Morgunblaðið - 23.09.2006, Síða 33

Morgunblaðið - 23.09.2006, Síða 33
úr bæjarlífnu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 33 Þistilfirðingnum ErlingiSigtryggssyni verður hugsað norður: Satt er um Þingeyjarsýslurnar að sjá má þar dýrðlegt gróðurfar og öllu fegri og yndislegri eru Þistlarnir austast þar. Kristján Eiríksson skoðaði kirkju Péturs og Páls í Pétursborg, þar sem flestir keisarar Rússaveldis hvíla og vart sér í veggi fyrir helgimyndum. Kristjáni datt í hug: Mörg hér á veggjum myndin skín, málmurinn gullni og dýri en krúttlegri finnst mér kirkjan þín, Kristur, á Víðimýri. Pétur Stefánsson býr í „fremstu víglínu“ í Árbænum og orti eftir að fjöldaslagsmál brutust út að næturlagi: Eftir að hafa innbyrt lögg eins og drykkjuglanni, lét ég fljúga hnefahögg í haus á næsta manni. Og hann bætir við: Fantar margir fíflsku eiga nóga. Berja rífa bíta slá bara til að prófa. Jón Ingvar Jónsson hefur litla trú á varnarviðræðunum: Í viðræðunum visku’ og slægð er beitt en varnarliðið fór og stór er skaðinn. Við semja munum senn um ekki neitt og sjá til hvað þeir vilja fá í staðinn. VÍSNAHORN Af Péturs- borg pebl@mbl.is SÓLBRÚNT hörund nýtur enn töluverðra vinsælda og þykir jafnvel merki um hreysti þrátt fyrir að vel sé vitað hversu óhollir geislar sólar annars séu hörundi okkar. Til að mæta þessari brúnkuþrá vinna vísindamenn við Dana-Farber krabbameinsstofnunina nú að því að þróa sólarlausa brúnku og hefur þeim, að því er greint var frá á vef- miðli BBC, tekist að gefa músum sólkysst hörund. Tilraunin byggist á þróun krems sem kveikir á brúnku- framleiðni húðfrumanna. Vekur kremið, sem enn hefur ekki verið prófað á mönnum, vonir um að nota megi það til að verja þá sem hafa ljósa og viðkvæma húð gegn sólar- ljósinu. En talið er að galli í svo nefndum MC1R-frumum valdi því að viðkvæm húð tekur svo illa lit og brennur frekar, sem eykur aftur lík- ur á húðkrabbameini. Vísindamenn- irnir ítreka þó, að sögn BBC, að kremið eitt og sér verði aldrei nóg vörn gegn húðkrabbameini. heilsa Brúnka án sólar Haustið er tími veiða og á Fljótsdalshérað flykkjast menn víða af landinu í hreindýraveiði, gæs og brátt rjúpnaveiði ef að líkum lætur. Heimamenn láta heldur ekki sitt eftir liggja í veiðiskap. Sá er þó galli á gjöf Njarðar að hvergi er hægt að fá keypt skot í veiðivopnin á Héraði og hafa skyttur þurft að gera sér ferð á Reyðar- fjörð eftir slíku. Ekki að það sé langt þangað eða mönnum vorkunn að sækja yfir Fagradal eftir skothylkjum, en það getur þó valdið vandræð- um séu menn skotfæralausir utan opnunartíma veiðiverslunarinnar á Reyðarfirði. Áður keyptu veiðimenn skot sín í byggingavörudeild Kaup- félags Héraðsbúa, en eftir að hún rann saman við Húsasmiðjuna lagðist það af. Einhverjar restar úr skotfæraskáp KHB hafa verið seldar mönnum í stórvandræðum í Hraðbúð Esso á Egilsstöðum gegn undanþágu, en skápurinn sá er að verða tómur og ekkert eftir nema eitthvað sem enginn vill nota. Í Hraðbúðinni segja menn að yfirvöld séu að afgreiða leyfi fyrir skotasölu þar á bæ og eiga von á að það verði í höfn fyrir rjúpu. Þetta er enn eitt dæmið um þau skringi- legheit að í miðri þenslunni er eins og þjónusta á mörgum sviðum skreppi saman og er það verð- ugt rannsóknarefni.    Fasteignaverð á Fljótsdalshéraði heldur áfram að hækka. Var það hæst yfir allt Austur- land á fyrri helmingi ársins og segir Fasteigna- mat ríkisins 118% hækkun hafa orðið á sérbýli og 152% hækkin í fjölbýli á sl. þremur árum og yfir 200% hækkun á síðustu fimm árum. Þetta er bæði jákvætt og neikvætt fyrir heimamenn. Gamalt fólk sem vill losna við of stórar eignir og kaupa sér minna í nýbyggðu þarf sumt að borga háar upphæðir á milli og steypa sér þannig í skuldir á efri árum. Unga fólkið á sömuleiðis í erfiðleikum þar sem bankarnir hafa heldur haldið að sér höndum í lánveitingum. En fast- eignamarkaðurinn er auðvitað í blússand fjöri og ný hverfi spýtast fram eins og fyrir galdra um allar þorpagrundir, nýtt fólk flytur í bæinn og ber með sér ferska strauma. Plúsar og mín- usar eins og gengur.    Svo áfram sé haldið með Kaupfélag Héraðsbúa á verslunin á Egilsstöðum hrós skilið fyrir metnaðarfullt úrval af lífrænt ræktuðum mat- vælum, sem og aukningu á framboði umhverfis- vænnar vöru í bland við annað í versluninni. Þetta er það sem koma skal í æ ríkara mæli og vonandi að fleiri vakni til vitundar. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Berjaspretta Haustinu fylgja hrútaberin. EGILSSTAÐIR Eftir Steinunni Ásmundsdóttur blaðamann „Ég stend upp frá tölvunni, fer út, geng í 7 mínútur og þá er ég ein í náttúrunni.“ Tinna þú ert á góðum stað Fjarðabyggð er fjölbreytt samfélag þar sem höfuðáhersla er lögð á að hlúa að þeim þáttum sem tryggja raunveruleg lífsgæði. Á traustum undirstöðum er byggt upp framsækið og fjölskylduvænt samfélag þar sem allir eru mikilvægir og allir fá tækifæri. FJARÐABYGGÐ | þú ert á góðum stað fjardabyggd.is Náttúran og nálægð við hana er mikilvægur þáttur í raunverulegum lífsgæðum. Í Fjarðabyggð er líflegt og samhent samfélag rammað inn í stórbrotna fjallasali Austurlands. Þar eru óbyggðirnar innan seilingar. StöðvarfjörðurFáskrúðsfjörðurReyðarfjörðurEskifjörðurNeskaupstaðurMjóifjörður ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S F JA 3 43 20 09 /2 00 6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.