Morgunblaðið - 20.10.2006, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 35
LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ
telur mikilvægt að leiðrétta ýmsar
rangfærslur um raflækningar sem
komu fram nýlega í Kastljósi RÚV. Í
þættinum var viðtal við Héðinn
Unnsteinsson, sem ber
titilinn sérfræðingur
Alþjóðaheilbrigð-
ismálastofnunarinnar í
geðheilbrigðismálum.
Framganga hans og
frásögn bar þess því
miður ekki merki að
um sérfræðing á þessu
sviði væri að ræða, en í
þættinum var fjallað
um raflækningar við
þunglyndi. Stórkarla-
leg lýsing hans var
miklu fremur til þess
fallin að auka á for-
dóma og valda sjúklingum enn meiri
kvíða og vanlíðan. Sumt var beinlínis
rangt. Þannig sagði hann ákveðinn
sjúkling hafa fengið „raflost í haus-
inn í 20 mínútur til hálftíma“. Raf-
lost, sem gefið er í svæfingu, er talið
í sekúndum en ekki mínútum. Það
eru notuð tvö rafskaut til að gefa
straum. Nákvæmlega er fylgst með
sjúklingnum með heilariti og vöðva-
riti, svipað og þegar tekið er hjarta-
línurit, og kallar engan veginn á jafn
dramatískar lýsingar og viðhafðar
voru í Kastljósþættinum.
Raflækningar við þunglyndi
Þunglyndi er oft og tíðum alvar-
legur sjúkdómur og getur verið lífs-
hættulegur. Þunglyndi er einn helsti
áhættuþáttur sjálfsvíga. Raflækn-
ingar eru aldrei sú aðferð sem fyrst
er gripið til við þunglyndi. Þar eiga
við önnur úrræði, svo sem samtals-
meðferð, ekki síst hugræn atferl-
ismeðferð, ýmis félagsleg úrræði og
stuðningur og þunglyndislyf. Raf-
lækningar eru nánast eingöngu not-
aðar þegar þessir þættir gefa ekki
góða raun og þjáningar sjúklings
láta ekki undan annarri meðferð.
Samantekið má segja að rafmeðferð
við þunglyndi komi til greina í eft-
irtöldum tilvikum:
Þegar sjúklingur hefur ekki svar-
að annarri meðferð.
Þegar um hættuleg bráðaeinkenni
er að ræða, svo sem að sjúklingur
nærist ekki, er í sjálfsvígshættu eða
er með lamandi þunglyndiseinkenni
(catatonic stupor). Raflækningar
sýna oft árangur innan nokkurra
daga. Þunglyndislyf
byrja oft ekki að virka
fyrr en eftir 2 – 3 vikur.
Þegar sjúklingur
hefur geðrofseinkenni,
svo sem rang-
hugmyndir eða of-
skynjanir.
Þegar sjúklingur
hefur áður sýnt góða
svörun við raflækn-
ingum án verulegra
aukaverkana.
Þegar sjúklingur
hefur annan sjúkdóm
sem útilokar notkun
þunglyndislyfja.
Aukaverkanir raflækninga
Raflækningar hafa verið notaðar í
geðlækningum í rúmlega 60 ár. Áður
fyrr á árum voru raflækningar háðar
mörgum annmörkum og aukaverk-
unum, en þá var framkallaður vöð-
vakrampi með rafstraumnum og
sjúklingurinn gat jafnvel bein-
brotnað við meðferðina. Minnistrufl-
anir og stundum persónuleikabreyt-
ingar takmörkuðu verulega notkun
raflækninga við þunglyndi.
Tækni í læknisfræði hefur farið
fram á þessu sviði eins og öðrum.
Annars vegar er rafstraumurinn nú
gefinn í mjög stuttri svæfingu og
vöðvaslakandi lyf eru gefin um leið,
svo að sjúklingurinn veit lítið af
meðferðinni fyrr en hann vaknar.
Beinbrot eru nú óþekkt við þessa
meðferð. Þá var mikil framför þegar
farið var að nota rafskautin ein-
göngu á annað heilahvelið (unipol-
ar), en það veldur síður minnistrufl-
unum. Minnistruflanirnar eru enn
sú aukaverkun sem helst hamlar
notkun raflækninga, þótt þær séu
skammvinnari og ekki jafn alvarlegs
eðlis og áður var. Oft er meðferðinni
beitt tvisvar í viku í átta til tíu skipti
alls.
