Morgunblaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jóhanna ÞóraJónsdóttir fæddist á Ill- ugastöðum í Fnjóskadal 12. febr- úar árið 1900. Hún andaðist á Dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Hlíð á Ak- ureyri 26. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Kristjánsson og In- diana Margrét Indriðadóttir. Jó- hanna missti móður sína þegar hún var tveggja ára. Ólst hún upp hans og sambýliskonu, Guðrúnar Jósteinsdóttur, eru Birgir Óli og Jóna Margrét. Síðari sambýlis- kona hans var Sigurbjörg Arnars- dóttir. Börn þeirra eru Sindri Snær og Lovísa Ösp. 2) Jóhanna Kristín. Var gift Halldóri Hall- dórssyni, þau skildu. Börn þeirra eru þríburarnir Birgitta Elín, Fannar Hólm og Hanna María. Sambýlismaður Jóhönnu Krist- ínar er Brynjólfur Haraldsson. Börn þeirra eru Indíana Iris og Haraldur. 3) Guðbjörg Margrét, gift Steinþóri W. Birgissyni. Synir þeirra eru Birgir, Steinþór, Oli- ver og Jón Karl. Sambýliskona Birgis Helgasonar er Fanney Ár- mannsdóttir og eiga þau eina dóttur, Ásdísi Ingu, sambýlis- maður Carl Vilhelm Lindquist. Þau eru búsett í Svíþjóð. Útför Jóhönnu Þóru verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. hjá hjónunum á Ill- ugastöðum Jóhanni Jóakimssyni og Þóru Jóhannesdóttur. Jó- hanna Þóra átti syst- ur samfeðra, Mar- gréti f. 2. mars 1916. Sonur Jóhönnu Þóru og Helga Stef- ánssonar bónda er Birgir kennari og tónlistarmaður á Ak- ureyri, f. 22. júlí 1934. Hann kvæntist Olufine Thorsen, norskri konu. Þau skildu. Börn þeirra eru þrjú: 1) Konráð Jón bifreiðastjóri. Börn Elsku langamma, þakka þér fyrir allt. Hérna eru tvö af versunum sem þú kenndir okkur Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Hvíltu í friði, langamma. Þínir langömmustrákar Birgir Wendel, Steinþór Wendel, Óliver Þór Wen- del og Jón Karl Wendel. Í vetur var kvikmynd í Sjónvarp- inu, sem Gísli Sigurgeirsson tók og nefndi „Kjarnakonur“. Mynd þessi vakti athygli margra vegna þeirra lífshátta, sem hún brá upp, en ekki síður vegna hugarheims og gildis- mats tveggja tíræðra kvenna, sem mynd þessi birti. Önnur þessara kvenna var Kristín Ólafsdóttir móðir okkar, er höfum sett saman þessi minningarorð, en hin var Jóhanna Þóra Jónsdóttir, sem borin er til grafar í dag og var 106 ára gömul, er hún lézt, 26. september sl. Þessar konur höfðu búið undir sama þaki á Akureyri í nær sjö ára- tugi, og heimili þeirra samofin hvort öðru. Mikil friðsæld ríkti með þess- um heimilum og þar voru kristin gildi virt og reynt að temja sér þau. Jóhanna Þóra Jónsdóttir fæddist að Illugastöðum í Fnjóskadal 12. febrúar árið 1900 og var dóttir hjónanna Jóns Kristjánssonar og Indíönu Margrétar Indriðadóttur, sem voru vinnuhjú á Illugastöðum hjá hjónunum Jóhanni Jóakimssyni og Þóru Jóhannesdóttur. Móður sína missti Jóhanna, þegar hún var tveggja ára gömul, og ólst hún upp hjá Þóru og Jóhanni, þar til hún var fermd. Hún flutti þá með föður sín- um að Kotungsstöðum í sömu sveit og bjuggu þau þar saman. Á þessum árum var lítið um þægindi á bæjum í sveitum. Þarna sinnti Jóhanna störf- um húsmóður hjá föður sínum, og má segja, að mikið hafi verið lagt á herðar unglingi. Þau feðginin fluttu svo, þegar Jóhanna var sautján ára inn í Kaupangssveit í Eyjafirði og vann hún þar sem kaupakona og vetrarstúlka. Lengst af var hún á Þórustöðum. Árið 1934 fluttist hún til Akureyr- ar. Þá um haustið fékk hún leigða stofu og aðgang að eldhúsi með móð- ur okkar í Aðalstræti 32 og kom þá með lítinn son sinn, Birgi, sem þá var þrettán vikna gamall. Faðir hennar flutti svo til hennar nokkru seinna. Það má segja, að tímamót yrðu á heimili okkar. Þá hófst áratuga sam- neyti við Jóhönnu Jónsdóttur og fjölskyldu hennar. Þetta samneyti var með þeim hætti, að fjölskyldurn- ar urðu sem ein fjölskylda að kalla má. Öll samvistarárin ríkti traust og vinsemd á milli þeirra. Þessar konur voru svo saman og studdu hvor aðra, einar í húsinu, í þrjátíu ár eftir að faðir okkar, Jón Pálsson, trésmiður, lézt. Þær sáu um sig sjálfar og höfðu sagt: „Það þarf enginn að hafa áhyggjur af okkur.