Morgunblaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 45
„Það er ekkert að mér.“ Hversu
oft hafði ég heyrt þessa setningu
af vörum mágkonu minnar, Guð-
rúnar Soffíu Guðmundsdóttur, allt
frá okkar fyrstu kynnum og til
hins síðasta, þegar ég innti hana
eftir líðan hennar.
Gunna frænka, sögðu börn mín
þegar þau minntust á þessa móð-
ursystur sína. Hún var tvíburi,
fædd í Hælavík á Hornströndum
15. ágúst 1918. Systir hennar
Bjarney, hinn tvíburinn, sá dags-
ins ljós deginum áður eða 14.
ágúst. Kært var ætíð með þeim
systrum og stundum ýmislegt látið
flakka á léttum nótum. „Hún var
soddan silakeppur og lét bíða eftir
sér,“ sagði Eyja um systur sína
Gunnu þegar minnst var á fæðingu
þeirra systra.
Þegar Gunna var fárra ára göm-
ul fluttist fjölskyldan úr Hælavík
að Búðum í Hlöðuvík og settist þar
að í tvíbýli við náið, samhent
frændfólk og þar ólst Gunna upp í
tápmiklum tíu barna hópi sem
löngum gekk undir nafninu Búða-
börnin. Þessara æskustöðva
minntist Gunna jafnan með mikilli
hlýju.
Snemma þurfti Gunna ásamt
systkinum sínum að taka til hönd-
unum.
Við óblíð náttúruöfl var að kljást
og til næstu bæja yfir brattgeng
fjöll að fara sem gátu orðið far-
artálmi, ekki síst í klakabrynju
vetrarins. En menn létu slíkt ekki
á sig fá, urðu að horfast í augu við
veruleikann, duga eða drepast.
Lífsbaráttan gat verið hörð á tíð-
um. Þægindi af skornum skammti.
Notast var við olíulampa til ljósa
og aldrei var svo bjart í Búðabæ
að byrgja þyrfti ljós til að geta
skoðað stjörnum prýddan himin.
Ung að árum var Gunna stund-
um á bjargi ásamt fleira fólki og
fylgdist með föður sínum, fyglingi
um áratugaskeið, er hann seig nið-
ur í Hælavíkurbjarg til að sækja
björg í bú þar sem gnægð var
eggja. Ekki var það heiglum hent.
Þannig var þetta umhverfi og
aðstæður sem Gunna ólst upp við.
Við það undi fólk, þekkti vart ann-
að.
Þegar hún var talsvert stálpuð
orðin vann hún stundum sem
kaupakona á bæjum í Sléttuhreppi
og þar kom að hún hvarf frá
heimaslóðum og réð sig í vistir
suður í Reykjavík. M.a. var hún
um skeið hjá sr. Bjarna Jónssyni,
dómkirkjupresti, og hans konu.
Venja mun hafa verið á þessum
tíma að vinnukonur væru lausar
eftir að hafa gengið frá að loknum
kvöldverði. En það vildi stundum
dragast að klerkur kæmi heim á
réttum tíma, enda í mörg horn að
líta, og varð þá að bíða með mat
handa honum. Var Gunna stundum
orðin ærið óþreyjufull eftir að
prestur birtist. En um leið og
hann sté inn úr dyrum hafði hann
gamanyrði á vörum og tók að
segja Gunnu sögur og gremja
hennar hvarf á augabragði.
Vegna góðra kynna Gunnu af sr.
Bjarna má nærri geta að einboðið
þótti að hann gifti hana og Krist-
ófer Jónsson þegar þau hófu bú-
skap á Njarðargötu 27 í Reykja-
vík, húsi sem fjölskylda Kristófers
átti. Kristófer stundaði lengst af
vinnu hjá Reykjavíkurhöfn og var
vörður í Hafnarhúsinu, sá þar um
viðhald og gangaþrif.
