Morgunblaðið - 23.09.2006, Page 55

Morgunblaðið - 23.09.2006, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 55 menning Nútíminn er trunta með tóm-an grautarhaus, segir í„Nútímanum“ sem Þursa- flokkurinn þrumaði yfir landslýð seint á áttunda áratugnum. Lagið var auðvitað að finna á vínylplötu enda allt annað óþekkt nema seg- ulbönd á kassettum sem aðallega voru spilaðar í bílum.    Á síðustu 15 árum hef ég þrisvarsinnum skipt um húsnæði og í öll skiptin hafa fjórir eða fimm pappakassar troðfullir af vín- ylplötum fylgt með í flutningum. Alltaf var samviskulega tekið upp úr kössunum og plötunum komið fyrir snyrtilega í geymsluhillum. Samviskubit og söknuður vakna síðan þegar farið er að glugga á kili. Þetta er fjársjóður mikill í mín- um huga en tæknin er mér horfin. Ég hef ekki átt plötuspilara allan þennan tíma, hann hefur ekki þótt passa inn í íturhannaðar stáss- stofur.    Sinnuleysi er um að kenna að éghafi ekki flutt alla þessa gæða- tónlist af vínylnum yfir á geisla- diska, en til eru nokkur fyrirtæki sem veita þá þjónustu. Tæknifróðir menn segja að þessi lausn sé heldur ekki endanleg því afritað efni á geisladiskum geymist illa ólíkt því sem á við um framleidda geisla- diska. Margir kannast við að hafa brennt tónlist á geisladisk í tölv- unni sinni og að nokkrum mán- uðum liðnum er diskurinn af ein- hverjum völdum ef til vill ónýtur. Fyrirtækið Sena er stærsti eig- andi höfundarréttar á tónlist hér- lendis, tónlist sem að mestu leyti er geymd á litlum og stórum vín- ylplötum. Eiður Arnarson er út- gáfustjóri íslenskrar tónlistar hjá fyrirtækinu. Hann segir að Sena hafi gefið út nálægt 1.000 titla á geisladiskum. Til samanburðar á fyrirtækið útgáfurétt á líklega 2.000–3.000 titlum sem ennþá eru á vínylplötum. Ekki á allt þetta efni erindi inn á markaðinn þótt það hljóti að teljast huglægt hvað eigi erindi þangað og hvað ekki. Að mestu leyti er þetta dægurtónlist frá útgáfum eins og HSH (Hljóð- færaverslun Sigríðar Helgadóttur), SG og Fálkanum, Tónaútgáfunni, hluta af útgáfu Grammsins, Stein- um og Spori, Skífunni og að end- ingu Senu. Ekki eru þetta þó allt LP-plötur. Þær fyrstu þeirrar teg- undar komu ekki út á Íslandi fyrr en eftir 1960 og öll útgáfusagan fram að því var 2ja og 4ra laga plöt- ur. Sena á heillegt safn af seg- ulböndum með þessari tónlist, svo- nefndum masterum, en sumt er á plötum einungis.    Sena hefur á síðustu árum gefiðút talsvert af efni af gömlum vínylplötum á geisladiskum. Í fyrra byrjaði serían Svona var …, allt frá árinu 1952 og upp að árinu 1966. Tólf til átján vinsælustu lög hvers árs eru á hverjum diski og ætlunin er að halda áfram til ársins 1980 og enn lengra þegar fram líða stundir. Eiður segir að meira en þriðjungur laganna hafi komið út í fyrsta sinn á geisladiski. Önnur útgáfa kallast Óskalögin, það er tveggja diska útgáfa með 40 vinsælum lögum allt frá árinu 1950 til okkar tíma. Út eru komnar tíu tveggja diska útgáfur sem inni- halda samtals 400 lög. Allt er þetta efni með íslenskum flytjendum og sungið að langmestu leyti á ís- lensku. Sena lítur á það sem hlutverk sitt sem handhafa útgáfuréttarins að sinna endurútgáfunni, jafnvel þótt ekki sé alltaf eftir miklu að slægjast í fjárhagslegu tilliti. En þarna er verið að fást við dægurtónlistararf þjóðarinnar, sem ólíkt djass- plötusafninu mínu uppi í hillu er að endurfæðast í öðrum miðli sem fer mun betur við heildstæða hönnun og yfirbragð nútímaheimilisins. Bjargráð í horfinni tækni » Fyrirtækið Sena áútgáfurétt á líklega 2.000–3.000 titlum á plötum. Ekki á það samt allt erindi inn á markaðinn. Morgunblaðið/Sverrir Vínyll Margir eiga stafla af vínyl- plötum, sem eru vitnisburður um horfna tækni. gugu@mbl.is AF LISTUM Guðjón Guðmundsson Kári Fanndal Guðbrandsson, Sigrún