Morgunblaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
augnpoka og helst líka fuglsfætur.
Þegar þurfti að kaupa nýja funda-
gerðabók fyrir Framtíðina bað ég
Einar að myndskreyta titilsíðuna.
Hann leysti það með því að þenja
skopmynd af ritara félagsins yfir alla
síðuna og fuglafætur í hverju horni.
Það var erfitt fyrir spéhræddan ung-
ling.
Myndsköpun Einars gat jafnvel
komið sumum í nokkurn bobba því
hann var ósínkur á að gefa málverk á
stórafmælum eða af öðru tilefni.
Vandinn var sá að myndirnar gátu
verið svo stórvaxnar að þurft hefði
að skipta um húsnæði til að koma
þeim fyrir. Ekki vildi maður farga
þessum vingjöfum, auk þess sem
aldrei var að vita nema Einar yrði
heimsfrægur einn góðan veðurdag
og maður hefði þá misst af stóra
vinningnum! Einar var ótrúlega
hraðlæs fram á síðustu dægur,
margfróður og minnugur eftir því.
Ekki nóg með það, heldur virtist
hann meðfram lestrinum geta fylgst
með mörgum útvarpsstöðvum í senn,
jafnvel hinum ómerkilegustu þátt-
um. Þannig barst ýmiskonar furðu-
leg vitneskja til okkar hinna í laug-
ardagskaffinu og fylgdu stundum
meinlegar athugasemdir. Á þessu
bar strax í menntaskóla þegar hann
átti til að reka kennara á gat í nýleg-
um bókum, meðal annars með því að
úthúða Halldóri Kiljan og persónu-
sköpun hans, sem honum var mjög
uppsigað við á þeim árum.
Einar var afar vinfastur maður. Á
þessum árum eignast menn reyndar
ýmsa sína traustustu vini, eins þótt
maður geti verið hjartanlega ósam-
mála þeim í mörgum greinum. Það
er einhver taug sem heldur gegnum
þykkt og þunnt. Þess naut ég hjá
Einari.
Árni Björnsson.
Látinn er Einar Þorláksson list-
málari, 73 ára að aldri. Á ævi hans
skiptust á skin og skúrir. Á unglings-
árum gerði vart við sig sjúkdómur
sem með mismunandi löngum hléum
gerði honum lífið leitt.
Snemma kom í ljós hæfileiki hans
til að teikna og mála og aldrei hvarfl-
aði að honum annað en að helga líf
sitt málaralistinni.
Einari kynntist ég ekki að ráði
fyrr en hann kom til Osló, 1956, til
náms við Statens kunstakademi.
Fljótlega kom í ljós að lifnaðarhættir
hans voru ólíkir því sem gerðist hjá
okkur íslensku námsmönnunum er
bjuggum 10 saman á stúdentagarð-
inum að Sogni. Gjaldeyri var mjög
naumt skammtað á þessum árum,
530 norskar krónur á mánuði. Þurfti
að gæta ýtrustu sparsemi til að hann
entist út mánuðinn. Þetta hentaði
ekki Einari sem aldrei hafði mikinn
áhuga á krónum og aurum. Þegar yf-
irfærslan barst hélt hann sig að höfð-
ingja sið í mat og drykk. Síðan tók
við sultur og seyra. Þegar okkur
varð þetta ljóst var hann tekinn í
„fóstur“ af okkur námsmönnunum,
aðallega til að forða honum frá var-
anlegum skaða vegna næringar-
skorts.
Einar féll vel inn í hóp skóla-
bræðra sinna. Þetta voru ungir
menn fullir starfsorku, stunduðu
námið af kappi en slettu svo ærlega
úr klaufunum þess á milli.
Fyrsta einkasýning Einars var í
Listamannaskálanum 1962. Einar
hafði dálæti á pastellitum. Þar nutu
hæfileikar hans sín best að ég held.
Stærri málverk málaði hann með ak-
rýllitum. Einar málaði aldrei myndir
með það í huga að þær myndu selj-
ast. Hann seldi aldrei mikið af mynd-
um, en naut virðingar kollega sinna,
listmálaranna, þ.á m. Svavars
Guðnasonar, eins besta málara Ís-
lands.
