Morgunblaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 33
ustunda
eysir upp
ur á
meðferð
g fötlun
–4%
rð,
ja ekki
ekki
sa fólk
mvinnrar
u, og
er að
einingar
bert Páll
rmanna
ræð-
Heilaheill er samtök þeirra
sem fengið hafa slag, aðstand-
enda þeirra og fagaðila. Sam-
tökin standa fyrir málþingi á
Hótel Sögu á morgun, en á
þinginu verður farið ítarlega í
allar hliðar slaga. Sif Friðleifs-
dóttir heilbrigðisráðherra, mun
setja þingið en í kjölfarið verður
rætt um samtökin auk þess sem
haldin verða erindi um hvað
slag sé, heilablóðfallseiningu,
gildi hreyfinga eftir heilablóð-
fall, fræðsluþarfir einstaklinga
og aðstandenda eftir heilablóð-
fall, kynlíf og samskipti hjóna
eftir slag en einnig verða erindi
frá aðstandendum. Frekari dag-
skrá má finna á vefsvæði sam-
takanna, www.heilaheill.is.
Að fóta sig í lífinu eftir slag
Batalíkur eru afar mismun-
andi eftir því hversu alvarlegt
slag einstaklingur fær. Mjög
fljótt er farið af stað með end-
urhæfingu og skiptir miklu máli
að koma á skipulagðri teym-
ismeðferð sem miðar að þörfum
hvers og eins. Eftir endurhæf-
ingu tekur svo við að reyna fóta
sig á nýjan leik og þar kemur
Heilaheill að. Slag getur haft
mikla röskun á högum fólks, það
getur t.a.m. misst starfsgetu, og
verður þar af leiðandi fyrir
tekjutapi. Oft eru þá einnig að-
standendur komnir í umönn-
unarhlutverk, og missa einnig úr
vinnu.
Áfall, en ekki endirinn“
ðinni
ð/Kristinn
m áhættu-
morgun.
verið þýtt
ku og hol-
geðgrein-
3, en vinna
var upp-
ræðilegra
tíðni geð-
nglingum,
klínískum
gangi auk
skimunar
ri heilsu-
gæsluþjónustu og sálfræðiþjónustu
í skólum, að sögn Lucas.
Viðtalið er annars vegar ætlað
foreldrum barna á aldrinum 6–17
ára og hins vegar börnum og ung-
lingum á aldrinum 9–17 ára. Geð-
greiningin tekur á sex svokölluðum
sjúkdómsgreiningarflokkum: kvíða,
áfengis- og fíkniefnamisnotkun,
geðlægð, geðklofa, hegðunarvanda
og átröskunarvanda.
Svarendur þurfa að taka tillit til
einkenna sem hafa verið til staðar
yfir síðastliðna tólf mánuði og einnig
síðastliðnar fjórar vikur. Spurning-
ar eru um þrjú þúsund fyrir börn og
sami fjöldi spurninga er fyrir for-
eldra, en hver einstaklingur mun þó
ekki svara nema 600–700 spurning-
um.
Hægt er að svara hverri spurn-
ingu á fjóra vegu með já, nei, stund-
um og að einhverju leyti.
Klínísk menntun ónauðsynleg
Að sögn Lucas nær viðtalið yfir
34 algengustu geðgreiningar hjá
börnum og unglingum og er ætlað
til notkunar þjálfuðu starfsfólki,
sem ekki þarf að hafa klíníska
menntun. Viðtalið getur einnig verið
sjálfsvarandi fyrir börn á aldreinum
9–17 ára.
Brýnast er nú, að sögn Helgu, að
bæta úr brýnni þjónustuþörf hjá
börnum og unglingum með geðrask-
anir og gera rannsókn á tíðni geð-
raskana hér á landi með hinu nýja
DISC-greiningatæki, en í máli Luc-
as kom fram að í skóla einum, þar
sem börn í heilum grunnskóla voru
látin undirgangast slíkt próf, kom
fram að 8 af hverjum 10 einstakling-
um með geðkvilla höfðu ekki verið
greindir sem slíkir.
