Morgunblaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 53 menning Pearl Jam er ein af mínumuppáhaldshljómsveitum,þótt ég geri mér ekki al- mennilega grein fyrir af hverju. Það er ekki beint „kúl“ að fíla Pearl Jam, og margir myndu segja alls ekki, en það er eitthvað í þessari hljómsveit sem hefur á mér tak. Aðdáun mín snýst líka oft og iðulega upp í einslags ástar/ haturssamband, sem nánast er per- vertískt. Á sama tíma og ég elska sum lög- in út af lífinu, hampa No Code sem meistaraverki sveitarinnar, nenni endalaust að rekja mig í gegnum þróun sveitarinnar og dáist að Ed- die Vedder fer mannúðarstarf sveitarinnar í taugarnar á mér og þessi botnlausa hræsni meðlima er þeir þykjast vera „einir af okkur“ á meðan þeir eru milljónamæringar og þurfa ekki að lyfta litla fingri frekar en þeir nenna. Langþráður draumur rættist svo hinn 23. sept- ember síðastliðinn. Pearl Jam hélt tónleika í Berlín, í hringleikahúsinu Wuhlheide, fyrir framan 15.000 gesti. Ég var þar á meðal. Þetta voru einu tónleikarnir sem ég var staðráðinn í að sækja á meðan ég dvaldi í Berlín þennan sept- embermánuð en svo fór að þetta voru þeir tónleikar sem ég sá hvað mest eftir að hafa farið á. Hvers vegna? Fyrir það fyrsta er ég nú kominn með leiða á svona stórtónleikum. Ég meina, hver er tilgangurinn? Þessir tilteknu tónleikar voru, að ég get ímyndað mér, ábyggilega eins og Rolling Stones-tónleikar. Fólk fer til að „sjá“ Stones, en ekki til að „hlusta“. Og það þrátt fyrir að það glitti rétt í þá uppi á sviði. Ná- lægð sveitar og áhorfenda er afar takmörkuð og þetta virðist snúast um það að berja goðsagnir augum, líkt og að horfa á Mónu Lísu í gegn- um glerrammann.    Þá var hljómurinn lélegur og al-veg furðulega lágvær. Vedder- inn, maðurinn sem innlimaði Ramo- nes í Frægðarhöll rokksins, ætti að skilja það manna best að rokk og ról snýst um að hafa það nógu hel- víti hátt. Það skringilegasta af öllu var þó að Pearl Jam er annáluð fyrir frá- bæra tónleika, þar sem hverjir tón- leikar eru spilaðir líkt og þeir væru þeir síðustu. Ekki upplifði ég það, heldur miklu frekar band sem er al- gerlega farið að rúlla á sjálfstýr- ingunni, komin í þá stöðu að það er einfaldlega verið að stimpla sig inn í vinnuna. Það var líkt og menn væru að berjast við að hoppa sig í stuð þegar „Animal“ var spilað í milljónasta skipti og svo var þetta sama gamla rútínan sem öll þessi leikvangabönd afrita hvert frá öðru. Á ákveðnum stað fer Vedder út til hliðanna á sviðinu, eftir nokk- ur lög í viðbót hoppar hann niður á öryggissvæðið og fer upp að áhorf- endum og svo er það rúsínan í pylsuendanum, þegar okkur er sagt að við séum „bestu áhorfendurnir til þessa“. Og við lepjum þetta upp, eins og sauðir.    Þar sem meðlimir Pearl Jam erumeð það á heilanum hversu miklir menn fólksins þeir eru, og láta sig dreyma um það að selja plöturnar sínar í nokkrum þús- undum en ekki milljónum, væri heillavænlegast fyrir þá að fara að spila í litlum klúbbum, segjum 500 manna. En við vitum öll að það mun ekki gerast. Skepnan er farin að dansa sjálf og innst inni vitum við líka að á endanum vilja meðlimir ekki hafa þetta neitt öðruvísi. Ég hafði ætlað mér að skrifa heil- síðugrein um þessa tónleika og lof- sama Pearl Jam til hægri og vinstri en þess í stað kemur þessi stutti tuðpistill. Og það er mátulegt á þá. Auðvitað ætla ég ekkert að snúa baki við mínum mönnum. En þetta er að sönnu „tough love“. arnart@mbl.is Perlur fyrir svín Pearl Jam „Animal“ var spilað í milljónasta skipti og svo var þetta sama gamla rútínan sem öll þessi leikvangabönd afrita hvert frá öðru. AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen » Þetta voru einu tón-leikarnir sem ég var staðráðinn í að sækja á meðan ég dvaldi í Berlín þennan septembermán- uð en svo fór að þetta voru þeir tónleikar sem ég sá hvað mest eftir að hafa farið á. Hvers vegna? Staðalbúnaður: • Hátt og lágt drif • Álfelgur • Stigbretti • Vindskeið • Skyggðar rúður • ABS hemlalæsivörn Pajero sport Sjálfskiptur með V6 bensínvél, 177 hestöfl 3.395.000 kr. Aflmeiri 136 hestafla dísilvél 3.595.000 kr. 3.395.000 kr. Fullbúinn alvörujeppi á einstöku verði Umboðsmenn um land allt: Höldur hf., Akureyri, sími 461 6020 · HEKLA, Borgarnesi, sími 437 2100 · HEKLA, Ísafirði, sími 456 4666 HEKLA, Reyðarfirði, sími 470 5100 · HEKLA, Reykjanesbæ, sími 420 5000 · HEKLA, Selfossi, sími 482 1416 HEKLA, Laugavegi 174, sími 590 5000 www.hekla.is, hekla@hekla.is 35.539 kr. á mánuði H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Miðað við 30% útborgun og gengistryggðan bílasamning SP til 84 mánaða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.