Árið 1941 eignuðust hjónin son-
inn Jón Odd og þegar Gunna
fæddi yngri son sinn, Guðmund,
18. ágúst 1947, var hún rétt orðin
29 ára og framtíðin virtist blasa
björt við þeim hjónum. Skömmu
eftir fæðingu yngri sonarins var
Gunna eitt sinn sem oftar að gefa
honum brjóst og hafði lagt hann
frá sér eftir brjóstagjöf, er hún
varð skyndilega máttlítil og hné
niður. Þegar komið var að henni
þar sem hún lá mátti hún sig
hvergi hræra og gat ekki komið
frá sér orði en virtist skynja hvað
fram fór í kringum hana.
Eftir fárra daga dvöl á sjúkra-
húsi fór Gunna að geta tjáð sig í
orðum og varð vel mælandi á nýj-
an leik. Hins vegar var ljóst að
hún var lömuð hægra megin en
fékk með tímanum ofurlítinn mátt
í hægri fót svo að hún gat borið sig
um en hægri höndin var henni
ónothæf upp frá þessu. Heim til
sín var Gunna komin um jól 1947.
En þá voru aðstæður breyttar
orðnar. Nú varð hún að færa starf-
semi hægri handar yfir á þá
vinstri. Með þolinmæði og þrot-
lausri iðju tókst Gunnu að beita
vinstri hendinni við heimilisstörf
og hún tók að sauma út, aðallega
krosssaum, og fékkst meira og
minna við það um áratuga skeið
eða til vors 2006 þegar sjón henn-
ar var að mestu þrotin.
Aldrei heyrðist hún kvarta eða
kveina yfir hlutskipti sínu. Krist-
ófer annaðist konu sína alla tíð af
mikilli nærfærni og þegar hans
naut ekki lengur við átti hún góða
að til að létta henni sporin..
Um langa tíð var Gunna félagi í
Sjálfsbjörgu og vann því félagi eft-
ir mætti, var í forustu oft við að
koma á basar á vegum félagsins
því til styrktar þar sem hún lagði
sjálf fram til sölu margt sem hún
hafði unnið í höndum. Þá seldi hún
og happdrættismiða o.fl. Sótti
fundi félagsins, svo og ráðstefnur,
tók þátt í spilakvöldum, hafði yndi
af að spila bridds. Sjálfsbjörg og
starfið þar var henni alla tíð mikils
virði þar sem rofin var félagsleg
einangrun margra fatlaðra og þeir
fundu sig í leik og starfi eftir getu
hvers og eins.
Gunna og Kristófer áttu um
skeið heima í Hlíðargerði 3 í
Reykjavík. Lítill garður var þar í
kringum húsið. Þar mátti sjá hana
á hnjánum hlúa að blómum með
sinni vinstri hendi.
Gunna var mannblendin og naut
þess að vera innan um fólk, lét
fötlun sína aldrei hindra sig í að
taka þátt í því sem henni var hug-
leikið og hún treysti sér til. Hún
sótti ættarmót fólks af Hælavík-
urætt sen haldið var í Hlöðuvík ár-
ið 1981 og annað mót sömu ættar
haldið í Borgarfirði sumarið 1997.
Þar naut hún aðstoðar vina og
kunningja sem lögðu henni lið.
Sjálf greiddi hún ætíð götu vina og
ættmenna sem til hennar leituðu
og var þeim betri en enginn.
Þegar fundum okkar Gunnu bar
saman var umræðuefni tíðum
Hornstrandir, mannlíf þar fyrrum
og varð konu minni og henni skraf-
drjúgt í þeim efnum er þær báru
saman bækur sínar og margan
fróðleik hafði Gunna að færa.
Einnig um sögu Reykjavíkur er
hún ung að árum kom þangað og
hafði um langa ævi fylgst með þró-
un þar.
Þegar Kristófer lést árið 1979
fluttist Gunna nokkru síðar í
Sjálfsbjargarhúsið í Hátúni 12 í
Reykjavík, þar sem hún fékk til af-
nota litla íbúð og sá þar um sig
sjálf uns heilsu hennar tók að
hraka og hún fluttist á hjúkrunar-
deild í Sjálfsbjargarhúsinu þar
sem hún dvaldi til hinstu stundar.