Einar var gæfumaður í einkalífi
sínu. 1945 kvæntist hann Guðrúnu
Þórðardóttur. Við það komst líf hans
í fastar skorður. Guðrún stóð þétt við
hlið hans þar til yfir lauk. 1976 ól hún
honum soninn Þorlák. Einar var
aldrei margmáll um eigin tilfinning-
ar. Er sonurinn var fæddur málaði
hann gullfallega seríu af pastel-
myndum sem hann nefndi postulín.
Þessar myndir sögðu meira en mörg
orð um tilfinningar hans.
Rætur Einars lágu norður í Þing-
eyjarsýslu og austur í firði. Forfeður
hans voru margir landsþekktir. Ein-
ar las allt sem hönd á festi. Hann
hafði ótrúlega gott minni. Hann gat
verið sérvitur og stífur á meining-
unni en hafði góða kímnigáfu sem
best kom í ljós í góðra vina hópi.
Einar var traustur vinur og ein-
lægur. Vinir hans í dag eru flestir
þeir sömu og fyrir 50 árum. Hans er
sárt saknað af vinum og ættingjum.
Gunnar Þormar.
Þegar okkur verður hugsað til
Einars og þess hóps, sem komið hef-
ur saman til kaffidrykkju og spjalls á
laugardagsmorgnum síðustu ára-
tugi, rennur það upp fyrir okkur, að í
raun og veru hafi það verið hann, sem
tengdi hópinn. Þar var skólabróðir
hans úr Miðbæjarskóla og síðan MR
frá 1.–6. bekk, bekkjar- og skóla-
bræður úr MR frá 1.–6. bekk, enn
aðrir, sem komu inn í MR í 3. bekk,
tveir sem hann kynntist í Noregi, er
hann var þar við nám. Aðeins einn
okkar hefur þá sérstöðu að hafa eng-
in þessi tengsl. Enda hafði Einar
einn sitt afmarkaða sæti við borðið
og datt engum í hug að setjast þar
væri hans vænst. Er hann sá annar,
er hverfur úr hópnum yfir móðuna
miklu. Hinn fyrri var Benedikt Boga-
son verkfræðingur.
Einar bar strax í barnaskóla af í
teikningu og ekki að efa, að hugur
hans stóð alltaf til þess að helga sig
málaralist, þótt það yrði hlutskipti
hans að hafa listina lengst af í hjá-
verkum. Einhvern veginn grunar
mann, að honum hafi af fjölskyldunni
verið ætlað annað hlutverk, enda
vart talið vænlegt á okkar yngri dög-
um að ætla sér að lifa af list einni
saman. Víst er um það, að ekki fén-
aðist Einar á skiptum sínum við
gamla vini, en við þá var hann örlátur
á verk sín á afmælum og tyllidögum.
Annað, sem vera má að hafi hindrað
Einar í að láta draum sinn rætast til
fulls, var, að strax frá unga aldri
kljáðist hann við geðhvörf, sem
löngum hindruðu hann í starfi. Er
ekki örgrannt um, að mismunandi
blær sé á myndum hans, allt frá
ærslum til angurværðar, eftir því
hvernig stormar blésu í hug hans.
Einar var geypilegur lestrarhestur
og alæta á lestrarefni samfara af-
bragðsminni. Gat hann því lagt til
margan góðan skerf í umræðuna á
sinn hægláta og kankvísa hátt.
Síðustu árin hafa verið Einari erfið
og duldist okkur félögum hans ekki,
að heilsu hans hrakaði sífellt. Í fyrra
var svo komið, að við töldum okkur
geta átt von á láti hans á hverri
stundu. Reykingar allt frá æskudög-
um höfðu tekið sinn toll og vinurinn
orðinn andstuttur og þreklaus og út-
lit hans allt hið versta. En þá tók okk-
ar maður sig til og snarhætti að
reykja og leit á hverjum laugardegi
betur út en hann hafði gert þann
næstliðna. Um daginn tilkynnti hann
okkur svo, að hann væri byrjaður aft-
ur. Kvaðst þó ætla að hætta fljótlega,
en til þess vannst honum ekki ráð-
rúm. Hann veiktist skyndilega af
lungnabólgu og dó eftir stutta legu.
