Morgunblaðið - 20.10.2006, Síða 6

Morgunblaðið - 20.10.2006, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stofustólar Borðstofustóla SkrifstofustóEldhússtólar STÓLAR Í ÚRVALI Komið og gerið góð kaup Varnarliðssala Geymslusvæðisins - Sigtúni 40 Lazyboy Barstólar StaflanlegirHægindastólar Barnastólar Borðstofustólar Lazyboy Plaststólar Kollar OPIÐ: Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard. Sunnud. 12-18 12-18 12-18 12-21 10-18 10-18 12-18 HÆSTIRÉTTUR hefur mildað verulega refsi- dóma yfir Árna Þór Vigfússyni, Kristjáni Ra. Krist- jánssyni, Ragnari Orra Benediktssyni og Stefáni Hjörleifssyni vegna skattsvika í tengslum við rekst- ur á fimm einkahlutafélögum þeirra á árunum 2001 til 2003. Í héraðsdómi var Árni Þór dæmdur til að greiða 8,6 milljónir króna í sekt, sem Hæstiréttur lækkaði í 2,6 milljónir, en mestu munaði hjá Krist- jáni Ra. þar sem sekt hans var lækkuð úr 65,8 millj- ónum í 18,5 milljónir. Þá lækkaði sekt Ragnars Orra úr 15,2 milljónum í 750 þúsund og sekt Stefáns úr 7 milljónum í 300 þúsund krónur. Þau einkahlutafélög sem um er að ræða eru Ísa- foldarhúsið, Kaffi Le, Lífstíll, Planet Reykjavík og Japís, sem ákærðu stjórnuðu, einu eða fleirum, og gaf ákæruvaldið þeim að sök undanskot upp á rúm- ar 55 milljónir króna. Í dómi Hæstiréttar sem kveðinn var upp í gær segir að greitt hafi verið inn á skuldir fyrirtækjanna og kom því til álita hvort staðin hefðu verið skil á verulegum hluta skattfjárhæðanna í skilningi máls- greina í lögum um virðisaukaskatt frá 1988 og lög- um um staðgreiðslu opinberra gjalda frá 1987, eins og þeim var breytt með lögum árið 2005, þannig að fyrirmæli þeirra um fésektarlágmark ættu ekki við. Hæstiréttur taldi að undanþágur frá lágmarki fé- sektar giltu um viðurlög við brotum Ragnars Orra og Stefáns og voru þau ekki talin meiriháttar. Und- anþágur áttu þá við hluta brota Árna Þórs og við- urlög flestra brota Kristjáns Ra. voru ákveðin á grundvelli undanþágu frá lágmarki fésektar. Þá var tekið fram að ákærðu utan Stefáns hefðu fengið fangelsisdóma í Landsímamálinu svonefnda árið 2004, þar sem um var að ræða stórfelld brot vegna fjárdráttar, peningaþvættis og hylmingar, en að öðru leyti hefði Árni Þór ekki hlotið refsingu, Krist- ján Ra. og Ragnar ekki svo máli skipti og þá hefði Stefán ekki verið sakfelldur fyrir brot. Málið dæmdu hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Árni Kolbeinsson og Markús Sigur- björnsson. Verjendur voru hæstaréttarlögmenn- irnir Gestur Jónsson fyrir Árna Þór, Brynjar Níels- son fyrir Kristján Ra., Sigmundur Hannesson fyrir Ragnar Orra og Helgi Jóhannesson fyrir Stefán. Sækjandi var Helgi Magnús Gunnarsson, saksókn- ari hjá ríkissaksóknara. Skattadómar mildaðir Fésekt Kristjáns Ragnars lækkuð um rúmar 47 milljónir króna og heildarlækk- un fésekta allra sakborninganna fjögurra nemur um 74 milljónum króna Í HNOTSKURN »Sum skattalagabrot fjórmenningannavoru ekki talin meiriháttar að mati Hæstaréttar og því voru sektargreiðslur lækkaðar. »Hæstiréttur taldi að undanþágur frálágmarki fésektar giltu í sumum til- vikum og þá var óverulegur sakaferill hjá sumum tekinn til greina við ákvörðun refsingar. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is SVERRIR Haukur Gunnlaugsson, sendiherra Íslands í Bretlandi, mun ganga á fund Ben Bradshaw, sjáv- arútvegsráðherra Bretlands, um miðja næstu viku. Samkvæmt upplýsingum frá utan- ríkisráðuneytinu hafa sendiherrar Íslands í öðrum ríkjum ekki verið kallaðir á fund erlendra stjórnvalda vegna hvalveiða eftir að tilkynnt var að veiðar í atvinnuskyni hæfust á nýjan leik á þriðjudag. Eitthvað er þó um að sendiherrar ræði við fjöl- miðla sem hafa samband. Afstaða stjórnvalda skýrð Ben Bradshaw kallaði sendiherr- ann á sinn fund til að gera grein fyrir afstöðu breskra stjórnvalda til hval- veiða Íslendinga. Haukur Ólafsson, sendifulltrúi í sendiráði Íslands í London, segir að reiknað sé með því að fundurinn fari fram á miðvikudag eða fimmtudag í næstu viku. Eftir að Bradshaw hefur fengið tækifæri til að skýra afstöðu breskra stjórnvalda, mun sendiherrann gera grein fyrir afstöðu íslenskra stjórn- valda til hvalveiða í atvinnuskyni. Sendiherra kallaður til ráðherra Fundur haldinn um miðja næstu viku 50 KANNABISPLÖNTUR voru teknar í Þykkvabæ í fyrradag og einn maður handtekinn sem við- urkenndi ræktun þeirra. Lögreglan á Hvolsvelli og fíkni- efnalögreglumaður við rannsókn- ardeild lögreglunnar á Selfossi gerðu húsleit hjá manninum og mun stærsta plantan vera u.þ.b. 110 cm á hæð. Þá var lagt hald á nokkra tugi gramma af nið- urskornu maríjúana auk áhalda til fíkniefnaneyslunnar. Hinum hand- tekna var sleppt að loknum yf- irheyrslum en málið heldur áfram í rannsókn og verður sent ákæru- valdi. 50 kannabis- plöntur teknar ÞRÍR íslenskir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til þriðjudagsins 24. október nk. fyrir tilraun til innflutnings á um 500 grömmum af kókaíni til landsins. Mennirnir sem eru á þrítugs- til fimmtugsaldri voru stöðvaðir af tollvörðum í Leifsstöð við komuna til landsins frá Kaupmannahöfn, en áður höfðu þeir verið í Amsterdam í Hollandi, í síðustu viku. Við leit á mönnunum fundust fíkniefnin og voru þeir í kjölfarið hnepptir í gæsluvarðhald. Að sögn Ásgeirs Karlssonar, yf- irmanns fíkniefnadeildar lögregl- unnar, er lítið hægt að segja um málið að svo stöddu, annað en að rannsókn haldi áfram. Hann gat ekki sagt til hvort fleiri tengdust málinu né hver styrkleiki efnisins væri. Samkvæmt síðustu verðkönnun SÁÁ á ólöglegum fíkniefnum, sem framkvæmd var um miðjan mánuð, er söluverðmæti efnisins um fimm og hálf milljón króna. Þrír teknir með kókaín í Leifsstöð LÖGREGLAN á Akureyri hafði af- skipti af karlmanni á veitingastað í bænum um kl. 1 aðfarnótt laug- ardags. Reyndist hann vera með átta grömm af ætluðu amfetamíni, tvær e-töflur og eitthvað af hassi í fórum sínum. Í framhaldinu var gerð húsleit á heimili mannsins, og fann lögregla loftbyssu og tvo ólög- lega hnífaa. Manninum var sleppt að yfirheyrslum loknum. Í gærnótt var einnig brotist inn í verslunina Síðu í Bugðusíðu. Að sögn lögreglu höfðu þjófarnir á brott með sér eitthvað af tóbaki og peningum. Málið er í rannsókn. Hald lagt á fíkni- efni og vopn TILLAGA um að ganga eftir því við ríkið að vannýttum lóðum við hús- næði Ríkisútvarpsins við Efstaleiti verði skilað til Reykjavíkurborgar var samþykkt í borgarráði í gær. Lóðunum, sem eru norðan megin við hús Ríkisútvarpsins, var upphaflega úthlutað ríkinu þar sem ráðgert var að húsnæði þess yrði stærra. Að sögn Dags B. Eggertssonar, eins flutningsmanns tillögunnar, er mjög mikilvægt að lóðirnar sem um ræðir muni ekki tilheyra þeim eign- um sem