Morgunblaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 39
✝ Jakob Einar Ár-mannsson fædd-
ist í Miðtungu í
Tálknafirði hinn 28.
desember 1935.
Hann lést á krabba-
meinsdeild Land-
spítalans við Hring-
braut hinn 28.
september síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Ármann Jak-
obsson, f. 30. júní
1906, d. 22. maí
1991, og Jóndís Sig-
urrós Einarsdóttir,
f. 18. apríl 1903, d. 12. febrúar
1994. Systur Einars eru Jónína
Vigdís, f. 26. ágúst 1933, maki Ein-
ar Brandsson, f. 1. janúar 1931, d.
18. mars 2005, og Erla Svandís, f.
13. júní 1945, maki Þórarinn Krist-
insson, f. 26. nóvember 1942.
Einar kvæntist 24. maí 1958
Guðjónu Ólafsdóttur, f. á Sellátr-
um í Tálknafirði 6. mars 1937. For-
eldrar hennar voru Ólafur Helgi
Finnbogason, f. 31. október 1910,
d. 24. júní 1939, og Guðrún Guð-
björg Einarsdóttir, f. 5. janúar
1917, d. 16. apríl 1996. Börn Ein-
ars og Guðjónu eru: 1) Guðrún
Dagný, f. 10. mars 1958, maki
hjónabandi soninn Björn. 7) Krist-
rún, f. 4.desember 1972, maki
Brynjar Már Eðvaldsson. Börn
Kristrúnar af fyrra sambandi eru
Alexander Már og Irma Lind Her-
mannsbörn. Barnabarnabörnin
eru orðin 3 og það fjórða á leiðinni.
Einar bjó ásamt foreldrum sín-
um í Miðtungu í Tálknafirði sem
barn. Hann hóf sjómennsku mjög
ungur og stundaði hana til ársins
1963. Þá hóf hann störf í Vélsmiðju
Tálknafjarðar þar sem hann vann í
nokkur ár. Hann vann í kaupfélagi
Tálknafjarðar um tíma, þá vann
hann aftur í nokkur ár við bíla-
viðgerðir, akstur vörubíla og flug-
rútu hjá fyrirtækinu Fák á Tálkna-
firði. Árið 1979 fluttu Einar og
Guðjóna til Hafnarfjarðar með
þrjár yngstu dæturnar og hóf
hann þá störf í sápugerðinni
Frygg í Garðabæ, þar vann hann í
tíu ár. Eftir að hann hætti þar
vann hann ýmis íhlaupaverk í
stuttan tíma þar til hann gerðist
húsvörður í stórri blokk við Boða-
granda í Reykjavík. Því starfi
gegndi hann í 17 ár. Einar byggði
heimili fyrir stækkandi fjölskyldu
Skrúðhamra á Tálknafirði, hann-
aði hann og smíðaði húsið sjálfur
með dyggri leiðsögn og hand-
leiðslu góðra ættingja og vina. Þar
bjó fjölskyldan allt þar til þau
fluttu til Hafnarfjarðar.
Útför Einars verður gerð frá
Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu í
Reykjavík í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
Magnús Geir Helga-
son, f. 16. mars 1958,
þau eiga þrjú börn
Ernu, Elsu Margréti
og Guðjón Einar. 2)
Steinunn Aldís, f. 7.
janúar 1960, maki
Guðlaugur Ævar
Hilmarsson, f. 29.
ágúst 1948, börn
Steinunnar af fyrra
hjónabandi eru Jak-
ob Einar og Kristín
Úlfarsbörn og börn
Guðlaugs frá fyrra
hjónabandi eru Rósa,
Sandra og Brynjar. 3) Ármann, f.