Einar skilur eftir sig skarð í fé-
lagsskapnum og er saknað. Guðrúnu,
Þorláki og öðrum aðstandendum
sendum við samúðarkveðjur.
Requiescat in pace, amice.
Kaffifélagar
Einar Þorláksson málari er látinn,
félagi og vinur minn til fjölda ára í
málaralistinni.
Hann var hægur og einlægur í allri
framgöngu og honum fylgdi einskon-
ar aristokratískur blær hvar sem
hann fór. Hann tróð sér ekki fram
með hávaða og látum enda var hann
eins og margur myndlistarmaðurinn
lengi að forma orðin, kannski þess
vegna voru þau oft djúphugsuð svo
eftir var tekið.
Einar var góðum gáfum gæddur
það duldist engum. Sem málari var
hann nokkuð öðruvísi en hið hægláta
yfirborð gaf til kynna. Í málverkun-
um gat hann verið hinn mesti æringi
og sprellað í sköpuninni. Þar berhátt-
aði hann tilfinningar sínar í leik for-
ma og lita að hætti sannra lista-
manna og dró ekkert undan. Í
myndum hans má oft sjá málaragleði
listamanns sem gæddur er miklum
meðfæddum hæfileikum og skólun.
Hann var meðvitaður um, hvenær
mynd verður að listaverki eða ekki. Í
huga hans urðu til mörg ævintýri
sem hann kom yfir á myndflöt, sem
við unnendur málverksins höfum oft
notið og munum njóta þótt málarinn
Einar Þorláksson sé allur.
Við Sólveig sendum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur til Guðrúnar og
fjölskyldunnar.
Einar Hákonarson.
Ekki er nema rúmt ár síðan ég
kynntist Einari Þorlákssyni listmál-
ara fyrir alvöru og hefði feginn viljað
fá tækifæri til að treysta þau vináttu-
bönd. En á fallegum haustdegi, eftir
eitt af mörgum veikindatímabilum
sínum, kvaddi Einar þennan heim.
Kynnin við listamanninn og verk
hans sannfærðu mig um að hann
væri í hópi vanmetnustu listamanna
þjóðarinnar, frumlegur og sérsinna
hæfileikamaður.
Sérstaða Einars varð ljós í hvert
sinn sem hann tók þátt í samsýning-
um myndlistarmanna. Litróf hans,
myndmál og úrvinnsla þess, allt var
þetta öðruvísi en það sem líta mátti í
verkum starfsbræðra hans. Þeir
studdust iðulega við utanaðkomandi
myndefni og kennisetningar, sem
gæddi verk þeirra yfirbragði hlut-
lægra rannsókna, en verk Einars
virtust spretta beint upp úr hugskoti
hans, með að því er virðist tilviljunar-
kenndri viðkomu í ýmsum myndlist-
arlegum stílbrigðum, gömlum og
nýjum skáldskap og jafnvel fréttum
dagblaðanna. Þetta skýrir ferskleika
þeirra, en um leið hvers vegna þau
áttu ekki eins greiða leið að hjörtum
listunnenda og verk margra starfs-
bræðra hans: þau voru einfaldlega of
persónuleg. Engum nema Einari
hefði dottið í hug að mála tilbrigði við
frétt af árshátíð gjaldþrota skipa-
félagsins Hafskips.
Sennilega helgast sérstaða Einars
innan íslenskrar myndlistar af
óvenjulegum menntunarferli hans.
Sem ungur maður varð hann fyrir
áhrifum af listaverkablöðum og bók-
um með máluðum draumsýnum súr-
realista, fremur en af myndum mód-
ernistanna, Picasso, Matisse og kó,
en þeir síðarnefndu voru þá helstu
átrúnaðargoð jafnaldra hans. Síðan
varð Einar fyrstur íslenskra mynd-
listarmanna í seinni tíð til að stunda
nám í Hollandi, 1954–55, en þar
runnu þessi súrrealísku áhrif saman
við hvella liti og bernska teikningu
niðurlenskra COBRA-listamanna, en
Svavar Guðnason var á tímabili í
þeirra hópi. Æ síðan var afar gott
samband milli þeirra Einars og Svav-
ars.