Nokkrum sinnum þurfti hún að
liggja á sjúkrahúsi um dagana og
síðustu árin var hún í hjólastól. En
sinnan var sú sama, Gunna saum-
aði, las meðan sjón leyfði, hlýddi á
útvarp og nýtti sér hljóðbækur,
fylgdist með eftir því sem föng
leyfðu.
Síðasta heimsókn okkar hjóna
til Gunnu í Sjálfsbjargarhúsið var
14. júlí s.l. er við vorum stödd í
höfuðstaðnum. Símtöl héldu þó
áfram milli þeirra systra. En í
þessari síðustu heimsókn ræddum
við sem oftar við Gunnu um Horn-
strandir og daga hennar á þeim
slóðum. Hún leysti úr ýmsum
spurningum, minnið var enn furðu
trútt. Mál var aðeins óskýrara en
við áttum að venjast og hún þurfti
aðeins meiri umhugsunarfrest en
áður til að tjá sig. Engin furða eft-
ir 59 ára harðan barning á langri
ævi.
Að heimsókn lokinni fylgdi
Gunna okkur í hjólastól sínum að
lyftu sem við hjónin stigum inn í
en áður en dyr lokuðust lyfti
Gunna í kveðjuskyni þeirri hendi
sem afl var í og brosti eins og hún
vildi enn einu sinni segja: „Það er
ekkert að mér.“
Blessuð sé minning Guðrúnar
Soffíu Guðmundsdóttur.
Sigurjón Jóhannesson,
Húsavík.
stundum, nú síðast á afmæli konu
hans Guðrúnar Þórðardóttur.
Og nú er hann allur, kvaddur burt,
langt fyrir aldur fram. Ég mun sakna
hans og allra stundanna, sem við átt-
um saman. Hann var sonur Völu
frænku, sem var föðursystir mín, og
Þorláks Björnssonar, sem dó fyrir
aldur fram og ég man óljóst eftir, þar
sem Einar missti hann ungur, þá að-
eins menntaskólanemi.
Einar Þorláksson var hvers manns
hugljúfi, var skemmtilegur og ræð-
inn, í hvert skipti sem ég hitti hann.
Hann hafði góða kímnigáfu og sá
jafnan allt það sem spaugilegt var í
tilverunni. Hann var í raun einn
þeirra, sem gott var að eiga að vini og
vera í návist við. Ég og fjölskylda mín
munum sakna hans sárt. Það var og
sérstaklega skemmtilegt að heim-
sækja hann á Hávallagötunni, það
vakti mér miklar og ánægjulegar
minningar frá bernsku minni.
Við sendum Guðrúnu, konu hans,
og börnum hugheilar samúðarkveðj-
ur. Blessuð sé minning Einars Þor-
lákssonar.
Magnús Finnsson og fjölskylda.
Ég kynntist Einari Þorlákssyni
fyrir rúmum þrjátíu árum þegar
hann kvæntist Guðrúnu föðursystur
minni. Tókust brátt góð kynni með
okkur Einari þar sem ég var tíður
gestur á heimili fjölskyldunnar og
leikfélagi Þórðar, sonar Guðrúnar.
Heimili fjölskyldunnar á Fálka-
götu 19 og síðar á Hávallagötu 39 var
fjörugt menningarheimili í bestu
merkingu þeirra orða. Þangað var
ætíð gaman að koma, hvort sem var
til þess að leika við systkinin og
krakkana í hverfinu eða njóta sam-
vista við þau hjónin. Einar tók hama-
ganginum í okkur börnunum með
stakri þolinmæði og róaði okkur
gjarnan með því að sýna okkur
myndir. Stundum myndir er hann
hafði málað eða teiknað eða ljós-
myndir sem voru geymdar í þykkum
möppum í stofunni.
Myndlistin var hin stóra ástríða
Einars og auðvitað það sem mér
fannst mest spennandi við hann. Í lit-
ríkum málverkum fólst að miklu leyti
tjáning hans gagnvart umheiminum.
