Morgunblaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 41
Drottinn vakir, Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
Blíðlynd eins og besta móðir
ber hann þig í faðmi sér.
Allir þótt þér aðrir bregðist,
aldrei hann á burtu fer.
Drottinn elskar, – Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
Þegar æviröðull rennur,
rökkvar fyrir sjónum þér,
hræðstu eigi, hel er fortjald,
hinum megin birtan er.
Höndin, sem þig hingað leiddi,
himins til þig aftur ber.
Drottinn elskar, – Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
(Sigurður Kristófer Pétursson.)
Elsku Óli minn, komið er að
kveðjustund. Þakka þér samfylgd-
ina. Guð blessi þig.
Guðrún (Systa).
Óli minn.
Við trúum ekki að þú sért farinn.
Við áttum svo skemmtilegt kvöld
saman heima hjá okkur, þú hress og
kátur og við ákváðum að hittast aftur
næsta kvöld.
Um morguninn fréttum við að þú
hefðir ekki vaknað aftur. Ég þakka
þér fyrir alla hjálpina. Nú hef ég
engan til að hjálpa mér með kassana.
Ég er ánægður að þú ert búinn að
hitta foreldra þína aftur. Ég þakka
þér fyrir hvað þú ert búinn að vera
góður við hana Aldísi mína, þú varst
tryggur vinur, það er erfitt að fá
svona mann í dag. Þú varst okkar
besti heimilisvinur.
Við vottum ættingjum þínum inni-
lega samúð.
Hvíl þú í friði.
Þínir vinir,
Stefán og Aldís.
Mig langar að minnast frænda
míns Ólafs Eyjólfssonar. Óli var ein-
stakur, ég hafði þekkt hann allt mitt
líf, hann var ætíð rólegur, traustur
og þægilegur. Í minni ætt eru marg-
ir Ólar og til að sundurgreina þá
höfðu flestir viðbót aftan við nafnið,
og einn þeirra var Óli hennar Helgu.
Æskuheimili Óla í Bólstaðarhlíðinni
Ólafur Eyjólfsson
✝ Ólafur Eyjólfs-son fæddist í
Reykjavík 15. nóv-
ember 1944. Hann
lést á heimili sínu 28.
september síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Helga Jacobsen
frá Skeggjastöðum í
Garði, f. 6. júní 1902,
d. 20. júlí 1991, og
Eyjólfur Stefánsson
frá Krókvöllum í
Garði, f. 14. nóv-
ember 1904, d. 13.
júlí 1975.
Ólafur verður jarðsunginn frá
Fossvogskapellu í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
man ég vel eftir, það
var bjart og fallegt. Í
eldhúsinu var fugla-
búr ofan á háum ís-
skáp með spökum
páfagauki sem gaman
var að spjalla við. Her-
bergi Óla fannst mér
merkilegt að koma inn
í, hillur fullar af bók-
um og blöðum í snyrti-
legum röðum og bunk-
um. Helga var traust
og góð, ég sé hana fyr-
ir mér í eldhúsinu,
dökkhærð og glaðleg
með svuntu og Eyjólfur og Óli að
sýna mér þennan skemmtilega páfa-
gauk.
Sem ungur drengur og fram eftir
aldri var Óli í sveit á sumrin hjá Sig-
fúsi bónda og konu hans Margréti,
miklum sæmdarhjónum á Læk í
Landsveit. Frá fyrstu tíð tók hann
þátt í störfum á bænum eins og aðrir
og þegar árin liðu urðu störfin
ábyrgðarmeiri eins og t.d. að keyra
traktorinn á bænum. Sú reynsla
leiddi til þess seinna meir að hann
tók bílpróf og keypti sér bíl. Það
frelsi að vera á eigin bíl veitti honum
ómælda ánægju alla tíð síðan. Þau
hjón á Læk og börn þeirra voru ákaf-
lega góð við Óla og Margrét reyndist
honum sem besta móðir meðan
henni entist aldur til.
Helga Jacobsen, móðir Óla, var
uppeldissystir ömmu minnar, Guð-
rúnar Ólafsdóttur Nielsen, Nanna
Einarsdóttir var einnig uppeldis-
systir ömmu og þær þrjár tengdust
sterkum böndum þar sem þær voru
til heimilis hjá afa og ömmu í mörg
ár.
Helga, Eyjólfur og Óli bjuggu í
Bólstaðarhlíð 9, Nanna bjó í Með-
alholti 17 með manni sínum Karli G.
Gíslasyni og þrem sonum þeirra.
