Morgunblaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Guðrún SoffíaGuðmundsdóttir
fæddist í Hælavík á
Hornströndum 14.
ágúst 1918 en var
alin upp á Búðum í
Hlöðuvík. Hún lést
á heimili sínu, Há-
túni 12, 26. septem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Guðmundur
Jón Guðnason, f.
11.11. 1890, d. 8.12.
1972, og Jóhanna
Bjarnadóttir, f.
21.8. 1891, d. 12.11. 1980. Systkini
Guðrúnar eru Bjarney S. Guð-
Jón Oddur Kristófersson, f. 30.3.
1941, kvæntur Marínu E. Sam-
úelsdóttur, f. 1947, þau eiga þrjú
börn, Önnu Margréti, Kristófer
og Árna og fimm barnabörn. 2)
Guðmundur Jóhann Kristófers-
son, f. 18.8. 1947, kvæntur Ingu
W. Jóhannsson, f. 1950, þau eiga
þrjú börn, Jón Þorstein, Guðrúnu
Soffíu og Kristin Frey og sex
barnabörn. Einnig bjó hjá þeim
um tíma systurdóttir Guðrúnar
frá Húsavík, Jóhanna Antonsdótt-
ir, hún á þrjú börn og tvö barna-
börn.
Guðrún var einn af stofnendum
Sjálfsbjargar og starfaði þar ötul-
lega. Eftir að hún flutti í Sjálfs-
bjargarhúsið árið 1980 tók hún að
sér að sjá um félagsheimili þeirra
og gegndi þeim starfa á meðan
hún hafði krafta til.
Útför Guðrúnar verður gerð
frá Laugarneskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
mundsdóttir, f. 14.8.
1918, tvíburi við
Guðrúnu, býr í
Reykjavík, Kristjana
Ó. Guðmundsdóttir,
f. 14.8. 1920, d. 1931,
Kjartan H. Guð-
mundsson, f. 18.6.
1923, býr á Akra-
nesi, og Herdís S.
Guðmundsdóttir, f.
3.9. 1929, búsett á
Húsavík.
Hinn 2. nóvember
1940 giftist Guðrún
Kristófer Jónssyni, f.
27.6. 1912, d. 23.9. 1979. Þau
eignuðust tvo syni. Þeir eru: 1)
Látin er hetja hvunndagsins,
tengdamóðir mín elskuleg. Þar fór
kona sem eigi var hlíft í lífsins
ólgusjó. Aðeins 29 ára gömul fékk
hún heilablóðfall sem olli því að
eftir það lifði hún við varanlega
fötlun ásamt ýmsum öðrum veik-
indum, en aldrei heyrðist hún
kvarta, æðruleysið sem hún ung
hafði kynnst við að alast upp norð-
ur við ystu höf á Hornströndum
fylgdi henni alla leið. Hún var tví-
buri en móðir þeirra var vel á ann-
an sólarhring að fæða þær, Bjarn-
ey systir hennar fæddist níu
klukkustundum á undan norður í
Hælavík, þær fæddar sinn hvorn
mánaðardaginn.
Eins og var í þá daga fór hún
ung suður til vinnu, fór í vist eins
og algengt var á þeim tíma og
vann á búinu á Vífilsstöðum þar til
hún stofnaði til hjúskapar með eig-
inmanni sínum Kristófer. Byrjuðu
þau sinn búskap í sannkölluðu fjöl-
skylduhúsi við Njarðargötu, en
byggðu síðan í Hlíðargerði hús
sem þau bjuggu í á meðan bæði
höfðu heilsu og getu til. Síðustu 26
ár ævi sinnar bjó hún í Sjálfsbjarg-
arhúsinu.
Ég sjálf hóf búskap í risinu hjá
þeim hjónum og saman bjuggum
við í fjögur ár. Þau ár voru lær-
dómsrík. Það verður ekki sagt um
hana tengdamóður mína að hún
hafi ekki haft skoðanir í gegnum
lífið. Það sveið stundum undan, en
ég trúi því að þetta hafi verið
hennar háttur til að takast á við og
geta lifað við þá fötlun sem hún
bar. Oft bar á góma stofnun Sjálfs-
bjargar en hún var ein af stofn-
félögunum. Hún sagði alltaf að fé-
lagið hefði verið stofnað til að gera
fólk sjálfbjarga en ekki að það ætti
að rétta því allt upp í hendur. Það
fór ekki vel í alla að heyra það.
