Morgunblaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 33
Morgunblaðið/Ásdís
llra lesblindra barna gera sér grein fyrir því að
enda börnin í svona próf,“ segir Sigurður.
að það er
börnin í
bara
tundan
nsson,
efndar
Alþingis, telur athugasemd Sig-
urðar mjög skiljanlega en svo
virðist sem lesblind börn hafi
fallið milli stafs og hurðar í
grunnskólalögum hvað varðar
þær reglur sem skólunum er ætl-
að að starfa eftir. Því þurfi að
breyta. „Þetta þarf að taka til at-
hugunar við yfirstandandi endur-
skoðun á grunnskólalögum og
mér finnst ekkert óeðlilegt að við
í menntamálanefnd tökum að-
stöðu þessa hóps til sérstakrar
athugunar með það að markmiði
að reyna að leysa þetta,“ segir
hann.
„Bréfið vekur mann til um-
hugsunar um málefni þessara
barna sem mér finnst ástæða til
að gefa frekari gaum.“
Ingibjörg Rafnar, umboðs-
maður barna, segist áður hafa
fengið ábendingar um svipuð til-
vik og að ofan var lýst og að
embættið hafi tekið upp málefni
lesblindra barna við mennta-
málaráðuneytið. Þó hefur emb-
ættið ekki fjallað um framkvæmd
prófa á þeim vettvangi. Ingibjörg
tekur fram að embættið muni
ekki koma að þessu einstaka máli
þar sem umboðsmaðurinn vinnur
almennt að réttinda- og hags-
munamálum barna og unglinga
en má ekki skipta sér af vanda-
málum einstakra barna. „Við
komum ekki að þessu einstaka
máli en munum í framhaldinu
skoða þetta,“ segir Ingibjörg.
nda nemendur
takmarkaða
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 33
d sem
yfa- og
gar í
refna
jóri mun
mbættis-
unnið að
enda og
embætt-
málaráð-
ð og hann
ham-
n, að þar
em hefðu
gnað í
ví ekki í
garana
rir hinu
nýja embætti,“ sagði hann.
Fram kom í máli Stefáns Ei-
ríkssonar lögreglustjóra í gær að
grundvallarmarkmið embættisins
væru einföld og skýr. „Við vinnum
að því meginmarkmiði að auka ör-
yggi og öryggistilfinningu þeirra
sem eru á höfuðborgarsvæðinu og
við setjum okkur líka markmið
um að fækka afbrotum á skil-
greindum sviðum,“ sagði hann.
Aðgerðahópur öflugra
lögreglumanna
„Við þurfum að auka sýnilega
löggæslu og efla hverfa- og
grenndarlöggæslu og forvarn-
arstarf. Við leggjum sérstaka
áherslu á samvinnu við sveit-
arfélögin á höfuðborgarsvæðinu,
skólana og félagsmálayfirvöld. Við
ætlum líka að beita okkur fyrir
því að rannsóknir mála verði betri
og skilvirkari.“ Stefán nefndi
nokkur lykilatriði sem horft verð-
ur til. Fjölgað verður lögreglu-
mönnum við löggæslustörf s.s. við
umferðareftirlit og fleira. Göngu-
eftirlit verður aukið og haldnir
upplýsingafundir með íbúum. Þá
verður heimasíða lögreglunnar
efld og gerðir samstarfssamn-
ingar við sveitarfélögin. Þá verður
sérhæfing í lögreglurannsóknum
aukin t.d. í kynferðisbrotum gegn
börnum. Þá nefndi Stefán stýr-
ingu löggæslu á grundvelli upp-
lýsinga með tilliti til mikilvægis
áætlana- og upplýsingadeildar
lögreglu og tilkomu sérstaks að-
gerðahóps lögreglu. „Hugmyndin
á bak við hann er að þar verði
hópur öflugra lögreglumanna sem
fái það verkefni að taka hratt og
örugglega við ýmsum vanda sem
blasir við okkur á hverjum degi,“
sagði hann og nefndi ofsaakstur á
höfuðborgarsvæðinu, fíkniefna-
mál, aðgerðir gegn veggjakroti og
fleira sem kallaði á aðkomu að-
gerðahópsins.
boðar nýjar áherslur í löggæslumálum
rða sýnilegri
fbrotum efldar
Morgunblaðið/Júlíus
ri, Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, Stefán
eglustjóri og staðgengill lögreglustjóra.
