Morgunblaðið - 23.09.2006, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 23.09.2006, Qupperneq 44
44 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ✝ Kristín Bjarna-dóttir fæddist í Meiri-Tungu í Holt- um í Rangárvalla- sýslu 1. desember 1916. Hún lést á hjúkrunar- og dval- arheimilinu Lundi á Hellu, 10. september síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Bjarni Jónsson bóndi og oddviti í Meiri-Tungu, f. 19.2. 1865, d. 17.11. 1958, og Þórdís Þórð- ardóttir, húsfreyja og organisti í Meiri-Tungu, f. 20.10. 1885, d. 26.4. 1972. Kristín var fimmta í röð sjö systkina. Hin voru Þórður, f. 1908, d. 1908, Þórður bóndi og oddviti, f. 1909, d. 1980, Jón f. 1911, d. 1915, Jóna húsfreyja og bóndi, f. 1915, d. 1989, Valtýr læknir, f. 1920, d. 1983 og Sigríður Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræð- ingur (uppeldissystir), f. 1937. d. 1986. Eiginkona Valtýs Bjarnasonar er Sigríður Jóhannsdóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 1929. Börn Val- týs og Sigríðar eru: 1) Bjarni læknir, f. 1957, kvæntur Dóru Gerði Stefánsdóttur hjúkrunar- fræðingi, f . 1960. Börn þeirra eru Sigríður Ósk, Kristín Jóna, Stefán og Valtýr. 2) Jóhann læknir, f. 1959 kvæntur Camillu Fröjd hjúkrunarfræðingi, f. 1967. Börn þeirra eru: Sigríður Margaretha og Håkan. 3) Valtýr sveitarstjóri, f. 1960, kvæntur Sigrúnu Björk Bene- diktsdóttur leik- og grunnskólasérkenn- ara, f. 1961. Börn þeirra eru: Valtýr Bjarki, Kristinn Þór og Vala Rún. 4) Sig- ríður Þórdís Valtýs- dóttir læknir, f. 1966, gift Gunnari Mýrdal lækni, f. 1964. Börn þeirra eru Valdís Jóna og Gunnar Breki. Fyrir átti Sigríður dótt- urina Eddu Laufeyju Laxdal. Kristín átti alla tíð heimili sitt í Meiri-Tungu og stundaði þar bú- skap, fyrst með foreldrum sínum og síðan með systkinum sínum, Þórði og Jónu. Hún hlaut hefð- bundna skólagöngu þess tíma í farskóla hreppsins. Hún vann einnig um nokkurra ára skeið hjá Kaupfélagi Rangæinga, á Hvols- velli. Kristín aðstoðaði föður sinn og bróður við reikningshald og upp- gjör hreppsreikninga fyrir Holta- hrepp um hálfrar aldar skeið og sá um bókhald Laugalandsskóla um árabil. Einnig var hún í sókn- arnefnd Árbæjarkirkju. Hún var í stjórn kvenfélagsins Einingar í Holtum til fjölda ára, þar af for- maður þess í nokkur ár, og var heiðursfélagi síðustu árin. Útför Kristínar verður gerð frá Árbæjarkirkju í Holtum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Mín kæra mágkona Kristín Bjarnadóttir hefur kvatt okkur. Margar minningar koma upp í hug- ann eftir hálfrar aldar trygga vin- áttu. Ávallt mun ég minnast þeirrar hlýju og vinsemdar, þegar þú tókst utan um mig daginn sem við Valtýr bróðir þinn komum heim frá Banda- ríkjunum 7. júlí 1957. Þann dag bauðst þú mig velkomna í fjölskyld- una á hlaðinu í Meiri-Tungu. Öll árin sem liðin eru hefur þú ávallt verið mér og mínum börnum svo trygg og góð. Heimili ykkar hefur alltaf verið börnum mínum opið, já svo sannar- lega þeirra annað heimili og er það mikið þakkarefni. Þrátt fyrir löng og erfið veikindi hin síðustu ár sýndir þú hve sterk og ákveðin þú varst með þinni mildi. Þú fékkst tækifæri til að sjá húsin sem systkinin eru að byggja á einum fallegasta stað Meiri-Tungujarðar, á Stekkatúninu. Yfir því gladdist þú mikið, kæra Stína mín. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Að lokum vil ég þakka þér fyrir alla þína tryggð, hjálpsemi og hlýju gagnvart mér, börnunum mínum og barnabörnum. Sigríður Jóhannsdóttir Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem.) Elsku Stína, núna er komið að kveðjustund. Ótal minningar koma upp í hugann og í gegnum tárin er ekki annað hægt en að brosa. Frá fyrstu tíð hefur þú verið fastur punktur í lífi mínu. Þú varst alltaf til staðar til að hugga, gefa góð ráð, hvetja áfram, miðla af þekkingu þinni og kærleik. Það voru forrétt- indi að eiga þig sem föðursystur og þakka þér fyrir allar þær stundir sem þú gafst mér. Fyrir mína hönd og allrar fjöl- skyldunnar þökkum við starfsfólki á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi, Hellu, fyrir frábæra umönn- un og hjúkrun sem Stína fékk þann tíma sem hún dvaldist þar. Sigríður Þórdís Valtýsdóttir. Það var 17. júní 1982, ég, bræð- urnir og fleiri vinir að fara inn í Veiði- vötn, tíu manns saman. Ekkert nesti meðferðis, en við þurftum ekki að hafa áhyggjur af því. Stína og Jóna í Meiri-Tungu tóku að sér að útbúa nestið, það þurfti bara að ná í það. Þarna hitti ég þær systur í fyrsta skipti. Þegar við öll birtumst á hlaðinu komu þær labbandi með fullt kælibox af mat fyrir húshornið. Ég sá hvað það var gott samband á milli systranna Stínu og Jónu og bróður- barnanna Bjarna, Jóhanns, Valla og Siddýar. Stína var mjög heilsteypt og góð manneskja. Hún talaði aldrei illa um nokkurn mann, fólk var bara mis- skemmtilegt. Bækur voru henni mjög mikilvægar og átti hún orðið gott bókasafn. Hún var mjög vel les- in og fróð, ef það var eitthvað sem mann vantaði að vita um landafræði, ættfræði eða sögu þá var hún spurð og ekki stóð á svörum. Hún var skemmtileg og ákveðin kona sem hélt fast í skoðanir sínar. Það var alltaf gott að koma í Meiri- Tungu til Stínu. Stelpurnar mínar sóttu að fara í heimsókn þangað, fá pönnukökur og flatkökur og fara með Stínu að ná í egg út í hænsna- kofa. Hin síðari ár hafa strákarnir einnig sóst eftir að heimsækja hana. Þegar við bjuggum erlendis, þá hringdi Stína alltaf þegar einhver átti afmæli eða ef eitthvað var um að vera. Árið 1989 kom Stína í heimsókn til okkar í Svíþjóð, en hún hafði aldrei Kristín Bjarnadóttir MINNINGAR AÐ UNDANFÖRNU hefur orð- ið nokkur umræða á síðum Morg- unblaðsins um aðstöðuleysi blindra barna á Íslandi. Hefur þar verið vitnað til skýrslu sem tekin var saman að tilhlutan Mennta- málaráðuneytisins og birt var haustið 2004. Var þar lagt til að stofnuð yrði sérstök þekkingarmiðstöð blindra og sjónskertra sem yrði eins konar samhæfingarmiðstöð vegna menntunar blindra barna á Ís- landi og endurhæf- ingar þeirra sem misstu sjón á fullorð- insaldri. Það gerðist sem við óttuðumst Þegar undirbún- ingur hófst að flutn- ingi grunnskólans til sveitarfélaga voru drög að frumvarpi borin undir Ör- yrkjabandalag Íslands og fleiri hags- munaaðila. Í áliti Öryrkjabanda- lagsins er m.a. nefnd hættan á að- stöðumun sem geti skapast milli sveitarfélaga vegna misjafnrar getu þeirra til þess að veita fötl- uðum börnum viðunandi þjónustu. Að mörgu leyti hefur þetta gengið eftir. Þótt flestir viðurkenni kosti þess að fötluð börn sæki almenna skóla hefur víða farið svo að að- staða í skólunum er algerlega ófullnægjandi og einangrun fatl- aðra barna hefur ekki verið rofin. Mörg þeirra