Margt hef ég lært af því að um-
gangast hana og hlusta á lífsspeki
hennar, alveg er það ógleymanlegt
þegar við tókum saman bú hennar
þegar hún flutti í Sjálfsbjargarhús-
ið. Hún var þá orðin ein og bjó út
af fyrir sig sem gekk ekki alveg
upp, húsnæðið sem hún flutti í var
aðeins eitt herbergi svo það þurfti
mikið að tína úr búslóðinni, en þá
lét hún þessi orð fara sér um munn
og ég hefi ekki gleymt þeim: „Ég
ætla að taka þennan stól, svo er
mér alveg sama um hitt, þetta eru
allt dauðir hlutir, það er lífið sem
skiptir máli.“ Segir þetta ekki allt
sem segja þarf? Þannig tel ég að
hún hafi lifað eins lifandi og hægt
er miðað við allt það sem hún gekk
í gegnum varðandi heilsu sína en
vildi helst ekki ræða, hún hló að
öllum banalegum sínum. Nú er
þessari löngu göngu lokið.
Vil ég gera þessi orð að mínum:
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð.
Lifðu sæl á ljóssins friðarströnd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóh. frá Brautarholti)
Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi.
Marín E. Samúelsdóttir.
Í dag kveð ég yndislega ömmu
sem gaf mér margar ljúfar og góð-
ar minningar. Þær eru ómetanleg-
ar stundirnar sem ég naut með
henni.
Fyrstu minningar mínar eru
sögustundir ömmu í notalegri íbúð
hennar og Kiddafa í Ljósheimum.
Amma sagði mér sögur af ævintýr-
um þeim sem hún upplifði sem
barn við það að alast upp á Horn-
ströndum. Síðar átti ég eftir að sjá
hvernig lífið á Hornströndum hafði
mótað ömmu og styrkt í þeirri bar-
áttu sem hún háði á ævinni, meðal
annars þegar hún lamaðist aðeins
29 ára gömul.
Árið 1980 flytur amma inn í
Sjálfsbjargarhús og þar með hefst
nýr kafli í mínum minningum sem
einkennast af því að við unnum hin
ýmsu verk saman. Ég aðstoðaði
ömmu við sölu á happdrættismið-
um fyrir Sjálfsbjörgu í Austur-
stræti. Þar kynntist ég ýmsu fólki
og má þar nefna góðvinkonu
ömmu, hana Guðbjörgu, og skær-
ustu stjörnur miðbæjarins á þeim
tíma, Stefán frá Möðrudal og Óla
blaðasala. Fleiri verk voru innt af
hendi eins og vikulegar búðarferð-
ir, aðstoð við undirbúning á spila-
vist í húsinu, tiltekt o.fl. Eitt af því
sem ég verð ömmu ævarandi þakk-
látur fyrir er að taka mig með í
langferðir til Húsavíkur þar sem
ég kynntist Dísu og Sigurjóni.
Viðhorf ömmu til smáfólksins
var mjög skemmtilegt, hún sýndi
því fullan skilning að börn þurfa
olnbogarými og að þau eru kannski
ekki búin að læra allt það sem full-
orðna fólkið óskar eftir. Ef svo illa
vildi til að postulínshlutur félli
gólfið og að við systkinin sætum
undir skömmum frá foreldrum
okkar heyrðist í ömmu: „Hvernig
áttu þau að vita að þetta væri brot-
hætt?“
Amma kynnti mig fyrir mörgu
góðu fólki í Sjálfsbjargarhúsinu og
eru Þóra, Gunnar, Daníel, Hall-
dóra „sjóræningi“ og Stefanía, sem
er ein eftirlifandi þeirra, sérstak-
lega minnisstæð. Það sem ein-
kenndi ömmu og hennar vini var
mikil gleði og húmor.
Ég kveð ömmu mína með sökn-
uði, góða kraftakonu sem ávallt gat
séð það jákvæða í lífinu.
Bestu þakkir til allra í Sjálfs-
bjargarheimilinu sem hugsuðu svo
vel um Gunnömmu.
Árni Jónsson.
