Morgunblaðið - 23.09.2006, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 23.09.2006, Qupperneq 30
lifun 30 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Sigrúnu Söndru Ólafsdóttur ÞEGAR bera á fram gott vín er ekki verra að eiga fallega karöflu til þess að bera guðaveig- arnar fram í. Bæði geta karöflurnar verið fal- legar ásýndar og svo eru þær þegar best tekst til hannaðar til þess að hlúa sem best að víninu og leyfa því að njóta sín til fulls. Hér getur að líta nokkrar ólíkar karöflur sem hægt er að nota við margvísleg tækifæri, hvort sem til stendur að halda formlegt matarboð með dýrindisréttum eða óformlegri samkomu þar sem vinir spjalla saman yfir góðum veigum. Þetta er í þeirri nálægð viðbæinn að vandalaust er aðsækja héðan vinnu,“ segirSölvi í upphafi samtalsins. „Við búum þess vegna meira hér heldur en í bænum,“ heldur hann áfram. Þau Magnea eiga húsnæði í bænum en eins og Sölvi segir eyða þau meiri tíma í kyrrðinni í bú- staðnum. „Við förum í bæinn svona til þvotta og innkaupa, ef svo má segja,“ segir Sölvi glettnislega. Bústaðinn reistu þau hjónin árið 1997 og hafa gert hann að sann- kölluðum sælureit og handtökin verið mörg. Enn er verið að bæta og breyta, í sumar bættist við gufubað og þau eru að spá í að stækka húsið. Í náinni framtíð von- ast þau til að fá „almennilegan“ pott með tilkomu hitaveitu. „Tengdamóðir mín á hérna stórt land og hún hefur ánafnað okkur tæpum hektara, sem er fullplant- aður og fullgróinn. Húsið hefur verið hérna síðan um 1997,“ segir Sölvi. Ræktun gróðurs var hafin á svæðinu fyrir um 25 árum og til- koma hússins er frekar óvenjuleg þar sem það er keypt af Iðnskól- anum í Reykjavík. „Við keyptum það fullbúið, þeir smíða svona hús, sem eru þá þeirra meistarastykki. Ég vissi af þessu í gegnum skóla- umhverfið og samdi við þá með löngum fyrirvara, tveggja ára eða svo.“ Sölvi og Magnea lögðu þá fram teikningu sem smíðað var eft- ir. „Það er mjög góð vinna á þessu,“ segir hann. Sölvi og Magnea eru ekkert síð- ur í húsinu yfir vetrartímann. „Það er mismunandi eftir árstíðum hvernig er að vera hérna, á vorin er þessi yndislegi fuglakliður allan sólarhringinn og náttúran öll að taka við sér, tré að laufgast og gróðurinn að taka við sér út og suður. Á sumrin er hins vegar nóg að gera hér og gott að vera úti við, það þarf að slá, klippa gróður og snyrta og huga að viðhaldi á húsi og pöllum. Á haustin þarf svo að ganga frá fyrir veturinn. Svo er mjög notalegt að vera hérna á vet- urna þegar kalt er úti og alveg sér- stakt að vera hérna í vondu veðri þegar ekki þarf að fara í bæinn daginn eftir,“ segir Sölvi. Komið hefur fyrir að þau hafi orðið inn- lyksa í snjóum. „En ekki oft, þá þarf maður að ganga hérna niður á Nesjavallaveginn og láta sækja sig Í bæinn til þvotta og innkaupa Morgunblaðið/Árni Sæberg Hlýja Þó að rigningin bylji á gluggunum er ljúft að sitja inni við arineldinn. Sölvi Sveinsson með sonardóttur sína, Herdísi Önnu Sveinsdóttur, í fanginu. Úti Þegar gott er veður er hægt að láta sér líða vel á pallinum. Í dáfallegu umhverfi í ná- grenni höfuðborgarinnar hafa hjónin Sölvi Sveins- son, skólastjóri Versl- unarskólans, og Magnea Jóhannsdóttir komið sér vel fyrir í heilsárs- sumarbústað þar sem þau eru nær öllum stund- um. Sigrún Ásmundar heimsótti þau í sveitina þar sem hlýjan umvafði allt þó að rigningin lemdi gluggana að utan. „Auðvitað dreymir okkur um að fá almennilegan heitan pott því það er sér- staklega notalegt að vera í heitum potti úti í sveit á veturna, þar sem er engin ljósmengun, og horfa á stjörnurnar, nú eða láta snjóa í andlitið á sér.“ Morgunblaðið/Eyþór Amadeus Í tilefni af 250 ára afmæli Riedel var framleidd kristalskaraflan Amadeus í höfuðið á tónskáldinu. Mirale, Grensásvegi. 22.000 kr. Lífleg Karaflan Fun frá Boda Nova og glös í stíl. Karafla 2.800 kr. glös, 4 í pk. 2.800 kr. Duka, Kringlunni. Bogadregin Sérstök karafla með leðurhaldi, sem er hönnuð þannig að vel lofti um vínið og auðvelt sé að hella í glösin. Kúnígúnd, Laugavegi 15.900 kr. Dýrindis- karöflur Litrík Massimo Lunardon-karafla og glös í stíl. Karafla 13.500 kr., glas 2.500 kr. Mirale, Grensásvegi. Æska Karafla fyrir ung vín sem þurfa að anda með tappa í stíl. Kúnígúnd, Laugavegi, 6.900 kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.