Í gegnum Einar opnaðist fyrir mér
kynjaheimur myndlistarinnar, í senn
afhjúpandi og þrunginn dulúð. Í frí-
stundum hvarf Einar til vinnustofu
og vann þar löngum stundum að list
sinni bak við luktar dyr. Afrakstur-
inn kom síðan reglulega í ljós á
myndlistarsýningum, í formi umfjöll-
unar og jafnvel diskúsjóna í blöðun-
um. Ekki fór hjá því að í kringum
myndlistarstúss Einars fengi maður
einnig tækifæri til að skyggnast örlít-
ið inn í heim myndlistarmanna sem
mér þótti ekki síður kynlegur og
heillandi, sérstaklega þegar mynd-
listarmennirnir fjölmenntu á heimili
Einars og Guðrúnar til að gera sér
glaðan dag.
Einari lá aldrei á og var yfir streitu
hafinn en komst þó allt sem hann
þurfti. Hann var afar heimakær og
kunni best við sig í faðmi fjölskyld-
unnar og þá ekki síst innan um
barnabörnin eftir að þau komu til
sögunnar. Eftir að hafa innréttað
vinnustofu í kjallaranum á Hávalla-
götunni fór hann varla að heiman
nema til að fara í vinnuna eða í ferða-
lög. Reglulega fór hann þó á Borg-
arbókasafnið til að birgja sig upp af
bókum sem hann las síðan í hæginda-
stól í stofunni og fannst mér oft með
ólíkindum hvílíkur lestrarhestur
hann var.
Á menntaskólaárunum hittumst
við félagarnir gjarnan á Hávallagöt-
unni til að iðka sameiginlegan hrað-
lestur næturnar fyrir próf en tíminn
vildi gjarnan fara í umræður um ann-
að en námsefnið. Ég held að Einar
hafi haft lúmskt gaman af þessum
næturheimsóknum en hann sá auð-
vitað í gegnum ,,námstæknina“ og lét
okkur heyra það ef svo bar undir. Ef
um álitamál var að ræða, var gott að
geta leitað til þeirra Guðrúnar og
voru þau óspör á fróðleik eða aðra að-
stoð við námið. Man ég eftir því að
Einar lagði áherslu á að það væri
sama hve lærðan maður teldi sig
vera, ekkert kæmi í stað heilbrigðrar
skynsemi og hana ætti maður stöð-
ugt að rækta.
Margar minningar sækja á hug-
ann þegar litið er um öxl. Ein fyrsta
minning mín er um Einar undir stýri
á rauðum Austin Mini, nánast í vand-
ræðum með að komast inn í bílinn
sökum þess hversu hávaxinn hann
var. Flestar minningar um Einar eru
þó samræðuminningar; þau Guðrún í
stofunni í hægindastólum og hann
reykjandi Benson og Hedges með
bækur og blöð í kringum sig. Margar
minningar eru úr tækifærisboðum,
jólaveislum og frá gamlárskvöldum.
En síðasta minning mín um Einar er
þriggja vikna gömul og ekki gerólík
hinni fyrstu nema nú þurfti hann að
komast inn í sjúkrabifreið, sem flytja
skyldi hann á sjúkrahúsið. Ég sá til-
sýndar hvar Einar gekk hnarreistur
út úr Hávallagötu 39 hinsta sinni og
ætlaði að fara inn í bifreiðina. Hann
hætti þó við það, e.t.v. vegna hæðar
sinnar eða tilmæla sjúkraflutnings-
manna, og féllst á að setjast á bör-
urnar áður en þeim var lyft upp í bíl-
inn. Hann var ekki að flýta sér en
komst eigi að síður á leiðarenda.
Ég tel mig hafa verið lánsaman að
kynnast Einari Þorlákssyni og vil að
leiðarlokum þakka fyrir þau kynni
um leið og ég, ásamt fjölskyldu
minni, votta Guðrúnu og börnum
þeirra Einars innilega samúð mína.
