Morgunblaðið - 23.09.2006, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 23.09.2006, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Eftir Sigurð Jónsson Selfoss | Lögreglustjóranum á Sel- fossi barst afar góð gjöf í vikunni. Bóndi úr Ölfusinu sem ekki vildi láta nafns síns getið færði honum hálfrar milljónar króna framlag í sjóð til söfnunar fyrir fíkniefnahundi. Frá því fíkniefnahundurinn Fenrir drapst fyrir nokkrum árum hefur verið vaxandi þörf fyrir fíkniefna- hund í Árnessýslu og á Suðurlandi öllu. „Við höfum verið að safna fyrir fíkniefnahundi fyrir lögregluna hér í Árnessýslu frá því í vor. Margir hafa lagt okkur lið og Eyþór Arnalds hóf söfnunina með því að leggja fram 50 þúsund krónur og svo fylgdu fleiri á eftir,“ sagði Ólafur Helgi Kjart- ansson, sýslumaður á Selfossi, sem hefur lagt á það áherslu að embætti hans hefði yfir slíkum hundi að ráða. Unga fólkið leggur lið „Sérstaka ánægju mína vakti þeg- ar Menntaskólinn á Laugarvatni og nemendafélagið Mímir lögðu fram sömu fjárhæð og Nemendafélag Fjölbrautaskólans á Selfossi tvöfald- aði þessi framlög. Það er gott að vita af því að unga fólkið vilji leggja okk- ur lið í þessum efnum, enda er það markhópur þeirra ósvífnu manna sem selja og dreifa fíkniefnum,“ sagði Ólafur Helgi sem er mjög ánægður með góð viðbrögð almenn- ings við þeirri áherslu að fíkniefna- hundur verði tiltækur á ný. „Á þriðjudaginn barst svo hálf milljón króna frá ónefndum bónda í Ölfusinu, sem lét fylgja með að hann væri áhugamaður um að efla barátt- una gegn fíkniefnum og þá fyrst og fremst að koma í veg fyrir að ungt fólk legði á þessa braut. Hafi hann og allir aðrir þökk fyrir sinn góða hug og myndarleg framlög. Okkur er nauðsyn að hafa hund í baráttunni gegn fíkniefnum enda hefur hann fælingarmátt og er gríðarlega gagn- legur við leit að fíkniefnum. Jú, við erum farnir að hugleiða að finna heppilegan hund, enda vantar herslumun á að markmiðið náist að aftur verði fíkniefnahundur í lög- reglunni á Selfossi,“ sagði Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður sem er vongóður um að það styttist í því að nýr fíkniefnahundur komi á svæðið. Bóndi gaf hálfa milljón kr. til kaupa á hundi Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Gjafir Mikill áhugi er á því að fá nýjan fíkniefnahund til lögreglunnar á Selfossi. Myndin var tekin þegar Ragnar Gylfason og Elías Jón Jónsson úr Nemendafélagi FSu afhentu Ólafi Helga Kjartanssyni framlag nemenda. Styttist í að lögreglan á Selfossi fái fíkniefna- hund til starfa Hveragerði | Bæjarstjórn Hvera- gerðisbæjar hefur samþykkt að fela bæjarstjóra að hefja nú þegar und- irbúning að útboði á lokaálmu leik- skólans Óskalands í Hveragerði, með það fyrir augum að starfsemi hefjist þar strax næsta haust. Í kjöl- farið verði börnum frá átján mánaða aldri boðin leikskólavist í bænum. Tillaga þessa efnis var lögð fram af fulltrúum meirihlutans á síðasta fundi bæjarstjórnar og samþykkt. Um leið voru samþykktar reglur um greiðslur vegna leikskóladvalar barna utan lögheimilissveitarfélags. Í tillögu meirihlutans kemur fram að með því sé komið til móts við þarfir foreldra og forráðamanna sem tíma- bundið þurfi að sækja leikskólavist- un barna sinna út fyrir bæjarfélagið. Slíkt geti til dæmis komið upp við búferlaflutninga eða námsdvöl. Með þessu sé sveigjanleiki aukinn í dag- vistarmálum og komið til móts við þarfir yngstu kynslóðarinnar. Undirbúa stækkun Óskalands Ölfus | Fagráð garðyrkjunnar hef- ur þungar áhyggjur af þróun til- raunamála á Reykjum í Ölfusi þar sem áður var Garðyrkjuskóli rík- isins. Kemur það fram í frétt á sud- urland.is. Í yfirlýsingu hvetur ráðið stjórn- endur Landbúnaðarháskóla Íslands og landbúnaðarráðuneytið til að koma rannsóknum og tilraunum í garðyrkju í viðunandi horf. Jafnframt er skorað á sömu aðila að skoða stöðu garðyrkjumenntun- ar í landinu og byggja hana upp. Hafa áhyggjur af Reykjum ÁRBORGARSVÆÐIÐ Selfoss | Bæjarstjórn Árborgar efn- ir til samkeppni um skipulag mið- bæjar Selfoss. Keppnin er unnin í samvinnu við Arkitektafélag Ís- lands. Stefnt er að því að á Selfossi verði miðbær með íbúðarbyggð, öfl- ugri verslun og þjónustu á sem flest- um sviðum sem geti þjónað öllu Suð- urlandi, segir í frétt á vef sveitar- félagsins. Deilur urðu á síðasta ári um þá vinnu sem þá var unnin að skipulagi miðbæjar Selfoss. Núverandi bæjar- stjórn tók ákvörðun um umrædda samkeppni og var keppnislýsing samþykkt á fundi bæjarráðs í