“ Síðustu árin, sem þær bjuggu saman nutu þær nokkurrar aðstoðar sinna nánustu á Akureyri. Þegar Jóhanna fluttist til okkar var kreppan svonefnda viðvarandi og atvinnuleysi mikið. Því var það, að allnokkur fyrstu sumrin fór Jó- hanna í kaupavinnu með drenginn sinn austur í Fnjóskadal, að Snæ- bjarnarstöðum. Þarna leið þeim mæðginum vel hjá góðu fólki. Fnjóskadalur var Jóhönnu alla ævi kær og hafði hún sterkar taugar til bernskustöðvanna. Á veturna gekk hún í hús til að þvo þvotta hjá fólki, þegar hún var beðin þess eða vann við hreingern- ingar, þar sem þá vinnu var að fá. Þessi starfi við þvotta og hreingern- ingar varð svo mikill hluti af ævi- starfi hennar. Lengst af eða um aldarfjórðungs- skeið vann Jóhanna við hreingern- ingar í Menntaskólanum á Akureyri og aðstoðaði í eldhúsi öðru hverju. Hún var um áttrætt, er hún lét af störfum við hreingerningar. Jóhanna var hreinlát kona, hirðu- söm, aðgætin, heiðarleg og skyldu- rækin í öllu, sem hún tók sér fyrir hendur, vinnusöm og dugleg. Heim- ili sitt rækti hún af natni. Hún var umhyggjusöm móðir, hjálpsöm og aðstoðaði sína nánustu, son sinn og börn hans síðar, eftir mætti. Jóhanna var vel gefin kona, trúuð, skýr í hugsun og málfari, minnug og hafði góða frásagnargáfu. Hún átti létta lund og var gamansöm, en jafn- framt kyrrlát í fasi. Þessum eðlis- kostum hélt hún til enda. Jóhanna og móðir okkar fylgdust vel með því, sem gerðist, allt þar til heilsan bilaði, og skýrleika í hugsun héldu þær báðar. Þetta mátti vel greina, þegar myndin af þeim tíræð- um, sem minnst var í upphafi, var sýnd. Við systkinin erum þakklát fyrir kynnin við Jóhönnu Þóru. Hún var vinur okkar og var okkur ætíð hlý. Hún bar okkur fyrir brjósti, fylgdist með okkur, gladdist yfir velgengni og var hluttekningarsöm er á móti blés. Hún var merkiskona bæði af því, sem hún vann og af því, sem hún var. Arngrímur Jónsson. Bergþóra Jónsdóttir. Hvunndagshetjurnar mínar úr Fjörunni á Akureyri eru báðar gengnar. Kristín Ólafsdóttir fór fyrst, rétt komin á aðra öldina. Það var ekki hennar siður, að drolla við hlutina. Þegar hún fann að sjálfs- björg í litla hreiðrinu við Aðalstræti 32 tilheyrði minningunni, þá ákvað hún að ganga alla leið. – Þegar ég get ekki lengur lifað í mínu húsi, þá er þetta búið hjá mér, sagði sú gamla. Það stóð, eins og annað sem hún sagði og ætlaði sér. Nú hefur Jóhanna Þóra Jónsdótt- ir fetað í fótspor hennar. Hún vildi verða samferða Kristínu, sá ekki til- ganginn í litlausu lífi á elliheimili, þar sem varla var hægt að tala við nokkurn mann! eins og hún orðaði það. Reyndar hafði hún á árum áður útskrifað sig sjálf af slíku heimili og fór aftur í Aðalstrætið til Kristínar. – Það er margt svo ruglað fólkið hérna, en starfsstúlkurnar eru mér góðar og gefa sér tíma til að rabba við mig, sagði sú gamla, þegar ég leit inn til hennar á Hjúkrunar- og dval- arheimilinu Hlíð á dögunum. Þá var hún með nýlagt hárið og tilhöfð. Ég spurði hvort hún væri á leiðinni á ball. –Nei, ég hef víst dansað nóg um dagana, en ég var á þorrablóti í gær- kvöldi, sagði sú sem lifað hafði sex ár yfir hundraðið. Hún bætti því síðan við, að á sínum yngri árum hefði unga fólkið ekki vílað fyrir sér að ganga milli byggðarlaga til að dansa frá kvöldi og fram undir morgun. Síðan hefði verið gengið heim aftur að dansi loknum. Það kom blik í augu Jóhönnu þegar hún rifjaði þetta upp, en