Morgunblaðið - 06.10.2006, Síða 64

Morgunblaðið - 06.10.2006, Síða 64
Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is REKSTRARTEKJUR borgarsjóðs hafa ekki dugað fyrir almennum rekstrargjöldum undanfarin fjögur ár eða frá árinu 2002. Á sama tíma hefur eigið fé minnkað um 13,4 milljarða króna og má rekja lækkun þess til uppsafnaðs rekstrarhalla á tíma- bilinu, að því er fram kemur í skýrslu sem endurskoðunarsvið KPMG hefur unnið fyrir Reykjavíkurborg og lögð var fram á fundi borgarráðs í gær. „Sé tekið mið af framvindu áætlana fyrir síðustu ár hafa áform um hag- ræðingu ekki náð fram að ganga. Er því brýnt að farið sé yfir fjármála- stjórn borgarinnar í heild sinni og leitað leiða sem ætla má að leiði til betri rekstrarárangurs,“ segir m.a. í skýrslunni. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgar- stjóri sagði að úttekt KPMG væri áfellisdómur yfir fjármálastjórn síð- asta meirihluta […] „Það er auðvitað áhyggjuefni að staðan skuli vera sú sem raun ber vitni. Það er hins vegar okkar núna að takast á við þær ábendingar sem þarna koma fram,“ sagði Vilhjálmur. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrr- verandi borgarstjóri, sagði að fjár- hagsstaða borgarinnar væri traust. Það sýndi mat fjármálamarkaðarins og þeir vextir sem borginni stæðu til boða, sem gerðust hvergi betri á Ís- landi. Misheppnuð hagræðing hjá Reykjavíkurborg Í HNOTSKURN » Eiginfjárstaða A- og B-hluta borgarsjóðs og stofn- ana borgarinnar er traust eða um 40%. » Heildareignir hafa hækk-að um 53 milljarða kr. frá árinu 2002 og heildarskuldir um svipaða fjárhæð en þó heldur minna. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, segir fjárhags- stöðu borgarinnar trausta. » Fjárfestingar A- og B-hluta nema 77,5 millj- örðum kr. frá 2002.  Tekjur | 6 ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 279. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  NA-átt 5-13 m/s, hvassast á Vest- og Aust- fjörðum. Súld eða rigning N- og A- lands, bætir í með kvöldinu. » 8 Heitast Kaldast 10°C 4°C Girnilega r uppskrift ir í lokinu Dala Fetasneiðar – gómsæt nýjung! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 1 4 2 SÍÐDEGIS í gær stöðvaði lögreglan í Reykjavík 31 ökumann á Lang- holtsvegi, sunnan við Skeiðarvog. Var þetta liður í stefnu lögregl- unnar að sporna við hraðakstri í íbúðahverfum þar sem ekki má aka hraðar en á 30 km hraða. Lögreglan var við mælingar á milli kl. 16 og 18 og voru 27 öku- menn stöðvaðir fyrir hraðakstur og fjórir fyrir að tala í farsíma án handfrjáls búnaðar. Sá sem hraðast ók mældist á 71 km hraða. 27 óku of hratt og fjórir í símanum FÉLAGAR í Karlakórnum Fóst- bræðrum voru taktfastir þegar þeir frumfluttu nýtt verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Alþingisrapp, við setningu Norrænna músíkdaga í gærkvöldi. Humm og ha heyrist oft í þingheimi og í Alþingisrappinu var sú speki endurtekin, bara með miklu meiri stæl. Atli Heimir hefur oft samið rapp fyrir kóra og hljóðfærahópa, m.a. fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands. Tónlistarhátíðin Norrænir mús- íkdagar stendur til 14. október. Há- tíðin var fyrst haldin í Kaupmanna- höfn fyrir 118 árum og er einn mikilvægasti vettvangurinn