Morgunblaðið - 23.09.2006, Page 56

Morgunblaðið - 23.09.2006, Page 56
56 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning HILDUR Bjarnadóttir myndlist- arkona og Guðrún Lilja Gunnlaugs- dóttir hönnuður eru handhafar Sjónlistarorðunnar 2006, hvor í sínu fagi. Þetta var tilkynnt við hátíðlega athöfn sem fram fór í Samkomuhús- inu á Akureyri í gærkvöldi. Orðuna hlýtur Hildur fyrir yfirlitssýninguna Unraveled í Boise listasafninu í Idaho í Bandaríkjunum; Guðrún Lilja hlýtur orðuna fyrir húsgögn í framleiðslulínunum Inner Beauty og Flatpack „antiques“. Í umsögn dómnefndar Sjónlistar 2006 um sýningu Hildar segir m.a. að listakonan taki málverkið sér- staklega fyrir og leiki sér að því að afbyggja hugmyndir okkar um gildi þess með því bókstaflega að rekja upp málverkastriga og hekla nýjan úr þráðunum. Þá segir að Hildur setji spurningarmerki við réttmæti aðgreiningarinnar á milli hálistar og láglistar með því að taka hannyrð- irnar með sér inn í heim myndlist- arinnar. Hildur er fædd í Reykjavík árið 1969. Hún stundaði myndlistarnám við textíldeild Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands og framhaldsnám við Pratt Institute í New York. Frá árinu 1998 hefur Hildur haldið fjölda einkasýninga á Íslandi og í Bandaríkjunum, auk þess að hafa tekið þátt í á annan tug samsýninga víða um veröld. Fegurð og frumleiki Í greinargerð dómnefndar um húsgögn Guðrúnar Lilju segir m.a. að fegurð, frumleiki og áræði ein- kenni hönnun hennar. Heild- arsvipur Inner beauty-línunnar er sagður ljóðrænn og staðhæft að þar kveði við nýjan tón í útliti norrænna húsgagna. Flatpack „antiques“- línan er sögð rómantísk, samtímis því sem nútímaþarfir eru uppfylltar. Guðrún er fædd á Húsavík árið 1968. Hún á að baki nám í hús- gagnasmíði og leikhúsförðun. Hún stundaði myndlistarnám í Myndlist- arskólanum á Akureyri frá 2000- 2002. og lauk þriggja ára hönn- unarnámi í Design Academy Eindhoven í Hollandi árið 2005. Hún hefur rekið hönnunarstúd- íóið Studiobility frá árinu 2005 ásamt eiginmanni sínum, kennt við Listaháskóla Íslands, unnið við margvísleg hönnunarverkefni og tekið þátt í fjölmörgum sýningum víða um heim á undanförnum árum. Viðurkenning fyrir æviframlag Myndlistamaðurinn Magnús Páls- son hlaut heiðursorðu Sjónlistar fyr- ir einstakt æviframlag til mynd- listar. „Hann aðhyllist óhefta listsköpun og fer sínar eigin leiðir en er jafn- framt óhræddur við að taka við hug- myndum frá umhverfinu. Hann hef- ur rekið samvinnustofur listamanna og haft mótandi áhrif á myndlist- arkennslu, tekið þátt í alþjóðlegum stórsýningum og barist fyrir hags- munum íslenskra myndlistarmanna. Myndlistin hefur haldið honum ung- um, hann er alltaf virkur, síbreyti- legur og leitandi,“ var meðal þess sem kom fram í kynningu um Magnús við afhendingu orðunnar í gærkvöldi. Magnús Pálsson fæddist á Eski- firði árið 1929. Árið 1949 hélt hann til myndlistarnáms í Birmingham í Englandi. Hann sneri heim árið 1953 og nam við Handíða- og mynd- listaskólann í Reykjavík í eitt ár. Þaðan fór hann til Vínarborgar þar sem hann stundaði nám við Aca- demie für Angewandte Kunst í eitt ár. Magnús hefur haldið aragrúa einkasýninga og tekið þátt í á fjórða tug samsýninga um allan heim. Hann hefur starfað sem myndlista- kennari hér heima og erlendis auk þess að hafa sett á fót og rekið vinnustofur hér á landi, í Danmörku og Svíþjóð. Auk þess að vera mynd- listamaður hefur Magnús samið nokkur leik- og bókverk. Sjónlist | Verðlaunahafar Sjónlistar 2006 kunngerðir í gær við hátíðlega athöfn á Akureyri Sjónlistarorðan til Hildar