Guðrún Soffía
Guðmundsdóttir
✝ Einar Þorláks-son fæddist í
Reykjavík 19. júní
1933. Hann lést á
LSH í Fossvogi 28.
september síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Þorlákur
Björnsson, versl-
unarfulltrúi í
Reykjavík, f. á
Dvergasteini í
Seyðisfirði 6. júlí
1893, d. 27. janúar
1948, og kona hans
Valgerður Ein-
arsdóttir, húsfreyja í Reykjavík, f. í
Reykjavík 31. janúar 1895, d. 1.
nóvember 1978. Foreldrar Þorláks
voru Björn prestur á Dvergasteini,
Þorláksson pr. á Skútustöðum,
Jónssonar pr. í Reykjahlíð Þor-
steinssonar og k.h. Björg Einars-
dóttir, bónda í Stakkahlíð í Loð-
mundarfirði Stefánssonar.
Foreldrar Valgerðar voru Einar
járn- og steinsmiður í Reykjavík
Finnsson, b. á Meðalfelli í Kjós Ein-
arssonar og k.h. Vigdís Péturs-
dóttir útvegsbónda í Ánanaustum í
Reykjavík Gíslasonar. Bróðir Ein-
ars var Björn lögfræðingur í
Reykjavík, f. 5. maí 1928, d. 1. júní
2000, kvæntur Ellen Sigurðar-
dóttur Waage.
Fyrri kona Einars, 22. júlí 1960,
apríl 1961. Maður hennar er Er-
lendur Pétursson tölvunarfræð-
ingur í Reykjavík. Börn þeirra eru
Pétur, f. í Reykjavík 14. ágúst 1990,
Áslaug, f. í Reykjavík 30. júlí 1991,
og Guðrún, f. í Reykjavík 1. febr-
úar 2003. 3) Þórður Þórarinsson
stjórnmálafræðingur, fram-
kvæmdastjóri í Reykjavík, f. á Ak.
8. nóvember 1967. Kona hans er
Marta María Ástbjörnsdóttir, sál-
fræðingur í Reykjavík, f. í Reykja-
vík 3. apríl 1969. Synir þeirra eru
Þórarinn, f. 14. ágúst 1994, Ást-
björn, f. 26. júlí 1999, og Einar, f.
16. nóvember 2001.
Einar varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Rvík 1953, stundaði
myndlistarnám í Hollandi, Kaup-
mannahöfn og Ósló 1954–1958 og
fór í ýmsar námsferðir. Hann var
formaður sýningarnefndar FÍM
1974 og formaður Listmálara-
félagsins frá stofnun. Hann hlaut
starfslaun ríkisins 1974 og 1984 og
listamannalaun í fjölda ára. Einar
hélt fjölda einkasýninga og tók
þátt í mörgum samsýningum frá
árinu 1948. Meðal eigenda mynda
eftir Einar eru Listasafn Íslands,
Listasafn Háskólans, Listasafn
Reykjavíkur, Listasafn Kópavogs
og Listasafn Siglufjarðar auk
einkasafna erlendis. Samhliða list-
málarastörfum vann Einar sem
tækniteiknari á Orkustofnun 1954–
1998.
Útför Einars verður gerð frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
var Elísabet Jóns-
dóttir flugfreyja, f. í
Reykjavík 5. apríl
1939, þau skildu.
Einar kvæntist 4.
október 1975 Guð-
rúnu Þórðardóttur,
íslenskufræðingi frá
HÍ, fyrrverandi kenn-
ara í Vesturbæjar-
skóla í Reykjavík, f. í
Reykjavík 6. janúar
1936. Foreldrar
hennar voru Þórður
Eyjólfsson hæstarétt-
ardómari í Reykja-
vík, f. 4. maí 1897, d. 27. júlí 1975,
og kona hans Halldóra Magnús-
dóttir húsfreyja, f. 16. ágúst 1901,
d. 23. febrúar 1992. Sonur Einars
og Guðrúnar er Þorlákur sagn-
fræðingur, f. 9. ágúst 1976. Börn
Guðrúnar af fyrra hjónabandi eru:
1) Guðný Þórarinsdóttir prent-
smiður í Reykjavík, f. 13. október
1956, gift Hirti Hjartarsyni kynn-
ingarstjóra og sagnfræðinema í
Reykjavík. Dóttir Guðnýjar af
fyrra hjónabandi er Guðrún Dalía
Salómonsdóttir, f. 8. janúar 1981,
við tónlistarnám í Stuttgart, gift
Þórarni Má Baldurssyni víóluleik-
ara. Sonur Guðnýjar og Hjartar er
Þórarinn, f. 30. mars 1991. 2) Hall-
dóra Þórarinsdóttir kerfisfræð-
ingur í Reykjavík, f. í Reykjavík 9.
