Morgunblaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 55 menning Höfuðborg Slóveníu LJUBLJANA Verð frá 59.740 á mann í tvíbýli í 3 nætur Gullfalleg, vinaleg og hlý! Ljubljana sameinar töfra liðinna alda og nútímann. Í Ljubljana fáum við á tilfinninguna að við séum í litlu fjallaþorpi og samt erum við í kraftmikilli menningarborg þar sem bíður okkar fjöldi kaffihúsa, veitingastaðir, verslanir, leikhús og óperuhús. Úrvals gisting Frábærar skoðunarferðir – Gönguferð um gamla bæinn – Náttúruperlan Bled-dalur – Dropasteinshellarnir og Predjama-kastalinnÍSLE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S U RV 3 43 00 09 /2 00 6 Sími 585 4000 www.urvalutsyn.is Helgarferðir til Ljubljana 12., 19. okt og 2. nóv. með zen meistaranum Kwong-roshi, Laufásvegi 22, 10. okt. kl. 18.00 Ertu með sjálfum þér? Námskeið í Zen hugleiðslu Nánari upplýsingar á www.zen.is og í síma 697 4545 Hvað segirðu gott? Allt ágætt bara. Hefurðu farið með pabba þínum í bað? (spurt af síðasta aðalsmanni Auðuni Blöndal) Ég minnist þess nú ekki. Kanntu þjóðsönginn? Ég þykist svona taka undir þegar hann er spilaður, „mæma“. Áttu þér gælunafn? Það kemur fyrir að fólk segir „Solda“. Hvað talarðu mörg tungumál? Fjögur. Þarf síðan að bæta við einu rómönsku. Hvenær fórstu síðast til útlanda og hvert? Ísland er mitt útland. Ég bý í NY og kem oft í heimsókn. Friðrik Þór eða Baltasar Kormák- ur? Baltasar í augnablikinu. Friðrik áð- ur fyrr. Sjáum til hvað Friðrik Þór gerir næst. Uppáhaldsmaturinn? Allur íslenskur matur er ótrúlega góður. Um þessar mundir er ég mjög spennt fyrir humarsúpu. Bragðbesti skyndibitinn? Hmm … ein með öllu. Hvaða bók lastu síðast? Ég er í miðju kafi að lesa A Killer Life um ævi og störf Christin Vac- hon sem þekkt er fyrir framleiðslu óháðra kvikmynda í New York. Hún er þekkt fyrir Boys Don’t Cry, Kids, Far From Heaven og fleiri góðar. Hvaða leikrit sástu síðast? Ég held bara að ég hafi séð aðal- leikkonuna mína Aðalbjörgu Þóru í Footloose. Frábær skemmtun og Alla B, eins og hún kallast, stelur „sjóinu“. Jörundur var ekki síðri. En kvikmynd? Red Road eftir Andrea Arnold, hina sömu og vann óskarinn fyrir stutt- mynd sína „Wasp“. Mögnuð kvik- myndagerðarkona. Hvaða plötu ertu að hlusta á? Ég er alltaf að hlusta á Cat Power og TV on the Radio. Ég á þær nefnilega á vínyl. Uppáhaldsútvarpsstöðin? RÚV og NPR Besti sjónvarpsþátturinn? „Studio 60 on the Sunset Strip“ er nýkominn á skjáinn úti og datt ég aðeins inn í hann. Hann fjallar um það sem gerist á bak við tjöldin hjá stórri sjónvarpsstöð. Annars hef eig- inlega aldei tíma til að horfa á sjón- varpið. Þú ferð á grímuball sem? Pönkari eða trúður. Helstu kostir þínir? Þrautseigja. En gallar? Á það til að slá hlutum á frest. Fyrsta ástin? Strákur úr 5-A í Melaskóla. Besta líkamsræktin? Ég get ímyndað mér að það sé þrí- þraut. Algengasti ruslpósturinn? Tilboð um Viagra. Ég er enn að hugsa málið. Hvaða ilmvatn notarðu? Kenzo. Hvar myndirðu vilja búa annars staðar en á Íslandi? Ég væri til í að prófa Suður- Ameríku. Ertu með bloggsíðu? Ég var með eina. Hana þarf að upp- færa við fyrsta tækifæri. Hvers viltu spyrja næsta viðmæl- anda? Sástu stuttmyndina „Góðir gestir“ í Iðnó 6. október? „Mæmar“ þjóðsönginn Aðalskona vikunnar er kvikmyndaleikstjóri búsett í New York. Hún frumsýnir í dag kl. 16 stuttmyndina „Góðir gestir“, á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni sem fer fram um þess- ar mundir í Reykjavík. Morgunblaðið/Eyþór New York-búi Ísland er útlandið hennar Ísoldar Uggadóttur. Íslenskur aðall | Ísold Uggadóttir SOFFÍA Sæmundsdóttir er löngu þekkt að smámyndum sínum af hnellnum kerlingum í íslensku lands- lagi. Á morgun opnar Soffía sýningu í Fold á Rauðarárstíg, og er þessi mynd af einu af verkunum sem þar verða, en sýninguna kallar hún Ræt- ur. Soffía er með MFA gráðu frá Mills College í Oakland í Bandaríkjunum. Hún útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands vorið 1991 úr grafíkdeild og árið 1985 var hún við nám í Kunstschule í Vín í Austurríki. Soffía hefur haldið margar einka- sýningar hér á landi en einnig hefur hún haldið sýningar í Noregi og Belg- íu. Sýningin stendur til 22. október. Rætur Soffíu í Fold ÞEGAR maður er orðinn uppgefinn á því að reyna að spila Jimi Hendrix- lög á selló, tólf ára gamall, þá fer maður auðvitað að læra á gítar. Þetta gerði ameríski gítarleik- arinn Greg Koch sem nú er staddur hér á landi. Koch heldur námskeið og tónleika með tríói sínu á Hótel Borg á mánudaginn. Námskeiðið er á vegum Fender Europe í samstarfi við Hljóðfærahúsið, sem veitir nán- ari upplýsingar. Greg Koch er frá Milwaukee þar sem hann ólst upp, en hann eignaðist sinn fyrsta gítar 12 ára gamall eftir lífsreynsluna sem að ofan er lýst. Eftir að hafa numið jazzgít- arleik í Háskól- anum í Wisconsin í fjögur ár vann hann fyrstu verð- laun í Blues- breaker Guitar Showdown keppninni, í dóm- nefnd var hin frægi blúsleikari Buddy Guy. Greg stofnaði eigin hljómsveit, Greg Koch and the Tone Controls, sem varð fljótt þekkt fyrir frábæran flutning á blústónlist. Greg Koch með gítarnámskeið Greg Koch
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.