Í HNOTSKURN
»Hjá nýju embætti lög-reglustjóra verður lögð
áhersla á sýnileika löggæslu.
Hún birtist m.a. í því að borg-
arar geta vænst þess að fá
hverfafundi með yfirmönnum
lögreglunnar og séð lög-
regluþjóna meira á ferðinni.
»Fólk getur farið á endur-bætta heimasíðu og skoðað
þar yfirlit afbrota í sínu hverfi
og athugað hvernig mál þróast
frá einu hverfi til annars.
»Stefán Eiríksson er æðstiyfirmaður löggæslunnar á
höfuðborgarsvæðinu og jafn-
framt langyngstur þeirra sem
skipa yfirstjórn embættisins.
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
Við erum að verða meiraog meira meðvituð ummikilvægi þess að virðanáttúruna, nýta hana
skynsamlega og um leið og mark-
aðurinn er farinn að sjá að pen-
ingar eru í þessu, að menn geta
grætt á því að vera umhverfis-
vænir og skynsamir, þá gerist
eitthvað stórt, sagði Illugi Gunn-
arsson hagfræðingur á morgun-
fundi Samtaka iðnaðarins um
náttúruvernd og nýtingu auðlinda
sem haldinn var á Hótel Nordica í
gær. Jón Sigurðsson iðnaðar- og
viðskiptaráðherra og Andri Snær
Magnason rithöfundur héldu
einnig erindi.
Illugi velti fyrir sér hvaða meg-
inlögmál og aðferðafræði ættu að
ríkja þegar rætt er um nýtingu
náttúruauðlinda, hvort það væri
ríkisvaldið sem ætti að hafa for-
ystuna með reglusetningu, með
því að ákveða hvaða lausnir væru
heppilegar og hverjar ekki, eða
hvort það væri markaðurinn.
„Þegar um er að ræða lausnir
sem koma að ofan, frá ríkisvald-
inu, þá nýtum við þekkingu til-
tölulega fárra. Hins vegar þegar
við nýtum lausnir sem koma frá
markaðnum nýtum við þekkingu
mjög margra,“ sagði Illugi sem
tók nokkur dæmi um umhverf-
isvæna hluti sem eru að ryðja sér
til rúms á markaðnum, vegna
þess að almenningur gerir sér sí-
fellt betur grein fyrir því að virða
beri náttúruna og kaupi því frek-
ar hluti sem menga síður eða
ganga á náttúruauðlindir. Hann
sagði hlutverk stjórnvalda skýrt í
þessum málum. „Þau hafa fyrst
og fremst þeirri skyldu að gegna
að gæta þess að markaðirnir
virki, og virki sem skyldi,“ sagði
hann og bætti síðar við að „menn
koma ekki með fram með skil-
greindar lausnir í umhverfismál-
um. Ég held að það snúi miklu
frekar að okkur, sem viljum gefa
okkur að stjórnmálum, að koma
með þennan ramma sem gerir
síðan öllum kleift að koma með
lausnina – að kalla fram lausn-
ina“.
Illugi sagðist telja að allflestir
væru komnir á þá skoðun að ríkið
ætti ekki að stunda stóriðjurekst-
ur eða standa að stóriðjustefnu
og viðraði í kjölfarið skoðun sína
á ríkisafskiptum í raforkuiðnaði
en hann telur að ríkið eigi ekki að
sitja beggja vegna borðsins.
Hann telur grunnnetinu þó best
borgið í ríkiseign.
Kárahnjúkar tilheyra
gamla kerfinu
Jón Sigurðsson sagði að hlut-
verk iðnaðarráðuneytisins hefði
einkum verið fyrirgreiðsla og að-
stoð en ekki forysta eða stýring
eftir árið 2003 þegar tímabili
virkrar stóriðju- og virkjana-
stefnu íslenskra stjórnvalda lauk.