Amma mín og afi J.C.C. Nielsen
eignuðust fimm börn, þau bjuggu á
Bergstaðastræti 29. Á milli þessara
þriggja fjölskyldna ríkti mikil vin-
átta og daglegur samgangur, enda
ekki um langan veg að fara. Um jól
og áramót var mikið um að vera og
glatt á hjalla þegar þessi stóri hópur
kom saman.
Helga og Eyjólfur voru ættuð úr
Garðinum. Þar átti fjölskyldan góða
vini og voru í gegnum árin mikil og
góð tengsl þar á milli.
Árið 1975 lést Eyjólfur skyndi-
lega, var fráfall hans mikið áfall fyrir
mæðginin. Þeir feðgar höfðu unnið
saman hjá hreinsunardeild Reykja-
víkurborgar þar sem Eyjólfur var
verkstjóri. Óli stóð sig alla tíð vel,
var duglegur til vinnu og mikill
reglumaður. Óli og Helga áttu mörg
góð ár saman eftir andlát Eyjólfs og
áttu góðar stundir með ættingjum og
vinum heima og heiman. Eftir lát
Helgu 1991 hefur Óli búið einn og
sýnt mikinn dugnað og hetjulund.
Kvaddur er góður drengur. Bless-
uð sé minning hans.
F.h. fjölskyldunnar,
Guðrún Ólafsdóttir Nielsen.
✝ Sigríður Giss-urardóttir
fæddist í Drangs-
hlíð undir A-
Eyjafjöllum í Rang-
árvallasýslu hinn
27. nóvember 1909.
Hún lést á Dval-
arheimilinu Grund
28. sept. síðastlið-
inn, sem hafði verið
hennar heimili síð-
ustu 16 árin. For-
eldrar hennar voru
Gissur Jónsson, f.
15.12. 1868, d. 24.2.
1945, bóndi og hreppstjóri í
Drangshlíð, sonur Jóns Hjörleifs-
sonar, bónda þar og hreppstjóra í
Eystri Skógum, og konu hans
1907, d. 24.1. 1909. 7) Björn, f.
13.9. 1908, d. 30.1. 1909. 9) Björn,
f. 19.1. 1911, d. 21.9. 2002. 10)
Guðrún, f. 7.4. 1912, d. 18.11.
2002. 11) Tryggvi, f. 22.3. 1916, d.
30.12. 1916. 12) Ása, f. 5.10. 1920.
Fósturbróðir þeirra er Kristinn
Skæringsson, f. 24.4. 1932.
Sigríður ólst upp og bjó í
Drangshlíð, þar til hún fór í
Kvennaskólann í Reykjavík, en
þaðan lauk hún námi 1929. Eftir
það starfaði hún við verslunar- og
skrifstofustörf í Reykjavík, þar til
hún giftist Filippusi Gunnlaugs-
syni frá Ósi í Steingrímsfirði,
f.17.5. 1905, d. 12.4. 1981, hinn 10.
okt. 1936. Þau Filippus eignuðust
þrjú börn. Þau eru: Haukur, f.
1939, maki Ragnheiður Kristín
Benediktsson, Hrefna, f. 1942,
maki Árni Gunnarsson, og Hörð-
ur, f. 1944, maki Margrét Odds-
dóttir. Barnabörnin eru sex og
barnabarnabörnin 12.
Útför Sigríðar var gerð í kyrr-
þey.
Guðfinnu Ísleifs-
dóttur, f. 5.12. 1877,
d. 23.12. 1971, ljós-
móðir og húsfreyja í
Drangshlíð, dóttir Ís-
leifs Magnússonar
bónda á Kanastöðum
í A-Landeyjum. Sig-
ríður var áttunda í
röð 12 alsystkina auk
fóstursystkina.
Systkini hennar eru:
1) Gissur, f. 5.6. 1899,
d. 30.12. 1984. 2) Ís-
leifur. f. 2.11. 1900,
d. 4.9. 1902. 3) Guð-
rún, f. 23.6. 1902, d. 21.8. 1903. 4)
Ísleifur, f. 13.7. 1903, d. 3.9. 1967.
5) Jón Ástvaldur, f. 13.2. 1906, d.
31.8. 1999. 6) Sigríður, f. 27.3.
Elskulega amma. Fáein orð
hrökkva skammt til að lýsa þér og
því ríkidæmi sem umvefur þig. Um-
hyggjunni, kærleikanum og vinátt-
unni sem þú veittir mér mun ég æv-
inlega minnast og þakka, en sakna
nú sárt. Nærvera þín gaf svo ríku-
lega af öllu þessu án þess að þú ætl-
aðist til nokkurs sjálfri þér til handa.
