Morgunblaðið - 20.10.2006, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
Suðurlandsbraut 20 – 108 Reykjavík – Sími 588 0200 – www.eirvik.is
-hágæðaheimilistæki
Ef þú kaupir Miele þvottavél færðu kaupverðið
endurgreitt með betri meðferð á þvottinum þínum
Miele þvottavélar eru með nýrri tromlu með
vaxkökumynstri sem fer betur með þvottinn.
Einkaleyfi Miele.
Miele þvottavélar eru byggðar á stálgrind
og eru með ytri þvottabelg úr ryðfríu stáli
ólíkt flestum öðrum þvottavélum.
Miele þvottavélar endast lengur en aðrar
þvottavélar.
Íslenskt stjórnborð
AFSLÁTTUR
30%
ALLT AÐ
1. VERÐLAUN
í Þýskalandi
W2241WPS
Gerð Listaverð TILBOÐ
Þvottavél W2241 kr. 160.000 kr. 114.800
1400sn/mín/5 kg.
Þurrkari T223 kr. 112.200 kr. 78.540
útblástur/5 kg.
Þurrkari T233C kr. 131.000 kr. 91.700
rakaþéttir/5 kg.
MIELE ÞVOTTAVÉL
- fjárfesting sem borgar sig
Hreinn sparnaður
!!"#
$"%&'
(!!)(
* + , ')
-
.( /0 12 "&#
3&)-
"&#
0!
/0 12 "&#
.( ' /0 12 "&#
4
!!
.%0 /0 12 "&#
5607' "&#
8 /0 12 "&#
/3('(0 6
'!( "&#
$
129('5 6
'!( "&#
8
'6
'!( :3
' "&#
0)3 "&#
(-
"( ' "&#
; 3
'(- )0 3)1<
0
1<10=410>
0? @?0# "&#
A10 "&#
B(
"&#
3
5
/0 12 "&#
*-)3
'(- /0 12 "&#
C")0@( "&#
0D55('5
<(>%>(' "&#
E(''31%>(' "&#
!"
3?10&F3
5 1>103
' .&#
! #$
%&
*G
' (
)
H)(3
0=
.(>!(2(
5('
(36 > I 3 !
5J
$
12
3
# ## ## #
# ## ## ##
## #
# #
#
## ###
# # ##
## ## # ## # # #
# ## =
=
=
=
=
=
=
=
E(>!(2( I !0K'1<
H# L "151'
03(( @%3(
.(>!(2
=
=
=
=
=
I>
.(>!#.)0>
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● EIGENDUR Eignarhaldsfélagsins
Verðbréfaþing (EV) og sænska kaup-
hallarsamstæðan OMX hafa und-
irritað samning um að Kauphöll Ís-
lands og Verðbréfaskráning gangi til
liðs við OMX Nordic Exchange.
Hluthafar EV munu fá greitt um
1,7% af nýlega útgefnum hlutabréf-
um í OMX, sem jafngildir um 2,5
milljörðum króna. Í kjölfar frágangs
viðskiptanna í lok nóvember fer sam-
þættingarvinna í Kauphöll Íslands á
fullt. Stefnt er að þátttöku skráðu fé-
laganna í hinum nýja OMX Nordic
List frá 1. janúar 2007.
Gengið frá samein-
ingu við OMX
● ÚRVALSVÍSITALA Aðallista Kaup-
hallar Íslands lækkaði lítillega í gær,
eða um 0,1%, og er 6.487 stig.
Mest hækkun varð á hlutabréfum
Mosaic Fashions, 4,2%, og Avion
Group 3,6%. Bréf Landsbankans
lækkuðu mest í gær, en þau lækk-
uðu um 1,5%, og bréf FL Group lækk-
uðu næst mest, eða um 0,8%.
Mosaic hækkaði
um rúm 4% í gær
ÁHUGAVERT er að sjá eftir ára-
tuga taprekstur í innanlandsflugi að
nýir aðilar hafi áhuga á að koma þar
inn. Þetta segir Jón Karl Ólafsson,
forstjóri Icelandair Group, í tilefni af
því að Iceland Express býr sig undir
að hefja innanlandsflug hér á landi á
næsta vori, eins og greint var frá í
Morgunblaðinu í gær.
„Þetta sýnir að menn hafa verið að
gera eitthvað rétt undanfarin ár,“
segir Jón Karl. „Við áttum okkur
hins vegar ekki á því hvernig þeir
ætla að gera þetta.“
Iceland Express undirbýr jafn-
framt að bjóða upp á flug vestur um
haf til Boston og New York. Jón Karl
segir að það sama eigi við um þá boð-
uðu samkeppni eins og samkeppni
innanlands. „Það er tiltölulega ein-
falt að segjast ætla að fljúga.“
Mikil samkeppni fyrir
Að sögn Jóns Karls er veltan af
rekstri Flugfélags Íslands um 6% af
heildarveltu Icelandair Group. Árni
Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Flugfélags Íslands, segir að þó svo
að annað flugfélag hafi ekki verið að
fljúga á sömu flugleiðum og félagið
þá hafi stjórnendur þess ávallt litið
svo á að samkeppnin sé hörð, sér-
staklega við einkabílinn. Hugsanleg
innkoma Iceland Express sé einn
angi af samkeppninni og það sé í
raun hið besta mál.
