Morgunblaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HÖRÐ gagnrýni kom fram á Landsvirkjun þess efnis að undirbúningsvinna vegna Kára- hnjúkavirkjunar hafi ekki verið söm að gæð- um og við eldri virkjanir, í máli Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðl- isfræði við Háskóla Íslands, í Morgunblaðinu á miðvikudag. Þar sagði Magnús Tumi ennfremur að svo virðist sem verkefnisstjórn Landsvirkjunar hafi brugðist í þessu máli, og sagði að vinnu- brögðum Landsvirkjunar mætti líkja við ofsa- akstur í umferðinni. Ekki sé unnt að réttlæta ofsaakstur þó ekki verði slys. Þessu eru forsvarsmenn Landsvirkjunar með öllu ósammála. „Þetta er rangt, undir- búningsvinnan er með sama hætti og alltaf hefur verið. Áhættan er hverfandi lítil, eins og komið hefur fram,“ segir Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar. „Landsvirkjun hefur ávallt, og ekki síst núna, valið besta fólkið sem völ er á í und- irbúningsvinnuna, bæði í rannsóknir og annað, og jarðfræðirannsóknirnar eru sambærilegar því sem áður hefur tíðkast, og samvinna milli sérfræðinga sömuleiðis. Þannig að það er eng- in ástæða til þess að hræða fólk með þessari röngu líkingu sem Magnús Tumi grípur til. Það er í raun furðulegt að Magnús Tumi skuli koma fram með slíkar fullyrðingar nú þegar verkinu er að mestu lokið,“ segir Friðrik. Magnús Tumi sakar Landsvirkjun um að hafa sniðgengið Ísor, arftaka Orkustofnunar, við undirbúning virkjunarinnar. Hvers vegna voru þessir sérfræðingar ekki nýttir? „Það sem Landsvirkjun hefur gert er að reyna að velja það fólk sem hefur mestu og bestu reynsluna til að vinna þessi störf. Það er hins vegar rétt hjá Magnúsi Tuma að það hef- ur nokkur breyting orðið á, ekki síst vegna þess að á sínum tíma urðu talsverðar manna- breytingar hjá Orkustofnun, og fólk fluttist í störf hjá öðrum. Við lögðum meira upp úr því að ná í einstaklingana sem höfðu reynsluna, frekar en að versla við tiltekna aðila,“ segir Friðrik. Ekki sama Orkustofnun Ágúst Guðmundsson jarðfræðingur, sem sá um stóran hluta þeirra rannsókna sem unnar voru við undirbúning Kárahnjúkavirkjunar, var áður starfsmaður Orkustofnunar. Hann tekur undir orð Friðriks um mannabreytingar hjá stofnuninni. „Ég kom að undirbúningi flestra verka þar á sviði vatnsorkurannsókna frá 1977. Ég hætti árið 1990, og það varð veruleg grisjun á Orku- stofnun á árunum frá 1988 – 1993, þannig að það var kannski ekki hægt að leita til sam- bærilegrar Orkustofnunar eftir þann tíma.“ Það hefur verið gagnrýnt að langt sé á milli borhola, og bent á að hægt hefði verið að forð- ast þær miklu tafir sem hafa orðið við borun aðrennslisganganna með meiri rannsóknum. Hefði verið hægt að forðast þær tafir eða minnka þær með því að bora fleiri rannsókn- arholur? „Aðrennslisgöngin eru um 40 km löng. Jarð- lögin á gangaleiðinni eru ekki lárétt heldur er þetta nokkurs konar stafli af jarðlögum sem hallar niður til vesturs um fáeinar gráður. Þess vegna má segja að göngin skeri í gegnum liðlega 1.000 metra þykkan jarðlagastafla. Við lögðum áherslu á að greina jarðlög með tilliti til þess hvers eðlis þau væru fyrir gangagerð, og boranirnar eru að mestu settar upp til að veita þær upplýsingar,“ segir Ágúst. „Hvað varðar sprungur, þá hefur þeim verið gerð mun ýtarlegri skil en í öðrum virkjana- rannsóknum hérlendis. Teknar voru loftmynd- ir og lega sprungna sett niður á kort. Þær sprungur sem ganga út úr heiðinni, til dæmis í dalabrúnum, eru skoðaðar, og líkur leiddar að því þegar nokkrir tugir sprungna hafa verið skoðaðir og eðli þeirra metið, að aðrar sprung- ur sem liggja inni á heiðinni en ekki eru að- gengilegar til skoðunar séu með hliðstæðum hætti. Þetta er nákvæmlega sama og var gert við Hvalfjarðargöngin og Fáskrúðsfjarðar- göngin, en ég vann að þeim báðum,“ segir Ágúst. „Rannsóknirnar eru í mínum huga meiri og ýtarlegri en við fyrri virkjanir hér á landi. Teymisvinnan er með öðrum hætti, í stað þess að vera með sérfræðingahóp úr sömu stofnun, eins og raunin var við Blönduvirkjun og Sult- artanga, var settur saman hópur sérfræðinga frá mismunandi aðilum.