Í mínum huga ert þú kletturinn sem
enginn stormur haggar. Lífsfor-
dæmi þitt allt er ljóslifandi í huga
okkar allra sem elskum þig og dáum
og mun lýsa í hjörtum okkar um
ókomna tíð. Fordæmi sem ávallt
geislaði af réttri sýn og umburðar-
lyndi, nærgætni og samkennd í orð-
um og gjörðum í garð sérhverrar sál-
ar, enda þér ekki samboðið að
hallmæla, heldur sýna sérhverju
okkar fyllstu virðingu í orði sem á
borði. Ef við gætum aðeins tileinkað
okkur brot af þeim fádæma styrk og
gæsku sem öll skaphöfn þín endur-
speglaði þá væri heimurinn annar og
betri.
Það var hlýja og friðsæld sem um-
vafði okkur sem dvöldum lengur eða
skemur á heimili þínu og afa á Haga-
mel. Fyrir mig var sú hlýja frelsandi
afl þegar heill og hamingja var í húfi.
Þú veittir ekki einungis ríkulega af
mat og drykk heldur voru hugprýði,
traust og þolgæði næring sem
byggðu okkur upp til framtíðar.
Jafnvel ,,prjónatalið“, amma, tjáði
mannkosti þína og gæsku og í eyrum
unglingsstúlku voru hljómar þess
sinfónía sem mildaði rótleysi og ang-
ur hugans. Engu skipti hvað á bját-
aði, nærvera þín byggði alltaf upp og
sjónir beindust að því góða sem við
eigum og getum gefið og deilt og orð-
ið ríkari fyrir bragðið. Það er ekki-
þrautalaust að feta í fótspor konu
sem þín, halda stefnunni þegar á
rúmsjó lífsins er komið, ekkert auð-
veldara en að flækjast í snörum sjálf-
hverfra hugsana og þarfa. Slík voru
ekki þín vandamál. Á þinn hógværa
hátt safnaðir þú raunverulegum
verðmætum sem svo mörg okkar
hafa misst sjónar af. Innri fegurð,
sannleikur og friður eru meira en
verðmæti, heldur andlegt ríkidæmi,
án landamæra. Ég þekki ríkidæmi
þitt, elsku amma, og það sefar sorg
mína. Ljósið sem þú kveiktir í litlu
hjarta mun lýsa mér áfram veginn
um aldur og ævi. Megir þú njóta
þeirrar blessunar og hamingju sem
þú hefur sáð til í faðmi ljóss, friðar og
kærleika.
Þórdís Hauksdóttir.
Til er fólk, sem lifir svo ærlegu,
heilsteyptu og virðingarverðu lífi og
ber slíka reisn, að fáum er saman að
jafna. Merkileg kona og yndisleg
tengdamóðir mín, Sigríður Gissurar-
dóttir frá Drangshlíð undir Eyja-
fjöllum, lést eins og hún hafði óskað
sér, sofnaði djúpum svefni tæplega
97 ára gömul, hafði skamma viðdvöl í
draumanna landi og hvarf, sátt við
Guð og menn, til þess heims, sem um
eilífð varir.
Fram á síðasta dag hélt Sigríður
fullu andlegu atgervi, fylgdist með
fréttum, las blöð og bækur á meðan
sjónin leyfði, fylgdist með lífi fjöl-
skyldunnar, börnum, barnabörnum
og barnabarnabörnum, ræddi við
gesti og gangandi um dægurmálin
og óbrigðult minni hennar var fjár-
sjóður þeim, sem vildu fræðast um
fyrri daga. Og nánast á hverjum
degi, þegar veður leyfði, gekk hún
um göturnar í nágrenni Grundar sér
til heilsubótar.
Þessi merka kona veitti ríkulega
af andlegum auði sínum og af honum
efnuðust margir. Hún var einskonar
þungamiðja fjölskyldu og kennileiti
kynslóðar, sem nær öll er burtu horf-
in. Í henni áttu börn, barnabörn og
barnabarnabörn vin og fyrirmynd og
sakna hennar sárlega.
Sigríður átti heimili sitt á Grund í
16 ár. Þar naut hún einstaklega góðs
atlætis og umhyggju og átti trygga
vini í hópi starfsfólks. Þeim var hún
þakklát og vildi að því þakklæti yrði
komið á framfæri með skýrum hætti.
Heimspekileg afstaða Sigríðar til
lífsins var skýr. Líf og dauði voru
ekki andstæður, heldur var dauðinn
hluti af lífinu; eins konar uppgjör eða
skilagrein í lok langs vinnudags. Sú
skilagrein mun standast alla skoðun
tveggja heima. Minningarorð í
Mogga verða óttalega rýr í saman-
burði. En þau eru tilraun til að þakka
langar samvistir, umburðarlyndi og
elsku.