17. desember 1960, maki Marit
Van Rangelroy, f. 3. desember
1956. 4) Jóndís Sigurrós, f. 29. júní
1963, maki Agnar Þór Sigurðsson,
f. 2. júní 1962, þau eiga fjögur börn
Róslaugu Guðrúnu, Hafþór Atla,
Patrek Þór og Agnesi Láru. 5)
Ingibjörg, f. 26. febrúar 1965,
maki Haraldur Júlíusson, f. 6. júlí
1964, þau eiga fjögur börn, Ár-
mann, Júlíönu, Margeir og Þor-
berg. 6) Helga, f. 13. desember
1968, sambýlismaður Halldór
Sveinbjörnsson, f. 4. maí 1957, þau
eiga saman tvö börn Hildi Maríu
og Kolmar og Halldór á frá fyrra
Hann pabbi minn er nú farinn
heim til Drottins þar sem engin
veikindi eru og engin þjáning. Það
var gott að vita af trú pabba á
frelsarann Jesú í gegn um veik-
indin hans í sumar. Enda var hann
alltaf til þegar ég spurði hann: „á
ég að biðja með þér pabbi minn,
eða lesa fyrir þig sálm?“ Hann
hefði gjarnan viljað fá lengri tíma
hér með okkur en hann var samt
tilbúinn að svara kallinu frá skap-
aranum, hann átti fullvissu í hjarta
sínu að nafn hans var ritað í lífsins
bók hjá Guði. Það er líka á ákveð-
inn hátt betra að sleppa þegar
maður vissi þessa fullvissu hans.
Þegar pabbi fékk þá greiningu á
vormánuðum að hann væri með
krabbamein á lokastigi og það
væri óvíst hversu langan tíma
hann fengi í viðbót með okkur,
fengum við jafnframt hvatningu
um að nýta tímann vel. Eiga
stundir saman, skapa góðar minn-
ingar og njóta góðu stundanna.
Það höfum við reynt í sumar og
var það mikil gleði þegar pabbi og
mamma komust loks á Búið á Ísa-
firði, þar sem pabbi elskaði að
vera. Hann naut samvistanna við
allan dætrahópinn, tengdasynina
og barnabörnin. Það var það dýr-
mætasta sem hann átti, mamma,
börnin og barnabörnin. Hann var
alltaf tilbúinn ásamt mömmu að
gera allt fyrir okkur öll sem í
þeirra valdi stóð.
Síðustu vikurnar voru pabbi og
mamma í Mosfellsbænum. Ég tal-
aði við pabba í síma og heyrði á
honum að honum leið vel með það,
þau höfðu þar dótið sitt í kring um
sig, hann svaf í sínu rúmi og hann
var orðinn þreyttur á ferðalögun-
um á milli Ísafjarðar og Reykja-
víkur sem hann þurfti að fara á
hálfs mánaðar fresti til að fara í
meðferð. Hann var búinn að fara á
Búið sitt og kveðja það. Hann var
ánægður með göngutúrana sem
mamma fór með honum í Mosfells-
bænum, hann í hjólastólnum hún
keyrði hann og umvafði með ást og
umhyggju. Þetta trúi ég að hafi
verið dýrmætur tími fyrir þau tvö
saman. Pabbi sagði mér hversu
þakklátur hann var fyrir natni
mömmu og þekkingu á aðhlynn-
ingu sem kom sér vel í sumar. Ég
er líka þakklát fyrir það sama og
er stolt af mömmu minni.
Hann talaði oft um hversu hepp-
inn hann væri að eiga svona stóran
hóp í kring um sig, það væru nú
ekki allir svona heppnir. Hann var
líka tilbúinn að taka við því þegar
hann hafði áhyggjur af því að það
væri erfitt fyrir okkur að þurfa að
sinna honum svona mikið, en við
sögðum honum hversu dýrmætt
það væri fyrir okkur að fá að njóta
samvistanna við hann á meðan það
gæfist. Hann væri svo vanur að
hlúa að okkur en nú væri kominn
sá tími að við mættum hlúa að
honum. Honum fannst hann mikið
blessaður af Guði að eiga fjölskyld-
una sína sem hann hafði alltaf í
forgangi allt sitt líf.
Ég er þakklát fyrir minningu
um góðan pabba sem var mér
ásamt mömmu góð fyrirmynd í líf-
inu. Hann var svo ljúfur og rólegur
og hafði sérstaklega góða nærveru.
