Morgunblaðið - 20.10.2006, Síða 27

Morgunblaðið - 20.10.2006, Síða 27
Ítalíu og verður ef eitthvað er betra ár frá ári. Það er af og til fáanlegt hér á landi og rakst ég m.a. á það í fríhöfninni í Keflavík á dögunum. Þetta hvíta flaggskip Antinori þarf alla- jafna um þrjú ár til að ná þeim þroska sem æskilegur er fyrir neyslu vínsins og heldur áfram að batna í allmörg ár á eftir. Nú eru ræktaðir alls 50 hektarar af Chardonnay í kringum Sala-kastala auk ræktunar á öðrum hvítum þrúgum, s.s. Grechetto og Sauvignon Blanc, og 7 hekt- ara af Pinot Nero eins og Pinot Noir heitir á Ítalíu. Búgarðurinn Castello della Sala Það er ung kona, Maria Barbara Conti, sem sér um rekstur Castello della Sala. Hún segir metnað fyrirtækisins vera að reka Sala sem búgarð en ekki iðnað. Auk vína séu ræktaðir margvíslegir ávextir, framleiddir ostar og búin til ólívuolía. Barbara Conti segir að þrátt fyrir að Cervaro sé þekktasta vín Sala sé meg- inframleiðslan Orvieto-vín og er markmið Ant- inori að auka veg svæðisins sem mest. „Flestir framleiðendur hér vilja bæta framleiðslu sína en það eru ekki allir að fara í sömu átt. En það á sér stað mikil vinna og við viljum vinna með öðrum smærri vínbændum á svæðinu enda flest- ir þeirrar skoðunar að það sé öllum mikill styrk- ur að hafa Cervaro og Antinori hér. Við höfum dýpri og meiri þekkingu á markaðnum og víð- tæka reynslu af útflutningi. Því reynum við að fá þá í lið með okkur. Það er líka okkar hagur enda ekki gott fyrir okkur ef markaðurinn er yf- irfullur af lággæða-, ódýrum Orvieto-vínum. Við viljum því sýna fram á að Orvieto-vínin geta verið einstaklega góð.“ Cervaro fær vissulega mesta athygli af vínum Castello della Sala en önnur eru ekki síður at- hyglisverð. Hvítvínið Branito del Cervo (sem áð- ur hét Chardonnay della Sala) er yndislegt Chardonnay með ferskri sýru, sætum ávexti og mildri eik. Pinot Nero-vínið er sömuleiðis með athyglis- verðari vínum úr þessari þrúgu á Ítalíu og stíll þess hefur verið að breytast á síðustu árum – frá stíl sem einkenndist af krafti og miklum, ag- ressívum tannínum yfir í meiri elegans. Sætvínið Muffato della Sala er loks alveg stórkostlegt og einnig það hefur verið að breyt- ast. Það hefur lengst af verið úr þrúgunum Sau- vignon Blanc og Grechetto en nú hafa Riesling og Traminer bæst við og segir Barbara Conti það vera vegna arómatískra eiginleika þrúgn- anna. „Við viljum ekki gera vín sem líkist Sau- ternes heldur hafa meiri áherslu á ferskleika og ávöxt.“ Vínrækt Castello della Sala er í hjarta víngerðarhéraðsins Orvieto í Umbriu. Pestó 2 pakkar basilíka 30 g parmesan 20 g furuhnetur, ristaðar 1 hvítlauksrif extra virgin-ólífuolía salt og nýmalaður pipar Hakkið saman basilíku, parmesan og furuhnet- ur í litlum blandara eða með töfrasprota og bætið ólífuolíunni smátt og smátt út í þar til allt er vel hakkað saman og hægt að smyrja með blöndunni. Smakkið til með salti og pipar. Hitið hamborgarabrauðin á grillinu eða í ofni örstutta stund. Best er að láta hvern og einn sjá um sinn borgara en röðin er eftirfarandi: 1. hamborgarabrauð 2. majónes 3. pestó 4. hamborgari 5. tómatar 6. rucolasalat 7. fetaostur/geitaostur 8. majónesi smurt á hamborgarabrauðið 9. hamborgarabrauð Ýmsar útfærslur eru til af þessum hamborg- urum en það sem er það sama í þeim öllum er pestóið, majónesið, salatið og tómatarnir. Önnur útfærsla Skiptið út fetaostinum og setjið Brie í staðinn og þá er mjög gott að setja sneiðar af brie á ham- borgarann við steikingu og láta ostinn bráðna að- eins. Þriðja útfærsla Í stað þess að smyrja hamborgarana með majó- nesi er hægt að nota ricotta-ost og nota mozz- arella í stað fetaosts, en pestóið passar vel við þennan. Fjórða útfærsla Sólþurrkaðir tómatar settir í hakkavél og hakk- aðir með smávegis olíu úr krukkunni, salti og pip- ar og brauðin smurð með því ásamt pestóinu og gráðostur settur í stað fetaostsins. Morgunblaðið/Eyþór sælkera MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 27

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.