Morgunblaðið - 23.09.2006, Page 24

Morgunblaðið - 23.09.2006, Page 24
24 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Eftir Sigurð Jónsson Selfoss | Lögreglustjóranum á Sel- fossi barst afar góð gjöf í vikunni. Bóndi úr Ölfusinu sem ekki vildi láta nafns síns getið færði honum hálfrar milljónar króna framlag í sjóð til söfnunar fyrir fíkniefnahundi. Frá því fíkniefnahundurinn Fenrir drapst fyrir nokkrum árum hefur verið vaxandi þörf fyrir fíkniefna- hund í Árnessýslu og á Suðurlandi öllu. „Við höfum verið að safna fyrir fíkniefnahundi fyrir lögregluna hér í Árnessýslu frá því í vor. Margir hafa lagt okkur lið og Eyþór Arnalds hóf söfnunina með því að leggja fram 50 þúsund krónur og svo fylgdu fleiri á eftir,“ sagði Ólafur Helgi Kjart- ansson, sýslumaður á Selfossi, sem hefur lagt á það áherslu að embætti hans hefði yfir slíkum hundi að ráða. Unga fólkið leggur lið „Sérstaka ánægju mína vakti þeg- ar Menntaskólinn á Laugarvatni og nemendafélagið Mímir lögðu fram sömu fjárhæð og Nemendafélag Fjölbrautaskólans á Selfossi tvöfald- aði þessi framlög. Það er gott að vita af því að unga fólkið vilji leggja okk- ur lið í þessum efnum, enda er það markhópur þeirra ósvífnu manna sem selja og dreifa fíkniefnum,“ sagði Ólafur Helgi sem er mjög ánægður með góð viðbrögð almenn- ings við þeirri áherslu að fíkniefna- hundur verði tiltækur á ný. „Á þriðjudaginn barst svo hálf milljón króna frá ónefndum bónda í Ölfusinu, sem lét fylgja með að hann væri áhugamaður um að efla barátt- una gegn fíkniefnum og þá fyrst og fremst að koma í veg fyrir að ungt fólk legði á þessa braut. Hafi hann og allir aðrir þökk fyrir sinn góða hug og myndarleg framlög. Okkur er nauðsyn að hafa hund í baráttunni gegn fíkniefnum enda hefur hann fælingarmátt og er gríðarlega gagn- legur við leit að fíkniefnum. Jú, við erum farnir að hugleiða að finna heppilegan hund, enda vantar herslumun á að markmiðið náist að aftur verði fíkniefnahundur í lög- reglunni á Selfossi,“ sagði Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður sem er vongóður um að það styttist í því að nýr fíkniefnahundur komi á svæðið. Bóndi gaf hálfa milljón kr. til kaupa á hundi Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Gjafir Mikill áhugi er á því að fá nýjan fíkniefnahund til lögreglunnar á Selfossi. Myndin var tekin þegar Ragnar Gylfason og Elías Jón Jónsson úr Nemendafélagi FSu afhentu Ólafi Helga Kjartanssyni framlag nemenda. Styttist í að lögreglan á Selfossi fái fíkniefna- hund til starfa Hveragerði | Bæjarstjórn Hvera- gerðisbæjar hefur samþykkt að fela bæjarstjóra að hefja nú þegar und- irbúning að útboði á lokaálmu leik- skólans Óskalands í Hveragerði, með það fyrir augum að starfsemi hefjist þar strax næsta haust. Í kjöl- farið verði börnum frá átján mánaða aldri boðin leikskólavist í bænum. Tillaga þessa efnis var lögð fram af fulltrúum meirihlutans á síðasta fundi bæjarstjórnar og samþykkt. Um leið voru samþykktar reglur um greiðslur vegna leikskóladvalar barna utan lögheimilissveitarfélags. Í tillögu meirihlutans kemur fram að með því sé komið til móts við þarfir foreldra og forráðamanna sem tíma- bundið þurfi að sækja leikskólavist- un barna sinna út fyrir bæjarfélagið. Slíkt geti til dæmis komið upp við búferlaflutninga eða námsdvöl. Með þessu sé sveigjanleiki aukinn í dag- vistarmálum og komið til móts við þarfir yngstu kynslóðarinnar. Undirbúa stækkun Óskalands Ölfus | Fagráð garðyrkjunnar hef- ur þungar áhyggjur af þróun til- raunamála á Reykjum í Ölfusi þar sem áður var Garðyrkjuskóli rík- isins. Kemur það fram í frétt á sud- urland.is. Í yfirlýsingu hvetur ráðið stjórn- endur Landbúnaðarháskóla Íslands og landbúnaðarráðuneytið til að koma rannsóknum og tilraunum í garðyrkju í viðunandi horf. Jafnframt er skorað á sömu aðila að skoða stöðu garðyrkjumenntun- ar í landinu og byggja hana upp. Hafa áhyggjur af Reykjum ÁRBORGARSVÆÐIÐ Selfoss | Bæjarstjórn Árborgar efn- ir til samkeppni um skipulag mið- bæjar Selfoss. Keppnin er unnin í samvinnu við Arkitektafélag Ís- lands. Stefnt er að því að á Selfossi verði miðbær með íbúðarbyggð, öfl- ugri verslun og þjónustu á sem flest- um sviðum sem geti þjónað öllu Suð- urlandi, segir í frétt á vef sveitar- félagsins. Deilur urðu á síðasta ári um þá vinnu sem þá var unnin að skipulagi miðbæjar Selfoss. Núverandi bæjar- stjórn tók ákvörðun um umrædda samkeppni og var keppnislýsing samþykkt á fundi bæjarráðs í