fyrirhugað hlutafélag um ríkisútvarpið fái í heimanmund frá ríkinu. „Þetta eru lóðir sem ríkinu var úthlutað vegna þess að áætlanir gerðu ráð fyrir miklu meiri upp- byggingu í þágu útvarps og sjón- varps en raunin hefur orðið. Nú er hins vegar ljóst að ekki verður byggt meira upp,“ segir Dagur og bendir einnig á að umræddar lóðir séu ekki einu óbyggðu lóðirnar sem úthlutað hafi verið til ríkisins vegna verkefna í almannaþágu. Ónýtt lóð í Vatnsmýrinni „Annað dæmi er lóð fyrir 7.000 fermetra hús sem ríkinu var úthlut- að vegna fyrirhugaðrar byggingar náttúruvísindasafns í Vatnsmýr- inni,“ segir Dagur og telur ekki úti- lokað að hann muni beita sér fyrir því að fleiri ónýttum lóðum verði skilað til borgarinnar. Aðspurður segir Dagur að ríkið hafi lögformlegan rétt yfir lóðunum við hús ríkisútvarpsins en sanngirn- isrök leiði til þess að borgin fái þær aftur svo að þar geti átt sér stað upp- bygging. Vilja að lóðirnar tilheyri borginni Rætt um ónýttar lóðir við Útvarpshúsið HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt karlmann á fertugsaldri í sex mánaða fangelsi, skilorðs- bundið til þriggja ára, fyrir sérlega hættulega líkamsárás. Honum er auk þess gert að greiða tæpar 111 þúsund krónur í sakarkostnað. Ákærða er gefið að sök að hafa í ágúst á sl. ári barið dyravörð í höf- uðið með stóru bjórglasi á skemmti- stað í miðbæ Reykjavíkur, eftir að honum var vísað út af staðnum fyr- ir að þukla á viðskiptavini. Dyra- vörðurinn sem fyrir árásinni varð vankaðist við höggið en náði, með hjálp annars dyravarðar, að halda ákærða þar til lögregla kom á stað- inn. Flytja þurfti dyravörðinn á slysadeild vegna meiðsla sem hann hlaut. Ákærði játaði fyrir dómi að hafa barið dyravörðinn með glasinu en sagði ástæðuna vera að hann hefði talið dyravörðinn vera að ráðast á sig. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að árásin hafi verið einkar háska- leg og verulegt líkamstjón hafi get- að hlotist af. Ákærði hafi hins veg- ar ekki sætt refsingum að undanskildum sektarboðum sökum umferðarlagabrota og þótti því til- efni til að skilorðsbinda refsinguna. Skilorð fyrir hættulega árás ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG Íslendinga veitti í gær Vest- urfarasetrinu á Hofsósi viðurkenningu fyrir frum- kvöðulsstarf við kynningu og fræðslu um sögu ís- lenskra vesturfara. Fjölbreytt dagskrá var á Þjóðræknisþingi ÞFÍ í Þjóð- menningarhúsinu í gær. Heiðursgesturinn Stefan Vil- berg Benediktson, forstjóri bandaríska olíufyrirtæk- isins Daleco Resources Corp. og dóttursonur Stephans G. Stephanssonar skálds, greindi frá reynslu sinni í ol- íuiðnaðinum, fjallað var um Snorraverkefnin og greint var frá stofnun ungmennanefndar, en Ragnheiður Diljá Gunnarsdóttir, forseti nemendasamtaka Snorra- verkefnanna, veitir henni forstöðu. Ólafur B. Thors, stjórnarformaður Vesturfaraset- ursins, fór yfir 10 ára sögu setursins og síðan afhenti Almar Grímsson, formaður ÞFÍ, Valgeiri Þorvaldssyni, framkvæmdastjóra Vesturfarasetursins, viðurkenn- inguna. Fjölmenni var á þinginu og þar af nokkrir gest- ir frá Norður-Ameríku af íslenskum uppruna. Á myndinni afhendir Almar Grímsson, formaður ÞFÍ, Valgeiri Þorvaldssyni, framkvæmdastjóra Vest- urfarasetursins, viðurkenninguna. Morgunblaðið/Ómar Vesturfarasetrið verðlaunað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.