Sigurpálsdóttir, lögg. fasteignasali. ● Vilt þú hafa heimilið og gæðingana á sama stað, geta lagt á og reið- stígar og reiðvegir liggja til allra átta? ● Vilt þú hafa heimilið og vinnustofuna á sama stað og nóg rými fyrir hug og hönd? ● Vilt þú ala upp börnin við frjálsræði sveitalífsins en njóta jafnframt allr- ar þjónustu, t.d. skóla, heilsugæslu, íþrótta og menningar, til jafns við þéttbýlið? ● Vilt þú komast úr skarkala borgarlífsins og njóta seinnihluta æviskeiðs- ins við t.d. fuglaskoðun, renna fyrir fiski eða stunda golf? Allt þetta og mikið meira til er hægt að gera í Tjarnabyggð sem er búgarðabyggð 4 km frá Selfossi í átt að Eyrabakka. Búgarðabyggðin er nýjung í íslensku skipulagi sem tryggir þér heimild til húsdýrahalds, ræktunar og til léttrar atvinnustarfsemi. Lóðirnar eru eign- arlóðir, ca 1,0 - 6,0 ha að stærð. Það má byggja einbýlishús, hesthús, reiðskemmu, listagallerí, gistiheimili eða hvað annað sem þér dettur í hug, allt að samtals 1.500 fm. Hitaveita. Verð frá 4,6 millj. Seljandi lánar allt að 80%. Ath. gatnagerðargjöld eru innifalin í verði. Fasteignasalan Garður • Skipholti 5 • Símar 562 1200 og 862 3311 SÖLUSÝNING laugardag og sunnudag kl. 13-17 NÝTT Á ÍSLANDI! Búgarðabyggð! – TJARNABYGGÐ Í ÁRBORG – Búgarður - Listamannahús - Garðyrkja Hver er draumurinn? Sölufólk hjá Fasteignasölunni Garði ásamt landeigendum verða á staðn- um og veita allar nánari upplýsingar um lóðirnar. Einnig má fá upplýsingar í símum 562 1200 og 862 3311 eða senda tölvupóst á gard@centrum.is Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÉG STEND hér og horfi á sjötíu manna karlakór koma sér fyrir á æf- ingu,“ svarar Björgvin Halldórsson, þegar blaðamaður hringir um kvöld- matarleytið í gær til að fregna af undirbúningi tónleika hans með Sin- fóníuhljómsveit Íslands í Laug- ardalshöll um helgina. Auglýstir voru einir tónleikar kl. 20 í kvöld; Alkan í Straumsvík keypti svo heila tónleika í viðbót í tilefni af afmæli fyrirtæk- isins, en þeir tónleikar verða kl. 17 í dag. Á þá býður Alcan hátt í 2000 Hafnfirðingum. En einir opinberir tónleikar voru ekki nóg, og ákveðið var að efna til þriðju tónleikanna, en þeir verða annað kvöld kl. 20. Að sögn Ísleifs Þórhallssonar tónleika- haldara er þetta örugglega met- aðsókn á tónleika íslensks lista- manns. „Það eru ekki nema stærstu útlendu hljómsveitirnar sem eru að selja svona vel. Við erum með þrjú þúsund miða á hverja tónleika, og núna (föstudagskvöld) eru bara inn- an við 200 miðar eftir á sunnudags- tónleikana. Þeir listamenn sem draga slíkan fjölda að hér, eru telj- andi á fingrum annarar handar.“ Um 140 manns eru á sviðinu þegar mest er, Karlakórinn Fóstbræður auk hljómsveitarinnar, Björgvins og gesta hans. „Þetta er allt að smella saman,“ sagði Björgvin, „og er mjög gaman. Ég er líka afar þakklátur fyr- ir það hvað móttökur almennings hafa verið æðislegar.“ Björgvin kveðst afar ánægður með alla framkvæmd tónleikanna; búið er að stækka sviðið og Björn Björnsson leikmyndahönnuður sér um alla sviðsumgjörð. „Hljómsveitin er æði, og kórinn líka, og hljómsveitarstjór- inn Bernharður Wilkinson hefur þetta alveg í hendi sér. Jóhann Bjarni, ljósamaður óperunnar og Freyr í Exton sjá um lýsinguna, Ingvar Jónsson og Gunnar Smári sjá um hljóðið út í salinn; – ég er æð- islega heppinn að vera með landsliðið í hverju einasta horni, það skiptir öllu máli. Ég er heppinn að hafa svona gott fólk sem nennir að vinna með mér. Þetta er frábært!“ sagði Björgvin Halldórsson að lokum. Tónlist | Nær uppselt á þrenna tónleika Björgvins Halldórssonar Metaðsókn á tón- leika íslensks lista- manns hér á landi Morgunblaðið/Jim Smart Vinsæll Björgvin Halldórsson syngur fyrir hátt í tíu þúsund manns um helgina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.