síðan bætti hún því við, að þá hefði unga fólkið ekki þurft einhverja vímugjafa til að skemmta sér. Þær stöllur, Kristín og Jóhanna, voru um margt einstakar. Ég heim- sótti þær fyrst þegar Jóhanna varð hundrað ára. Þá sat hún í makindum í stofu sinni í risinu, en á glugga buldi norðlensk stórhríð. – Það verður engin veisla í dag, sagði öldungurinn, en ef til vill síðar, ef einhver nennir að heimsækja mig. – Heyrðu, ertu ekki sonur Geira Tomm, ég man eftir honum, fékk stundum far með hon- um í Fnjóskadalinn. Einu sinni var Jóhann Þorkelsson, okkar ágæti hér- aðslæknir með. Ég var náttúrlega látin sitja milli hans og pabba þíns, en þegar við komum að vaðinu á Fnjóská innan við Reyki vildi Jóhann ólmur komast í miðjuna, honum leist ekki á blikuna. Ég lét það eftir hon- um, segir Jóhanna og slær sér á lær. Þá var kallað að neðan; viljið þið ekki koma í kaffi. Þá snaraði Jóhanna sér upp úr stólnum, rétt eins og tán- ingur. – Við skulum koma niður til Kristínar og þiggja kaffitárið, sagði hún, og lét sig ekki muna um snar- brattan stigann, hundrað ára gömul. Við vorum rétt búin að tylla okkur við eldhúsborðið niðri, þegar síminn hringdi uppi. Þá hljóp Jóhanna upp aftur! Kom síðan niður að símtali loknu og blés ekki úr nös. Ekki málið, líkamsrækt konu sem var orðin eitt hundrað ára gömul! Þegar þetta var hafði Kristín lifað í 98 ár. Ég heim- sótti þær aftur þegar hún varð hundrað ára. Þá var hún eins og ung- lamb, stormaði um eldhúsið, hellti upp á kaffi, snaraði fram meðlæti, sem hún hafði bakað sjálf. Samhliða lét hún gamminn geisa um menn og málefni. Jóhanna skaut inn orði og orði, oftast til að taka undir með Kristínu. Ef hún var henni ekki alveg sammála, þá gerði hún ekki storm úr því. Þær sögðu gleðilegt, að þjóðin væri komin úr fátækt, þótt enn væru því miður á því undantekningar. En þær töldu misbresti á að fólk kynni að fara með aukin fjárráð. Það væri mikið keypt, en mörgu hent að stutt- um tíma liðnum. Þá þarf meiri pen- inga og allir verða að vinna úti, sagði Kristín, en enginn tími er fyrir bless- uð börnin. Það eru ekki allar fram- farir til bóta. Jóhanna fæddist á Illugastöðum í Fnjóskadal og Fnjóskadalur var alla tíð dalurinn hennar. Hún missti móður sína ung, en átti góða að á Illugastöðum. Síðar stóð hún fyrir búi með föður sínum á Kot- ungsstöðum, en eftir það var hún vinnukona, lengst af á Staðarbyggð og í Kaupangssveit. Á Þórustöðum eignaðist hún son með bóndanum þar, Helga Eiríkssyni, sem þá var ekkjumaður. Ekki reyndist grund- völlur fyrir þeirra sambandi, þannig að ung var Jóhanna einstæð móðir, sem þótti ekki björgulegt í þá daga. Kristín fæddist og ólst upp í Fljót- um og á Siglufirði. Þar kynntist hún sárri fátækt, minntist þess að börn þurftu að skríða undir sæng á meðan fötin þeirra voru þvegin. Þau áttu ekki til skiptanna. Hún giftist Jóni Pálssyni, sem hafði lært til smíða. Þau komu sér fyrir í Aðalstræti 32 og þar leið þeim vel. Einhverju sinni höfðu þau fengið lóð fyrir nýju húsi, en Kristín blés byggingaframkvæmdir af. Vildi ekki steypa fjölskyldunni í skuldir. Hún var ekki búin að gleyma fátæktinni og rann til rifja ef fátækir höfðu ekki í sig eða á, jafnvel ekki húsaskjól. Þá vílaði hún ekki fyrir sér, að þrengja að fjölskyldunni til að geta hjálpað þeim sem voru hjálpar þurfi. Meðal þeirra sem nutu greiðvikni Kristínar og Jóns var Jóhanna Þóra, sem þá stóð uppi ein, með nýfæddan son sinn, sem fengið hafði nafnið Birgir. Hún fékk boð um að koma í Aðal- stræti 32, sem hún þáði. Þar var hún síðan leigjandi í nær sjö áratugi. Það var ekki mulið undir einstæð- ar mæður í þá daga, en Jóhanna var ákveðin í að koma sínum syni á legg og til mennta og það tókst henni. Hjálpsemi Kristínar