Lokaorð
Umræða um geðsjúkdóma er
gagnleg og ef hún er fagleg dregur
hún úr fordómum. Vissulega skortir
á að hér á landi sé geðsjúkdómum
sinnt eins og vert væri og ýmissa úr-
bóta er þörf. Mikilvægt er að stjórn-
völd, heilbrigðisstarfsfólk og sjúk-
lingar vinni saman að því að bæta
þjónustuna. Raflækningar eru nán-
ast eingöngu notaðar þegar önnur
meðferð bregst og við blasir mikil
þrautaganga sjúklings. Læknir
verður að meta aukaverkanir með-
ferðarinnar í því ljósi og taka
ákvörðun í samráði við sjúklinginn
og hans nánustu, þótt sú ákvörðun
sé ekki auðveld. Þessi mál eru við-
kvæm og illa fallin til belgings í fjöl-
miðlum.
Villandi Kastljós á raf-
lækningar við þunglyndi
Matthías Halldórsson skrifar
um raflækningar » Stórkarlaleg lýsinghans var miklu
fremur til þess fallin að
auka á fordóma og valda
sjúklingum enn meiri
kvíða og vanlíðan.
Matthías Halldórsson
Höfundur er starfandi landlæknir.
ÍSLENZK Málnefnd var stofnuð
með lögum nr. 2/1990. Hún hefir það
meginhlutverk að vinna að eflingu ís-
lenzkrar tungu og varð-
veizlu hennar í ræðu og
riti. (2.1. gr.) ÍM er
stjórnvöldum til ráðu-
neytis um íslenzkt mál.
Leita skal umsagnar
nefndarinnar áður en
settar eru reglugerðir
eða annars konar fyr-
irmæli um íslenzka
tungu. (2.2.gr.) ÍM ber
að veita … leiðbeiningar
um málfarsleg efni á
fræðilegum grundvelli.
(2.4.gr.). ÍM gefur út rit
til fræðslu og leiðbein-
ingar um íslenzkt mál,
þ.á m. stafsetning-
arorðabók og önnur hag-
nýt orðasöfn.(2.5.gr.).
4.gr. Forstöðumaður ÍM
skal jafnframt vera pró-
fessor í íslenzkri mál-
fræði við heimspekideild
með takmarkaðri kennsluskyldu.
Með ofangreindum lögum var Ís-
lenzkri Málnefnd falið að sjá um varð-
veizlu íslenzks máls. Svo sem sjá má
af efnisinnihaldi laganna er líklegt að
þau hafi verið samin af ÍM sjálfri svo
sem hún kann að hafa verið skipuð
1990. Kjarninn er að viðhalda ís-
lenzkri tungu óspilltri í ræðu og riti.
Nú gaf ÍM út nýju STAFSETNING-
ARORÐABÓKINA í lok ágústmán-
aðar. Þar er tekin upp sú stefna að
„stuðla að stöðlun beyginga sem eru á
reiki. Eignarfall fleirtölu veikra kven-
kynsorða hefir verið á reiki í nútíma-
máli. Eftir uppruna beygingarflokks-
ins er ljóst að þar er endingin –na.
Svo er ávallt í algengum orðum:
stúlkna, rjúpna o.s.frv. (Formáli bls.
9) Fáir munu skilja hvað við er átt
með „uppruna beygingarflokksins.
Þannig lýsir ritstjórinn grundvell-
inum fyrir kenningu –na-postulanna.
Þetta er einfaldlega rangt. Fjöldi
veikra kvenkynsorða sem enda á -a í
eintölu eru eins í eignafalli flt. Þetta
er því rangfærsla á íslenzku máli og
því óheimilt skv. ofangreindum lög-
um að breyta þessu. Endingin -na er
þannig ekki nein meginregla í ís-
lenzku. Hlutverk ÍM
skv. lögum er að varð-
veita hana í ræðu og
riti. Ritstjórinn fer
sýnilega eftir fyr-
irmælum stjórnar ÍM
og tilgangurinn er að
„fækka valkvæðum
myndum þ.e. að gera
tungumálið einfaldara.
Þetta er það sem forð-
ast átti. (Formáli bls.
8). Þetta hefir þó með
öllu mistekist því að nú
er málið miklu flókn-
ara en áður, bæði fyrir
nemendur, fjölmiðla-
fólk og sérstaklega
fólk sem tekur að sér
prófarkalestur sem
verður nú neytt til að
fara eftir því sem skrif-
að stendur í nýju
STAFSETNIG-
ARORÐABÓKINNI þótt rangt sé.