Einar Þorláksson stjúpfaðir minn
er genginn á vit feðra sinna eftir
stutta sjúkdómslegu. Einar var
handviss um að dauðinn væri ekki
endir neins, heldur upphaf nýrrar til-
veru. Það er því huggun harmi gegn
að hann situr nú í faðmi genginna
frænda sinna í Guðsríki. Einar og
móðir mín stofnuðu saman heimili er
ég var barn. Hann hefur því verið
mikilvægur hluti af lífi mínu í 35 ár.
Einar var einstakur maður. Hann
var einkar mikilhæfur listmálari sem
sinnti listagyðjunni frá því að hann
var ungur maður. Á yfirlitssýningu
sem Listaháskóli Íslands hélt honum
til heiðurs á síðasta ári, kom breiddin
í myndlist hans vel í ljós. Raunar var
hún slík, að hún kom jafnvel sumum
okkar, sem stóðum Einari næst, á
óvart. Myndlistin var Einari mikil-
væg og fór það í taugarnar á honum
að handskjálfti sem hrjáði hann síð-
ustu árin hindraði hann í að geta mál-
að. Eins mikill listamaður og Einar
var, sinnti hann markaðssetningu
verkanna lítið. Hann hélt sýningar
sýninganna vegna, en ekki til að
selja. Verkin voru vissulega til sölu,
en um þau var ekki prúttað. Uppsett
verð var staðgreiðsluverð. Þrátt fyrir
það sem ýmsir myndu kalla þrjósku í
samningaviðræðum, seldi Einar
fjölda málverka í gegnum tíðina.
Einar Þorláksson er einn fróðasti
maður sem ég hef kynnst. Hann var
sannkölluð alfræðiorðabók og vissi
allt um allt og alla. Jafnvel smæstu
smáatriði um ómerkilegustu hluti.
Fyrir utan einstakt minni var enda
bókalestur ein af ástríðum hans.
Hann las sérstaklega mikið af bókum
sem tengdust áhugamálum hans,
sem meðal annars voru listir, þjóð-
legur fróðleikur, sagnfræði, fólk,
ættfræði og íslenskt mál. En þar við
sat þó ekki. Hann las allt sem hann
komst í tæri við. Ferðir hans á bóka-
safnið, þar sem fylltir voru pokar af
bókum, voru hluti af vikulegri rútínu.
Og allt var lesið upp til agna. Einar
var sjálfmenntaður sagn-, ætt-, ís-
lensku-, Íslands- og örnefnafræðing-
ur. Ekki er ofsögum sagt að hann
hafi verið fjölfræðingur. Einar
þröngvaði ekki áhugamálum sínum
eða fróðleik upp á aðra, en veitti ætíð
af viskubrunni sínum væri eftir því
leitað. Við fáa menn var eins gaman
að ræða um allt milli himins og jarð-
ar. Það hefur verið sannkölluð gull-
náma fyrir okkur börnin að hafa að-
gang að Einari á námsárum okkar.
En áhugi Einars beindist ekki ein-
ungis að fræðum. Hann var alltaf
einkar áhugasamur um hagi fjöl-
skyldu sinnar, ættingja og vina, ekki
síst barnanna, enda var Einar einkar
barngóður maður.
Einar var mikið snyrtimenni. Í
hvert sinn sem brugðið var af bæ, var
skeggið snyrt og hugað að klæðun-
um. Allt skyldi vera „i orden“.
Einar átti sinn djöful að draga.
Þegar hann var ungur maður upp-
götvaðist að hann var haldinn geð-
hvarfasýki. Hún hrjáði hann annað
slagið alla ævi. Á stundum var Einar
þunglyndur en öðrum stundum
bjartsýnn og ör svo úr hófi gegndi.
En sem betur fer fundust lyf sem
héldu einkennum sjúkdómsins niðri í
hátt í tuttugu ár. Það var honum dýr-
mætt tímabil.
Fallinn er frá einstakur maður.
Hans verður sárt saknað af fjöl-
skyldu og vinum sem um leið eru
þakklátir fyrir samveruna með fjöl-
fróðum góðum vini.
Þórður.
Í dag er til moldar borinn tengda-
faðir minn, Einar Þorláksson, list-
málari og teiknari. Kynni okkar
spanna hátt í aldarfjórðung. Þó
finnst mér að sumu leyti eins og þau
hafi aðeins verið nýhafin. Ég hefði
viljað kynnast Einari betur. Ef til vill
hugsar maður alltaf svo þegar ná-
kominn fellur frá, en bágt heilsufar
Einars síðustu árin sem hann lifði
gerir þessa hugsun áleitnari en ella.