upplifa sig sem ut- angarðsfólk í skólunum, sum þeirra hitta sjaldnar önnur börn úr sömu hópum. Þá hefur sérþjónusta við heyrnarskerta beðið afhroð og þjónusta við blind börn verið lögð í rúst. Öryrkjabandalagið benti á það á sínum tíma að þjónusta við fötluð börn yrði að mörgu leyti að vera miðlæg. Það á ekki síst við um fá- menna hópa eins og blinda og heyrnarlausa. Ég nefni þessa hópa í sömu setningunni vegna þess að þeir eru fámennir en ekki vegna þess að þeir eigi svo mikið sameig- inlegt. Raunar eru það fáir hópar fatlaðra sem eiga jafnlítið sameig- inlegt og blindir og heyrnarlausir. Öflug þekkingarmiðstöð – virðing fyrir blindu fólki Í starfshópnum um bætt að- gengi blindra og sjónskertra að menntakerfinu urðu menn sammála um megintillögurnar. Eft- ir að mennta- málaráðherra tók við skýrslunni hefur í raun sáralítið gerst og ég óttast að embætt- ismenn ráðuneytanna hafi orðið þar einna mestur þrándur í götu. Til þess að hægt sé að byggja upp þekkingarmiðstöð blindra og sjónskertra verður að koma á samráði þeirra þriggja ráðuneyta, sem fjalla aðallega um þennan málaflokk og ríkið verður að axla þá ábyrgð sem það ber samkvæmt grunnskólalögum á menntun í þessu landi. Þær hugmyndir komu fram í áð- urnefndum starfshópi að rétt væri að sameina Sjónstöð Íslands og Blindrabókasafn Íslands. Auk þess yrði ráðið að stofnuninni fólk með sérþekkingu á uppeldis- og menntamálum. Því miður fékkst þessi hugmynd ekki samþykkt, einkum vegna andstöðu Blindra- bókasafnsins sem talið var að væri hæfileg rekstrareining. Með sam- einingu þessara tveggja stofnana og viðbótarfólki hefði hins vegar fengist ákjósanlegur vettvangur sérhæfðs starfsfólks sem hefði get- að veitt ýmiss konar þjónustu á þeim sviðum sem tengjast mennt- un og endurhæfingu við blinda. Má þar nefna gerð og hönnun náms- efnis, námskeið fyrir kennara blindra og sjónskertra barna, nám- skeiðshald fyrir blind og sjónskert börn, kennslu í notkun hjálp- artækja og blindraleturs, rann- sóknir á framþróun á sviði ýmissa málefna o.s.frv. Enn er þó ekki of seint að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd og er henni hér með komið á framfæri að nýju. Í grunnreglum Sameinuðu þjóðanna, sem staðfestar voru á allsherj- arþingi þeirra árið 1993, er lögð áhersla á að þekking fatlaðra sé nýtt innan stofnana sem annast málefni þeirra. Ekki er vitað til þess að á Blindrabókasafni Íslands starfi nú neinn blindur ein- staklingur eða að þar sé um ein- hverja sérþekkingu á framsetningu námsbóka eða sérþekkingu á blindraletri að ræða. Á Sjónstöð Íslands vinnur einn sjónskertur einstaklingur, en end- urhæfing eða skyld þjónusta er ekki í hans verkahring. Forðumst slysin, horfum til framtíðar Síðastliðið vor tókst með harð- fylgi að hrinda þeirri aðför að mál- efnum blindra sem sameining Sjónstöðvar og Heyrnar- og tal- meinastöðvar hefði orðið og ber að þakka Siv Friðleifsdóttur að hún skyldi höggva á þann hnút. Ráð- herrar mennta-, heilbrigðis- og fé- lagsmála þurfa nú að skipa nefnd hátt settra embættismanna til þess að ganga frá stofnun þekking- armiðstöðvar og eiga náið sam- band við Blindrafélagið um þau mál. Stefnt verði að því að frum- varp um slíka stöð verði lagt fram á Alþingi eftir áramót. Tími er enn til stefnu ef vilji er fyrir hendi. Um daginn komu til mín for- eldrar blinds