gerði henni kleift að þiggja þá vinnu sem bauðst. Hún gerði lítið úr því að þetta hefði reynst erfitt, en horfði á björtu hlið- arnar þegar ég ræddi við hana á dög- unum. – Þetta var þess virði, því drengurinn hefur gefið mér ömmu- börn og langömmubörn og nú annast hann mig í ellinni. Ég get ekki beðið um meira, sagði Jóhanna. Árin liðu, börnin flugu úr hreiðr- inu, Kristín missti eiginmann sinn, völundinn Jón Pálsson, sem fór fyrir trésmiðum á Akureyri í eina tíð. En þær stöllur héldu áfram búskap í Að- alstræti 32. Þar undu þær glaðar við sitt, sáu um sig sjálfar, elduðu, bök- uðu og stóðu í þvottum. Ég held það sé einstakt, að konur, sem hvor um sig hafði öld að baki, geti staðið í slíku. Undir það síðasta sáu vinir og vandamenn um aðdrætti og sitthvað fleira. Fyrir vikið gátu þær stöllur haldið sínu sjálfstæði og lífsgleði. – Það er góða skapið sem fer vel með okkur í ellinni, en þegar önnur okkar fer, þá verður hin að fara líka, þá er þetta búið, sögðu þær einum rómi, síðast þegar ég heimsótti þær í Að- alstrætið. Það stóð eins og annað sem þær stöllur sögðu. Kristín datt og lærbrotnaði. Sama kvöldið fóru þær báðar úr Aðalstræti 32 og komu ekki aftur. Þær áttu nokkra mánuði sam- an á herbergi í Hlíð, þar til Kristín fór alla leið. Nú er Jóhanna farin líka. Það var einstakt að kynnast þess- um hvunndagshetjum. Þær mundu tímana tvenna, þurftu stundum að þola erfiða daga, en vildu muna það sem gott var. Þær gerðu ekki kröfur til annarra um lífsins gæði, en undu glaðar við það sem þær gátu sjálfar skapað sér. Það er þroskandi að kynnast slíkum konum. Blessuð sé minning þeirra. Gísli Sigurgeirsson. Jóhanna Þóra Jónsdóttir Ef við lítum yfir farinn veg og finnum gamla slóð, færast löngu liðnar stundir okkur nær. (Har. Ól.) Þessar línur koma upp í hugann ásamt mörgum hlýjum minningum úr barnæsku og frá unglingsárum, Inga Björk Halldórsdóttir ✝ Inga Björk Halldórsdóttirfæddist í Borgarnesi 20. febr- úar 1943. Hún lést á Dvalarheimilinu Fellaskjóli í Grund- arfirði 23. sept- ember síðastliðinn og var jarðsungin frá Borgarnes- kirkju 30. sept- ember. er við í dag kveðjum kæra vinkonu og skóla- og fermingarsystur, Ingu Björk Halldórsdóttur frá Borgarnesi. Við bundumst vináttu- böndum strax í æsku, vorum samferða í gegnum alla okkar skólagöngu frá barna- skóla til landsprófs. Einnig störfuðum við saman í skátunum. Oft var glatt á hjalla bæði innan skólans og utan, það var kveðist á og ortar vísur. Við mun- um ferðirnar í Hreppslaug að læra sund, mikið voru þær nú skemmti- legar. Við munum leik- og skrautsýning- ar á árshátíðum skólans, þar sem við stigum öll á svið og lékum, sungum og dönsuðum. Við munum ís- og karamellugerð í eldhúsi skólans í tilefni árshátíð- anna, sem gerði okkur kleift að fara í ferðalög um landið. Við munum allar skemmtilegu skátaútilegurnar og skátamótin í Botnsdal og á Gils- bakka. Við munum alla saumaklúbb- ana. Við munum öll skólaböllin og síðan sveitaböllin, allaf fjör og kæti. Við munum öll frábæru fermingar- barnamótin þar var alltaf glatt á hjalla. Síðast en ekki síst munum við allar yndislegu samverustundirnar í gegn um tíðina og vináttu sem aldrei brást þó að sumir flyttu í burtu og jafnvel til útlanda. Elsku Inga Björk, hjartans þakkir fyrir trausta vináttu, farðu sæl til sólarheima. Innilegar samúðarkveðjur til Önnu Dóru, Benna, Kristínar og fjöl- skyldna og til systranna og þeirra fjölskyldna. Ingibjörg, Sólveig, Sigríður, Kristín, Auður, Hjördís og Vignir (Imba, Solla, Sigga, Kiddý, Auður, Hjöddý og Viggi). Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hve- nær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvað- an útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.