Morgunblaðið - 20.10.2006, Page 20

Morgunblaðið - 20.10.2006, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Í SEPTEMBER frumsýndi Kvenfélagið Garpur, í sam- vinnu við Hafnarfjarðarleik- húsið, Gunnlaðar sögu eftir Svövu Jakobsdóttur. Aðstand- endur sýningarinnar blása til málþings og umræðna um Gunnlaðar sögu í Hafnarfjarð- arleikhúsinu á sunnudaginn kl. 16. Frummælendur verða: Soffía Auður Birgisdóttir, sem kallar erindi sitt: Lífsvon í deyjandi sköpunarverki, Ármann Jakobsson sem fjallar um ágenga nálægð goðsagnanna í verkinu, og höfundur leikgerðarinnar, Sigurbjörg Þrast- ardóttir, sem spyr: Hver á að leika tréð? Málþing Gunnlaðar saga í Hafnarfirðinum Svava Jakobsdóttir NÚ STENDUR yfir ljós- myndasýning í strætóskýlum borgarinnar. Um er að ræða verk eftir Rebekku Guðleifs- dóttur sem notið hefur mikilla vinsælda á netinu fyrir ljós- myndir sínar. Sýningin er vítt og breitt um borgina en hægt er að aka þrjár leiðir til að njóta hennar í heild sinni auk þess sem hægt er að ganga hring í miðborg Reykjavíkur og virða verkin nánar fyrir sér. Sýn- ingin stendur fram yfir helgi í strætóskýlunum en einnig verður hægt að sjá verkin í sýningarsal Toyota við Nýbýlaveg á morgun milli kl. 13 og 17. Ljósmyndasýning Strætóskýlin skarta ljósmyndum KÓMEDÍULEIKHÚSIÐ sýnir einleikinn Gísla Súrsson í Möguleikhúsinu nú um helgina. Leikurinn er nú sýnd- ur þriðja leikárið í röð og var nýlega sýndur á leiklistarhátíð í Hannover í Þýskalandi og vann þar til verðlauna fyrir besta handrit. Fyrsta sýning á Gísla í Möguleikhúsinu verður á morgun kl. 20. Önnur sýning verður á sunnudag kl. 20 og þriðja sýning á fimmtudag 26. október en uppselt er á þá sýningu. Gísli Súrsson er byggður á einni af þekktustu Ís- lendingasögunum, en í hlutverki hetjunnar er Elf- ar Logi Hannesson. Einleikur Gísli Súrsson kom- inn aftur á svið Elfar Logi LJÓÐATÓNLEIKAR þar sem flutt verða lög við kvæði Gunnars Gunn- arssonar verða að teljast hápunkt- urinn á dagskrá sem haldin er í til- efni 100 ára rithöfundarafmælis Gunnars. Um er að ræða flutning fimmtán laga eftir átta tónskáld, flest þeirra samtímamenn Gunnars í Danmörku, Svíþjóð og Þýskalandi, en auk þess verður frumflutt lag Atla Heimis Sveinssonar sem hann hefur samið við sonnettuna „Vetr- arnótt“ sem birtist í Eimreiðinni 1914. Þrjú lög við sama kvæðið Nótur af lögunum fimmtán fund- ust í gögnum skáldsins og hefur Daníel Þorsteinsson tónlistarmaður unnið að því frá því í sumar að tölvu- setja lögin úr handritum. Við þá iðju hefur hann einnig þurft að lagfæra villur sem slæðst hafa inn í handritin og færa lögin, sem öll eru skrifuð sem einsöngslög við píanóundirleik, milli tóntegunda þar sem oftast er um útsetningar fyrir óskilgreinda rödd að ræða. Að auki hefur Daníel sjálfur útsett tvö laganna fyrir dúett. Fyrir tónleikana hefur hann svo fengið til liðs við sig þau Huldu Björk Garðarsdóttur sópran og Ágúst Ólafsson barítón og munu þau syngja þrjá dúetta auk þess að skipta bróðurlega með sér öðrum lögum. Daníel segir að fyrir fram hafi hann ekki haft neina vitneskju um tónskáldin átta nema þá óbeint í einu tilviki, en danski tónsmiðurinn Vilh. Hansen er teiknari bókanna um hinn geðþekka bangsa Rasmus Klump. „Þetta eru allt frá því að vera lítil sæt lög í síðrómantískum stíl, eins og við þekkjum frá okkar tón- skáldum af fyrri hluta 20. aldar, og yfir í að vera ómstríðari og aðeins meira modern lög,“ segir Daníel um tónsmíðarnar. „Dagskráin endar svo á Atla Heimi sem myndi vera boð- beri tónlistarinnar í dag.“ Daníel segir athyglisvert að eitt kvæði virðist sérstaklega hafa heill- að tónskáldin því við „Spørge vinden om vej“ hafa þrjú tónskáld kosið að semja sitt lagið hvert. „Það er fróð- legt að sjá hversu ólíkum tökum menn taka þennan texta.