Ég hef nú kvatt góðan pabba og
geymi góðar minningar í hjartanu.
Ingibjörg.
Það er erfitt að kveðja ástvin en
ég get samt brosað í gegnum tárin
þegar ég hugsa til baka því hann
pabbi minn skilur eftir sig mikið af
góðum minningum. Hann var glað-
lyndur og hrekkjóttur rólegheita-
maður sem hægt var að leita til
með hvers kyns vandamál hvort
sem það var hvernig elda ætti
ávaxtagraut, fiskikökur eða hvern-
ig best væri að útbúa sturtu í kjall-
aranum eða skipta um kló á ryk-
sugunni. Hann var alltaf boðinn og
búinn að rétta hjálparhönd. Mér er
minnisstætt þegar hann brá sér í
verslunarleiðangur því hana Irmu
litlu vantaði spariskó og ég var
hálfefins um hvort honum væri
treystandi til verksins staddur í
Reykjavík og ég á Hvammstanga,
skórnir voru eins og skapaðir fyrir
kjólinn hennar! Þannig ég held að
það hafi bara ekki verið neitt sem
hann pabbi minn gat ekki, nema að
segja til vegar, það voru svo ná-
kvæmar og miklar leiðbeiningar að
ég vissi varla hvort ég var að koma
eða fara. Það fór alltaf í taugarnar
á honum að ég skyldi ekki vera
áttvísari „hvernig geturðu ekki vit-
að hvar þú ert, búin að keyra á
milli ótal sinnum“, sagði hann oft
þegar ég var að láta vita af mér
„einhvers staðar“ á leið milli Ísa-
fjarðar og Reykjavíkur. En ég óx
semsagt aldrei upp úr því að líta
til pabba míns sem hetju. Það ætla
ég að vona að ég eigi einhvern í lífi
mínu sem er svo tilbúinn að gera
mér síðustu dagana léttari eins og
hún mamma gerði fyrir pabba, því
hún mamma mín er engu minni
hetja í mínu lífi. Auðvitað hefði ég
viljað eiga hann lengur en ein-
hvern veginn er það léttbærara að
kveðja af því hann átti trú og full-
vissu um framhald sitt hjá guði.
Hann var svo fallegur og friðsæll í
dauðanum, laus við þjáningar og
höft líkama síns. Far í friði, ynd-
islegi pabbi minn, og guð geymi
þig. Elsku mamma mín, guð gefi
þér áframhaldandi styrk í missi
þínum á vini, elskhuga og þras-
félaga til fimmtíu ára.
Kristrún.
Ég minnist afa míns þegar ég
horfi á málverk þar sem hann
hafði dálæti af því að mála.
Enda var gaman að fylgjast með
honum mála mynd af draumaum-
hverfi sínu.
Það var ekki mikið um að það
vantaði eitthvað fyrir mann þegar
við vorum hjá honum, þar sem
hann var alltaf í stakk búinn að
stökkva af stað um leið og maður
kvartaði eitthvað og ná í það sem
vantaði.
Þegar hann þjónaði einu af
störfum sínum sem var þá hús-
vörður í stórri blokk á Boðagrand-
anum. Við bróðir minn vorum bara
komin til Reykjavíkur þegar við
komum heim til afa og ömmu.
Enda fannst öllum gaman að koma
til þeirra.
Ég get ekki munað að hann hafi
horft mikið á fréttirnar en hins
vegar var alltaf kveikt á Lindinni
og Ómega, en í þá daga kunni
maður ekki að meta það. En núna
veit ég hvað þetta er trúverðug
stöð enda var hann mjög trúaður.
Og öll vandamál sín fól hann í
umsjá Guðs, ég held bara að eng-
inn hafi ekki kunnað við hann afa
minn enda segja allir sem ég þekki
og þekktu hann við mig hve góður
hann var. Ef hann fékk alla stöpp-
una heim til sín var hann ekki
reiður ef það var hávaði hann
reyndi frekar að gera eitthvað með
okkur til að þagga niður í okkur.