vik- unni. Leitað að vænlegum höfundi Fram kemur á vefnum að fyrst og fremst sé verið að leita eftir höfundi og tillögu að deiliskipulagi miðbæjar, til nánari útfærslu. Rétt til þátttöku hafa félagar í Arkitektafélagi Ís- lands, nemendur í arkitektúr, þeir sem rétt hafa til að gera aðalupp- drætti fyrir byggingarnefnd og aðrir þeir sem hafa rétt til skipulagsgerð- ar hér á landi. Keppnislýsing verður afhent end- urgjaldslaust frá og með næstkom- andi mánudegi á bæjarskrifstofu Ár- borgar og á skrifstofu Arkitekta- félags Íslands í Reykjavík. Einnig er hægt að nálgast hana á heimasíðu Árborgar. Tillögum skal skila til trúnaðarmanns, á skrifstofu Arki- tektafélags Íslands, eigi síðar en 1. desember nk. Áætlað er að dóm- nefnd ljúki störfum í janúar 2007. Höfundur þeirrar tillögu sem hlýtur fyrstu verðlaun verður ráðinn skipu- lagsráðgjafi verkefnisins, ef viðun- andi samkomulag næst. Samkeppni um miðbæ Niðurstaða á að liggja fyrir í janúar EF sá ætti fund sem finnur hefðu starfsmenn skíðasvæðisins í Hlíð- arfjalli eignast forláta jeppabifreið á fimmtudaginn. Þegar þeir mættu til vinnu stóð þar stór jeppi fastur í drullusvaði skammt frá skíðahót- elinu en Guðmundur Guðmundsson, svæðisstjóri í Hlíðarfjalli, segir al- gengt, jafn að sumri sem vetri, að jeppamenn leiki sér á svæðinu. „Við sjáum oft að vetri til að jeppamenn hafa komið hér um kvöldið eða nóttina. Þeir fara í troðnu brekkurnar og það tekur okkur marga klukkutíma að laga brekkurnar eftir þá með snjótroð- aranum,“ sagði Guðmundur við Morgunblaðið, en þetta er í fyrsta skipti sem ökumenn hafa þurft að skilja bíl eftir á svæðinu. „Þeir festa sig yfirleitt ekki, en þessir strákar höfðu verið að djöflast hér í fyrra- kvöld og festu bílinn. Þeir náðu í annan jeppa til þess að reyna að losa þennan en hann var svo fastur að þeir náðu honum ekki upp. Þetta er nýgróið svæði – við sáðum í þetta í vor eftir framkvæmdir vegna snjó- framleiðslukerfisins og svæðið er því mjög viðkvæmt. En þeir komu og löguðu svæðið eftir sig áður en við hjálpuðum þeim að draga bílinn upp með troðaranum.“ Ljósmynd/Guðmundur Guðmundsson Hjálpsamir Starfsmenn skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli þurftu að nota snjótroðara til þess að losa jeppann úr drullusvæðinu skammt neðan skíðahótelsins. „Svæðið er mjög viðkvæmt“ Ljósmynd/Guðmundur Guðmundsson Skemmdir Svæðið var illa farið en starfsmenn skíðasvæðisins létu öku- menn bílsins laga til eftir ökuferðina, áður en þeir drógu bílinn upp. » Í allt sumar hefur veriðunnið að því að ljúka upp- setningu snjóframleiðslukerfis og skíðasvæðið verður opnað löngu fyrir jól. » „Strákarnir sáu að sér oglöguðu hjólförin og eiga bara gott skilið fyrir það,“ segir Guðmundur Guðmunds- son, svæðisstjóri í Hlíðarfjalli. » „Við sjáum oft að vetri tilað jeppamenn hafa komið hér um kvöldið eða nóttina. Þeir fara í troðnu brekkurnar og það tekur okkur marga klukkutíma að laga brekk- urnar eftir þá með snjótroð- aranum.“ Í HNOTSKURN Sundfélagið Óð- inn vekur athygli á þörf fyrir 50 metra sundlaug á Akureyri í til- kynningu sem formaður félags- ins sendi frá sér í gær. Þar segir að iðkendum hafi fjölg- að ört síðustu sex árin. „Mikil þrengsli eru nú þegar í æfingaaðstöðu félagsins og fer það að koma niður á þjálfun afreksfólks okkar. Fjársterkir aðilar hafa sýnt því áhuga að byggja 50 metra sundlaug á svæði Sundlaug- ar Akureyrar við Þingvallastræti 21. Þessir aðilar eru tilbúnir til að hefja framkvæmd sem fyrst. Nú þegar er hafinn undirbúningur að stofnun hlutafélags um verkefnið. Mjög mik- ilvægt er fyrir sundfélagið að fá 50 metra yfirbyggða sundlaug fyrir æf- ingar og keppni sem fyrst svo unnt sé að halda úti þjálfun á afreksfólki. Við hjá Sundfélaginu Óðni förum þess á leit að bæjaryfirvöld gefi sér tíma til að skoða þennan kost áður en svæðinu er úthlutað til annarra nota,“ segir í tilkynningu frá Ástu Birgis- dóttur, formanni Óðins. Ásta vildi, í samtali við Morgun- blaðið, ekki greina frá því hverjir nefndir fjársterkir aðilar væru, „en okkur finnst eðlilegt að skoða svæðið í heild áður en byggt verður á því.“ Rétt er að geta þess að bæjaryf- irvöld hafa til umfjöllunar beiðni eig- anda Vaxtarræktarinnar um leyfi til að reisa hús á hluta lóðarinnar norðan við Íþróttahöllina sem tilheyrir sund- laugarsvæðinu í dag, og um það var raunar undirritaður rammasamning- ur sl. vor. 50 metra sundlaug nauðsyn ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.