Morgunblaðið - 23.09.2006, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 23.09.2006, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 25 LANDIÐ Sandgerði | Atvinnumálaráð Sandgerðisbæjar lýsir yfir áhyggj- um vegna þeirrar óvissu sem ríkir um framtíðarskipan á nýtingu eigna og aðstöðu varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli nú þegar það er á förum. Varnarliðið hafi til fjölda ára verið stór vinnuveitandi á Suðurnesjum og við brottför þess sé stórt skarð höggvið varð- andi atvinnumöguleika á svæðinu. Aðstaðan á varnarsvæðinu býð- ur upp á margs konar nýtingar- möguleika, að mati atvinnumála- ráðsins. Beinir ráðið því til íslenskra stjórnvalda og þeirra sem málið varðar að innan varn- arsvæðisins verði, í samvinnu við Atlantshafsbandalagið og aðildar- þjóðir þess, unnið að uppbyggingu og starfrækslu mennta- og þjálf- unarstöðvar fyrir þjóðfélagslegar varnir og gæslu af ýmsu tagi. Nefnir ráðið í því sambandi kennslu og þjálfun vegna friðar- gæslustarfa, vegna hryðjuverka- varna, þjálfun fyrir sérsveitir vegna löggæslustarfa af ýmsu tagi, fyrir tollgæslu vegna baráttu við vopna- og fíkniefnasmygl, fyrir björgunarsveitir og landhelgis- gæslulið aðildarþjóðanna, og fleiri tengd mál. Ályktunin var sam- þykkt samhljóða. Þjálfun í þjóðfélagsleg- um vörnum á vellinum SUÐURNES Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Keflavík | „Þetta starf er að sumu leyti líkt mínu fyrra starfi en að öðru leyti afar ólíkt,“ segir Jóhanna Reynisdóttir, fyrrverandi bæjar- stjóri í Vogum og nú útibússtjóri nýs útbús KB banka í Keflavík. Útibúið var opnað í vikunni og í dag verður þar opið hús og fjölskylduhá- tíð haldin í portinu milli kl. 14 og 16. Jóhanna segir að KB banki líti til þess að Suðurnesin séu átján þús- und manna markaður sem fari vax- andi og hann ætli sér sem stærstan hlut í honum. Útibúið er til húsa á Hafnargötu 90. Er þetta gömul vél- smiðja sem notuð hefur verið sem geymsluhúsnæði undanfarin ár. Bú- ið er að endurbyggja þann hluta hússins sem KB banki leigir. Jó- hanna segir að húsnæðið sé afar hentugt enda sniðið að þeirri þjón- ustu sem KB banki er að innleiða í útibúum sínum. Hef aðgang að sérfræðingum Fimm starfsmenn eru í útibúinu en Jóhanna segir að þeir hafi að- gang að meira en tuttugu sérfræð- ingum í höfuðstöðvum bankans í Reykjavík. Þannig er unnt að bjóða alla almenna bankaþjónustu. Jóhanna Reynisdóttir var sveit- arstjóri og síðan bæjarstjóri í Vog- um samfleytt í sextán ár. Áður vann hún í Verslunarbankanum í Keflavík og Íslandsbanka, síðast sem útibús- stjóri. „Eftir að ég ákvað að hætta sem bæjarstjóri í vor hafði ég hug á því að fara í skóla. En svo gerðist þetta svona, ég sá auglýst áhugavert starf, sótti um og var ráðin,“ segir Jóhanna. Hún tók til starfa um mitt sumar og hefur síðan unnið að und- irbúningi opnunar útibúsins. Snýst um að þjóna Hún segir að bæði störfin snúist um að þjóna viðskiptavinum en meiri erill sé í bæjarstjórastarfinu og þar komi upp mörg erfið mál sem bæjarstjóri í litlu sveitarfélagi þurfi sjálfur að leysa. „Hér er ég hluti af stóru fyrirtæki og sterkri liðsheild og get kallað til sérfræðinga á öllum