Morgunblaðið - 20.10.2006, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 20.10.2006, Qupperneq 22
22 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ OFT er líflegt við höfnina en flutn- ingaskip hafa verið lítt áberandi á Akureyri undanfarin misseri. Það breytist væntanlega innan skamms því bæjarráð ákvað í gær að leggja fram 7,5 milljónir kr. í hlutafé nýs skipafélags sem ætlað er að stunda fraktsiglingar milli Akureyrar og nokkurra hafna í Evrópu. Stærstu hluthafar eru norskir og hefur skipafélagið hlotið nafnið Byr. Leigt hefur verið skip sem getur flutt 600 gámaeiningar. Heimahöfn þess verður á Akureyri og einnig aðalbækistöðvar fyrirtækisins. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Byr í seglin – fyrir 7,5 milljónir SLIPPURINN Akureyri ehf. hefur keypt ráðandi hlut í fyrirtækinu Naust Marine hf. en fyrirtækið, sem stofnað var 1993 í Garðabæ, hefur verið leiðandi í framleiðslu sjálfvirks togvindubúnaðar. Naust Marine hefur alla tíð verið í eigu nokkurra starfsmanna, sem nú eru níu, og aðalverkefni þess verið sjálfvirkt togvindukerfi, sem félagið hóf að þróa 1979. Velta fyrirtækisins hefur síðustu ár verið um 200 millj- ónir á ári en skv. upplýsingum Morg- unblaðsins er reiknað með að hún verði um 400 milljónir króna á þessu ári, ekki síst vegna verkefnis við skipasmíðar í Taívan. Slippurinn Akureyri hefur síðustu misseri keypt bæði DNG og Seiglu. Með ráð- andi hlut í Nausti Velta Naust Marine talin tvöfaldast í ár ÁÆTLAÐ er að 100,6 milljóna kr. tekjuhalli verði af starfsemi Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri á þessu ári, miðað við endurskoðaða starfsemis- og rekstraráætlun. Eftir sjö mánuði var tekjuhalli á rekstri 63,6 milljónir eða 3,3% miðað við fjárlög og 2,4% miðað við áætlun. „Halli á launalið nemur 43 milljónum, á almenn- um rekstrargjöldum 6 milljónum og á sértekjum 1 milljón eða samtals um 50 milljónum króna,“ segir í greinargerð með áætluninni. Þar segir líka: „Ástæður fyrir verri rekstrar- afkomu eru nokkrar. Starfsemin hefur vaxið á flestum sviðum og hefur það leitt til aukins launa- kostnaðar, einkum í formi yfirvinnu. Þá hefur orð- ið nokkurt launaskrið vegna almennrar þenslu í þjóðfélaginu og innbyggðra þátta í kjara- og stofn- anasamningum.“ Ákveðið hefur verið að fresta áætluðum fram- kvæmdum og kaupum á búnaði, að andvirði 17,7 milljónir króna, en vegna ýmissa ófyrirséðra kaupa á búnaði og viðbótarframkvæmda á árinu er lækkunin í raun minni, eða fjórar milljónir. Skv. upplýsingum FSA má fyrst og fremst rekja hækkunina, sem orðið hefur á rekstrargjöld- um umfram áætlun og fjárveitingar, til ytri að- stæðna, þ.e. launaskriðs og óhagstæðrar verðlags- og gengisþróunar. „Ekki er talið raunhæft að setja fram áætlun sem kemur rekstrinum á núll- punktinn í árslok. Lækkun útgjalda af þeirri stærðargráðu sem nú blasir við er ekki gerleg nema breyta starfsemi spítalans umtalsvert og þar með þjónustu hans við sjúklinga á svæðinu.“ Launaáætlun hefur verið endurreiknuð til sam- ræmis við nýlega kjara- og stofnanasamninga og útgjöld áætluð vegna ógerðra samninga. Tekjuhalli FSA 100 milljónir Ýmsum framkvæmdum og kaupum á búnaði hefur verið slegið á frest Í HNOTSKURN »Launagreiðslur á FSA voru 43 millj-ónum króna hærri fyrstu sjö mánuði ársins en áætlað var. »Ekki er lagt til að svo stöddu að gerðarverði neinar grundvallarbreytingar á þjónustu og starfsemi spítalans. SÝNING á verkum þeirra lista- manna sem tilnefndir voru til Ís- lensku sjónlistaverðlaunanna 2006 hefur staðið yfir á Listasafninu á Akureyri undanfarið, en henni lýk- ur á sunnudaginn. Þeir sem voru tilnefndir til verð- launanna, og eiga þar af leiðandi verk á sýningunni, eru myndlist- armennirnir Hildur Bjarnadóttir, Katrín Sigurðardóttir og Margrét H. Blöndal, Guðrún Lilja Gunn- laugsdóttir hönnuður, Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður og arkitektarnir Margrét Harð- ardóttir og Steve Christer. Sjónlistasýningu lýkur á sunnudag Stoðvinafélag Minjasafnsins á Akureyri stend- ur fyrir dagskrá um sr. Matthías Jochumsson í Amtsbókasafn- inu á Akureyri á morgun, laug- ardag, fyrsta vetrardag kl. 14. Flutt verða stutt erindi sem sýna manninn, prestinn og þjóðskáldið frá ýmsum sjón- arhornum. Matthías var sókn- arprestur á Akureyri frá árinu 1887 til 