“ – En hefði verið hægt að fjölga borunum til að finna sprungusvæðin, og til að vita meira út í hvað stóru borarnir voru að fara? „Það hefði verið hægt að fjölga borholum, en þetta verður svolítið eins og veldisfall, það er hægt að fjölga borunum en komast lítið áfram í þekkingu. Ávinningurinn af hverri borholu verður minni eftir því sem holunum fjölgar. Þegar sérfræðingar og verkkaupi vilja hætta borunum verður maður oft að vega það að meta, hvort maður standi með nægilega þekkingu í höndunum. En svo er alltaf hafður varasjóður til að takast á við þá óvissu sem eftir stendur, og það er gert í þessu verki eins og öðrum. Það verður þá að grípa til hans þeg- ar þeir óvæntu hlutir koma upp á sem alltaf koma upp á,“ segir Ágúst. Björn Stefánsson, verkfræðingur og deild- arstjóri virkjunardeildar Landsvirkjunar, bætir því við að ekki megi gleyma því að að- rennslisgöngin fari í gegnum fjöldann allan af misgengjum og sprungum sem enginn taki eftir í framkvæmdinni. „Það er ekki mark- miðið í sjálfu sér að finna allar sprungur, það þarf að finna þær sprungur sem máli skipta.“ Þrjú mannár fyrir VLF-mælingar Magnús Tumi minnist líka á svokallaðar VLF-mælingar sem hefði verið hægt að nýta til að finna vatnsleiðandi sprungur. Hann seg- ir að tveir stúdentar hefðu getað unnið þá rannsókn á einu sumri. Hvers vegna var þess- ari aðferð ekki beitt? „Það er rétt hjá Magnúsi að það hefði verið hægt að nýta þessar aðferðir,“ segir Ágúst. „Menn hafa lengi nýtt jarðeðlisfræðilegar mælingar og segulmælingar í jarðhitaleit, til að finna sprungur og bergganga. Við notuðum VLF-mælingar á stíflustæðinu við Kára- hnjúka. Líklega er Magnúsi ekki kunnugt um það. Þær gáfu mun daufari niðurstöður en við höfðum fengið áður við Blöndu og Sultar- tangavirkjun, ég tel það vera vegna þess að dýpra er niður á jarðvatn.“ Ágúst segir það hefði verið mjög mikið verk að nota VLF-mælingar á alla gangaleiðina, 40 km. Hann segir það myndi taka fjóra menn um það bil viku að rannsaka hvern kílómetra með þessari aðferð, sé miðað við belti sem er 500 m á breidd, þegar úrvinnsla er tekin með. Þetta sé því spurning um þrjú mannár í vinnu við að rannsaka þetta, og kostnað upp á tugi milljóna króna. Árangur geti verið óviss. „Hvort svona rannsóknir hefðu fundið þenn- an eina stóra veikleika sem tafði okkur mest efast ég satt að segja mikið um. En þessar rannsóknir geta auðvitað verið talsvert mikið til bóta við réttar aðstæður, það er alveg rétt,“ segir Ágúst. En nú bendir Magnús Tumi á að ekki hafi verið boraðar skáholur til að rannsaka mis- gengi, hefði ekki þurfti að gera það? „Það var gert í einhverjum tilvikum, þar sem slíkt var talið mikilvægt. Það var t.d. bor- að á ská undir Kárahnjúkastíflu. En það er dýrara að bora skáholu, bæði er holan lengri til að komast niður á sama dýpi, og svo er það dýrara á hvern metra en að bora beint niður,“ segir Björn. En er sá kostnaður eitthvað sem þarf að horfa í þegar um svo gríðarlega framkvæmd er að ræða? „Það er alltaf mat, en eins og Ágúst var að segja, þegar menn eru farnir að eyða pen- ingum í að bora og bora án þess að fá nema brot til viðbótar af upplýsingum, þá verða menn að vega þetta og meta. Það er alltaf óvissa, jafnvel þó við hefðum borað tíu sinnum fleiri holur hefðum við samt sem áður þurft að lifa við óvissuna. Þá þurfum við einfaldlega að gera ráð fyrir henni við framkvæmdina,“ segir Friðrik. „Jarðfræðirannsóknirnar veita upplýsingar og svo taka við þekktar verkfræðilegar lausnir sem við höfum notað til að fara í gegnum þess- ar sprungur. Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni sem hlustar eða horfir á frétt- ir að menn hafa þurft að bora í gegnum laus jarðlög. Það tefur og kostar peninga, en við gerðum ráð fyrir þeim kostnaði,“ segir Frið- rik. „Það var aldrei neitt leyndarmál að það þyrfti að fara í gegnum sprungusvæði. Það getur verið að við hefðum getað hnikað ein- hverju til, en við hefðum alltaf þurft að þvera sprungurnar,“ segir Friðrik. Hvað með bergrannsóknir við Fremri Kára- hnjúk? Er það rétt að eiginleikar bergsins hafi verið lítið rannsakaðir, og stuðst við rann- sóknir í nágrenni stöðvarhússins, í 40 km fjar- lægð, eins og Magnús Tumi heldur fram? „Þetta er á misskilningi byggt,“ segir Björn. Hann segir brotþol hafa verið mælt í bor- kjörnum úr öllum borholum á svæðinu. Svo- kallaðir fjaðureiginleikar hafi einnig verið reiknaðir út frá spennumælingum í borholum. Áttaði Landsvirkjun sig ekki á því að dýpi lónsins kallaði á meiri rannsóknir en hefð- bundnar mælingar á stíflustæði? „Stífluhönnuðurnir sem voru að hanna stóru stífluna, og eru með alþjóðlega reynslu, áttuðu sig alveg á því að það gætu orðið jarðskorpu- hreyfingar vegna lónfyllingar, og að það gætu orðið jarðskjálftar sem kæmu fram meðan væri verið að fylla á lónið, vegna þess að það er reynsla af slíku frá öðrum löndum,“ segir Björn. Alltaf óvissa fyrir hendi Magnús Tumi segir að enn sé óvissa um raunveruleg áhrif lónsins á bergið, er það rétt? „Það getur enginn sagt fyrir um þetta ná- kvæmlega, það er alltaf ákveðin óvissa fyrir hendi, en aðalatriðið er að bestu sérfræðingar telja að hún leiði ekki til þeirrar áhættu sem Magnús gerir í skóna með þeirri líkingu sinni um að menn hafi vaðið af stað líkt og þeir keyri á götunum á ofsahraða,“ segir Friðrik að lokum. brjann@mbl.is Rannsóknir við Kárahnjúka meiri og ýtarlegri en við fyrri virkjanir Landsvirkjun hefur verið sökuð um að vanmeta áhættu vegna Kárahnjúkavirkjunar og rann- saka ekki nægilega áður en lagt var upp í framkvæmdir. Brjánn Jónasson tók tali forstjóra Landsvirkjunar auk þriggja sér- fræðinga um málefni Kára- hnjúkavirkjunar. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sérfræðingar ræða virkjunina Þeir Ágúst Guðmundsson jarðfræðingur (t.v.), Björn Stefánsson verkfræðingur, Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, og Agnar Olsen verkfræðingur sátu fyrir svörum blaðamanns um Kárahnjúkavirkjun í höfuðstöðvum Landsvirkjunar í gær. Í HNOTSKURN »Því hefur verið haldið fram að flat-armál Hálslóns sé á við Hvalfjörð, en þessu mótmæla talsmenn Lands- virkjunar. Benda þeir á að Hálslón verði um 57 ferkílómetrar, en flat- armál Hvalfjarðar sé tæplega tvöfalt meira, eða rúmlega 100 ferkílómetrar. »Rannsóknir á Kárahnjúkum voruupphaflega kostaðar af ríkinu og hefur Landsvirkjun endurgreitt ríkinu um 2.800 milljónir króna á verðlagi í ágúst 2006 vegna rannsóknanna. »Segja má að þrisvar hafi verið ráð-ist í að rannsaka Kárahnjúkasvæð- ið, á árabilunum 1977 – 1983, 1988 – 1992 og 1995 – 2003. » Í heild má áætla að rannsókn-arkostnaður vegna Kárahnjúka- virkjunar sé kominn í um 6,5 milljarða, umreiknað á verðlagi í ágúst 2006. »Alls voru boraðar 465 rannsókn-arborholur sem samtals eru 26,5 km langar vegna virkjunarinnar, þar af eru um 25 km kjarnaholur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.