Hann var til staðar en samt ekki full-
komlega.
Einar var prúðmenni, ljúfur og
skemmtilegur. Hann var jafnan með
ókjör af bókum í takinu og komst yfir
mikið. Áhugasamur um flest milli
himins og jarðar og hafsjór af fróð-
leik, eins og þar stendur. Einar var
gæfumaður, bæði í list sinni og einka-
lífi. Mér er sagt að í uppvextinum
hafi kvenfólkið á heimilinu hampað
honum og hossað. Sjálfur get ég vitn-
að um að Guðrún Þórðardóttir,
tengdamóðir mín, bar hann á hönd-
um sér og er þá vægt til orða tekið.
Hún var sannarlega hans gæfa í líf-
inu. Börn Guðrúnar voru Einari líka
sérstaklega góð og Þorlákur ham-
ingja hans holdi klædd. Engum sem
kynntist Einari gat heldur dulist að
hann átti einstaklega traustan og
samheldinn vinahóp.
Mann undrar dálítið öll þessi
heppni, en það eru engar ýkjur að
Einar var umvafinn ást, vináttu og
umhyggju allt sitt líf. Hann var sann-
kallaður lukkunnar pamfíll.
Ef tæp heilsa er látin liggja milli
hluta, þá háði Einar sitt stríð á mál-
arastriganum. Þar var hann líka
heppinn. Afköstin eru með ólíkindum
og hljóta að skýrast af gæfu í einkalífi
og óslökkvandi sköpunarþörf. Sigur
hans fólst þó í því að verk hans snerta
við fólki. Ein mynd eftir Einar er
margar myndir. Verk hans eru ný í
hvert sinn sem maður virðir þau fyrir
sér. Að því leyti er hann enn að og á
erindi við heiminn. Þess munu marg-
ir njóta um ókomna tíð.
Guð blessi minningu Einars Þor-
lákssonar.
Hjörtur Hjartarson.
Í dag er borinn til grafar vinur
okkar, mágur og svili, Einar Þorláks-
son.
Einar helgaði líf sitt myndlist og
stóð þar meðal fremstu listmálara
þjóðarinnar. Honum var þó margt
fleira til lista lagt, var víðlesinn mað-
ur og fróður með eindæmum. Raunar
var honum fátt óviðkomandi.
Vináttuböndin milli fjölskyldna
okkar eru jafnsterk og skyldleika-
tengslin og samgangur hefur jafnan
verið mikill. Ósjaldan höfum við notið
gestrisni þeirra Guðrúnar, sem hefur
verið með afbrigðum, jafnt á hátíð-
isdögum sem við hversdagslegri
tækifæri. Þá átti víðtæk þekking og
frásagnargáfa Einars stóran þátt í
því að gera stundirnar eftirminnileg-
ar og við það bætti hann með því að
festa sögu fjölskyldunnar á filmu í
meira en þrjá áratugi.
Þau hjón voru sérlega samrýnd og
ferðuðust víða saman bæði heima og
erlendis og þá var Þorlákur sonur
þeirra oft með í för. Einar reyndist
öðrum börnum Guðrúnar, þeim Guð-
nýju, Halldóru og Þórði Þórarins-
börnum, einnig góður stjúpi og afi
barnanna þeirra.
Minningu Einars er haldið á lofti í
daglegu amstri á heimilum okkar í
myndum hans en við kveðjustund er
okkur þakkæti efst í huga fyrir að
hafa notið þess að kynnast honum.
Ásamt dætrum okkar Dóru og
Láru sendum við Guðrúnu, börnum
og barnabörnum innilegar samúðar-
kveðjur.
Ragnheiður Þórðardóttir
og Magnús Hjálmarsson.
Einar frændi minn lézt á sjúkra-
húsi 28. september sl. Hann hafði átt
við veikindi að stríða undanfarið og
því kom andlát hans ekki á óvart,
þótt ávallt sé það sárt að sjá á eftir
góðum vini. Hann var annar tveggja
stórfrænda minna, sem bjuggu í
sama húsi á Hávallagötunni, þegar
ég ólst þar upp. Hann var jafnan góð-
ur drengur og gaman var að hitta
hann og spjalla við hann á góðum
Einar Þorláksson