Morgunblaðið - 06.10.2006, Síða 53

Morgunblaðið - 06.10.2006, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 53 menning Pearl Jam er ein af mínumuppáhaldshljómsveitum,þótt ég geri mér ekki al- mennilega grein fyrir af hverju. Það er ekki beint „kúl“ að fíla Pearl Jam, og margir myndu segja alls ekki, en það er eitthvað í þessari hljómsveit sem hefur á mér tak. Aðdáun mín snýst líka oft og iðulega upp í einslags ástar/ haturssamband, sem nánast er per- vertískt. Á sama tíma og ég elska sum lög- in út af lífinu, hampa No Code sem meistaraverki sveitarinnar, nenni endalaust að rekja mig í gegnum þróun sveitarinnar og dáist að Ed- die Vedder fer mannúðarstarf sveitarinnar í taugarnar á mér og þessi botnlausa hræsni meðlima er þeir þykjast vera „einir af okkur“ á meðan þeir eru milljónamæringar og þurfa ekki að lyfta litla fingri frekar en þeir nenna. Langþráður draumur rættist svo hinn 23. sept- ember síðastliðinn. Pearl Jam hélt tónleika í Berlín, í hringleikahúsinu Wuhlheide, fyrir framan 15.000 gesti. Ég var þar á meðal. Þetta voru einu tónleikarnir sem ég var staðráðinn í að sækja á meðan ég dvaldi í Berlín þennan sept- embermánuð en svo fór að þetta voru þeir tónleikar sem ég sá hvað mest eftir að hafa farið á. Hvers vegna? Fyrir það fyrsta er ég nú kominn með leiða á svona stórtónleikum. Ég meina, hver er tilgangurinn? Þessir tilteknu tónleikar voru, að ég get ímyndað mér, ábyggilega eins og Rolling Stones-tónleikar. Fólk fer til að „sjá“ Stones, en ekki til að „hlusta“. Og það þrátt fyrir að það glitti rétt í þá uppi á sviði. Ná- lægð sveitar og áhorfenda er afar takmörkuð og þetta virðist snúast um það að berja goðsagnir augum, líkt og að horfa á Mónu Lísu í gegn- um glerrammann.    Þá var hljómurinn lélegur og al-veg furðulega lágvær. Vedder- inn, maðurinn sem innlimaði Ramo- nes í Frægðarhöll rokksins, ætti að skilja það manna best að rokk og ról snýst um að hafa það nógu hel- víti hátt. Það skringilegasta af öllu var þó að Pearl Jam er annáluð fyrir frá- bæra tónleika, þar sem hverjir tón- leikar eru spilaðir líkt og þeir væru þeir síðustu. Ekki upplifði ég það, heldur miklu frekar band sem er al- gerlega farið að rúlla á sjálfstýr- ingunni, komin í þá stöðu að það er einfaldlega verið að stimpla sig inn í vinnuna. Það var líkt og menn væru að berjast við að hoppa sig í stuð þegar „Animal“ var spilað í milljónasta skipti og svo var þetta sama gamla rútínan sem öll þessi leikvangabönd afrita hvert frá öðru. Á ákveðnum stað fer Vedder út til hliðanna á sviðinu, eftir nokk- ur lög í viðbót hoppar hann niður á öryggissvæðið og fer upp að áhorf- endum og svo er það rúsínan í pylsuendanum, þegar okkur er sagt að við séum „bestu áhorfendurnir til þessa“. Og við lepjum þetta upp, eins og sauðir.    Þar sem meðlimir Pearl Jam erumeð það á heilanum hversu miklir menn fólksins þeir eru, og láta sig dreyma um það að selja plöturnar sínar í nokkrum þús- undum en ekki milljónum, væri heillavænlegast fyrir þá að fara að spila í litlum klúbbum, segjum 500 manna. En við vitum öll að það mun ekki gerast. Skepnan er farin að dansa sjálf og innst inni vitum við líka að á endanum vilja meðlimir ekki hafa þetta neitt öðruvísi. Ég hafði ætlað mér að skrifa heil- síðugrein um þessa tónleika og lof- sama Pearl Jam til hægri og vinstri en þess í stað kemur þessi stutti tuðpistill. Og það er mátulegt á þá. Auðvitað ætla ég ekkert að snúa baki við mínum mönnum. En þetta er að sönnu „tough love“. arnart@mbl.is Perlur fyrir svín Pearl Jam „Animal“ var spilað í milljónasta skipti og svo var þetta sama gamla rútínan sem öll þessi leikvangabönd afrita hvert frá öðru. AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen » Þetta voru einu tón-leikarnir sem ég var staðráðinn í að sækja á meðan ég dvaldi í Berlín þennan septembermán- uð en svo fór að þetta voru þeir tónleikar sem ég sá hvað mest eftir að hafa farið á. Hvers vegna? Staðalbúnaður: • Hátt og lágt drif • Álfelgur • Stigbretti • Vindskeið • Skyggðar rúður • ABS hemlalæsivörn Pajero sport Sjálfskiptur með V6 bensínvél, 177 hestöfl 3.395.000 kr. Aflmeiri 136 hestafla dísilvél 3.595.000 kr. 3.395.000 kr. Fullbúinn alvörujeppi á einstöku verði Umboðsmenn um land allt: Höldur hf., Akureyri, sími 461 6020 · HEKLA, Borgarnesi, sími 437 2100 · HEKLA, Ísafirði, sími 456 4666 HEKLA, Reyðarfirði, sími 470 5100 · HEKLA, Reykjanesbæ, sími 420 5000 · HEKLA, Selfossi, sími 482 1416 HEKLA, Laugavegi 174, sími 590 5000 www.hekla.is, hekla@hekla.is 35.539 kr. á mánuði H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Miðað við 30% útborgun og gengistryggðan bílasamning SP til 84 mánaða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.