Morgunblaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 55 menning Nútíminn er trunta með tóm-an grautarhaus, segir í„Nútímanum“ sem Þursa- flokkurinn þrumaði yfir landslýð seint á áttunda áratugnum. Lagið var auðvitað að finna á vínylplötu enda allt annað óþekkt nema seg- ulbönd á kassettum sem aðallega voru spilaðar í bílum.    Á síðustu 15 árum hef ég þrisvarsinnum skipt um húsnæði og í öll skiptin hafa fjórir eða fimm pappakassar troðfullir af vín- ylplötum fylgt með í flutningum. Alltaf var samviskulega tekið upp úr kössunum og plötunum komið fyrir snyrtilega í geymsluhillum. Samviskubit og söknuður vakna síðan þegar farið er að glugga á kili. Þetta er fjársjóður mikill í mín- um huga en tæknin er mér horfin. Ég hef ekki átt plötuspilara allan þennan tíma, hann hefur ekki þótt passa inn í íturhannaðar stáss- stofur.    Sinnuleysi er um að kenna að éghafi ekki flutt alla þessa gæða- tónlist af vínylnum yfir á geisla- diska, en til eru nokkur fyrirtæki sem veita þá þjónustu. Tæknifróðir menn segja að þessi lausn sé heldur ekki endanleg því afritað efni á geisladiskum geymist illa ólíkt því sem á við um framleidda geisla- diska. Margir kannast við að hafa brennt tónlist á geisladisk í tölv- unni sinni og að nokkrum mán- uðum liðnum er diskurinn af ein- hverjum völdum ef til vill ónýtur. Fyrirtækið Sena er stærsti eig- andi höfundarréttar á tónlist hér- lendis, tónlist sem að mestu leyti er geymd á litlum og stórum vín- ylplötum. Eiður Arnarson er út- gáfustjóri íslenskrar tónlistar hjá fyrirtækinu. Hann segir að Sena hafi gefið út nálægt 1.000 titla á geisladiskum. Til samanburðar á fyrirtækið útgáfurétt á líklega 2.000–3.000 titlum sem ennþá eru á vínylplötum. Ekki á allt þetta efni erindi inn á markaðinn þótt það hljóti að teljast huglægt hvað eigi erindi þangað og hvað ekki. Að mestu leyti er þetta dægurtónlist frá útgáfum eins og HSH (Hljóð- færaverslun Sigríðar Helgadóttur), SG og Fálkanum, Tónaútgáfunni, hluta af útgáfu Grammsins, Stein- um og Spori, Skífunni og að end- ingu Senu. Ekki eru þetta þó allt LP-plötur. Þær fyrstu þeirrar teg- undar komu ekki út á Íslandi fyrr en eftir 1960 og öll útgáfusagan fram að því var 2ja og 4ra laga plöt- ur. Sena á heillegt safn af seg- ulböndum með þessari tónlist, svo- nefndum masterum, en sumt er á plötum einungis.    Sena hefur á síðustu árum gefiðút talsvert af efni af gömlum vínylplötum á geisladiskum. Í fyrra byrjaði serían Svona var …, allt frá árinu 1952 og upp að árinu 1966. Tólf til átján vinsælustu lög hvers árs eru á hverjum diski og ætlunin er að halda áfram til ársins 1980 og enn lengra þegar fram líða stundir. Eiður segir að meira en þriðjungur laganna hafi komið út í fyrsta sinn á geisladiski. Önnur útgáfa kallast Óskalögin, það er tveggja diska útgáfa með 40 vinsælum lögum allt frá árinu 1950 til okkar tíma. Út eru komnar tíu tveggja diska útgáfur sem inni- halda samtals 400 lög. Allt er þetta efni með íslenskum flytjendum og sungið að langmestu leyti á ís- lensku. Sena lítur á það sem hlutverk sitt sem handhafa útgáfuréttarins að sinna endurútgáfunni, jafnvel þótt ekki sé alltaf eftir miklu að slægjast í fjárhagslegu tilliti. En þarna er verið að fást við dægurtónlistararf þjóðarinnar, sem ólíkt djass- plötusafninu mínu uppi í hillu er að endurfæðast í öðrum miðli sem fer mun betur við heildstæða hönnun og yfirbragð nútímaheimilisins. Bjargráð í horfinni tækni » Fyrirtækið Sena áútgáfurétt á líklega 2.000–3.000 titlum á plötum. Ekki á það samt allt erindi inn á markaðinn. Morgunblaðið/Sverrir Vínyll Margir eiga stafla af vínyl- plötum, sem eru vitnisburður um horfna tækni. gugu@mbl.is AF LISTUM Guðjón Guðmundsson Kári Fanndal Guðbrandsson, Sigrún Sigurpálsdóttir, lögg. fasteignasali. ● Vilt