Kjartan Magnússon.
Einar Þorláksson listmálari lézt á
Landspítala – háskólasjúkrahúsi
fimmtudaginn 28. september sl. Með
honum er genginn merkur listamað-
ur.
Við Einar vorum vinir allt frá
menntaskólaárum okkar eða meira
en í 50 ár.
Fyrir rúmum tveim vikum veiktist
Einar heiftarlega og var fluttur á
sjúkrahús, reyndist hann vera með
sýkingu í lungum. Þrátt fyrir að allt
væri gert til að lina þjáningar hans
og líkna, varð ekki aftur snúið, og
fékk hann hægt andlát á sjúkrahús-
inu.
Á menntaskólaárum sínum stund-
aði Einar ýmiskonar sumarvinnu fór
m.a. á sjóinn, en aðallega vann hann
við landmælingar út um allt land á
vegum Raforkumálaskrifstofu, síðar
Orkustofnunar. Ekki hafði á þeim
tíma verið fundið upp orðið náttúru-
verndarsinni, en Einar gjörþekkti
land sitt og dáði.
Snemma varð ljóst að Einar
hneigðist til málaralistar og fór hann
eftir stúdentspróf í myndlistarnám í
listaháskólum í Osló, Kaupmanna-
höfn og í Hollandi.
Eftir nám fluttist Einar heim og
lagði stund á list sína, ef undan eru
skilin síðustu árin eða meðan hann
hafði heilsu til, en jafnframt vann
hann við teikningar hjá Orkustofnun
uns hann fór á eftirlaun.
Einar hélt margar myndlistarsýn-
ingar, bæði einn og stundum ásamt
öðrum. Hann fékk góða dóma gagn-
rýnenda og hann var mjög mikils
metinn af kollegum sínum. Hann
starfaði mikið í félögum myndlistar-
manna og var í forystu Félags ís-
lenskra myndlistarmanna um skeið
og formaður Listmálarafélagsins frá
stofnun þess Á s.l. ári heiðraði
Listaháskóli Íslands Einar með
kynningu á verkum hans þar sem
listfræðingurinn Aðalsteinn Ingólfs-
son flutti erindi og sýndi skyggnur af
nokkrum verka hans.
Einar var hlédrægur og kunni ekki
þá list að auglýsa verk sín, með öðr-
um orðum ekki mikill markaðsmað-
ur. Hann var hinsvegar mjög gjaf-
mildur við vini sína og prýða mörg af
hans verkum heimili þeirra. Sum
hafa þó verið keypt! Ég hef þá trú að
verk hans muni lifa lengi eftir hans
dag.
Einar hélt sér vel, allt fram á efri
ár, var hávaxinn og grannur og virðu-
legur í fasi. Hann var tryggur vinur
vina sinna og hittumst við nokkrir
vinir hans vikulega á laugardags-
morgnum í kaffi og var Einar einn af
þeim sem best mættu. Það lýsir Ein-
ari vel að hann stóð fast á því að fá
sama borðið og sama sætið, enda
vanafastur. Síðasta skiptið sem hann
kom var fyrir þremur vikum.
Einar var geysilega víðlesinn og
sagði oft skemmtilega frá því sem
hann hafði lesið, enda hafði hann ein-
staklega góða kímnigáfu.
Mesta lán Einars í lífinu var er
hann gekk að eiga eftirlifandi eigin-
konu sína Guðrúnu Þórðardóttur,
kennara og íslenzkufræðing. Þau
áttu saman fallegt, hlýlegt og list-
rænt heimili.
Það er stundum sagt að listamenn
velji sér sterkar og óeigingjarnar
konur, og kannske er eitthvað til í
því. Guðrún var Einari hin sterka
stoð, hvort sem það var á listasviðinu
eða í veikindum hans. Kenjum hans
og sérvisku tók hún ávallt af rósemi
og þolinmæði með bros á vör. Þau
eignuðust soninn Þorlák sem nýlega
lauk mastersnámi í sagnfræði í
London og kom hann heim nokkrum
dögum áður en faðir hans lést.
