Morgunblaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 11 FRÉTTIR „ÞETTA er sambærilegt við niður- stöðu forsendunefndar kjarasamn- inga sem setti upp ákveðin viðmið um að enginn skyldi fá minni hækkun en 5,5%, það er eðlilegt að það gangi til þessa fólks einnig,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðusambands Ís- lands, um 3% hækkun Kjararáðs á launum til þjóðkjörinna manna, ráðherra, dómara og annarra ríkis- starfsmanna sem áður heyrðu und- ir kjaradóm og kjaranefnd og semja ekki um laun sín á almenn- um markaði. Hækkunin er aftur- virk og er frá og með 1. júlí sl. Úrskurður Kjararáðs er sá fyrsti en lög um ráðið tóku gildi 1. júlí sl.. Ekki er kveðið á um það í lögunum hverjir það eru sem falla undir Kjararáð heldur er ráðinu sjálfu ætlað að skera úr um það til hverra ákvörðun þess um laun og starfs- kjör nái. Til bráðabirgða eru það allir sem áður féllu undir úrskurð- arvald kjaradóms og kjaranefndar. Í úrskurði Kjararáðs kemur fram að samkvæmt samkomulagi forsendunefndar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins um launaþróunar- tryggingu hinn 22. júní 2006 skyldi hver launþegi sem í starfi var frá júní 2005 til júlíbyrjunar 2006 fá a.m.k. 5,5% launahækkun á því tímabili. Einnig var litið til þeirra hópa í þjóðfélaginu sem geta talist sambærilegir við þá sem heyra undir Kjararáð, þ.e. stjórnendur fyrirtækja á almennum vinnu- markaði. Gylfi segir nokkra eftirvæntingu hafa ríkt eftir fyrsta úrskurði Kjar- aráðs. „Ráðið fer ekki í það að taka hækkun á lægstu launum sem ein- hverja sérstaka viðmiðun við launavísitölu eða eitthvað slíkt. Það er alveg klárt að í lögunum var ver- ið að hnykkja á því að Kjararáð ætti að taka tillit til þess sem er að gerast á almennum vinnumarkaði, gæti ekki slitið sig frá þeim veru- leika sem við búum í og Alþýðu- sambandið er sammála þessari nið- urstöðu.“ Næsta hækkun launa á almenn- um vinnumarkaði verður um næstu áramót, um 2,9%. Laun forseta hækka um fimmtíu þúsund 3% hækkun til þeirra sem heyra undir Kjararáð Í HNOTSKURN »Laun forseta Íslandshækka úr 1.570 þúsund kr. í 1.619 þús. kr. og laun forsætisráðherra úr 938 þús. kr. í 966 þús. kr. »Kjaradómur úrskurðaðihinn 19. desember 2005 um launahækkun frá 6,15% til 8,16% »Hækkunin var numin úrgildi með lögum og fengu sömu aðilar 2,5% hækkun launa í febrúar sl. SIGURRÓS Þorgrímsdóttir alþingismaður og bæjarfulltrúi hefur gefur kost á sér í 4. sæti á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins í Suð- vesturkjördæmi. Hún hefur unnið trúnaðarstörf fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi í mörg ár, 1. varabæjarfulltrúi 1994– 1998 en bæjarfulltrúi frá 1998. Hún var formaður leikskólanefnd- ar frá stofnun hennar til 2002, er for- maður Lista- og menningarráðs Kópavogs og formaður skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi. Sigurrós var fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjör- dæmi frá 2003 og tók sæti Gunnars I. Birgissonar er hann varð bæjarstjóri í Kópavogi 2005. Hún á sæti í þremur þingnefndum. Helstu baráttumál Sigurrósar eru mennta- og menning- armál, málefni aldraðra, æskulýðs- mál, ferðaþjónusta og heilbrigðismál. Sækist eftir 4. sætinu Sigurrós Þorgrímsdóttir EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá Magnúsi Ólafssyni, forstjóra Osta- og smjör- sölunnar sf., og Guðbrandi Sigurðssyni, for- stjóra MS, vegna viðtals við Ólaf Magnússon, framkvæmdastjóra Mjólku ehf. „Í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær, fimmtudaginn 5. október, birtist viðtal við Ólaf Magnússon, framkvæmdastjóra Mjólku. Full ástæða er til þess að gera athugasemdir við ýmislegt sem fram kemur í máli Ólafs og ekki síður við fullyrðingar blaðamannsins sem við- talið tók. Blaðamaður gengur það langt að tala um mjólkuriðnaðinn sem „nátttröll sem dagað hafi uppi“ og segir að keppinautar Mjólku muni „ekki sýta það þótt Mjólka legði upp laupana“. Við höfum alltaf borið virðingu fyrir Morg- unblaðinu og faglegum vinnubrögðum þess. Það er leiðinlegt – svo ekki sé fastar að orði kveðið – að blaðamaður Morgunblaðsins geri mjólkuriðnaðinum upp þessa skoðun. Það er greinilegt að þetta sjónarmið á upp á pall- borðið hjá framkvæmdastjóra Mjólku þegar hann ber fyrir sig „innanbúðarheimildum um að það hafi verið tekin ákvörðun um að kné- setja Mjólku með öllum ráðum“. Í greininni setja Ólafur og blaðamaður Morgunblaðsins fram þungar ásakanir í garð stjórnenda þess hluta mjólkuriðnaðarins sem er í eigu mjólkurbænda. Í þessum efnum lang- ar okkur að koma á framfæri nokkrum atriðum sem eru til þess fallin að veita lesendum blaðs- ins meiri skilning á þeim málefnum mjólkur- iðnaðarins sem fjallað er um í áðurnefndu við- tali. Í upphafi greinarinnar segir blaðamaður að Mjólka hafi „náð fótfestu á afar óaðgengilegum markaði – svo ekki sé fastar að orði kveðið“. Það er því rétt að upplýsa lesendur Morg- unblaðsins um að mjólkuriðnaðurinn hefur átt ákaflega góð samskipti við einkarekin mjólk- urbú sem og fyrirtæki sem starfa á sviði mót- töku mjólkur, framleiðslu, sölu og dreifingar á ýmsum mjólkurvörum, og er þar af mörgum dæmum að taka. 1. Einkarekna fyrirtækið Bíó-bú, sem hefur verið rekið til margra ára með góðum árangri, hefur verið í góðri samvinnu við MS, sem hefur leitast við að aðstoða búið í starfsemi sinni eins og kostur er. Það hefur orðið til þess að Bíó- búinu hefur tekist að byggja hér upp öflugan markað fyrir lífræna jógúrt, sem er í heilmikilli samkeppni við okkar eigin framleiðslu. 2. Um árabil annaðist Osta- og smjörsalan sf. sölu og dreifingu fyrir Ostahúsið í Hafnarfirði sem framleiddi og seldi vörur í samkeppni við vörur Osta- og smjörsölunnar. Osta- og smjör- salan hefur alla tíð stutt við bakið á því ágæta fólki, sem að eigin frumkvæði stofnaði Osta- húsið í samkeppni við Osta- og smjörsöluna. 3. MS hefur einnig stutt við bakið á Mjólku og hjálpað fyrirtækinu þegar þess hefur þurft. Það er til að mynda ekki langt síðan Mjólka varð fyrir því óhappi að mjólkurbíll þeirra bil- aði. MS brást við á þann hátt að lána Mjólku mjólkurbíl sem ekki var í notkun. Þetta varð til þess að Mjólka gat sinnt sínum bændum og komið mjólkinni til framleiðslu í sínu búi. Að öðrum kosti hefði fyrirtækið getað orðið fyrir óþægindum og frekari fjárhagslegum skaða. 4. Undanfarnar vikur hefur Mjólka ekki haft not fyrir alla þá mjólk sem fyrirtækið hefur keypt af bændum. Þeir sem vilja knésetja fyr- irtækið hefðu ugglaust staðið hjá og látið það afskiptalaust þótt Mjólka yrði að hella niður mjólkinni sem ekki næðist að fullvinna. Það var hins vegar ekki gert. MS keypti umrædda mjólk sem Mjólka framleiðir á Grjóteyri í Kjós. Þessi dæmi, sem hér eru nefnd, eru þess eðl- is að hvorki er hægt með sanngirni né heið- arleika að bera það á okkur stjórnendur MS og Osta- og smjörsölunnar að við reynum að „kné- setja Mjólku með öllum ráðum“. F.h. Osta- og smjörsölunnar sf. Magnús Ólafsson forstjóri og Guðbrandur Sigurðsson forstjóri f.h. MS.“ Hafa átt góð samskipti við einkarekin mjólkurbú BIRGITTA Jónsdóttir Klasen hefur ákveðið að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins i Suðurkjördæmi 11. nóv. nk. Hún óskar eftir stuðningi í 5. til 6. sætið. Birgitta fluttist hing- að til lands fyrir sex ár- um frá Þýskalandi, en hún hefur verið viðloð- andi og starfandi við stjórnmál í Þýskalandi síðan árið 1978 og hefur áhuga á því að halda áfram á þeirri braut hér á Íslandi. Stefnir á 5.–6. sætið Birgitta Jónsdóttir Klasen SONJA B. Jónsdóttir myndlistarkennari og kvikmyndagerðarmaður býður sig fram í próf- kjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi hinn 4. nóvember nk. Hún sækist eftir 4.