Alltaf búist við samkeppni
Fyrr í vikunni var greint frá því að
FL Group hefði tryggt sölu á öllu
hlutafé Icelandair Group. Þrír fjár-
festahópar keyptu 50,5% hlut í félag-
inu og 16% hlut hefur verið ráðstafað
til stjórnenda Icelandair Group,
starfsfólks félagsins og fjárfesta.
Glitnir sölutryggir óselt hlutafé.
Jón Diðrik Jónsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Glitni, segir að
boðuð samkeppni breyti auðvitað
engu. „Í gegnum tíðina hefur sam-
keppnin stækkað markaðinn í ferða-
mannaiðnaðinum. Við kynntum það í
söluferlinu að við höfum alltaf búist
við samkeppni. Þetta breytir því
engu í okkar áætlunum,“ segir hann.
Áhugavert að nýir
aðilar hafi áhuga
Morgunblaðið/Ómar
Breytir engu varð-
andi söluna á Ice-
landair Group
Samkeppni Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir
innkomu Iceland Express nýjan anga á samkeppninni sem sé mikil fyrir.
NÝTT eignarhaldsfélag, Steni Hold-
ing AS, hefur eignast norska fyrir-
tækið Steni AS, sem hefur framleitt
húsaklæðningar í rúm 40 ár. Steni
Holding er í eigu stjórnenda og
starfsmanna Steni og íslenskra,
norskra og finnskra fjárfesta, en í
þeim hópi er íslenska fjárfestingar-
félagið Saxbygg, sem verður kjöl-
festufjárfestir í Steni.
Saxbygg er í eigu Saxhóls ehf. og
Byggingarfélags Gunnars og Gylfa
(BYGG) ehf. Saxhóll er fjárfestingar-
félag sem á hluti í stærstu sparisjóð-
um landsins en stjórnarformaður fé-
lagsins er Jón Þorsteinn Jónsson.
BYGG er meðal stærstu verktakafyr-
irtækjum landsins.
Velta 1,6 milljarðar
Steni á dótturfélög í Svíþjóð, Dan-
mörku og Finnlandi. Í tilkynningu
kemur fram að starfsmenn fyrirtæk-
isins eru 80 og áætluð velta á þessu
ári um 155 milljónir norskra króna,
eða um 1,6 milljarðar íslenskra
króna.
Verksmiðja Steni og höfuðstöðvar
eru í bænum Steinsholt í Vestfold-
fylki suður af Ósló. Stjórnarformaður
Steni Holding verður Olav Kjell Holt-
an en hann hefur verið stjórnarfor-
maður Steni AS. Björn Ingi Sveins-
son, framkvæmdastjóri Saxbyggs,
tekur sæti í stjórn Steni Holding.
Saxbygg
fjárfestir
í Steni
ENGAR viðræður hafa átt sér stað
milli rússneska álrisans Rusal og ís-
lenskra stjórnvalda frá því í árslok
2004, að sögn Kristjáns Skarphéð-
inssonar, ráðuneytisstjóra iðnaðar-
og viðskiptaráðuneytis.
Kristján var spurður um þetta í
tilefni af því að fyrir nokkru birtist
frétt hér í Morgunblaðinu, sem
byggðist á frétt úr bandaríska við-
skiptablaðinu Wall Street Journal,
þar sem fram kom að orðrómur
hefði verið í álheiminum um að
Rusal hygði hugsanlega á yfirtöku
á kanadíska álfélaginu Alcan, móð-
urfélagi álversins í Straumsvík.
Fulltrúar Rusal voru hér á landi
árið 2004 ásamt fulltrúum fleiri fyr-
irtækja eins og Billeton og Rio
Tinto. Fulltrúarnir voru hér á landi
til að kynna sér aðstæður og skoða
fýsileika þess að hefja hér rekstur.
Að sögn Kristjáns leiddi þessi
kynnisferð fulltrúa þessara aðila
ekki til viðræðna.
Hvað varðar þann möguleika að
Rusal, eða annað erlent álfyrirtæki,
gæti eignast hér álver með því að
kaupa móðurfyrirtæki álvers hér á
landi segir Kristján að í samningum
rekstraraðilanna við íslensk stjórn-
völd og raforkuframleiðendur sé
slíkt framsal óheimilt nema að upp-
fylltum tilteknum skilyrðum og
með samþykki stjórnvalda og raf-
orkufyrirtækjanna.
Yfirtaka á álverum
hér er óheimil