Morgunblaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
fólk
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
MÉR ÞYKIR
MJÖG GAMAN
AÐ TALA VIÐ
ÞIG ELLEN
MÉR ÞYKIR MJÖG,
MJÖG, MJÖG GAMAN AÐ
TALA VIÐ ÞIG ELLEN
GERÐU ÞAÐ...
SEGÐU BARA EITTHVAÐ
MAMMA
HENNAR KENNDI
HENNI AÐ EF HÚN
GÆTI EKKI SAGT
NEITT FALLEGT...
ÞESSI
GEIMBRANSI
ER SKRÍTINN
ÞEIR BREYTA EINHVERJU
Á HVERJUM EINASTA DEGI
FYRIR STUTTU SKUTU
ÞEIR UPP HUNDUM... NÚNA
NOTA ÞEIR MÝS... ÞAÐ
ÞYKIR
MÉR
GÓÐ
BREYTING
HOBBES, ÉG HÉLT AÐ ÞÚ
ÆTLAÐIR AÐ KENNA MÉR AÐ
VERA TÍGRISDÝR
VIÐ ERUM BÚNIR AÐ
SITJA UPP Í ÞESSU TRÉ Í
ALLAN MORGUN OG ÞÚ ERT
EKKI EINU SINNI BÚINN AÐ
KENNA MÉR AÐ VEIÐA
ÞAÐ ER
HVÖT, ÉG
GET EKKI
KENNT ÞAÐ
ÞÁ FER ÉG
BARA INN OG
FLETTI UPP
TÍGRISDÝRUM
Í ALFRÆÐI-
ORÐABÓK
FYRST VIÐ ERUM AÐ FARA
INN EIGUM VIÐ EKKI AÐ FÁ
OKKUR SAMLOKUR?
ÞÚ ÆTTIR
BARA AÐ
SKAMMAST
ÞÍN HOBBES
ÞAÐ GETUR VERIÐ MJÖG HÆTTULEGT
AÐ KLIFRA UPP ÞESSA STIGA, ÞANNIG
AÐ ÉG VAR AÐ VELTA ÞVÍ FYRIR MÉR...
ERU ÞIÐ
NOKKUÐ
TRYGGÐIR?
FINNURÐU
ENNÞÁ
LYKTINA
AF MÉR?
MAMMA, ÉG HELD AÐ
ÉG SÉ AÐ VERÐA FEIT
HVAÐA
VITLEYSA ER
Í ÞÉR?
ÞÚ ERT EKKERT FEIT. EF
EITTHVAÐ ER ÞÁ ERTU MJÓ
MIÐAÐ VIÐ ALDUR
ÞÚ ERT LÍKA OF
UNG TIL ÞESS AÐ
HAFA ÁHYGGJUR
AF ÞESSU
MAMMA!
ÉG ER
NÆSTUM
KOMIN Í
ANNAN
BEKK
NASHYRNINGURINN Á EFTIR
AÐ ÓSKA ÞESS AÐ HANN
VÆRI ENNÞÁ Í FANGELSI
EN HVAÐ
MEÐ
LEIKARANN
SEM ÁTTI AÐ
LEIKA HANN?
ÉG GLEYMDI
HONUM. HANN
HLÝTUR AÐ
VERA FANGI
NASHYRNINGSINS
ÉG VERÐ AÐ
VERA FLJÓTUR AÐ
FINNA HANN
Minningarsjóður Helgu Jónsdóttur
og Sigurliða Kristjánssonar:
Námsstyrkir
í verkfræði
og raunvísindum
Stjórn sjóðsins auglýsir hér með eftir námsstyrkjum
vegna náms á skólaárinu 2006-2007. Styrkirnir eru
ætlaðir nemendum í verkfræði og raunvísindum og
hafa þeir einkum verið veittir nemendum í doktors-
námi.
Með umsóknum skulu fylgja staðfesting á skólavist og
námsárangri, tvenn meðmæli, ferilskrá og önnur þau
verk sem umsækjandi telur að komið geti að gagni við
mat umsóknar. Umsóknum ber að skila til Alþjóða-
skrifstofu Háskólastigsins, Neshaga 16, IS 107 REYKJA-
VÍK eða í tölvupósti til Sigurðar Brynjólfssonar, for-
manns sjóðsstjórnar, sb@hi.is. Nánari upplýsingar eru
á vefsvæðinu http://www.hi.is/~sb/minningarsjodur.
Umsóknarfrestur er til 23. október 2006. Stefnt er að
því að tilkynna úthlutun í lok nóvember.
