Morgunblaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 64
Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is REKSTRARTEKJUR borgarsjóðs hafa ekki dugað fyrir almennum rekstrargjöldum undanfarin fjögur ár eða frá árinu 2002. Á sama tíma hefur eigið fé minnkað um 13,4 milljarða króna og má rekja lækkun þess til uppsafnaðs rekstrarhalla á tíma- bilinu, að því er fram kemur í skýrslu sem endurskoðunarsvið KPMG hefur unnið fyrir Reykjavíkurborg og lögð var fram á fundi borgarráðs í gær. „Sé tekið mið af framvindu áætlana fyrir síðustu ár hafa áform um hag- ræðingu ekki náð fram að ganga. Er því brýnt að farið sé yfir fjármála- stjórn borgarinnar í heild sinni og leitað leiða sem ætla má að leiði til betri rekstrarárangurs,“ segir m.a. í skýrslunni. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgar- stjóri sagði að úttekt KPMG væri áfellisdómur yfir fjármálastjórn síð- asta meirihluta […] „Það er auðvitað áhyggjuefni að staðan skuli vera sú sem raun ber vitni. Það er hins vegar okkar núna að takast á við þær ábendingar sem þarna koma fram,“ sagði Vilhjálmur. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrr- verandi borgarstjóri, sagði að fjár- hagsstaða borgarinnar væri traust. Það sýndi mat fjármálamarkaðarins og þeir vextir sem borginni stæðu til boða, sem gerðust hvergi betri á Ís- landi. Misheppnuð hagræðing hjá Reykjavíkurborg Í HNOTSKURN » Eiginfjárstaða A- og B-hluta borgarsjóðs og stofn- ana borgarinnar er traust eða um 40%. » Heildareignir hafa hækk-að um 53 milljarða kr. frá árinu 2002 og heildarskuldir um svipaða fjárhæð en þó heldur minna. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, segir fjárhags- stöðu borgarinnar trausta. » Fjárfestingar A- og B-hluta nema 77,5 millj- örðum kr. frá 2002.  Tekjur | 6 ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 279. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  NA-átt 5-13 m/s, hvassast á Vest- og Aust- fjörðum. Súld eða rigning N- og A- lands, bætir í með kvöldinu. » 8 Heitast Kaldast 10°C 4°C Girnilega r uppskrift ir í lokinu Dala Fetasneiðar – gómsæt nýjung! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 1 4 2 SÍÐDEGIS í gær stöðvaði lögreglan í Reykjavík 31 ökumann á Lang- holtsvegi, sunnan við Skeiðarvog. Var þetta liður í stefnu lögregl- unnar að sporna við hraðakstri í íbúðahverfum þar sem ekki má aka hraðar en á 30 km hraða. Lögreglan var við mælingar á milli kl. 16 og 18 og voru 27 öku- menn stöðvaðir fyrir hraðakstur og fjórir fyrir að tala í farsíma án handfrjáls búnaðar. Sá sem hraðast ók mældist á 71 km hraða. 27 óku of hratt og fjórir í símanum FÉLAGAR í Karlakórnum Fóst- bræðrum voru taktfastir þegar þeir frumfluttu nýtt verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Alþingisrapp, við setningu Norrænna músíkdaga í gærkvöldi. Humm og ha heyrist oft í þingheimi og í Alþingisrappinu var sú speki endurtekin, bara með miklu meiri stæl. Atli Heimir hefur oft samið rapp fyrir kóra og hljóðfærahópa, m.a. fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands. Tónlistarhátíðin Norrænir mús- íkdagar stendur til 14. október. Há- tíðin var fyrst haldin í Kaupmanna- höfn fyrir 118 árum og er einn mikilvægasti vettvangurinn fyrir