örn
ði
ð/Kristinn
æknir, og
k.
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Kynbundinn launamunur áíslenskum vinnumark-aði hefur nánast ekkertbreyst í 12 ár, er nú
15,7% en var 16,0% 1994. Launa-
munur eykst stöðugt og hjá einka-
fyrirtækjum eru hæstu dagvinnu-
laun með aukagreiðslum á
klukkustund nærri tuttugu og sex
sinnum hærri en þau lægstu. Mun-
ur á hæstu og lægstu launum karla
er miklu meiri en munur á hæstu
og lægstu launum kvenna hjá
einkafyrirtækjum. Munurinn hjá
opinberum stofnunum er innan við
tífaldur og er meiri munur á hæstu
og lægstu launum kvenna en karla.
Þetta kemur fram í viðamikilli
könnun sem Capacent Gallup gerði
á launamyndun og kynbundnum
launamun fyrir félagsmálaráðu-
neytið og kynnt var í gær.
Rannsóknin er liður í áætlun fé-
lagsmálaráðuneytisins í jafnréttis-
málum 2004–2008. Um endurtekn-
ingu er að ræða á rannsókn sem
gerð var á vegum Skrifstofu jafn-
réttismála 1994–1995.
Helsta markmið rannsóknarinn-
ar var að kanna hvort sömu þættir
hefðu enn áhrif á laun og starfs-
frama hjá körlum og konum og
hvort dregið hefði úr kynbundnum
launamun.
Spurningalisti var lagður fyrir
2.200 starfsmenn átta fyrirtækja
og stofnana, fjögurra opinberra og
fjögurra einkafyrirtækja. Svarhlut-
fall var 50,5% samanborið við 55%
1994. Ýtarleg viðtöl voru tekin við
80 stjórnendur og trúnaðarmenn.
Guðbjörg Andrea Jónsdóttir hjá
Capacent Gallup gerði grein fyrir
helstu niðurstöðum rannsóknarinn-
ar eftir kynningu Magnúsar Stef-
ánssonar félagsmálaráðherra á
verkinu.
Fjórtánfaldur
munur á launum
Í niðurstöðum kemur fram að
nokkrar breytingar hafa orðið á
starfsumhverfi og starfsháttum
viðkomandi fyrirtækja frá 1994.
Vinnutími karla og kvenna hefur
styst, konum í fullu starfi hefur
fjölgað og viðhorf þeirra til vinn-
unnar hefur breyst. Þetta ætti að
draga úr launamun karla og
kvenna en munurinn er nánast sá
sami nú og fyrir 12 árum. „Þegar
tekið hefur verið tillit til starfs-
stéttar, aldurs, starfsaldurs og
vinnutíma er óútskýrður munur á
launum karla og kvenna nú 15,7%
(þ.e. konur eru með 15,7% lægri
laun en karlar) en var 16% árið
1994. Minni munur er nú á launum
karla og kvenna í hópi stjórnenda
en áður og er kynbundinn launa-
munur minnstur í þeirri starfsstétt
en þar eru konur með um 7,5%
lægri heildarlaun en karlar.“
Fram kemur að munur á hæstu
og lægstu launum aukist stöðugt
og sé nú nær fjórtánfaldur hjá
körlum og ellefufaldur hjá konum.
1994 var munurinn áttfaldur á
meðal karla og fimmfaldur hjá
konum. Þá voru stjórnendur að
jafnaði með um 64% hærri laun en
véla- og verkafólk en nú er talan
komin í 98%.