Alþjóðamálastofnun HáskólaÍslands býður til fyr-irlestrar í dag, 6. október.Þar mun William Grimes,
dósent í alþjóðasamskiptum við Há-
skólann í Boston, fjalla um stöðu og
þróun efnahagsmála í Asíu.
Heimsókn Williams hingað til
lands er fyrir tilstuðlan kollega hans,
Michael Corgan, sem er gestapró-
fessor við Háskóla Íslands.
William hefur sérhæft sig í rann-
sóknum á svæðisbundnum efnahags-
málum Austur-Asíu undanfarin sex
ár. Hann hlaut gestarannsókn-
arstöðu við fjármálaráðuneyti Jap-
ans í tvígang á þeim tíma og hefur
gefið út fjölda greina um efnahags-
mál Austur-Asíu og er um þessar
mundir að leggja lokahönd á bók
byggða á rannsóknum sínum.
„Í erindi mínu mun ég kynna og
greina helstu áhrifavalda og fjalla um
tilkomu svæðisbundinna stofnana og
samninga sem ætlað er að styðja við
samstarf á sviði efnahagsmála í Aust-
ur-Asíu, eins og ívilnandi vöruskipta-
samninga,“ útskýrir William.
Aukið samstarf eftir kreppu
„Það er ekki fyrr en á seinni hluta
9. áratugarins að lönd Austur-Asíu
fóru að líta til sérstaks efnahagslegs
samstarfs milli landa þess heims-
hluta. Það var svo ekki fyrr en asíska
efnahagskreppan skall á, á árunum
1997–1998, að svæðisbundið efna-
hagssamstarf milli landa Austur-
Asíu fékk stærra hlutverk í efna-
hagslífi heimshlutans,“ segir Willi-
am. „Eftir 1998 hefur hlaupið mikill
vöxtur í efnahagslegt samstarf ríkja í
þessum heimshluta, og mun ég í fyr-
irlestri mínum fjalla um helstu
ástæður þess hví skortur var á svæð-
isbundnum efnahagsstofnunum í
Austur-Asíu mestan hluta áranna
eftir stríð, sem og hvaða þættir liggja
að baki nýtilkomnum og örum vexti í
efnahagssamstarfi.“
William segir nauðsynlegt að huga
að nokkrum lykilspurningum til að
veita fullnægjandi svar við þeirri
gátu sem efnahagur Austur-Asíu er:
„Meðal þeirra atriða sem þarf að
gefa ítarlegan gaum er hvernig má
best skilgreina „svæðið“ Austur-
Asíu, hver tengsl Austur-Asíu eru við
heimsmarkaðskerfið, og stjórn-
málalega og efnahagslega sam-
keppni milli þeirra landa álfunnar
sem nú vilja stuðla að samstarfi sín á
milli,“ segir William. „Í fyrirlestr-
inum mun ég einkum fjalla um sam-
keppni milli lykillandanna Kína, Jap-
ans og Bandaríkjanna, og greina
hvaða áhrif þessi samkeppni hefur á
efnahag og svæðishyggju (e. Regio-
nalism) í Austur-Asíu, en sú sam-
keppni sem um ræðir er að sumu
leyti að hægja á vaxandi samstarfi,
og að öðru leyti að örva samstarf. Sér
í lagi mun ég fjalla um hvaða ákvörð-
unum Japan stendur frammi fyrir á
næstunni, en Japan hefur þá sér-
stöðu að vera með yfirburðum þróa-
ðasta hagkerfi Austur-Asíu en er á
sama tíma háð Bandaríkjunum í ör-
yggismálum, og sér um leið fram á
óumflýjanlega aukningu hern-
aðarmáttar Kína.“
Fyrirlestur Williams Grimes verð-
ur í stofu 102 í Lögbergi og hefst kl.
12.
Nánari upplýsingar má finna á
slóðinni www.hi.is/ams.
Fyrirlestur | William Grimes fjallar um þró-
un efnahagssamstarfs ríkja Austur-Asíu
Hverst stefnir
Austur-Asía?
William War-
ner Grimes
fæddist 1965 í
Washington, DC.
Hann lauk BA
prófi í Austur-
Asíufræðum frá
Yale-háskóla
1987, MPA-námi
í alþjóða-
samskiptum frá Princeton-háskóla
1990 og lauk doktorsgráðu í stjórn-
málum frá sama skóla 1995. Hann
er nú dósent í alþjóðasamskiptum
við Háskólann í Boston. William er
kvæntur Melindu Ann Stanford og
eiga þau tvö börn.