og Guðrúnar Lilju Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Á sviði Ásdís Sif Gunnarsdóttir tróð upp ásamt Ragnari Kjartanssyni í Samkomuhúsinu á Akureyri. Mikið var um framúrstefnuleg listatriði á athöfninni sem send var út beint hjá Ríkissjónvarpinu. Heiðursorða veitt Magnúsi Pálssyni Fremst Hildur Bjarnadóttir, Magnús Pálsson og Guðrún L. Gunnlaugsdóttir. ALÞJÓÐLEG kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF) hélt blaðamannafund í gær í húsa- kynnum Tjarnarbíós af því tilefni að hátíðin hefur fest kaup á, og komið þar upp, mjög full- kominni 35 mm kvikmyndasýningarvél. Vélin sem er gríðarstór og af nýjustu gerð er fram- leidd af þýsku verksmiðjunni Kinoton sem er leiðandi á sviði sýningarvéla og hlaut verk- smiðjan m.a. Óskarsverðlaunin fyrir tækninýj- ungar. Að sögn forsvarsmanna hátíðarinnar kostaði vélin með uppsetningu um 4 milljónir króna en við fjármögnunina naut hátíðin að- stoðar fjársterks aðila, hvers nafn er ekki gefið upp. Kvikmyndasýningar árið um kring Á blaðamannafundinum kom fram að með sýningarvélinni opnaðist nú í fyrsta sinn í langan tíma á Íslandi sá möguleiki að halda úti kvikmyndasýningum utan hinna hefðbundnu kvikmyndahúsa, árið um kring. Áhersla verður lögð á að sýna kvikmyndir sjálfstæðra fram- leiðenda, kvikmyndir frá heimshlutum sem ógjarnan rata inn í íslensk kvikmyndahús og þar með gera Tjarnarbíó að miðstöð framsæk- innar kvikmyndalistar á Íslandi þar sem ár- lega yrði haldin Alþjóðleg kvikmyndahátíð eins og nú er haldin í þriðja sinn. Fyrsta sýning Stjórnendur Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar segja að vonir þeirra um framtíðarstað í Tjarn- arbíói, byggi á því að húsið sem er á margan hátt komið til ára sinna, verði tekið í gegn og endurnýjað. Yrði sú framkvæmd væntanlega gerð í samstarfi við Sjálfstæðu leikhúsin en til- lögur hafa þegar verið unnar um breytingar á húsnæðinu sem gera ráð fyrir að salurinn nýt- ist hvoru tveggja, kvikmynda- og leiksýn- ingum. Fyrsta sýningin á nýju sýningarvélinni verð- ur sjálf opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar sem hefst fimmtudaginn 28. september. Það er kvikmyndin The Queen í leikstjórn Stephen Frears með Helen Mirren í aðalhlutverki. Opnunarsýningin verður kl. 18 en sýning fyrir almenna gesti verður kl. 20. Kvikmyndir | 4 milljóna króna sýningarvél tekin til notkunar Tjarnarbíó verður miðstöð framsækinnar kvikmyndalistar Morgunblaðið/Ásdís www.filmfest.is KVIKMYNDIN Börn eftir Ragnar Braga- son og Vesturport verður framlag Íslands í forval til Óskarsverðlaunanna 2007. Kosning meðal meðlima Íslensku kvik- mynda- og sjónvarpsakademíunnar fór fram síðastliðinn miðvikudag en valið stóð á milli Barna og Blóðbanda Árna Óla Ás- geirssonar. Óskarsverðlaunin verða afhent í Los Angeles þann 25. febrúar næstkomandi og tilnefningar verða opinberaðar þann 23. janúar. Tvisvar sinnum hafa íslenskar kvik- myndir verið tilnefndar til þessara stærstu verðlauna kvikmyndaiðnaðarins. Í fyrra var stuttmynd Rúnars Rúnarssonar, „Síð- asti bærinn“, tilnefnd sem besta leikna stuttmyndin og árið 1992 var kvikmyndin Börn náttúrunnar í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar tilnefnd sem besta er- lenda myndin. Það kemur svo í ljós í lok janúar hvort Börn feta í fótspor kollega sinna í nátt- úrunni og hljóta tilnefningu til verð- launanna eftirsóttu. Kvikmyndir | Forval til Óskarsverðlaunanna Börn Gísli Örn Garðarsson í hlutverki sínu sem handrukkarinn Garðar. Börn í fótspor Barna náttúr- unnar?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.