Árni Gunnarsson.
Það var fyrir hartnær fjórum ára-
tugum sem við hittumst fyrst, ég og
Sigríður tengdamóðir mín, sem nú
hefur kvatt okkur, næstum níutíu og
sjö ára að aldri. Ég held að henni hafi
litist svona mátulega á blikuna.
Yngsti sonur hennar, í miðju dokt-
orsnámi erlendis, var að taka saman
við konu með tvær ungar dætur. En
hún tók þessu sem öðru af jafnaðar-
geði og með þeim virðuleik sem
henni var í blóð borinn. Við áttum
eftir að læra að meta hvor aðra og
eiga margar góðar stundir saman.
Eftir því sem ég kynntist henni bet-
ur varð hún í mínum huga fyrir-
mynd. Ég vildi gjarnan geta tileink-
að mér margt sem var framúr-
skarandi í fari hennar, skaphöfn og
afstöðu til lífsins.
Sigríður var Kvennaskólastúlka.
Sú menntun sem hún hlaut í þeim
skóla varð henni býsna notadrjúg
enda var hún góðum gáfum gædd.
Hún hafði hæfileika til frekara náms
en til þess voru ekki efni. Nú til dags
hefði slík kona gengið menntaveginn
lengra. Þess í stað hóf hún störf við
verslun og skrifstofustörf og var
strax vel treyst. Fór hún til dæmis
tvívegis til Skotlands í verslunar-
ferðir. Þetta var á árunum fyrir stríð
og ekki eins einfalt og nú að ferðast,
farið með skipi til Englands og járn-
brautum til Glasgow. Þessum verk-
efnum mun hún hafa skilað með
sóma. En eftir að hún gekk í hjóna-
band var starfsferlinum lokið eins og
tíðarandinn bauð.
Tungumál voru henni enginn fjöt-
ur um fót. Ensku talaði hún vel og
greip jafnvel til þýsku á ferðalögum
erlendis, ferðafélögum til nokkurrar
undrunar. Á níræðisaldri fór hún að
rifja upp þýskukunnáttuna. Þannig
var hugurinn vakandi alla tíð. Ég
minnist þess til dæmis er sjónvarpið
sýndi seint að kvöldi kvikmynd
gerða eftir frægri bók. Það var eftir
venjulegan svefntíma konu á tíræð-
isaldri en hún lét klukkuna vekja sig
til að missa ekki af myndinni.
Eftir að Sigríður varð ekkja fór
hún lengi árlega með systur sinni og
mági til sólarlanda og naut þeirra
ferða mjög, enda félagsskapurinn
góður.
Hún fylgdist alla tíð vökulum aug-
um með börnum sínum og fjölskyld-
um þeirra, var góður hlustandi en
aldrei afskiptasöm.
Síðustu sextán árin bjó hún á Elli-
og hjúkrunarheimilinu Grund. Þang-
að kaus hún að flytja og tók þá
ákvörðun sjálf án þess að leita ráða
hjá öðrum. Á Grund átti hún góða
vist, naut alúðar og umhyggju starfs-
fólks og var þar augljóslega hvers
manns hugljúfi. Hún lagði áherslu á
að halda sér við líkamlega, sótti leik-
fimi og sjúkraþjálfun eins oft og hún
gat og fór í langar gönguferðir um
Vesturbæinn og nágrenni Tjarnar-
innar eftir því sem veður og færð
leyfðu, gjarnan tvisvar á dag. Síð-
ustu gönguferðina fór hún sunnu-
daginn 24. september. Fjórum dög-
um síðar var hún öll.
Hún var sannarlega flott kona hún
Sigríður. Ég mun sakna þeirra
stunda sem ég átti með henni, ekki
síst þegar hún, ég og móðir mín sát-
um saman yfir góðum mat og glasi af
víni og nutum samræðna sem greind
Sigríðar, stálminni og létt geð
gæddu sérstökum þokka. Það er eft-
irsóknarvert að eldast með slíkri
reisn sem hún gerði.
Margrét Oddsdóttir.
Sigríður
Gissurardóttir
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför
RANNVEIGAR EIÐSDÓTTUR,
Borgarhóli,
Svalbarðseyri.
Karl Á. Gunnlaugsson, Oktavía Jóhannesdóttir,
Birna Gunnlaugsdóttir, Stefán Einarsson,
Hreinn Gunnlaugsson, Elsa Valdimarsdóttir,
Eiður Gunnlaugsson, Sigríður Sigtryggsdóttir,
Hildur Eiðsdóttir,
Eiður Eiðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.