1900. Maðurinn, skáldið og sálusorgarinn Matthías Jochumsson KÁRI Fannar Lárusson, nemandi í samfélags- og hagþróunarfræði við Háskólann á Akureyri, opnar ljós- myndasýningu á morgun, laug- ardag, kl. 14 í Populus Tremula í listagilinu á Akureyri. Sýningin stendur aðeins um helgina en þar sýnir Kári Fannar myndir sem hann tók í Nicaragua þar sem nem- endur unnu rannsóknarverkefni á vegum háskólans. Kári Fannar: Segðu það engum AKUREYRI Reykjavík | Bókaverslanir Eymundsson hafa gefið öllum leikskólum í Reykjavík bókina Verndum þau eftir Ólöfu Ástu Farestveit upp- eldis- og afbrotafræðing og Þorbjörgu Sveins- dóttur sálfræðing. „Þetta er mjög þörf handbók fyrir starfs- menn leikskóla og fleiri,“ segir Hildur Skarp- héðinsdóttir, skrifstofustjóri leikskólaskrifstofu menntasviðs. Í bókinni er fjallað um viðbrögð við ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og ung- lingum. Bókin er gefin út af Máli og menningu í samstarfi við menntamálaráðuneyti og Æsku- lýðsráð ríkisins. Hún er ætluð öllum sem starfa með börnum og unglingum. Í tilefni af útkomu þessarar bókar ákváðu bókaverslanir Eymundsson að gefa öllum leik- skólum borgarinnar eintak og afhenti Kristinn Vilbergsson, fulltrúi Eymundsson-verslananna, leikskólastjórum bókina formlega í fundarsaln- um Bratta í Kennaraháskólanum í vikunni. Þor- björg Helga Vigfúsdóttir, formaður leikskóla- ráðs, tók við fyrstu bókinni og við þetta tækifæri kynnti Þorbjörg Sveinsdóttir bókina. Morgunblaðið/Kristinn Gjöf Kristinn Vilbergsson afhendir Þor- björgu Helgu Vigfúsdóttur fyrstu bókina. Bókagjöf til leikskóla ENGIN formleg stefnumörkun er til fyrir Strætó bs. og óljóst er hvert eigendur fyrirtækisins, sem eru sveitarfélögin á höf- uðborgarsvæðinu, vilja stefna með fyrirtækið hvað varðar grundvallarþætti, eins og mark- mið leiðakerfisins, þjónustustig, kostnað og starfsmannastefnu. Þetta er meðal þess sem kem- ur fram í stjórnsýsluúttekt sem Deloitte hefur gert fyrir stjórn byggðasamlagsins og kynnt var á blaðamannafundi í gær. Í skýrslunni kemur fram að þær reglur um kostnaðarskipt- ingu sem í gildi eru milli sveitar- félaganna af rekstrinum og byggjast á því að hvert sveitar- félag greiði fast hlutfall heildar- framlaga án tillits til þeirrar þjónustu sem í boði er, bjóði upp á tortryggni og ágreining, þar sem hvert sveitarfélag hafi hag af því að hafa sem besta þjón- ustu á sínu svæði og sem minnsta annars staðar. Þá segja skýrsluhöfundar að pólitísk afskipti af fyrirtækinu hafi verið töluverð og skaðleg því þau stuðli að ómarkvissri stjórnun og grafi undan trúverð- ugleika stjórnar og stjórnenda. Þannig hafi skipting á talstöðv- arkerfi úr VHF yfir í Tetra tí- faldað rekstrarkostnað talstöðv- arkerfisins, án þess að þar að baki hafi legið rekstrarlegar for- sendur, enda ákvörðunin tekin af eigendum. Í skýrslunni segir enn fremur að verkstjórn og upplýs- ingaöflun við innleiðingu nýja leiðakerfisins virðist hafa verið ábótavant og bent er á að notkun á almenningssamgöngum hafi farið jafnt og þétt minnkandi. Ástæðan sé meðal annars mikil velmegun hér sem geri það að verkum að bílaeign sé með því mesta sem þekkist og hafi meðal annars leitt til þess að áform um farþegaaukningu með nýju leiða- kerfi hafi ekki gengið eftir. Hins vegar hafi áætlanir almennt ver- ið vel unnar hjá fyrirtækinu og frávik frá áætlunum lítil. Ármann Kr. Ólafsson, formað- ur stjórnar Strætós bs., sagði að margt athyglisvert kæmi fram í skýrslunni sem stjórn og stjórn- endur gætu haft hliðsjón af og nýtt sér í framtíðinni við rekstur fyrirtækisins og tillagna vegna nýrrar kostnaðarskiptingar milli sveitarfélaganna hefði verið flýtt og væri að vænta fljótlega. Stefnumörkun Strætós vantar Rekstrarkostnaður talstöðvakerfis tífaldaðist án þarfar á breytingu Morgunblaðið/Eyþór Stjórnsýsluúttekt Frá blaðamannafundi stjórnar Strætós bs. F.v.: Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætós, Ármann Kr. Ólafsson stjórnarformaður og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fulltrúi Reykjavíkur. Í HNOTSKURN »Reykjavík greiðir tæp70% kostnaðar, Kópa- vogur 11%, Hafnarfjörður 9% og Garðabær og Mos- fellsbær tæp 4%. »Kostnaður við Tetra-kerfið er 29 millj. í ár, en kostnaður við VHF- kerfið var tæpar 2 millj.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.