Svo einn dag þegar ég var komin
til þeirra, kom til þeirra páfagauk-
ur sem fékk að lifa hjá þeim í
nokkra daga, ég man að við fórum
saman niður að finna eitthvað að
geyma grey fuglinn í.
En þegar upp var komið var
fuglinn farinn úr kassanum, búinn
að skíta allt út. Ég man hvað við
hlógum að hvort öðru þegar við
hjálpuðumst að við að þrífa upp
eftir hann svo það væri hreint þeg-
ar amma kæmi heim. Sterkasta
manneskja í mínu lífi er elskuleg
amma mín sem þurfti að ganga í
gengum allt þetta erfiða og hug-
hreysta alla aðra, það gæti ég
aldrei. Ég vona að þú, elsku amma
mín, haldir áfram að vera svona
sterk og styðja alla í kringum þig
en ekki ofkeyra þig, ég elska þig.
Svo var hann farinn, að sjá hvað
hann var fallegur og friðsæll í kist-
unni sinni veitti mér hlýju inni í
mér allri.
Góða nótt, elsku afi minn.
Irma Lind.
Jakob Einar
Ármannsson
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
GUÐNÝ LAXDAL,
Dápuhlíð 35,
Reykjavík,
sem lést á líknardeild Landakotsspítala föstu-
daginn 29. september, verður jarðsungin frá Há-
teigskirkju þriðjudaginn 10. október kl. 13.00.
Þórólfur Jónsson,
Hulda Guðrún Þórólfsdóttir,
Haukur Þórólfsson,
Anna Laxdal Þórólfsdóttir, Elfar Bjarnason,
Friðný Heiða Þórólfsdóttir, Gunnlaugur Nielsen,
Sonja, Guðný, Þórólfur, Ingvar,
Rúnar og Þorsteinn Jökull.
Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við and-
lát og útför
HALLDÓRU AÐALSTEINSDÓTTUR
frá Laugavöllum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnun-
ar Þingeyinga fyrir frábæra umönnun.
Aðalgeir Aðalsteinsson, Kristín Ólafsdóttir,
Hólmfríður Aðalsteinsdóttir, Skúli Þór Þorsteinsson,
Björgvin Sigurgeir Haraldsson
og systkinabörn.
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
INGÓLFUR BJÖRGVINSSON
rafverktaki,
Tjaldhólum 60,
Selfossi,
áður til heimilis í Hólastekk 8,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Áskirkju í Reykjavík mánudaginn 9. október
kl. 15:00.
Anna Tyrfingsdóttir,
Anna Jarþrúður Ingólfsdóttir, Thorbjörn Engblom,
Þóranna Ingólfsdóttir, Jón Finnur Ólafsson,
Kristín Brynja Ingólfsdóttir,
Ásgerður Ingólfsdóttir, J. Pálmi Hinriksson,
Björgvin Njáll Ingólfsson, Sóley Andrésdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
SIGRÍÐUR GISSURARDÓTTIR
frá Drangshlíð undir Eyjafjöllum,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fimmtu-
daginn 28. september.
Útför hennar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu
fimmtudaginn 5. október.
Fyrir hönd aðstandenda,
Haukur Filippusson, Ragnheiður Kristín Benediktsson,
Hrefna Filippusdóttir, Árni Gunnarsson,
Hörður Filippusson, Margrét Oddsdóttir.
Elskuleg móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
HULDA PÉTURSDÓTTIR,
Skjaldarvík,
áður til heimilis á Freyjugötu 32,
Sauðárkróki,
verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugar-
daginn 7. október kl. 11.00.
Trausti Bertelsson, Erla Hjálmarsdóttir,
Ólafur Bertelsson,
Valgarð Bertelsson, Branddís Benediktsdóttir,
Jóhanna Bertelsdóttir, Haukur Brynjólfsson,
Heiðdís Andradóttir, Guðjón Sveinsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.