Morgunblaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is REKSTRARTEKJUR borgarsjóðs hafa ekki dugað fyrir almennum rekstrargjöldum undanfarin fjögur ár eða frá árinu 2002. Á sama tíma hefur eigið fé lækkað um 13,4 millj- arða króna og má rekja lækkun þess til uppsafnaðs rekstrarhalla á tíma- bilinu, að því er fram kemur í skýrslu sem endurskoðunarsvið KPMG hef- ur unnið fyrir Reykjavíkurborg og lögð var fram á fundi borgarráðs í gær. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, segir að skýrslan sé áfellisdómur yfir fjármálastjórn síð- asta meirihluta. Í skýrslunni kemur fram meðal annars að skuldir A hluta Reykja- víkurborgar, en til hans telst aðal- sjóður, eignasjóður og skipulags- sjóður hafa hækkað úr 45 milljörðum króna á árinu 2002 í 56,8 milljarða kr. á verðlagi í júní í ár. Veltufé frá rekstri á þessu tímabili hafi numið tæpum 8 milljörðum króna, en ef frá séu taldir rekstrarliðir eins og arður frá fyrirtækjum borgarinnar, ábyrgðartekjur frá Orkuveitu Reykjavíkur og söluhagnaður verð- bréfa, þá sé veltufé frá reksti til 1. júlí ár neikvætt um tæpan einn millj- arð króna. Segir KPMG að brýnt sé að unnið verði að því að koma rekstri Aðalsjóðs í jafnvægi og snúa þessari þróun við. Þegar fjáhagsstaða A hluta og B hluta er tekin saman, en til B hlutans teljast hin ýmsu fyrirtæki borgar- innar, þar sem Orkuveitan vegur þyngst, kemur fram samkvæmt skýrslunni að afkoman á fyrrihluta ársins í ár var neikvæð um rúm 10 milljarða, sem nær eingöngu má rekja til stofnana í B hlutanum. Seg- ir KPMG að eiginfjárstaðan sé engu að síður traust eða um 40%. Heildar- eignir hafi hækkað um 53 milljarða kr. frá árinu 2002 og heildarskuldir um svipaða fjárhæð, en þó heldur minna. Eigið fé A og B hluta hafi hækkað um tæpan milljarð á tíma- bilinu, en inn í þeirri tölu sé end- urmat eigna að fjárhæð tæpir 13 milljarðar við yfirfærslu fráveitu til OR í upphafi ársins. Fram kemur að fjárfestingar A og B hluta nemi samtals 77,5 milljörð- um króna á ofangreindu tímabili og séu að stórum hluta fjármagnaðar með skuldaaukningu, en þar af nemi fjárfestingar OR um 47 milljörðum. KPMG segir að samkvæmt grein- ingu á fjárhagsáætlunum síðustu þriggja ára hafi rekstrarmarkmið sem sett séu í þriggja ára áætlunum um rekstur borgarinnar ekki náð fram að ganga og að rekstrargjöld hafi hækkað mun meira en rekstr- artekjur. Þá sé í áætlun fyrir árin 2007 – 2009 gert ráð fyrir tiltekinni hagræðingu í rekstri sem ekki sé skilgreind niður á einstök svið og rekstrareiningar. „Sé tekið mið af framvindu áætlana fyrir síðustu ár hafa áform um hagræðingu ekki náð fram að ganga. Er því brýnt að farið sé yfir fjármálastjórn borgarinnar í heild sinni og leitað leiða sem ætla má að leiði til betri rekstrarárang- urs,“ segir einnig. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg- arstjóri, sagði að úttekt KPMG væri áfellisdómur yfir fjármálastjórn síð- asta meirihluta. Þetta væri ekki póli- tískur áróður heldur kæmi þetta fram í skýrslunni, sem unnin væri af sérfræðingum, aftur og aftur. „Það er auðvitað áhyggjuefni að staðan skuli vera sú sem raun ber vitni. Það er hins vegar okkar núna að takast á við þær ábendingar sem þarna koma fram,“ sagði Vilhjálmur. Hann sagðist ekki vera boða ein- hvern stórfelldan niðurskurð, en hins vegar þyrfti að fara mjög ná- kvæmlega yfir einstaka þætti í rekstri borgarinnar. Það verk væri þegar hafið, en þetta væri heldur dekkri útkoma en hann hefði átt von á. „Það er alveg ljóst að mörg und- anfarin ár hafa rekstrartekjur, hefð- bundnar skatttekjur, ekki dugað fyr- ir rekstrarútgjöldum. Þar er mikið bil og það er auðvitað óviðunandi.“ Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, sagði að nauðsynlegt hefði verið að gera úttekt á stöðu borgarinnar til þess að vita nákvæm- lega hver staðan væri. Þeir hafi gert sér grein fyrir því að fjárhagsstaðan væri ekki eins og best væri á kosið, en það sem sér fyndist kanski sorg- legast í þessum efnum, væri að svona væri komið þrátt fyrir þau ótrúlegu uppgangsár í íslensku samfélagi og benti hann í því sambandi á hagnað ríkissjóðs, sem hefði gengið illa að áætla tekjur sínar sem hefðu verið mikið umfram áætlanir. Tekjur borgarsjóðs hafa ekki dugað fyrir gjöldum Morgunblaðið/Ásdís Skýrsla KPMG Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri og Björn Ingi Hrafnsson á blaðamannafundi í gær. ALDURSFORSETAR hreindýra- veiðimanna í haust eru að öllum líkindum félagarnir Kristfinnur I. Jónsson bifreiðasmiður, 82 ára, og Axel Kristjánsson hæstaréttar- lögmaður, 77 ára. Axel felldi hreintarf og Kristfinnur hreinkú í Klausturselsheiðinni. Axel fór fyrst til hreindýraveiða árið 1963 ásamt þeim Þorsteini S. Thorarensen borgarfógeta og Vil- hjálmi K. Lúðvíkssyni, lögfræðingi Landsbankans. Árið eftir var aftur farið til hreindýraveiða og bættist Kristfinnur, sem var mágur Vil- hjálms, í hópinn. Þeir Axel og Kristfinnur hafa síðan oft haldið til veiða og á hverju ári frá haustinu 1998. „Ég á afskaplega margar og ljúfar minningar úr þessum ferð- um,“ sagði Axel. Ferðin í haust er þar engin undantekning. Axel og Kristfinnur voru að fylgjast með tarfahjörð sem Sigurður Aðal- steinsson leiðsögumaður var að læðast að ásamt veiðifélaga þeirra. Hjörðin fór af stað án þess að dýr- ið næðist og boð bárust í talstöð- inni frá leiðsögumanninum: „Axel, náðu í Tékkann og vertu tilbúinn. Þeir koma upp melinn þarna hjá bílnum.“ Þess má geta að Tékkinn er gamalreyndur Brno-riffill fyrir 6,5 x 57 skothylki. Axel lét ekki segja sér þetta tvisvar. „Svo lét ég vaða“ „Ég náði í Tékkann og stökk út úr bílnum. Fljótlega sá ég tarfana, en það var erfitt að komast í færi við þá. Af gamalli reynslu vissi ég að þegar tarfar eru einir í hópi eru þeir ekki eins styggir og þegar beljurnar eru með. Þessir voru alltaf að stoppa og horfa á mig. Ég tók sénsinn og fór alltaf nær og nær. Svo fann ég þennan rosalega fína stein og lagðist á hann og hugsaði með mér: Þeir náðu hon- um ekki. Ég verð mér ekki til skammar þótt ég nái honum ekki heldur. Svo lét ég skotið vaða. Tarfurinn steinlá! Skotinn beint í gegnum hálsinn á 250 metra færi. Þetta var ekki skotfimi. Það var eitthvað annað þar á bak við og það var Kristfinnur Jónsson. Ég hleypti af rifflinum en Kristfinnur stýrði kúlunni! Ég leit um öxl og horfði á Kristfinn fyrir aftan mig. Svipnum á honum gleymi ég aldrei!“ Einn á gikknum og hinn stýrði kúlunni Aldursforsetar á hreindýraveiðum felldu kú og tarf Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Veiðifélagar Kristfinnur I. Jónsson og Axel Kristjánsson með tarfinn. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgar- stjóri, sagði að fjárhagsstaða borgarinnar væri traust. Það sýndi mat fjármálamarkaðarins og þeir vextir sem borginni stæðu til boða, sem gerðust hvergi betri á Ís- landi. Þá sýndi árshlutareikningur fyrstu sex mánaða þesssa árs að afkoman væri jákvæð um 2,2 milljarða að teknu tilliti til gengistaps. Eigið fé hefði einnig hækkað um 0,7 milljarða kr. á tímabilinu hjá A- og B-hluta og heildareignir borgarinnar, að teknu tilliti til skulda, hefðu verið að aukast þannig að staða borgarsjóðs væri firnasterk. Eiginfjárhlufallið væri 40% samkvæmt skýrslunni, sem væri í samræmi við það sem best gerð- ist hvort sem væri í opinberri stjórnsýslu eða á einka- markaði. Þá væri rangt að áætlanir Reykjavíkurborgar hefðu ekki staðist. Ef borin væru saman fjárlög og endanleg útkoma væri sáralítill munur þar á. Fjárhagsstaða borgarinnar traust Rekstrartekjur hafa ekki staðið undir rekstr- argjöldum borgarinnar undanfarin ár samkvæmt skýrslu KPMG og segir borgarstjóri skýrsluna áfellisdóm yfir síðasta meirihluta Í MATI á um- hverfisáhrifum vegna Reykja- nesvirkjunar, sem framkvæmt var áður en ráðist var í virkjunina, er gerð grein fyr- ir því að vinnsla í virkjuninni geti valdið því að yfir- borðsvirkni jarðhita breytist og auk- ist jafnvel, segir Albert Albertsson, aðstoðarforstjóri Hitaveitu Suður- nesja, en fram kom í fréttum Sjón- varpsins í fyrrakvöld að miklar breytingar hefðu orðið á hverasvæði á Reykjanesi síðustu mánuði. Í mat- inu hafi komið fram að þetta gæti haft áhrif og væri þá vitnað til reynslu annars staðar frá. Albert bendir á Svartsengi sem dæmi, en þar var byrjað að framleiða heitt vatn árið 1976. „Fyrir þann tíma eimdi ekki upp úr hrauninu neins staðar,“ segir Albert. Hann bendir á að einnig geti jarð- skjálftavirkni hafi veruleg áhrif á hverasvæði. Varðandi Reykjanes- svæðið segir Albert að hann hafi ekki skoðað jarðskjálftagögn til þess að leggja mat á breytingar á hvera- svæðinu þar. „Hvort það er einhver slík skýring sem er hluti af þessu eða hvort þetta er einungis vinnslan veit ég ekki,“ segir Albert og bætir við að reglulegt eftirlit sé haft með svæð- inu. Reykjanesvirkjun var sett í full- an gang í maí síðastliðnum. Virkni getur aukist á jarð- hitasvæðum ALCOA Fjarðaál efnir nk. sunnu- dag til sérstaks kvennadags fyrir konur á Austurlandi og er ætlunin með því að kynna álverið á Reyð- arfirði sem vænlegan vinnustað fyr- ir konur. Rúmlega 50 konur vinna nú þegar hjá Alcoa Fjarðaáli, eða um 28% starfsmanna alls, en yfirlýst stefna fyrirtækisins er að konur eigi fullt eins mikið erindi þar í störf eins og karlar. Á sunnudaginn verða sætaferðir frá Neskaupstað, Eskifirði, Egils- stöðum, Reyðarfirði, Búðareyri, Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði að ál- verslóðinni á Reyðarfirði. Farið verður í skoðunarferð um svæðið kl. 13.00 og Tómas Sigurðsson, for- stjóri Fjarðaáls, tekur svo á móti konunum í veitingasal starfsmanna- þorps Bechtel og HRV 14, þar sem boðið er upp á dagskrá og veitingar. Kvennadagur hjá Alcoa ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.