„Þau verkefni sem nú eru helst á
döfinni, á Húsavík, í Helguvík og
í Straumsvík og Hafnarfirði, eru
þá á vegum heimamanna og undir
stjórn þeirra og sjálfstæðra fyr-
irtækja en ekki undir forræði iðn-
aðarráðuneytisins. Kárahnjúka-
virkjun og það sem henni tengist
er eitt það síðasta sem tilheyrir
gamla kerfinu og ákvarðanir voru
teknar á þeim tíma,“ sagði Jón og
bætti við að afstaða langflestra
Íslendinga til verndunar og nýt-
ingar auðlinda væri sama afstaða
og ríkisstjórnarinnar. „Langflest-
ir eru í senn nýtingarsinnar og
verndunarsinnar og sjá ekki and-
stöðu í því. Aðeins örfáir vilja
hamast áfram með framkvæmdir
sem allra víðast og aðeins örfáir
vilja stöðva allar framkvæmdir og
ný verkefni.“
Áliðnaðurinn þarf að vaxa
Jón sagði að framundan væri
að móta verklagsreglur markaðar
og jafnræðis á þessu sviði, leggja
þyrfti grunn að nýtingar- og
verndaráætlun til langs tíma,
áætlun er ætti að geta stuðlað að
víðtækri sátt meðal þjóðarinnar.
„En þessi heildaráætlun verður
varla tilbúin fyrr en eftir nokkur
ár og þangað til tel ég að við
verðum að fylgja samþykktum,
skilgreindum mælistikum í
ákvörðunum.“
Andri Snær var að vanda harð-
orður í garð áliðnaðarins og sagði
klárt að hann þyrfti að vaxa og
verksmiðjurnar hér á landi – og
þær sem eru fyrirhugaðar – væru
nú þegar orðnar of litlar fyrir al-
þjóðlega samkeppni. „Áliðnaður-
inn þarf að vaxa, verður að vaxa
og ef hann fær ekki að vaxa þá
fer hann annað. Álverið í
Straumsvík byrjaði í 30 þúsund
tonnum, menn eru að byrja núna
í 600 þúsund tonnum. Þetta er
iðnaður sem er í samkeppni og
það er hreinlega þannig að fram-
tíðarsýnin er svona. Það er núna
verið að raða upp verksmiðjum
víðs vegar um landið sem eru of
litlar fyrir alþjóðlega samkeppni.“
Hann sagði að ef sú staða kæmi
upp að álfyrirtækin settu afar-
kosti, annaðhvort myndu álverin
stækka eða fara héðan burt, væri
staðan erfið. „Fólkið mun vinna í
sinni verksmiðju, hún mun vera
undirstaða atvinnulífsins, hún
mun hafa sigrað í samkeppni við
aðrar atvinnugreinar og mann-
auður mun hafa farið þarna inn.
Fólkið mun ekki vilja loka verk-
smiðjunum,“ sagði Andri og líkti
ástandinu við kettling sem yrði
ávallt að ketti – þrátt fyrir að
ekki væri sérstaklega rætt um
það. „Það er ekki illska sem rek-
ur fyrirtækin, þau munu þurfa að
stækka.“
Iðnaðarráðherra svaraði því
reyndar síðar til í umræðum eftir
erindin að stjórnvöld væru undir
það búin að álverin myndu krefj-
ast stækkunar. „Það liggur alveg
fyrir hvernig þróunin er. Það er
álbylting í veröldinni, þetta er að-
eins lítill angi af því, og við erum
undir það búin. Það stendur ekki
til [að láta undan], samningar eru
ekki þannig að það geti verið hert
að okkur,“ sagði Jón.
Gjörbreytt mynd
Andri benti einnig á að djúp-
boranir gætu gjörbreytt heildar-
myndinni. „En það er eitthvað
sem við vitum ekki um núna og
kannski ábyrgðarlaust að gera
ráð fyrir. En á hinn bóginn er
kannski ábyrgðarlaust að fara og
raska fegurstu svæðunum þegar
hugsanlega eftir tíu, tuttugu eða
þrjátíu ár kemur í ljós að það er
bara hægt að bora við hliðina á
álverinu í Straumsvík og fá
orkuna beint þaðan.“
Morgunblaðið/Sverrir
Náttúruvernd og nýting Guðfinna S. Bjarnadóttir rekstor, Andri Snær Magnason, rithöfundur og Jón Sigurðs-
son ráðherra hlýða á erindi Illuga Gunnarssonar á fundi Samtaka iðnaðarins á Hótel Nordica.
Flestir í senn verndun-
ar- og nýtingarsinnar
Í HNOTSKURN
»Stuðlað verður að víð-tækri þjóðarsátt með
gerð heildstæðrar ramma-
áætlunar um nýtingu og
vernd náttúruauðlinda.
»Áætlunin verður ekki tilfyrr en eftir nokkur ár og
þangað til verður sam-
þykktum, skilgreindum mæli-
stikum fylgt í ákvarð-
anatöku.
»Stefnan verður miðuð viðábyrgð, varúð og aðgát.