vik- unni. Leitað að vænlegum höfundi Fram kemur á vefnum að fyrst og fremst sé verið að leita eftir höfundi og tillögu að deiliskipulagi miðbæjar, til nánari útfærslu. Rétt til þátttöku hafa félagar í Arkitektafélagi Ís- lands, nemendur í arkitektúr, þeir sem rétt hafa til að gera aðalupp- drætti fyrir byggingarnefnd og aðrir þeir sem hafa rétt til skipulagsgerð- ar hér á landi. Keppnislýsing verður afhent end- urgjaldslaust frá og með næstkom- andi mánudegi á bæjarskrifstofu Ár- borgar og á skrifstofu Arkitekta- félags Íslands í Reykjavík. Einnig er hægt að nálgast hana á heimasíðu Árborgar. Tillögum skal skila til trúnaðarmanns, á skrifstofu Arki- tektafélags Íslands, eigi síðar en 1. desember nk. Áætlað er að dóm- nefnd ljúki störfum í janúar 2007. Höfundur þeirrar tillögu sem hlýtur fyrstu verðlaun verður ráðinn skipu- lagsráðgjafi verkefnisins, ef viðun- andi samkomulag næst. Samkeppni um miðbæ Niðurstaða á að liggja fyrir í janúar EF sá ætti fund sem finnur hefðu starfsmenn skíðasvæðisins í Hlíð- arfjalli eignast forláta jeppabifreið á fimmtudaginn. Þegar þeir mættu til vinnu stóð þar stór jeppi fastur í drullusvaði skammt frá skíðahót- elinu en Guðmundur Guðmundsson, svæðisstjóri í Hlíðarfjalli, segir al- gengt, jafn að sumri sem vetri, að jeppamenn leiki sér á svæðinu. „Við sjáum oft að vetri til að jeppamenn hafa komið hér um kvöldið eða nóttina. Þeir fara í troðnu brekkurnar og það tekur okkur marga klukkutíma að laga brekkurnar eftir þá með snjótroð- aranum,“ sagði Guðmundur við Morgunblaðið, en þetta er í fyrsta skipti sem ökumenn hafa þurft að skilja bíl eftir á svæðinu. „Þeir festa sig yfirleitt ekki, en þessir strákar höfðu verið að djöflast hér í fyrra- kvöld og festu bílinn. Þeir náðu í annan jeppa til þess að reyna að losa þennan en hann var svo fastur að þeir náðu honum ekki upp. Þetta er nýgróið svæði – við sáðum í þetta í vor eftir framkvæmdir vegna snjó- framleiðslukerfisins og svæðið er því mjög viðkvæmt. En þeir komu og löguðu svæðið eftir sig áður en við hjálpuðum þeim að draga bílinn upp með troðaranum.“ Ljósmynd/Guðmundur Guðmundsson Hjálpsamir Starfsmenn skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli þurftu að nota snjótroðara til þess að losa jeppann úr drullusvæðinu skammt neðan skíðahótelsins. „Svæðið er mjög viðkvæmt“ Ljósmynd/Guðmundur Guðmundsson Skemmdir Svæðið var illa farið en starfsmenn skíðasvæðisins létu öku- menn bílsins laga til eftir ökuferðina, áður en þeir drógu bílinn upp. » Í allt sumar hefur veriðunnið að því að ljúka upp- setningu snjóframleiðslukerfis og skíðasvæðið verður opnað löngu fyrir jól. » „Strákarnir sáu að sér oglöguðu hjólförin og eiga bara gott skilið fyrir það,“ segir Guðmundur Guðmunds- son, svæðisstjóri í Hlíðarfjalli. » „Við sjáum oft að vetri tilað jeppamenn hafa komið hér um kvöldið eða nóttina. Þeir fara í troðnu brekkurnar og það tekur okkur marga klukkutíma að laga brekk- urnar eftir þá með snjótroð- aranum.“ Í HNOTSKURN Sundfélagið Óð- inn vekur athygli á þörf fyrir 50 metra sundlaug á Akureyri í til- kynningu sem formaður félags- ins sendi frá sér í gær. Þar segir að iðkendum hafi fjölg- að ört síðustu sex árin. „Mikil þrengsli eru nú þegar í æfingaaðstöðu félagsins og fer það að koma niður á þjálfun afreksfólks okkar. Fjársterkir aðilar hafa sýnt því áhuga að byggja 50 metra sundlaug á svæði Sundlaug- ar Akureyrar við Þingvallastræti 21. Þessir aðilar eru tilbúnir til að hefja framkvæmd sem fyrst. Nú þegar er hafinn undirbúningur að stofnun hlutafélags um verkefnið. Mjög mik- ilvægt er fyrir sundfélagið að fá 50 metra yfirbyggða sundlaug fyrir æf- ingar og keppni sem fyrst svo unnt sé að halda úti þjálfun á afreksfólki. Við hjá Sundfélaginu Óðni förum þess á leit að bæjaryfirvöld gefi sér tíma til að skoða þennan kost áður en svæðinu er úthlutað til annarra nota,“ segir í tilkynningu frá Ástu Birgis- dóttur, formanni Óðins. Ásta vildi, í samtali við Morgun- blaðið, ekki greina frá því hverjir nefndir fjársterkir aðilar væru, „en okkur finnst eðlilegt að skoða svæðið í heild áður en byggt verður á því.“ Rétt er að geta þess að bæjaryf- irvöld hafa til umfjöllunar beiðni eig- anda Vaxtarræktarinnar um leyfi til að reisa hús á hluta lóðarinnar norðan við Íþróttahöllina sem tilheyrir sund- laugarsvæðinu í dag, og um það var raunar undirritaður rammasamning- ur sl. vor. 50 metra sundlaug nauðsyn ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.