Morgunblaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 23
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 23 Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 og laugardaga kl. 12.00 - 16.00 Saab turbo 3.090.000 kr. 2.990.000 kr. Saab 9-3 Combi Turbo, sjálfskiptur Saab 9-3 Sedan Turbo, sjálfskiptur Nú geturðu fengið þér þotu á viðráðanlegu verði Saab á að baki áralanga sögu sem herþotuframleiðandi auk þess að framleiða hina virtu Saab bíla. Saab 9-3 hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir öryggi og aksturseiginleika. Stórkostleg hönnun, öflug vél, frábærir hemlar og ríkulegur staðalbúnaður gera Saab 9-3 að byltingu í klassíska geiranum. Nú bjóðum við þér þotuna í Saab bílaflotanum, 9-3 Turbo, á frábæru verði. Komdu og reynsluaktu! Umboðsmenn um land allt Njarðvík 421 8808 Akranesi 431 1376 Höfn í Hornafirði 478 1990 Reyðarfirði 474 1453 Akureyri 464 7940 Þetta er heildstætt verkefniþar sem allir starfsmennskólans og nemendur fá að njóta sín og taka þátt án tillits til getu. Með þessu erum við að sýna að það býr vísindamaður í okkur öll- um,“ segir Jónína Ómarsdóttir, náttúruvísindakennari við Rima- skóla, sem hafði umsjón með Vís- indadegi sem fór fram í skólanum með pomp og prakt fyrir skömmu. Vísindadagur var í fyrsta skipti haldinn í fyrra, en stefnt er að því að slíkir dagar verði gerðir að ár- legum viðburði og nái til allra ár- ganga skólans. Verkefnið hlaut Hvatningarverðlaun Menntaráðs Reykjavíkur fyrir árið 2006. Vís- indadagurinn er afrakstur vinnu raungreinakennara í Rimaskóla og þátttöku þeirra í evrópsku Kómen- íusarsamstarfi er gekk undir heit- inu „Chalk away“ eða „Krítina burt“. Verkefnið snerist um nýja kennsluhætti í raungreinum sem ætlað er að höfða til allra aldurs- hópa grunnskólans. Hugmynd að verkefninu varð til á ráðstefnu í Slóvakíu árið 2002, en Rimaskóli stóð að verkefninu í sam- starfi við aðra skóla í Evrópu á veg- um Alþjóðaskrifstofu háskólanna. Framlag Rimaskóla til verkefnisins var vísindadagur, sem var ætlað að hvetja nemendur til vísindaafreka og auðvelda kennurum framkvæmd tilrauna. Kanna, hanna, skapa og upplifa „Eitt af meginverkefnum Vís- indadagsins er að vinna með for- hugmyndir nemenda um vísindi og gefa nemendum tækifæri til að koma hugsunum sínum í orð eða á blað. Við útbjuggum tilraunabanka með tilraunum, kennsluleiðbein- ingum, tækjalista og verkefnum fyr- ir hvern árgang þar sem miðað var við þrepamarkmið aðalnámskrár grunnskólanna. Tilraunirnar miðast við að nemendur fái tækifæri til að kanna, hanna, skapa og upplifa náttúruvísindi án þess að notast sé við töflukennslu eða hefðbundið fyr- irlestraform. Á Vísindadaginn mæta nemendur í skólann og læra ein- göngu í gegnum upplifun og þess vegna leggjum við mikla áherslu á að allir séu afslappaðir og njóti dagsins. Oft er því hins vegar þann- ig farið að tilraunir taka langan tíma og lítið svigrúm vill verða fyrir tilraunavinnu, t.d. í unglingadeild þar sem nemendur eru aldrei í fleiri en tveimur samliggjandi tímum í einu,“ segir Jónína. Tilraunir í öllum árgöngum Viðfangsefni Vísindadagsins reyndust bæði fjölbreytt og áhuga- verð. Fyrstu bekkjar nemendur gerðu m.a. tilraunir með rúmmál vatns. Annar bekkur vann með ljós og skugga, gagnsæja og ógagnsæja hluti. Þriðji bekkur skoðaði smádýr og skordýr og gerði veðurathug- anir. Fjórði bekkur kynntist endur- vinnslu og eyðingu efna. Fimmti bekkur kynntist landgræðslu og trjágreiningu. Sjötti bekkur gerði tilraunir með hraðamælingar og loftmótstöðu með því að búa til fall- hlífar. Sjöundu bekkingar gerðu til- raunir með efnablöndur og eldgos og kynntu sér steinasafn. Áttundi bekkur kynnti sér næringargildi matvæla ásamt því að kynnast helstu fræðimönnum greinarinnar. Níundi bekkur vann að sjómæl- ingum í samstarfi við nemendur annarra Norðurlandaþjóða og tí- undi bekkur kynnti sér Nátt- úrufræðistofnun og lífverur þar ásamt því að gera tilraunir með erfðir manna. Vísindamaður býr í öllum Morgunblaðið/Eyþór Tilraunir Sjö ára krakkar unnu með ljós og skugga, gagnsæja og ógagnsæja hluti. Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Gos Tilraunir voru gerðar með efnablöndur og eldfjöll búin til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.