nýja norræna tónlist. Morgunblaðið/Kristinn Humm og ha í Alþingisrappi Atla Heimis SÉRFRÆÐINGAR Landsvirkjun- ar hafna algerlega gagnrýni Magn- úsar Tuma Guðmundssonar jarðeðl- isfræðings á undirbúning Kára- hnjúkavirkjunar. Friðrik Sophus- son, forstjóri Landsvirkjunar, segir undirbúningsvinnu fyrir þessa virkj- un með sama hætti og fyrir aðrar virkjanir hér á landi. „Jarðfræðirannsóknirnar veita upplýsingar og svo taka við þekktar verkfræðilegar lausnir sem við höf- um notað til að fara í gegnum þessar sprungur. Það hefur varla farið fram hjá nokkrum manni að menn hafa þurft að bora í gegnum laus jarðlög. Við gerðum ráð fyrir þeim kostnaði,“ segir Friðrik. Meiri og ýtarlegri rannsóknir „Rannsóknirnar eru í mínum huga meiri og ýtarlegri en við fyrri virkj- anir hér á landi. Teymisvinnan er með öðrum hætti en var við Blöndu- virkjun og Sultartanga, nú var settur saman hópur sérfræðinga frá mis- munandi aðilum,“ segir Ágúst Guð- mundsson jarðfræðingur.  Rannsóknir | 12 Undirbúningur sambærilegur Forstjóri Landsvirkjunar hafnar gagn- rýni á undirbúning við Kárahnjúka UMFERÐARÖRYGGI Kjalnesinga var rætt á opnum fundi í Klébergs- skóla í gærkvöldi. Sex alþingismenn þekktust boð um að mæta. Samþykkt var tvíþætt ályktun: Að Vesturlandsvegur verði tvöfaldaður frá Hvalfjarðargöngum að Kollafirði fyrir árið 2010 svo sá kafli verði tilbúinn fyrir Sundabraut. Einnig að fyrir 1. janúar 2007 verði gerð und- irgöng fyrir bíla undir Vesturlands- veg við Klébergsskóla; að- og afrein- ar frá Mosfellsbæ að Hvalfjarðar- göngum verði lagfærðar; að Vestur- landsvegur frá Mosfellsbæ að Hvalfjarðargöngum verði upplýstur; settar verði hraðahindranir á Braut- arholtsveg. Tiltölulega ódýrar aðgerðir Símon Þorleifsson, formaður Íbúasamtaka Kjalarness, greindi frá sjónarmiðum Kjalnesinga. Hann sagði að til væru 500 milljónir til framkvæmda við Vesturlandsveg. „Skólabílarnir aka daglega yfir Vest- urlandsveginn með börnin okkar þar sem er 90 km hraði og stórir flutn- ingabílar.“ Hann sagði Kjalnesinga vilja þrenn undirgöng undir Vestur- landsveg, lík þeim sem eru á átta stöðum á Reykjanesbraut, þannig að hægt sé að aka um sveitina án þess að fara yfir veginn. „Þannig er hægt að draga úr miklu álagi á gatnamót og hættu á slysum. Þetta eru tiltölulega ódýrar aðgerðir og nýtast við framtíðarupp- byggingu vegakerfisins.“ Vestur- landsveg- ur verði bættur „ÞAÐ er ljóst – og bókaútgef- endur hafa fyrir því sannanir – að stórir og litlir hlutar úr bókum eru nú aðgengi- legir nemendum og starfsmönn- um í stafrænni mynd hjá menntastofn- unum á Íslandi án þess að fyrir því hafi verið aflað tilskilinna leyfa. Það segir sig sjálft að þegar lung- inn úr bók er aðgengilegur mörg hundruð manns, jafnvel þúsundum, þeim að kostnaðarlausu í rafrænu formi og án leyfis höfundarrétt- arhafa, er stórlega vegið að tekju- möguleikum útgáfu og höfunda,“ skrifar Kristján B. Jónasson, for- maður Félags íslenskra bókaútgef- enda, í Morgunblaðið í dag. Segir hann, að engin sátt sé um á hvaða sniði geyma eigi þessar upplýs- ingar og óljóst hvað gert sé við þetta höfundarréttarvarða efni. | 34 Stórlega vegið að tekjumögu- leikum höfunda Kristján B. Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.