Loks fullnumaði Einar sig í mynd-
list í nokkrum helstu myndlistarskól-
um Norðurlanda, þar sem hann
kynntist bæði expressjónisma og
módernískri abstraktlist.
Allt hafði þetta áhrif á þróunina í
myndlist Einars, en samt held ég að
hann hafi aldrei gleymt æskuástinni,
súrrealismanum. Hann trúði á tilvilj-
anir, skyndileg hughrif, draumsýnir
og stöðuga umbreytingu hlutanna.
Óvenjulega, jafnvel óþægilega liti
notaði Einar til að brjóta upp hið
hefðbundna eða viðtekna í verkum
sínum, framkalla harkalega árekstra
á myndfleti sem voru þess megnugir
að hrista upp í áhorfendum, fá þá til
að nálgast myndlist með opin augu
og skynfæri.
Súrrealísk er einnig góðlátleg
kaldhæðnin sem stundum gerir vart
við sig í myndum hans, svo og mynd-
gerving fjarstæðukenndustu hug-
mynda.
Einar var ákaflega ljúfur í við-
kynningu, hógvær, óáreitinn, umtals-
frómur og víðlesinn, bæði í listsögu-
legum bókum og fagurbókmenntum.
Kímnigáfu hafði hann ágæta og
beindi henni ósjaldan að sjálfum sér.
Mér þykir lán að hafa fengið að
kynnast Einari Þorlákssyni og sendi
Guðrúnu konu hans og öðrum ástvin-
um samúðarkveðjur.
Aðalsteinn Ingólfsson.
Einar Þorláksson
FORSETAMERKIÐ, sem er æðsta
prófmerki skáta á Íslandi, var af-
hent við hátíðlega athöfn á Bessa-
stöðum sl. laugardag. Að þessu
sinni afhenti forseti Íslands 26 skát-
um Forsetamerkið, þar af sjö frá
Ísafirði. Í fréttatilkynningu kemur
fram að það hafi verið forsetanum
sérstakt ánægjuefni en Ólafur
Ragnar Grímsson á einmitt ættir
sínar að rekja þangað og hóf sinn
skátaferil í Skátafélaginu Einherj-
um á Ísafirði. Minntist forsetinn
þeirra tíma við athöfnina.
Í fréttatilkynningu segir að drótt-
skátaþjálfunin hafi frá upphafi verið
tengd við ættjörðina. Táknið um lok
dróttskátaþjálfunarinnar er nefnt
Forsetamerki og hafa dróttskátar
alla tíð þegið það úr hendi forseta
Íslands. Fyrstu Forsetamerkin
voru afhent 24. apríl 1965, það gerði
Ásgeir Ásgeirsson, þáverandi for-
seti Íslands og verndari skátahreyf-
ingarinnar. Árið 2006 voru hand-
hafar Forsetamerkisins orðnir
rúmlega 1.200.
Í fréttatilkynningu segir að
skátahreyfingin telji afhendingu
Forsetamerkisins ánægjulegan
vitnisburð um að starfsemi æsku-
lýðshreyfinga skipti máli og að
markmiðum skátahreyfingarinnar
sé náð með því að skapa sjálfstæða,
ábyrga, virka og hjálpsama ein-
staklinga. Skátahreyfingin þakki
því forseta Íslands fyrir hans frum-
kvæði við undirbúning forvarna-
dagsins sem haldinn var fimmtu-
daginn 28. september um land allt,
en skátahreyfingin var aðili að
framkvæmd dagsins.
Eftirtaldir skátar fengu Forseta-
merkið afhent laugardaginn 30.
september 2006:
Ágúst Arnar Þráinsson, Ísafirði,
Davíð H. Barðason, Ísafirði, Grímur
Snorrason, Ísafirði, Hermann G.