fyrir nýja norræna tónlist. Morgunblaðið/Kristinn Humm og ha í Alþingisrappi Atla Heimis SÉRFRÆÐINGAR Landsvirkjun- ar hafna algerlega gagnrýni Magn- úsar Tuma Guðmundssonar jarðeðl- isfræðings á undirbúning Kára- hnjúkavirkjunar. Friðrik Sophus- son, forstjóri Landsvirkjunar, segir undirbúningsvinnu fyrir þessa virkj- un með sama hætti og fyrir aðrar virkjanir hér á landi. „Jarðfræðirannsóknirnar veita upplýsingar og svo taka við þekktar verkfræðilegar lausnir sem við höf- um notað til að fara í gegnum þessar sprungur. Það hefur varla farið fram hjá nokkrum manni að menn hafa þurft að bora í gegnum laus jarðlög. Við gerðum ráð fyrir þeim kostnaði,“ segir Friðrik. Meiri og ýtarlegri rannsóknir „Rannsóknirnar eru í mínum huga meiri og ýtarlegri en við fyrri virkj- anir hér á landi. Teymisvinnan er með öðrum hætti en var við Blöndu- virkjun og Sultartanga, nú var settur saman hópur sérfræðinga frá mis- munandi aðilum,“ segir Ágúst Guð- mundsson jarðfræðingur.  Rannsóknir | 12 Undirbúningur sambærilegur Forstjóri Landsvirkjunar hafnar gagn- rýni á undirbúning við Kárahnjúka UMFERÐARÖRYGGI Kjalnesinga var rætt á opnum fundi í Klébergs- skóla í gærkvöldi. Sex alþingismenn þekktust boð um að mæta. Samþykkt var tvíþætt ályktun: Að Vesturlandsvegur verði tvöfaldaður frá Hvalfjarðargöngum að Kollafirði fyrir árið 2010 svo sá kafli verði tilbúinn fyrir Sundabraut. Einnig að fyrir 1. janúar 2007 verði gerð und- irgöng fyrir bíla undir Vesturlands- veg við Klébergsskóla; að- og afrein- ar frá Mosfellsbæ að Hvalfjarðar- göngum verði lagfærðar; að Vestur- landsvegur frá Mosfellsbæ að Hvalfjarðargöngum verði upplýstur; settar verði hraðahindranir á Braut- arholtsveg. Tiltölulega ódýrar aðgerðir Símon Þorleifsson, formaður Íbúasamtaka Kjalarness, greindi frá sjónarmiðum Kjalnesinga. Hann sagði að til væru 500 milljónir til framkvæmda við Vesturlandsveg. „Skólabílarnir aka daglega yfir Vest- urlandsveginn með börnin okkar þar sem er 90 km hraði og stórir flutn- ingabílar.“ Hann sagði Kjalnesinga vilja þrenn undirgöng undir Vestur- landsveg, lík þeim sem eru á átta stöðum á Reykjanesbraut, þannig að hægt sé að aka um sveitina án þess að fara yfir veginn. „Þannig er hægt að draga úr miklu álagi á gatnamót og hættu á slysum. Þetta eru tiltölulega ódýrar aðgerðir og nýtast við framtíðarupp- byggingu vegakerfisins.“ Vestur- landsveg- ur verði bættur „ÞAÐ er ljóst – og bókaútgef- endur hafa fyrir því sannanir – að stórir og litlir hlutar úr bókum eru nú aðgengi- legir nemendum og starfsmönn- um í stafrænni mynd hjá menntastofn- unum á Íslandi án þess að fyrir því hafi verið aflað tilskilinna leyfa. Það segir sig sjálft að þegar lung- inn úr bók er aðgengilegur mörg hundruð manns, jafnvel þúsundum, þeim að kostnaðarlausu í rafrænu formi og án leyfis höfundarrétt- arhafa, er stórlega vegið að tekju- möguleikum útgáfu og höfunda,“ skrifar Kristján B. Jónasson, for- maður Félags íslenskra bókaútgef- enda, í Morgunblaðið í dag. Segir hann, að engin sátt sé um á hvaða sniði geyma eigi þessar upplýs- ingar og óljóst hvað gert sé við þetta höfundarréttarvarða efni. | 34 Stórlega vegið að tekjumögu- leikum höfunda Kristján B. Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.