handgerðum munum og nýstárlegum fjölda- framleiddum gripum. „Minjagripir eru áþreifanlegur snertiflötur milli ólíkra menningarheima. Frá sjónarhóli ferðamannsins eru þeir burðarás minninga, reynslu, væntinga og jafnvel ímynd- unar og oft segja þeir jafnmikið um þá menningu sem þeir enda í og það samfélag sem þeir eru búnir til í. Frá sjón- arhóli Afríkubúa eru þeir tæki til að gefa tiltekin skilaboð, góð búbót og tækifæri til framsækinnar sköpunar og list- rænnar tilraunastarfsemi. Það er einmitt í minjagripnum sem þessi tvö sjónarmið gestgjafa og gesta mætast og geta af sér áhugaverða og óvenjulega hluti. Þannig gefa minjagripir tilefni til fjölmenningarlegrar samræðu. Þeg- ar heim er komið eru þeir uppspretta endurminninga og frásagnar,“ segir Guðrún Dís Jónatansdóttir, verkefn- isstjóri í Gerðubergi. Mest í eigu Íslendinga Minjagripasafnið frá Afríku er að mestu í eigu Íslend- inga, sem ferðast hafa til álfunnar eða hafa verið búsettir í henni. Lítil örsaga frá eigendum gripanna fylgir hverjum hlut þar sem gerð er grein fyrir uppruna gripanna og hvaða merkingu þeir hafi fyrir viðkomandi. Textabrotum með minjagripapælingum Ólafar verður einnig komið fyr- ir en markmið sýningarinnar er einkum það að skapa lif- andi samræðu milli hinna fjölbreyttu samfélaga Afríku annars vegar og hins vegar íslenskra minjagripaeigenda. Sýningin verður opnuð kl. 16 í dag, laugardag, og mun standa til 12. nóvember. Sýningin verður opin virka daga kl. 11–17 og um helgar kl. 13–16. Kviksaga, ný Heim- ildamyndastöð Reykjavíkurakademíunnar, mun svo standa fyrir sýningu á heimildamyndinni In and Out of Africa fimmtudaginn 12. október kl. 20 í húsnæði Aka- demíunnar, en myndin fjallar um minjagripaframleiðslu í Afríku. Ólöf mun fylgja myndinni úr hlaði sem sýnir á raunsæjan hátt hið margbrotna og oft á tíðum skoplega ferli, sem afrískur listmunur fer í gegnum áður en hann lendir í höndum Vesturlandabúa. Flóðhestar og framakonur Minjagripir frá Afríku til sýnis í Gerðubergi Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Ólöf Gerður Afríkulist Á sýningunni kennir ýmissa grasa. KVIKMYNDAHÁTÍÐINNI Iceland Film Festival (IFF) lauk formlega á fimmtudaginn. Að sögn aðstandenda sóttu fimmtán þúsund manns þær kvikmyndir sem sýndar voru á há- tíðinni yfir þriggja vikna tímabil í Háskólabíói og Regnboganum. Spænska myndin Volver eftir Pedro Almodóvar var mest sótta kvik- mynd hátíðarinnar en á hæla hennar kemur heimildamyndin An Inconvenient Truth sem skartar fyrrum varaforseta Bandaríkjanna, Al Gore. Opnunarmynd hátíðarinnar, Factotum, var svo þriðja mest sótta myndin. Átta af þeim myndum sem voru sýndar á hátíðinni verða nú settar í al- mennar sýningar, auk þess sem vonir standa til þess að tvær aðrar bætist fljótlega við vegna mikillar eftirspurnar. Kvikmyndir Volver mest sótta myndin á Icelandic Film Festival „NÁTTÚRAN færir mér inn- blástur. Þetta eru línur og form í klettum sem ég hef skissað úti í náttúrunni og unnið áfram í graf- íkplötur,“ segir grafíklistamaðurinn Elva Hreiðarsdóttir, sem ætlar í kvöld að opna sýningu á 24 graf- íkverkum sínum í Grafíksafni Ís- lands. „Þetta eru grafíkverk, sem unnin hafa verið með svokallaðri colla- graphiu-tækni,“ segir Elva, sem starfar sem myndlistakennari í Foldaskóla milli þess sem hún sinnir listagyðjunni í sér. Hún hefur hing- að til verið með vinnustofu í Duggu- vogi, en hyggst nú flytja sig á Korp- úlfsstaði þar sem hún hefur nýlega fengið úthlutaðri vinnustofu, en þar er áformað að byggja upp listasetur með alls konar listamönnum. „Þetta er önnur alvöru einkasýn- ingin mín. Hina setti ég upp í List- húsi Ófeigs við Skólavörðustíg árið 2001. Auk þess hef ég verið með sýningu á veitingahúsi og svo var mér boðið að sýna verk í glugga Búnaðarbankans á meðan ég var nemi. Það er alveg meiriháttar gam- an að vinna í grafíkinni. Mér finnst þetta vera tækni, sem hentar mér einkar vel.“ Fangar fjölbreytileika grjótsins Elva Hreiðarsdóttir útskrifaðist frá myndmenntadeild KHÍ 1989 og úr grafíkdeild Listaháskóla Íslands árið 2000. Hún er í hópi síðustu ár- ganga gamla Myndlista- og hand- íðaskólans sem gafst færi á að afla sér þekkingar á ákveðnum listmiðli áður en skólanum var breytt í nú- verandi horf. Allt frá því að Elva byrjaði að vinna grafíkverk hefur hún verið upptekin af íslenskri nátt- úru. Á tímabili tók hún prent beint af áferðum, sem hún fann í nátt- úrunni, eins og steinum og öðru í fjörum landsins. Einnig hefur hún notað steinana sem verkfæri til að teikna með og rispa grafíkplöturnar. Á sýningunni er sjónarhornið víð- ara. Í stað þess að teikna með stein- inum stendur hún fyrir framan þá, horfir beint inn í grjótið og fangar fjölbreytileika þess. Verkin á sýn- ingunni eru ólík. Sum minna á fín- legar blýantsteikningar af smáum rispum í bergi á meðan önnur skila til áhorfandans þyngri undirtóni. Sýningin verður opnuð kl. 20.00 í kvöld. Hún verður opin fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnu- daga frá kl. 14.00 til 18.00 fram til 8. október. Grafík|Elva Hreiðarsdóttir grafíklistamaður opnar sýningu í Grafíksafni Íslands í kvöld Andagiftin kemur úr náttúrunni MAGNÚS Kjartansson myndlist- armaður var borinn til grafar í gær, en útför hans var gerð frá Neskirkju að viðstöddu miklu fjöl- menni. Prestur var séra Örn Bárður Jónsson, en líkmenn voru Gunnar Snæland, Ástþór Ragnarsson, Svav- ar Hávarðsson og Sigurður G. Tóm- asson; Ágúst Ragnarsson, Ragnar Hjálmarsson, Örlygur Kristfinns- son og Guðbrandur Gíslason. Eiginkona Magnúsar er Kolbrún Björgólfsdóttir leirlistamaður, og börn þeirra eru Elsa Björg og Guð- brandur. Morgunblaðið/Golli Útför Magnúsar Kjartanssonar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.