Þetta er aðeins dapurlegt eða nánast
sorglegt. Það eru fleiri rangt skrifuð
orð í þessari bók en nokkru sinni fyrr.
„Í bókinni eru birtar eignarfalls-
myndir í samræmi við ofangreindar
reglur en þeim hefir um árabil verið
fylgt í málfarsráðgjöf ÍM.(Formáli
bls. 10).
Eg horfi stundum á myndina af fv.
skólameistara ML sem hann sendi
mér í gegn um Mbl. 23.09.2006 með
greininni „Sannleikurinn er sagna
beztur. Þarna er sagna ef. flt. af sögn
í nefnifalli en ekki af saga. Hér koma
nokkur sýnishorn af vandamálinu:
Saga:sagna Skata/skatna/
Staða:staðna/Pressa:pressna/
Skylda:skyldna/Sjoppa:sjoppna/
Bleikja:bleikna/Pípa:pípna/
Skífa:skífna/Svala:svalna/
Trúnaðar-
brestur Íslenzkrar
málnefndar
Önundur Ásgeirsson
fjallar um íslenskt mál
Önundur
Ásgeirsson
»Kjarninn erað viðhalda
íslenzkri tungu
óspilltri í ræðu
og riti.
Höfundur er fyrrverandi forstjóri
OLÍS.
AÐ UNDANFÖRNU hefur birst í
fjölmiðlum mikil gagnrýni á virkj-
unaraðila og þá sem
vinna að undirbúningi
og hönnun Kára-
hnjúkavirkjunar, þar á
meðal Verkfræðistofu
Sigurðar Thoroddsen
hf., sem hefur komið að
undirbúningi virkj-
unarinnar frá upphafi.
Misskilningur
Í skrifum Álfheiðar
Ingadóttur, Odds
Benediktssonar og
annarra og í þings-
ályktunartillögu Kol-
brúnar Halldórsdóttur og fleiri kem-
ur fram misskilningur á því hvað
áhættumat er og byggir því krafan
um óháð áhættumat að okkar mati á
misskilningi.
Hvað er áhættumat ?
Áhættumat er ekki lögskipað við
mannvirkjagerð hér á landi. Með
aukinni áherslu á öryggismál hefur
það farið vaxandi að unnið sé form-
legt áhættumat fyrir mannvirki og
er oft gert á skipulags- og hönn-
unarstigi og fylgt eftir við fram-
kvæmd og rekstur. Áhættumati er
ætlað að draga fram þá atburði og
þætti sem geta haft áhrif á öryggi
viðkomandi mannvirkis, meta og
lýsa áhrifum þeirra og afleiðingum
og bera saman við viðurkennd við-
mið.
Víðast hvar er skyldan um gerð
áhættumats lögð á eiganda mann-
virkis. Opinberum eft-
irlitsaðilum er síðan
ætlað að ganga eftir því
að mat sé framkvæmt
og annast oft rýni þess.
Fyrir virkjanir, stíflur
og veggöng eru það
undantekningarlítið
hönnuðir sem vinna
áhættumatið.
Hér á landi vinna
hönnuðir brunahönnun
og sérstakt áhættumat
ef þarf og í reglugerð
er miðað við að bygg-
ingarfulltrúi eða
Brunamálastofnun rýni. Um hættu-
mat vegna ofanflóða gildir sérstök
reglugerð. Hættumatsnefnd stýrir
gerð hættumats sem unnið er af
Veðurstofu Íslands. Þegar gerð er
tillaga að varnarvirkjum skulu hönn-
uðir þeirra setja fram nýtt hættumat
sem tekur tillit til áhrifa varn-
arvirkja.
Samkvæmt ríkjandi skilningi í
þessum fræðum er áhættumat hluti
af undirbúnings- og hönnunarvinnu
unnið fyrir eiganda. Það er ekki út-
tekt, dómur eða vottorð um vinnu-
brögð. Allt tal um óháð mat og trú-
verðugleika á því alls ekki við.
Fyrir Kárahnjúkavirkjun var
áhættumatið unnið sem hluti af ferli
mats á umhverfisáhrifum og skýrsla
lögð fram árið 2001 fékk rýni og af-
greiðslu stjórnvalda. Nýleg endur-
skoðun áhættumatsins í samræmi
við stjórnarsamþykkt Landsvirkj-
unar var gerð í þeim tilgangi að taka
tillit til nýrra upplýsinga um jarð-
fræði og áhrif þeirra á mannvirki.