barns og spurðu hvort ég héldi að þau þyrftu að flýja land til þess að sonur þeirra fengi eðlilega menntun hér á landi. Ég kvaðst vona að svo yrði ekki, en rétt væri að spyrjast fyrir um það hjá borgaryfirvöldum og stjórnendum menntamála hversu mörg blind eða sjónskert börn væru væntanleg í grunnskóla Reykjavíkur á næstu 5 árum og hvaða ráðstafanir yrðu gerðar til þess að veita þeim lögbundna þjónustu. Hins sama mætti spyrja fulltrúa annarra sveitarfélaga. Til þess að koma í veg fyrir glundroða og ólestur hér á landi er stofnun þekkingarmiðstöðvar eina ráðið sem fært er. Til þess þarf að koma pólitískur vilji og hugrekki áður nefndra ráðherra og samstarf við Blindrafélagið. Stofnun þekkingarmið- stöðvar verði gjöf Alþingis Arnþór Helgason fjallar um aðstöðuleysi blindra á Íslandi og nauðsyn á stofnun þekkingarmiðstöðvar » Til þess aðkoma í veg fyrir glundroða og ólestur hér á landi er stofnun þekkingarmið- stöðvar eina ráð- ið sem fært er. Arnþór Helgason Höfundur átti sæti í samráðshópi um bætt aðgengi blindra og sjónskertra að menntun. Í GREIN minni í Morg- unblaðinu nýverið vakti ég athygli á þeim mikla loftslagsvanda sem steðjar að mannkyn- inu. Nú langar mig að nefna nokkur þeirra úrræða sem grípa þarf til til þess að leysa þann vanda sem við er að etja. Fyrsta skrefið er auðvitað að viðurkenna og greina loftslagsbreyting- arnar eins og þær blasa við okkur Ís- lendingum. Þetta hef- ur nú þegar verið gert að miklu leyti og niðurstöður verið birtar. Annað skrefið, sem er mjög mikilvægt, er að gerð verði sér- stök viðbragðsáætlun við loftslags- breytingum fyrir Ísland. Að gerð slíkrar áætlunar eiga að koma margir aðilar eins og stjórnvöld, Almannavarnir, Veðurstofan, Rauði krossinn, umhverfissamtök, vísindasamfélagið, Þjóðkirkjan og fleiri. Í þessari áætlun verður að koma fram hvernig bregðast á við hækkun sjávarborðs, bráðnun jökla, mögulegum breytingum á lífríki o.s.frv. Alþjóða Rauði krossinn hefur nú þegar lagt drög að slíkri áætlun fyrir veröldina í heild (sjá www.climate- centre.org). Í þriðja lagi þarf að setja upp sérstakan sjóð, loftslagssjóð, til þess að fé sé til stað- ar til þess að bregð- ast við þeim breyt- ingum sem gætu orðið og fyrirsjáanlegar eru. Vinna þarf í sam- vinnu við banka og tryggingarfélög að því hvernig eigi að tryggja framtíðarfjár- streymi sjóðsins og tryggja áfram- haldandi virkni fjármálakerfisins ef til náttúruhamfara kemur. Í fjórða lagi þarf að setja laga- ramma, lög um viðbrögð við lofts- lagsbreytingum, er undirbúi regluverk utan um þau viðbrögð sem íslenskt samfélag ætlar að grípa til verði miklar loftslags- breytingar við Ísland. Í fimmta lagi þurfa allir Íslend- ingar að setjast niður og kynna sér þessi mál. Við þurfum að breyta hugarfari okkar, gerast umhverfisvæn og ástunda vist- vernd í verki. Þeim sem vilja fá meiri upplýsingar um hvernig er hægt að lifa á vistvænni hátt og sporna gegn loftslagsbreytingum er bent á vefsíðuna www.land- vernd.is. Lausnir í loftslagsmálum Ingibjörg Elsa Björnsdóttir fjallar um loftslagsbreytingar og úrræði sem grípa þarf til til þess að leysa þann vanda » Við þurfum aðbreyta hugarfari okkar, gerast umhverf- isvæn og ástunda vist- vernd í verki. Ingibjörg Elsa Björnsdóttir Höfundur situr í stjórn Landverndar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.