Jónsson, Ísafirði, Hulda Bjarna-
dóttir, Ísafirði, Liljar Már Þor-
björnsson, Ísafirði, Yngvi Snorra-
son, Ísafirði, Sandra Guðrún
Harðardóttir, Vestmannaeyjum,
Árni Freyr Rúnarsson, Reykjanes-
bæ, Gunnar Hörður Garðarsson,
Reykjanesbæ, Karl Njálsson,
Reykjanesbæ, Sveinn Þórhallsson,
Reykjanesbæ, Árni Hermannsson,
Hafnarfirði, Dagný Vilhelmsdóttir,
Hafnarfirði, Elna Albrechtsen,
Hafnarfirði, Katrín Ýr Árnadóttir,
Hafnarfirði, Ragnheiður Guðjóns-
dóttir, Hafnarfirði, Smári Guðna-
son, Hafnarfirði, Rakel Ósk Snorra-
dóttir, Kópavogi, Hrund Pálsdóttir,
Þorlákshöfn, Ásgeir Björnsson,
Reykjavík, Baldur Árnason,
Reykjavík, Yousef Ingi Tamimi,
Reykjavík, Halldóra Miyoko
Magnúsdóttir, Garðabæ, Sigrún
Helga Gunnlaugsdóttir, Garðabæ,
Nanna Guðmundsdóttir, Reykjavík.
Forsetamerkið Táknið um lok dróttskátaþjálfunarinnar er nefnt Forseta-
merki og hafa dróttskátar alla tíð þegið það úr hendi forseta Íslands.
Fyrstu merkin voru afhent 24. apríl 1965. 26 skátar fengu merkið nú.
26 skátar fengu
forsetamerkið
FRÉTTIR
Á FYRSTA fundi nýrrar stjórnar
Heimdallar var rætt um starfið
framundan og stjórnarmenn sam-
mála um að leggja mikla áherslu
á að hafa félagið opið öllum
félagsmönnum og tryggja að ung-
ir sjálfstæðismenn í Reykjavík
gangi sameinaðir til baráttunnar
fyrir þingkosningarnar í vor, seg-
ir í frétt frá félaginu.
Meðal þess sem stjórnin vill
gera til að tryggja aðkomu sem
flestra að starfinu er að halda
með reglulegu millibili opna
stjórnarfundi, sem allir félags-
menn Heimdallar í Reykjavík
geta sótt. Einnig verður reynt að
ná til sem flestra varðandi setu í
nefndum og þátttöku í þeim verk-
efnum sem framundan eru hjá fé-
laginu.
Á fundinum skipti stjórnin með
sér verkum fyrir veturinn. Var
þar ákveðið að Árni Helgason
yrði varaformaður Heimdallar,
Diljá Mist Einarsdóttir ritari og
Jón Felix Sigurðsson gegni stöðu
gjaldkera en sem kunnugt er
verður Erla Ósk Ásgeirsdóttir
formaður félagsins í vetur.
Heimdallur með
opna stjórnar-
fundi með reglu-
legu millibili
UNGIR jafnaðarmenn, ungliða-
hreyfing Samfylkingarinnar, for-
dæma aðgerðaleysi og seinagang
alþjóðasamfélagins í málefnum
Darfurhéraðs í Súdan þar sem
þjóðarmorð eru framin aðrar
glæpir gegn mannkyni, segir í
fréttatilkynningu.
Ríkisstjórn Íslands sem og ann-
arra ríkja ber siðferðileg skylda
að verða við neyðarkalli íbúa hér-
aðsins. Þegar hafa hundruð þús-
unda fallið í átökunum og einhver
mesti mannlegi harmleikur okkar
tíma orðinn að veruleika. Það er
hræðilegt til þess að hugsa að
þjóðarmorð líkt og áttu sér stað í
Rúanda, séu nú að endurtaka sig í
Darfur í Súdan, segir í fréttinni.
Ungir jafnaðarmenn skora á
Valgerði Sverrisdóttir utanríkis-
ráðherra að beita sér fyrir því á
alþjóðavettvangi að gripið verði
til fullnægjandi ráðstafana og
milljónum einstaklinga komið til
aðstoðar. Ungir jafnaðarmenn
vilja að íslensk stjórnvöld beiti
sér í mun ríkari mæli fyrir friði í
heiminum sem hlutlaus og herlaus
þjóð.
Utanríkisráðherra
láti ástandið í
Darfur-héraði í
Súdan til sín taka