þú hafa heimilið og gæðingana á sama stað, geta lagt á og reið- stígar og reiðvegir liggja til allra átta? ● Vilt þú hafa heimilið og vinnustofuna á sama stað og nóg rými fyrir hug og hönd? ● Vilt þú ala upp börnin við frjálsræði sveitalífsins en njóta jafnframt allr- ar þjónustu, t.d. skóla, heilsugæslu, íþrótta og menningar, til jafns við þéttbýlið? ● Vilt þú komast úr skarkala borgarlífsins og njóta seinnihluta æviskeiðs- ins við t.d. fuglaskoðun, renna fyrir fiski eða stunda golf? Allt þetta og mikið meira til er hægt að gera í Tjarnabyggð sem er búgarðabyggð 4 km frá Selfossi í átt að Eyrabakka. Búgarðabyggðin er nýjung í íslensku skipulagi sem tryggir þér heimild til húsdýrahalds, ræktunar og til léttrar atvinnustarfsemi. Lóðirnar eru eign- arlóðir, ca 1,0 - 6,0 ha að stærð. Það má byggja einbýlishús, hesthús, reiðskemmu, listagallerí, gistiheimili eða hvað annað sem þér dettur í hug, allt að samtals 1.500 fm. Hitaveita. Verð frá 4,6 millj. Seljandi lánar allt að 80%. Ath. gatnagerðargjöld eru innifalin í verði. Fasteignasalan Garður • Skipholti 5 • Símar 562 1200 og 862 3311 SÖLUSÝNING laugardag og sunnudag kl. 13-17 NÝTT Á ÍSLANDI! Búgarðabyggð! – TJARNABYGGÐ Í ÁRBORG – Búgarður - Listamannahús - Garðyrkja Hver er draumurinn? Sölufólk hjá Fasteignasölunni Garði ásamt landeigendum verða á staðn- um og veita allar nánari upplýsingar um lóðirnar. Einnig má fá upplýsingar í símum 562 1200 og 862 3311 eða senda tölvupóst á gard@centrum.is Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÉG STEND hér og horfi á sjötíu manna karlakór koma sér fyrir á æf- ingu,“ svarar Björgvin Halldórsson, þegar blaðamaður hringir um kvöld- matarleytið í gær til að fregna af undirbúningi tónleika hans með Sin- fóníuhljómsveit Íslands í Laug- ardalshöll um helgina. Auglýstir voru einir tónleikar kl. 20 í kvöld; Alkan í Straumsvík keypti svo heila tónleika í viðbót í tilefni af afmæli fyrirtæk- isins, en þeir tónleikar verða kl. 17 í dag. Á þá býður Alcan hátt í 2000 Hafnfirðingum. En einir opinberir tónleikar voru ekki nóg, og ákveðið var að efna til þriðju tónleikanna, en þeir verða annað kvöld kl. 20. Að sögn Ísleifs Þórhallssonar tónleika- haldara er þetta örugglega met- aðsókn á tónleika íslensks lista- manns. „Það eru ekki nema stærstu útlendu hljómsveitirnar sem eru að selja svona vel. Við erum með þrjú þúsund miða á hverja tónleika, og núna (föstudagskvöld) eru bara inn- an við 200 miðar eftir á sunnudags- tónleikana. Þeir listamenn sem draga slíkan fjölda að hér, eru telj- andi á fingrum annarar handar.“ Um 140 manns eru á sviðinu þegar mest er, Karlakórinn Fóstbræður auk hljómsveitarinnar, Björgvins og gesta hans. „Þetta er allt að smella saman,“ sagði Björgvin, „og er mjög gaman. Ég er líka afar þakklátur fyr- ir það hvað móttökur almennings hafa verið æðislegar.“ Björgvin kveðst afar ánægður með alla framkvæmd tónleikanna; búið er að stækka sviðið og Björn Björnsson leikmyndahönnuður sér um alla sviðsumgjörð. „Hljómsveitin er æði, og kórinn líka, og hljómsveitarstjór- inn Bernharður Wilkinson hefur þetta alveg í hendi sér. Jóhann Bjarni, ljósamaður óperunnar og Freyr í Exton sjá um lýsinguna, Ingvar Jónsson og Gunnar Smári sjá um hljóðið út í salinn; – ég er æð- islega heppinn að vera með landsliðið í hverju einasta horni, það skiptir öllu máli. Ég er heppinn að hafa svona gott fólk sem nennir að vinna með mér. Þetta er frábært!“ sagði Björgvin Halldórsson að lokum. Tónlist | Nær uppselt á þrenna tónleika Björgvins Halldórssonar Metaðsókn á tón- leika íslensks lista- manns hér á landi Morgunblaðið/Jim Smart Vinsæll Björgvin Halldórsson syngur fyrir hátt í tíu þúsund manns um helgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.