sviðum. Ég get því frekar einbeitt mér að því starfi sem ég er ráðin til, að afla nýrra viðskiptavina og þjóna þeim sem allra best,“ segir Jóhanna. KB banki hefur í fyrsta skipti opnað útibú á Suðurnesjum Hér er ég hluti af sterkri liðsheild Víkurfréttir/Jón Björn Ólafsson Tvær vanar Jóhanna Elín Óskarsdóttir aðstoðarútibússtjóri og Jóhanna Reynisdóttir útibússtjóri hafa báðar stjórnað bankaútibúum áður. Jóhanna Reynisdóttir fór úr bæjarstjórastarf- inu og aftur í bankann Í HNOTSKURN »KB banki opnaði útibú íKeflavík fyrr í vikunni. »Jóhanna Reynisdóttir erútibússtjóri. »Fjölskylduskemmtun er íportinu í dag og opið hús í útibúinu. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Bolungarvík | „Hér er gott mannlíf. Það fiskast líka vel en vantar fjöl- breytni í atvinnu,“ segir Anna G. Edvardsdóttir, nýkjörinn formaður stjórnar Fjórðungssambands Vest- firðinga og formaður bæjarráðs Bol- ungarvíkurkaupstaðar. Anna er fyrsta konan sem kosin er formaður stjórnar Fjórðungssambandsins. Hún segir að formennsku í Fjórð- ungssambandinu fylgi töluverð ábyrgð. Hins vegar lendi megnið af vinnunni á herðum framkvæmda- stjórans. Stjórnarmenn þurfa að mæta á fundi um allan fjórðunginn og ýta ýmsum málum af stað. Vinna á fjórðungsvísu Anna segir að Fjórðungs- sambandið sé að ná sér á strik á nýj- an leik, eftir nokkra erfiðleika. Á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar var ákveðið að leita eftir tilnefn- ingum sveitarfélaganna í starfshópa um málefni innflytjenda, um menn- ingarsamning, um svæðisskipulag og um stefnumótun í skólamálum. „Við höfum þann metnað að vinna meira á fjórðungsvísu en gert hefur verið. Það er að mínu mati aðal- hlutverk Fjórðungssambandsins að efla tengsl og samvinnu innan fjórð- ungsins,“ segir Anna. Á fjórðungsþinginu á dögunum var fjallað sérstaklega um umhverf- ismál, rætt var um sjálfbæra þróun og staðardagskrá 21. Anna segir að það vanti meiri fjölbreytni í atvinnu- lífið á Vestfjörðum. Mikill afli berist á land en fólki fjölgi ekki í fisk- vinnslu. Fæstir vilji vinna í fiski. „Við getum ekki barið höfðinu við steininn með það og verðum að líta til annarra þátta.“ Hún segir að Vestfirðingar hafi gefið það frá sér að taka þátt í kapphlaupi um stór- iðjufyrirtækin og því beinist sjónir manna annað, meðal annars að því hvernig unnt sé að nýta þessa sér- stöðu. Nýta þarf betur ferðaþjónustuna, að sögn Önnu, en einnig að auka menntun og tækniþekkingu svo unnt sé að fjölga störfum á þeim sviðum. Byrjuð að breyta Anna er Reykvíkingur í húð og hár þótt hún hafi lengi búið í Bolung- arvík. Hún segist hafa farið til Bol- ungarvíkur til þess að kenna í skól- anum á sínum tíma og náð sér þar í mann, Kristján Arnarson, og fest rætur á staðnum. Þau eiga tvo syni, þrettán og nítján ára gamla. Þau hafa farið suður til náms en ávallt snúið aftur vestur. Anna starfaði í þrettán ár sem skólastjóri Grunnskóla Bolung- arvíkur. Hún átti sæti í bæjarstjórn Bolungarvíkur á árunum 1990 til 1998, fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hún hætti þá í bæjarstjórn vegna þess að hún fór í framhaldsnám, tók meist- arapróf í stjórnun menntastofnana. Einnig segir