Sérsamningar algengir
Samkvæmt fyrri rannsókninni
fengu um 60% karla alfarið greidd
laun samkvæmt taxta stéttarfélags
og um 85% kvenna. Nú kemur í
ljós að algengt er að fólk, einkum
karlar, séu á sérsamningum og fái
greidd laun óháð vinnutíma. Sam-
kvæmt þessari rannsókn fá rúm-
lega 48% karla greidda fasta
launaupphæð og tæplega 18%
kvenna. Dregið hefur úr auka-
greiðslum og fá konur nú hærri
aukagreiðslur en karlar en um 25%
karla og kvenna fá einhverjar
aukagreiðslur. 1994 fengu 13%
kvenna og 37% karla slíkar
greiðslur.
Í könnuninni 1994 drógu barn-
eignir úr áhuga kvenna á ábyrgð-
arstörfum eða stöðuhækkunum en
juku áhuga karla. Þetta hefur gjör-
breyst og í þessari könnun kemur
fram að hjúskaparstaða og barn-
eignir hafa ekki lengur áhrif á
áhuga fólks á stöðuhækkunum „og
enginn munur er á áhuga karla og
kvenna þegar tillit hefur verið tek-
ið til hjúskaparstöðu og barn-
eigna.“ Ennfremur kemur fram að
það sé samdóma álit meirihluta
svarenda í könnuninni að breyt-
ingar á fæðingarorlofsdögum hafi
bætt stöðu kvenna á vinnumarkaði
til muna.
Mikið var rætt um launaleynd í
könnuninni og sýndist sitt hverj-
um. „Að mati margra þrífst launa-
munur betur í skjóli launaleyndar
og margir telja að hún geri stjórn-
endum auðveldara að hygla fólki á
ófaglegum grunni. Flestir töldu að
launaleynd ýtti undir mismunun en
75% svarenda í Gallupvagni töldu
launaleynd hafa mikil áhrif á
launamun kynjanna. Niðurstöður
launakönnunarinnar benda til þess
að heldur meiri munur sé á launum
karla og kvenna þar sem launa-
leynd er fyrir hendi eftir að tekið
hefur verið tillit til annarra þátta.“
Árangurslitlar aðgerðir
Magnús Stefánsson sagði að
stjórnvöld hefðu beitt sér í málinu,
m.a. með hvatningu til fyrirtækja
og stofnana, en því miður hefði það
ekki skilað miklum árangri. Fé-
lagsmálaráðuneytið hefði gefið
trúnaðarmönnum upplýsingar um
stöðu mála og vitað væri að það
hefði vakið menn til umhugsunar
og í einhverjum tilvikum haft já-
kvæð áhrif. Hann sagðist hafa vak-
ið athygli á þessum málum hjá öðr-
um ráðherrum og yfirstjórnum
annarra ráðuneyta og stofnana. Í
fyrra hefði verið minnt sérstaklega
á ákvæði laga um launajafnrétti
kynjanna í dreifibréfi til allra fyr-
irtækja og stofnana í landinu með
25 eða fleiri starfsmenn og lögð
áhersla á ábyrgð stjórnenda við að
uppræta kynbundinn launamun á
vinnumarkaði hérlendis. Á heima-
síðu ráðuneytisins væri fjallað um
kynbundið starfsval til að beina
sjónum að kynbundnu starfsvali og
stuðla að fræðslu um jafnréttismál.
Aðalatriðið væri að sýna gott for-
dæmi og beita öllum ráðum til að
eyða kynbundnum launamun.
Næstu skref
Á fundinum kynnti félagsmála-
ráðherra næstu skref og aðgerðir í
þessa veru. Niðurstöður rannsókn-
arinnar verða kynntar á ríkis-
stjórnarfundi í dag og boðað verð-
ur til fundar með færustu
sérfræðingum á sviði jafnréttis-
mála til að ræða um árangursríkar
aðferðir.
Leitað verður eftir samstarfi við
aðila vinnumarkaðarins þar sem
fjallað verður um hvort beita megi
nýrri aðferðafræði eins og t.d. að
lýsa eftir aukinni ábyrgð stjórn-
enda.