Grein Álfheiðar
Í skrifum Álfheiðar eru dylgjur
um að við höfum fjárhagslega hags-
muni af niðurstöðu áhættumatsins. Í
ljósi þess að áhættumat er hluti af
undirbúnings- og hönnunarferli, eru
þær torskildar og óskiljanlegt að fá
þær frá stjórnarmanni fyrirtækis
sem hefur falið okkur verkefnið.
Í grein sinni gagnrýnir Álfheiður
VST og nafngreinir einstaka starfs-
menn fyrirtækisins til að styðja
skoðun sína á því að áhættumatið sé
ótrúverðugt. Slík framsetning á
gagnrýni er ámælisverð. Hún dreg-
ur einnig fram gagnrýni ýmissa vís-
indamanna á undirbúningsferlið og
fjallar ítarlega um eigin tillögugerð í
stjórninni. Með þessu er hún í raun
að gagnrýna opinberlega stjórn
Landsvirkjunar og almenna starfs-
menn.
Í vali á stjórnarmönnum í fyr-
irtækjum er almennt miðað við að
þeir vinni að hagsmunum fyrirtæk-
isins og í samræmi við yfirlýstan til-
gang þess. Af framangreindu má
draga í efa að þessi sjónarmið eigi
ávallt við um val fólks til stjórn-
arsetu í Landsvirkjun.
Meginatriði fyrir VST
Landsvirkjun byggir Kára-
hnjúkavirkjun í samráði við stjórn-
völd sem hafa samþykkt verkefnið á
Alþingi með miklum meirihluta at-
kvæða. Við undirbúning voru okkur
falin verkefni með beinum samn-
ingum og við síðari hluta fékk KEJV
hönnunarsamsteypan verkefnið í
lokuðu útboði þar sem við fengum
hæstu einkunn í hæfnismati. Við
vinnum verkefnið í góðri trú og
leggjum okkur fram með hagsmuni
eigandans í fyrirrúmi.
Virkjunaraðili, hönnuðir, rann-
sóknaraðilar og verktakar vinna allir
að Kárahnjúkavirkjun af fag-
mennsku og metnaði. Gagnrýni um
slök vinnubrögð við undirbúning er
vísað til föðurhúsanna. Hún er oft
sett fram af þeim sem hafa takmark-
aða þekkingu á undirbúningi vatns-
aflsvirkjana og er því lítt marktæk.
Staða orkuiðnaðar og stóriðju
Um miðja síðustu öld var hafist
handa við það framsýna verkefni að
koma upp nýjum útflutnings-
atvinnuvegi við hlið sjávarútvegs. Í
ljósi framvindu við ný álver og orku-
ver er þetta að ganga eftir. Stóriðju-
og orkufyrirtæki eru eftirsóttir
vinnustaðir og hafa mikil jákvæð
áhrif á aðra atvinnuvegi. Andstaða
gegn orkuiðnaði og stóriðju er afar
óskynsamleg þar sem þau gegna
mikilvægu hlutverki í heildarmynd
atvinnulífsins og trufla ekki aðrar
greinar.
Pólitísk barátta
Í pólitískri baráttu grípa menn til
ýmissa ráða. Í þessu tilfelli er gengið
of langt og ég uni því illa að VST
þurfi að sitja undir gagnrýni um
óheilindi og ófagleg vinnubrögð.
Menn eiga að beina spjótum sínum
að pólitískum andstæðingum en ekki
að fólki og fyrirtækjum sem vinna
verkefni sín á vegum löglegra
stjórnvalda.
VST og starfsmenn vinna verk
sem þeim eru falin af heilindum og
faglegum metnaði óháð pólitískum
skoðunum eða hagsmunum. Við er-
um stolt af þátttöku í undirbúningi
og uppbyggingu umhverfisvænna
virkjana og stóriðju hér á landi.
Áhættumat Kárahnjúkavirkjunar
Viðar Ólafsson gerir
athugasemdir við gagnrýni
á áhættumat fyrir
Kárahnjúkavirkjun
» Í pólitískri baráttugrípa menn til ým-
issa ráða. Í þessu tilfelli
er gengið of langt og ég
uni því illa að VST þurfi
að sitja undir gagnrýni
um óheilindi og ófagleg
vinnubrögð.
Viðar Ólafsson
Höfundur er fram-
kvæmdastjóri VST hf.