hún að það hafi spilað inn í að eftir að sveitarfélagið tók við rekstri grunnskólans hafi henni ekki þótt rétt að gegna báðum störfunum vegna hættu á hagsmunaárekstrum. Hún reyndi aftur fyrir sér í pólitík- inni fyrir kosningarnar í vor og bauð sig nú fram fyrir eigin lista, A- listann, Afl til ábyrgðar, og náði kjöri. Anna myndaði síðan meiri- hluta um stjórnun bæjarins með fulltrúum K-lista, Bæjarmálafélags Bolungarvíkur. Voru það söguleg tíðindi því sjálfstæðismenn hafa stjórnað bænum lengi. „Við erum byrjuð að breyta hlutunum hér, meðal annars með því að færa íbúun- um sjálfum aukna ábyrgð með opn- ara stjórnkerfi. Mér finnst vera betra hljóð í fólki hér en oft áður,“ segir Anna. Auk þeirra opinberu embætta sem Anna gegnir á vegum sveit- arstjórnar og Fjórðungssambands vinnur hún að ýmsum verkefnum í lausamennsku, meðal annars fyrir Náttúrustofu Vestfjarða, þar sem hún er formaður stjórnar, og Fræðsluskrifstofu Vestfjarða. Svo er hún í doktorsnámi við Kennarahá- skóla Íslands. „Ég ræð mér sjálf. Það finnst mér gott,“ segir Anna. Gott að geta ráðið sér sjálf Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Formaður Anna G. Edvardsdóttir, formaður bæjarráðs Bolungarvíkur og Fjórðungssambands Vestfirðinga, er með mörg járn í eldinum. Anna G. Edvardsdóttir kemur víða við í félagsmálunum Í HNOTSKURN »Anna G. Edvardsdóttir erfyrsta konan sem kosin er formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. »Sambandið undirbýr auknasamvinnu innan fjórðungs- ins á ýmsum sviðum. »Auka þarf fjölbreytni at-vinnulífsins með eflingu menntunar og tækniþekk- ingar. »Áhersla er lögð á um-hverfismál og ferðaþjón- ustu í stað stóriðju. Grundarfjörður | Vaxtarsamningur Vesturlands var undirritaður á aðal- fundi Samtaka sveitarfélaga á Vest- urlandi sem haldinn var í Fjöl- brautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði á dögunum. Jón Sig- urðsson, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, undirritaði samninginn fyrir hönd ríkisvaldsins. Vaxtarsamningurinn byggist á hugmyndum um byggðaklasa, að er- lendri fyrirmynd. Kjarninn er sam- komulag sveitarfélaga, atvinnulífs, ríkis, einkaaðila og annarra aðila á viðkomandi svæði um uppbyggingu og vöxt atvinnulífs og samfélags. Í niðurstöðum skýrslu undirbún- ingshóps um vaxtarsamnings Vest- urlands kemur fram að náist þau markmið sem sett eru muni það m.a. leiða til bættra lífskjara og góðrar þjónustu, ásamt því að vaxtargreinar svæðisins munu halda áfram að þróast og styrkjast. Gengið frá vaxtar- samningi Blönduós | Afsteypa af styttu Ás- mundar Sveinssonar, Veðurspá- manninum, verður afhjúpuð á Blönduósi á næstunni. Er hún m.a. til heiðurs Grími Gíslasyni, fréttarit- ara og heiðursborgara Blönduóss. Undirbúningshópur undir forystu Þórs Jakobssonar veðurfræðings vinnur að fjáröflun fyrir verkefnið. Söfnunarreikningurinn er hjá Glitni, nr. 0515-14-611888 og kennitalan er 0510363449, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Safnað fyrir Veðurspámanni ♦♦♦ Merrild 103 Me›alrista› gæ›akaffi Fæst nú í heilbaunum! Hefur flú prófa›?E N N E M M / S ÍA / N M 2 3 4 6 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.