Á kvennafrídaginn 24. október
nk. verður í fyrsta sinn úthlutað
styrkjum úr jafnréttissjóði, sem
var settur á laggirnar í fyrra með
það að markmiði að efla rannsókn-
ir á sviði jafnréttis kynjanna, en
sjóðnum er ætlað að styrkja rann-
sóknir varðandi launajafnrétti og
stöðu kynjanna á vinnumarkaði.
Unnið er að rannsóknum á notk-
un og áhrifum feðraorlofs og
starfshópur er að vinna að sér-
stöku jafnlaunavottunarkerfi í fyr-
irtækjum.
Heildarendurskoðun á lögum um
jafna stöðu og jafnan rétt kvenna
og karla stendur yfir í nefnd undir
forystu Guðrúnar Erlendsdóttur,
fyrrverandi hæstaréttardómara, en
meðal verkefna nefndarinnar er að
skoða ákvæði laganna varðandi
launajafnrétti. Félagsmálaráð-
herra beinir því til nefndarinnar að
hún taki til sérstakrar skoðunar
það sem Finnar eru að gera í sam-
bærilegum málum en hann segir
að stjórnvöld í Finnlandi hafi gert
samkomulag við aðila vinnumark-
aðarins um að minnka kynbundinn
launamun um 5% til ársins 2008.
Morgunblaðið/Golli
Launamunur Konur eru enn með um 16% lægri laun en karlar.
Kynbundinn launamunur lítið
breyst í 12 ár og er enn 16%
AÐGERÐIR til að eyða kynbundn-
um launamun hérlendis hafa ekki
skilað sér á undanförnum áratug.
Magnús Stefánsson félagsmálaráð-
herra segir að um samfélagslegan
vanda sé að ræða og þjóðarátaks
sé þörf.
„Þetta er brýnasta verkefnið í
jafnréttismálum og við hljótum að
leita nýrra leiða,“ segir Magnús
Stefánsson og bætir við að hver og
einn verði að líta í eign barm.
Hann segir að niðurstöður rann-
sóknarinnar valdi sér miklum von-
brigðum en þær komi ekki á óvart
með tilliti til rannsókna á Norð-
urlöndunum og nýlegrar könn-
unar VR. Jákvætt sé að konur séu
duglegri en áður að sækjast eftir
stöðuhækkunum og að stjórn-
endur séu líklegri en áður til að
hvetja konur til að sýna frum-
kvæði í starfi og koma fram fyrir
hönd fyrirtækjanna. Hins vegar
virðist þetta ekki hafa skilað sér í
launaumslögum þeirra.
Að sögn fé-
lagsmálaráð-
herra þurfa allir
að bretta upp
ermar. Hann
segir að fyrstu
lög um jöfn laun
karla og kvenna
hérlendis hafi
verið sett 1961
og þá hafi átt að
útrýma kyn-
bundnum launamun á næstu sjö ár-
um. Það hafi ekki gengið eftir og
nú þurfi að kalla á þá sem hafa
áhrif á launaákvarðanir, þ.e.
stjórnendur á einkamarkaði og hjá
hinu opinbera. „Gera þeir sér
grein fyrir því að þeir eru í raun
og veru að brjóta á fólki með því
að mismuna í launum fólki sem
vinnur sömu störf og skilar sömu
vinnu?“ segir Magnús Stefánsson
og leggur áherslu á að stefna
stjórnvalda sé skýr: „Við viljum út-
rýma þessum kynbundnu launum.“
Samfélagslegur vandi
Magnús
Stefánsson
9%& ()
9 <
< 8
( &
9 &
=%&8 (
&
; (,
8 ( &
0 $
! 1
*..)
> >>A@?A
>B B>
A
>
A >A
A
B@?B?
A@BB
? >>@>
@
2 !
!
$
!" !
$ &++(*..)
3&++( 3*..)
#
$
"#
#
$
"#
Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra kynnti í gær ýtarlega könnun á launa-
mun kynjanna og samanburð við könnun sem gerð var árið 1994