–5. sæti og vill einkum vinna að auknum jöfnuði í sam- félaginu, forvarnamál- um, bættum hag barna, unglinga, fatlaðra, öryrkja og aldraðra og einnig að fræðslu- og menningarmálum. Sonja hefur starfað sem blaðamaður, fréttamaður á Sjónvarpinu og ritstýra tíma- ritsins Veru. Hún rak eigið fyrirtæki, Kvik- myndafélagið Nýja bíó, um tíu ára skeið og gerði þá fjölda sjónvarpsþátta, fræðslu- og heimildamynda. Undanfarin ár hefur Sonja verið í myndlistarnámi við Listaháskóla Ís- lands og lauk hún kennsluréttindanámi frá þeim skóla að loknu BA-prófi í myndlist. Hún hefur einnig BA-próf í heimspeki og al- mennri bókmenntafræði. Sonja hefur setið í stjórnum Alnæmis- samtakanna, Samtaka um kvennaathvarf og verið formaður Nýrrar dögunar – sam- taka um sorg og sorgarviðbrögð. Sonja er einn af stofnendum Neslistans á Seltjarnarnesi og hefur tekið þátt í störfum menningarnefndar Seltjarnarness sem varamaður undanfarin tvö kjörtímabil. Hún er í stjórn Samfylkingarinnar á Seltjarn- arnesi og var í 9. sæti á listanum í Suðvest- urkjördæmi í síðustu alþingiskosningum. Sonja telur mikilvægt að í efstu sætum framboðslistans verði bæði konur og karlar á öllum aldri og að frambjóðendur komi frá öllum þéttbýliskjörnum kjördæmisins. Sækist eftir 4.–5. sæti Sonja B. Jónsdóttir STEINN Kárason um- hverfishagfræðingur gef- ur kost á sér í 3.–5. sæti í prófkjöri á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi kosningar. „Náttúruvernd og skynsamleg nýting nátt- úruauðlinda eru meðal krefjandi viðfangsefna sem bíða úrlausnar á næstu árum. Einnig umhverfismál almennt. Menntamál, nýsköp- un og rannsóknir eru lykilinn að velmegun og samkeppnishæfni þjóðarinnar á alþjóðavett- vangi. En höfum líka hugfast að fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins. Ég tel að Sjálf- stæðisflokkurinn eigi að hafa forystu í þess- um málum til farsældar fyrir samfélagið. Ég vil leggja mitt af mörkum til að svo megi verða,“ segir í fréttatilkynningu frá Steini. Steinn lauk M.Sc.-prófi í umhverfisstjórn- un og alþjóðaviðskiptum frá Álaborgarhá- skóla 2002 og diplómaprófi í umhverfisfræð- um 2001 frá Copenhagen Business School, University of Pietermaritzburg og Durban í Suður-Afríku. Hann lauk B.Sc.-gráðu í við- skiptafræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2000 og er iðnrekstrarfræðingur frá TÍ og garðyrkjufræðingur frá Garðyrkjuskólan- um. Steinn situr í stjórn Félags sjálfstæðis- manna í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogs- hverfi. Hann er fulltrúi menntamálaráðu- neytisins í Umhverfisfræðsluráði og formaður foreldraráðs Fossvogsskóla. Sækist eftir 3.–5. sætinu Steinn Kárason RÓBERT Mars- hall hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1.–2. sæti í próf- kjöri Samfylking- arinnar í Suður- kjördæmi sem fram fer 4. nóv- ember. Í tilkynn- ingu um framboð- ið segist Róbert í störfum sínum vilja leggja mesta áherslu á umhverfisvernd, stórbætt- ar samgöngur á Suðurlandi, upp- byggingu atvinnulífs í kjördæminu, jafnréttismál og vernd borgaralegra réttinda. Róbert hefur víðtæka reynslu af blaðamennsku og stjórn- unarstörfum henni tengdum, auk þess að hafa veitt stéttarfélagi blaða- manna forystu. „Margrét Frímannsdóttir hefur verið öflugur leiðtogi Samfylkingar- innar í Suðurkjördæmi og skarð hennar er vandfyllt. Það er fólksins í Suðurkjördæmi að sækja sér nýjan forystumann. Ég býð mig fram til þess hlutverks,“ segir í tilkynningu. Sækist eftir 1.–2. sæti Róbert Marshall ÞVÍ var fagnað í gær að í þessum mánuði eru liðin 20 ár frá því Stöð 2 fór fyrst í loftið, nánar tiltekið renna tímamótin upp 9. október. Boðað var til veislu á Kjarvalsstöðum þar sem þrír af stofnendum Stöðvar 2, þau Jón Óttar Ragnarsson, Valgerður Matthíasdóttir og Hans Kristján Árnason afhentu Ara Edwald að gjöf afrit af vélritaðri dagskrá stöðvarinnar þennan fyrsta dag. . Morgunblaðið/Golli Fögnuðu 20 ára afmæli Stöðvar 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.