“ Málþing og leiklestur Tónleikarnir fara fram í Gerðu- bergi á morgun og hefjast klukkan 16. Tveimur tímum fyrr verður hald- ið málþing á sama stað þar sem Jón Yngvi Jóhannsson, Gunnar Her- sveinn og Halldór Guðmundsson flytja erindi. Pallborði á eftir erind- um stýrir Pétur Gunnarsson rithöf- undur og er aðgangur ókeypis. Á morgun klukkan 20.30 verður dagskrá í Gunnarshúsi að Dyngju- vegi 8. Leiklesið verður úr leikgerð Jóns Hjartarsonar á Fjallkirkjunni, auk þess sem sungin verða ljóð úr fyrstu bókum skáldsins við frum- samin lög Agnars Más Magn- ússonar. »Hundrað ár eru liðin frá þvíað ljóðakver Gunnars Gunnarssonar komu út. »Gerðuberg menningar-miðstöð, Gunnarsstofnun Skriðuklaustri og Rithöfunda- samband Íslands standa fyrir dagskrá í dag og á morgun. »Á morgun verða ljóða-tónleikar í Gerðubergi. Sungin verða lög átta tónskálda við kvæði Gunnars á íslensku, dönsku og þýsku. »Frumflutt verður nýtt lageftir Atla Heimi Sveinsson. »Daníel Þorsteinsson tónlist-armaður hefur unnið í lög- unum og verður með tvo söngv- ara sér til fulltingis við flutninginn. Í HNOTSKURN Menning | Dagskrá í tilefni 100 ára rithöfundarafmælis Gunnars Gunnarssonar Kvæði Gunnars sungin Daníel Þorsteinsson segir að lag Atla Heimis Sveinssonar við „Vetrarnótt“ Gunnars sé fallegur dúett. Hulda Björk Garðarsdóttir og Ágúst Ólafsson syngja dúettinn sem og önnur lög við kvæði skáldsins á laugardagskvöldið. Morgunblaðið/ÞÖK Dúettar og einsöngslög ROKKARARNIR gömlu í Genesis hafa ákveðið að snúa aftur, tíu ár- um eftir að söngvari þeirra, Phil Collins, yfirgaf sveitina. Collins, gítarleikarinn Mike Rut- herford og hljómborðsleikarinn Tony Banks hafa samþykkt að fara í stóra tónleikaferð bráðlega, en taka má fram að þeir þrír eru allir komnir vel á sextugsaldurinn. Genesis seldi yfir 130 milljónir hljómplatna á áttunda og níunda áratuginum þrátt fyrir að hafa misst upphaflegan söngvara sinn, Peter Gabriel, árið 1975. Genesis var stofnuð af Ruther- ford, Banks og Gabriel, sem kynnt- ust í Charterhouse almenningsskól- anum, á sjötta áratuginum. Collins kom inn í bandið sem trommari um 1970 en tók við hljóðnemanum þeg- ar Gabriel sagði skilið við bandið. Talsmaður hljómsveitarinnar sagði dagskrá tónleikaferðarinnar og framtíðarplön hljómsveitarinnar verði tilkynnt á næstu vikum, en talið er að Genesis muni koma fram með nýtt efni innan skamms, göml- um sem nýjum aðdáendum líklega til mikillar gleði. Hljómsveit- in Genesis snýr aftur Phil Collins verður í fararbroddi bandsins ÞAÐ getur verið stórvarasamt að skoða málverkin sín, ekki síst ef maður er valtur á fótunum og höfundur verks- ins heitir Pi- casso. Þetta reyndi auðjöf- urinn Steve Wynn nýlega þegar hann var að sýna vinum sínum málverkið Drauminn eftir Picasso. Ekki tókst betur til en svo að Wynn, sem hald- inn er augnsjúkdómi sem truflar skynjun á fjarlægðum, rak olnbog- ann í verkið svo gat kom á strigann og fór í gegn. En þetta var ekki nóg, því Wynn var nýbúinn að skrifa undir sölusamning á verkinu, en fyrir það átti hann að fá andvirði tæpra tíu milljarða króna. Einn við- staddra sagði frá því að Wynn hefði bölvað, en sagst glaður að það var hann sjálfur sem í hlut átti. Kaup- samningurinn góði gekk til baka. Martröð í stað Draums Draumurinn Mál- verkið eftir Picasso Jólahlaðborð Glæsilegur blaðauki um jólahlaðborð, tónleika og uppákomur í nóvember og desember fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 3. nóvember 2006. Meðal efnis er: Jólahlaðborð, jólamarkaðir, tónleikar og ýmsar aðrar uppákomur, ásamt öðru spennandi efni. Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 16.00 þriðjudaginn 31. október. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.