Einar og Guðrún ferðuðust mikið á
tímabili, bæði innanlands og utan. Í
ferðum sínum til útlanda eyddu þau
dögunum á hinum ýmsu listasöfnum í
Evrópu.
Þau Einar og Guðrún tóku afar vel
á móti gestum og var oft boðið til
veislu við hin ýmsu tækifæri, s.s. af-
mæli og útskriftir. Og oft hefur verið
skotist yfir götuna til þeirra á gaml-
árskvöldum, en þá hefur jafnan verið
fullt hús af vinum og ættingjum.
Við hjónin teljum okkur heppin að
hafa átt þau Guðrúnu og Einar að
vinum og er margs að minnast frá
liðnum árum. Sendum við Guðrúnu,
Þorláki, stjúpbörnum Einars og
mökum þeirra innilegar samúðar-
kveðjur.
Jón Ólafsson.
Eitt hið fyrsta sem sveitapiltur
lærði um skipulagningu menningar,
þegar hann kom í fyrsta bekkinn af
sex í gamalvirtustu menntastofnun
þjóðarinnar, var að einn bekkjar-
félaginn bar titilinn inspector. Sá
sótti kladdann á morgnana upp á
kennarastofu, færði inn fjarvistir og
seinkomur nemenda, sá um að kenn-
arinn kvittaði og skilaði síðan kladd-
anum í lok skóladags. Hann var eins
konar tengiliður bekkjarins við
skólayfirvöld. Þetta voru arfleifar frá
gömlu stól- og klausturskólunum
þegar úr hópi eldri nemenda voru
skipaðir eftirlitsmenn með svefnloft-
um og annarri hegðan. Á þeim öldum
var þeim jafnvel falið að lepja ávirð-
ingar nemenda í kennarana og sjá
um refsingar. Slík embættisverk
voru löngu úr sögunni þegar hér var
komið, en formlega skipaði umsjón-
arkennari eða rektor enn þennan in-
spector þótt á okkar dögum væri sá
snefill af lýðræði kominn til kasta að
nemendur gátu borið fram tilnefn-
ingar sem umsjónarkennari valdi úr
eða lét jafnvel kjósa um.
Þessi inspector í busabekknum hét
Einar Þorláksson, grannur, skol-
hærður, hæglátur og alveg laus við
slagsmálatilburði. Og víst er að hann
var ekki íhlutunarsamur um málefni
sambekkinga sinna þótt hann væri
líka formaður bekkjarráðs. Hann
skar sig nokkuð úr fyrir að vera ákaf-
ur andsportisti, einmitt þegar Clau-
senbræður voru í sjötta bekk og
unnu glæsilega íþróttasigra á sumr-
in. Honum tókst meira að segja að
verða sér úti um leyfi frá leikfimi. En
hann var líka einn þeirra sem var far-
inn að reykja fjórtán ára.
Brátt kom á daginn að ýmislegt
var í Einar spunnið. Hann reyndist
til dæmis býsna ritfær. Það heyrðist
til dæmis, þá sjaldan lesið var úr rit-
gerðum okkar þótt ekki væri til ann-
ars en setja út á þær. Þegar við fór-
um í fyrstu selsferð þótti hann
sjálfsagður til að flytja þar skemmti-
þátt. Í 5. bekk vorum við saman í rit-
nefnd Skólablaðsins, þar sem bæði
átti að nýta ritfærni hans og drátt-
hagleik. En það var einmitt þann vet-
ur sem við urðum þess fyrst vör að
eitthvað var ekki í nógu góðu lagi
með Einar og hann hvarf úr skólan-
um mikinn hluta vetrar.
Langtum meira bar þó á myndlist-
inni hjá honum, þótt ekki kynnu allir
að meta hana. Á þessu tímaskeiði
teiknaði hann til dæmis varla aldraða
manneskju svo að hún væri ekki með
SJÁ SÍÐU 46